Dagur - 20.01.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 20.01.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, Iaugardagur 20. janúar 1990 14. tölublað Utsölunni lýkur á mánudaginn Vonskuveður var norðanlands í gær og skólahald féll víða niður af þeim sökum. Snjó kyngdi niður og voru vegir á svæðinu víða ófærir. Þrátt fyrir mikla snjókomu er ekki búist við að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verði opnað fyrr en í fyrsta lagi um næstu helgi. Mynd: KL Atvinnuástandið versnaði nokkuð undir lok ársins 1989: Konumar verða meira fyrir barðinu á atvinnuleysisvofunni - Hrísey eina sveitarfélagið á Norðurlandi sem ekkert atvinnuleysi var síðustu tvo mánuði ársins Á árinu 1989 voru í heild skráðir 552 þúsund atvinnu- leysisdagar á landinu öllu. Þetta jafngildir þvi að 2100 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá allt árið en sem hlutfall af mannafla svarar það til 1,6% samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Atvinnu- Ieysisvofan herjar meira á kon- urnar en karlana því 2,2% kvenna á vinnumarkaði voru án atvinnu á móti 1,2% karla. í yfirliti yfir atvinnuástandið í desember sl. kemur fram að 218 manns voru að jafnaði atvinnu- l.msir á Norðurlandi vestra. Kon- ur voru þar í meirihluta, eða 124 á móti 92 körlum. Á Sauðárkróki voru 52 atvinnulausir í mánuðin- um, 47 á Siglufirði, 32 á Blöndu- ósi og jafnmargir, eða 22, á Hvammstanga og Skagaströnd. Á öllum þessum stöðum var um að ræða talsveröa fjölgun at- vinnulausra frá fyrra mánuði og að sama skapi var í öllum þessum tilfellum um að ræða fleiri konur en karla á atvinnuleysisskrá. Á Norðurlandi eystra er svip- aða sögu að segja. Þar voru 526 manns án atvinnu í desember- mánuði, 175 fleiri en í nóvember. Hlutfallslcga mesta fjölgun at- vinnulausra var í Ólafsfiröi og á Húsavík og miðaö viö íbúafjölda varð talsverð fjölgun í Grýtu- bakkahreppi þar sem skráðir at- vinnulausir voru 13 í dcsember en voru 4 í nóvember. Á Akur- eyri fjölgaði atvinnulausum úr 200 í 238 milli þessara mánaða. Athyglisvert er líka að þrátt fyrir fjölgun atvinnulausra á flestum stöðum sneiðir atvinnuleysisvof- an algerlega hjá Hrísey. Þar var sem fyrr enginn skráður án at- vinnu. JÓH Akureyrarbær og íþróttafélögin: ÍBA fimdar um drög að samstarfssamningi í dag munu stjórn ÍBA og full- trúar íþróttafélaganna halda fund þar sem tekin verður af- staða til draga að fyrirhuguð- um samstarfssamningi milli Akureyrarbæjar og íþrótta- bandalags Akureyrar í kjölfar breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Verði ekki gerðar verulegar athugasemdir við drögin, er gert ráð fyrir að hægt verði að ganga frá samn- ingnum fljótlega. í drögununt sem lögð hafa ver- ið fyrir stjórnir íþróttafélaganna kemur m.a. fram að íþróttafélög- in skuldbindi sig til þess að gera sem flestum bæjarbúum kleift að stunda íþróttir, m.a. með þvt' að veita þeim greiðan aðgang að mannvirkjum og starfsemi félag- anna. Þá segir að bygging íþrótta- mannvirkja verði frantvegis með þeim hætti, að hún verði alfarið á vegum Akureyrarbæjar, að íþróttafélag og bær standi sam- eiginlega að byggingunni en geri með sér eignaskipta- og samstarfs- samning um bygginguna eða að íþróttafélagið byggi en Akureyr- arbær leggi frarn allt að 75% af stofnkostnaði. Um mannvirki sem nú eru í byggingu eða nýlokið er að byggja segir að við gildistöku skuli gerði sérstakir samningar við félögin sent í hlut eiga um áframhaldandi framkvæmdir og skuldir vegna byggingarkostnað- ar. Þá skulu íþróttafélög senda bæjaryfirvöldum tillögur um stofnkostnað vegna frantkvæmda næsta árs fyrir I. nóvember ár hvert. Bæjarstjórn ákveður síðan framlög vegna stofnkostnaðar íþróttamannvirkja viö gerð fjár- hagsáætlunar. VG Innbrot Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefur upplýst innbrot í Verslunina Síöu á Akureyri aðfaranótt Þorláksmessu. Þrír tvítugir menn, þar af einn Akureyringur, hafa játað á sig verknaðinn. Tveir þeirra hafa áður komið við sögu lögreglu. Rannsókn lögreglunnar vegna þessa máls hetur verið mjög víð- tæk og fjöldi manna yfirheyrður Piltarnir stálu töluverðu ; sígarettum, sælgæti og skipt ntynd. Pá stórskemmdu þeir lottc kassa í versluninni. Verslunareigandi mun gei kröfu á hendur mönnunum c málið fer síðan áfram til saksóki ara, sem ákveður málsmeðferð. Norðurland vestra: Allt skólahald fellt niður Kcnnsla var víða felld niður á Norðurlandi í gær vegna veð- ursins sem gekk yfir. í Húna- vatnssýslum voru engir skólar starfræktir frá morgni en veðriö gerði ekki vart við sig í Skagalírði fyrr en laust fyrir ellefu og þá var öllu skóla- lialdi allýst cftir hádegi. Á Blönduósi átti hópur ungl- inga úr skólanum að leggja land undir fót og héimsækja jafnaldra sína i Borgarnesi. Var um að ræða árlega heintsókn þar sem keppt er í íþróttum og fleira sér til gamansgert. Rútubílstjórinn sem. átti að aka með krakkana var nýkominn úr 12 tíma ferð trá Reykjavík með verkamenn við Blöndu og því var ákveöið að fresta ferðinni um hríð. Á l.augabakka var veðrið með versta móti og óvenju- slæmt við skólann sem annars cr á veöursælum stað. Á Húna- völlum var kennsla feljd niður og sömu sögu var að segja frá Skagaströnd. Par var illfært um bæinn og þar sem snjór hamlaöi ekki samgöngum var hálka svo mikil að ekki var stætt í því roki sem var. Á Hvammstanga var einnig aftakaveður og engin kennsla í skólum. Veöur var skaplcgt í Skaga- firöi fram eftir morgni en um kl. 11 brast á hið versta veöur og var öllu skólahaldi aflýst eftir hádegi. kj Færð á vegum: Helstu leiðir mokaðarídag Vonskuveður var á Norður- landi í gær. Undir hádegi liætti Vegagcrö ríkisins allri aöstoö við bíla .á Öxnadals- heiði og frá Akureyri til Húsavíkur. Á mörguin öðr- uin lciöum var færi tckið að þyngjast snennna í gær enda talsverö ofnakoma í litlu frosti. Samkvæmt upplýsingum frá vegaeftirliti Vegagerðar ríkisins á Akureyri verður ekkert mok- að í dag nema á helstu leiöum, þ.e. verði veður skaplegt. Búist er við að suöurleiöin verði því opnuð á ný og sömu sögu er aö segja um leiðina frá Akureyri til Húsavíkur. Pá var búist við því í gær að leiðin frá Akurcyri til Dalvíkur verði rudd í dag, ef veður leyfir. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.