Dagur - 20.01.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 20.01.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 20. janúar 1990 E g held að aðal kveikjan að þessu hafi verið sú að manni þótti leiðinlegt að standa í stað og vildi glíma við ný verkefni, segir Benedikt Hjalta- son, bóndi á Hrafnagili í EYjafirði sem ásamt Þorsteini Péturssyni, mági sínum, og Ulfari Steingrímssyni, bónda á Kroppi, stofnaði félagsbúið Þrist í vor með kaupum á jörðinni Merkigili. Þeir þremenningar steyptu saman kúabúunum á þessum þremur jörðum og stýra nú stærsta kúabúi landsins. Mikið var fjallað um þetta stórfyrirtæki þegar stofnun þess var að ganga í gegn en minna hefur heyrst af starfseminni síðan. Benedikt á Hrafnagili var því fenginn til að rifja upp aðdragandann að stofnun fé- lagsbúsins og lýsa hvernig vinnunni er háttað á stórbýli sem þessu. „Ég er fæddur 1962 á Hrafnagili en for- eldrar mínir keyptu þessa jörð árið 1954 en þá komu þau frá prestssetrinu Melstað í Húnaþingi þar sem þau höfðu verið leigulið- ar um sjö ára skeið. Svo er sagt að þau hafi keypt jörðina Hrafnagil á uppsprengdu verði en jörðin var mjög vel hýst og á henni var mikið kúabú á húnvetnskan mæli- kvarða. Þetta þótti Húnvetningum í það minnsta geysilegt bú þegar þeir komu að heimsækja fyrrum nágranna sína,“ segir Benedikt og brosir út í annað. Sjálfur var hann skrifaður fyrir hluta af búrekstrinum aðeins 16 ára gamall og fór þá „að rífast og skammast í þessu,“ eins og hann segir sjálfur. Árið 1988 keypti hann búið sem þá hafði framleiðslurétt upp á 132.000 lítra og um 100 ærgildi í sauðfé. Þrjú kúabú í eitt „Jú, auðvitað var þetta bú vel í efri kantin- um hér á svæðinu, alla vega á einstakling. Maður var búinn að koma þessu þokkalega fyrir og þetta gat varla orðið betra. Fram- leiðslan var öll bundin og ég vildi geta þróað þetta meira. Ég keypti jörðina Árbæ um haustið 1988 og ætlun mín var að fullnýta eignirnar á Hrafnagili og vera bara með mjólkurframleiðslu og kálfaeldi fyrir hana. Þessar fyrirætlanir fóru hins vegar út um þúfur eins og margir vita en hugmyndin blundaði í mér enn. Pá kom upp að Merki- gil var til sölu en ég sá að fyrir mig einan var þetta of stór biti. Fljótlega varð ljóst að Þor- steinn var tilbúinn að fara í þetta með mér og þegar fréttir bárust um að Úlfar á Kroppi ætlaði að hætta búskap þá bauð ég honum að vera með í þessu og hann sló til. Við gengum síðan frá kaupsamningi í apríl sl. og tókum í maí við Merkigili og hófumst handa.“ Á Merkigili eru nú um 100 kýr, þar af um 90 mjólkandi, og í fjósinu á Hrafnagili eru rúmlega 160 kálfar. Þessu til viðbótar eru fáeinar kindur í gamla fjósinu á Kroppi en Benedikt segir að með tímanum verði þessi sauðfjárbúskapur alfarið aflagður enda þurfi ekki nema eina kú í fjósið til viðbótar til að vega upp tekjurnar af kindunum. Þor- steinn rak áður kjötvinnslu á Hrafnagili og nú vinnur hann til viðbótar allt það kjöt sem fellur til frá búinu, bæði kálfa sem aldir eru til slátrunar og kýr sem slegnar eru af. Kjöt- ið er síðan selt beint til verslana. Sumum bændum óar við Óhætt er að segja að stofnun þessa félags- bús hafi vakið mikla athygli enda er hér á ferðinni bú af þeirri stærðargráðu sem ekki hefur hingað til verið þekkt á íslandi. „Ég var voðalega hissa á þessu moldviðri sem fjölmiðlar þyrluðu upp í kringum þetta. Mesta hættan sem að okkur steðjar eru kaupin á Merkigili og þegar þau eru að baki ætti að létta talsvert á okkur. Það er líka erf- itt að samræma þessi bú og koma þessu í fullan rekstur, við erum búnir að eyða miklu í að breyta vélakostinum en hvað varðar heyvinnu- og jarðvinnsluvélar þá hélst það í hendur að andvirði gömlu vélanna dugði fyrir nýju vélunum. Við seldum þó tífalt magn á við það sem við keyptum." „Pessi miklu viðbrögð fjölmiðlanna voru ákaflega jákvæð og menn virðast spenntir að sjá hvernig þetta gengur. Það var nánast vandamál til að byrja með hvað við fengum mikla athygli, maður losnaði eiginlega aldrei úr símanum," segir Benedikt og hlær. „Nei, það er eiginlega miklu frekar að bændurnir hafi horn í síðu manns. Þeim líst mörgum hverjum ekkert á þetta fyrirtæki og telja að ef þetta gangi upp þá leiði það til lækkunar afurðaverðs og undirboða, sem ég held að enginn þurfi að óttast. Þeir eru margir sem fylgjast grannt með þessu og að sama skapi ganga margar sögur um þetta t.d. ein sem var á þá leið að samlagið væri búið að loka á okkur fyrir júgurbólgumjólk og líka að við værum að verða gjaldþrota. Sögurnar eru því af misjöfnum gæðum eins og gengur,“ segir hann. Höfum ekki efni á tilfinningasemi Framleiðsluréttur félagsbúsins Þrists er 364.000 lítrar af mjólk eða tæplega 100.000 lítrum meira en næst stærsta kúabú landsins. Framleiðslan er um þúsund lítrar af mjólk á dag eða um 500 fernur af mjólk. Benedikt segir nauðsynlegt í svona rekstri að láta tilfinningarnar ekki hlaupa með sig, menn verði að sjá hagkvæmnina út úr hlutunum. „Við höfum ekki efni á því að vera með miklar tilfinningar. Annað hvort skilar gripurinn afurðum með litlum til- kostnaði eða hann er ekki með í hópnum. Við getum ekki glímt við einhverjar vanda- málaskepnur þó svo að um sé að ræða grip af góðum ættum. Menn verða að halda kaupi út úr þessari vinnu, þetta er ekki hægt að gera eingöngu ánægjunnar vegna. Þó svo að þessi vinna sé skemmtileg þá er ekki hægt að láta það eingöngu sitja í fyrirrúmi.“ - Finnst þá ekki mörgum þetta vera orðið líkara stórverksmiðju frekar en venjulegu kúabúi? „Jú, grun hef ég um það og menn glotta í kampinn ef okkur henda óhöpp,“ segir Benedikt brosandi. „Jú, það er líka eðlilegt að við rekum okkur á ýmis vandamál í svona uppbyggingu. Smávandamál geta líka orðið mjög stór vegna þess að þegar svona lítill mannskapur er í kringum þetta þá má ekkert koma upp á. Þess vegna verðum við að búa þannig um hlutina að þetta gangi sem mest snurðulaust fyrir sig. Við erum t.d. búnir að lenda í miklum vandræðum með kælinguna á mjólkinni þar sem um er að ræða smábilanir sem samt geta orðið dýr- keyptar þegar í húfi er svona mikið magn af mjólk." Vandamálin til þess aö leysa þau Fyrir þeim félögum hefur verið spáð vel og einnig illa. Eitt af þeim atriðum sem haldið hefur verið á lofti í hrakspánum er að svona samstarf manna hljóti að rekast á veggi, ein- hvern tímann hljóti að koma að því að menn greini verulega á um stjórnunina. „Jú, náttúrlega koma alltaf upp vanda- mál. Þegar menn eru komnir í svona félags- rekstur þá eru menn ekki sjálfs síns herrar lengur. Menn verða að taka tillit til annarra. Það sem gildir er hins vegar að leysa úr vandamálunum og að áhuginn á því sé fyrir hendi. Hjá okkur hefur starfið beinst inn á ákveðin svið þannig að ég lenti í bankabarn- ingnum, Þorsteinn sér hins vegar um kjötið og Úlfar hefur meiri umsjón með hirðing- unni. Daglegu störfin við búið eru hins veg- ar þannig að tveir fara í fjósið og þriðji mað- urinn sér um gjöfina hjá kálfunum. Hver maður fer tvær vikur í senn í fjósið en þriðju vikuna sér hann um kálfahirðinguna og svona gengur þetta koll af kolli. Segja má að þessu til viðbótar sé hálft starf þar sem faðir minn sér um að gefa ungkálfunum mjólk og eldri kálfunum kraftfóður.“ „Við förum í fjósið á Merkigili upp úr kl. 6 á morgnana og erum að til klukkan 9 en þá komum við allir saman í morgunkaffi á Hrafnagili. Þar eru þessi daglegu störf oft rædd og ef eitthvað þarf að ræða nánar er farið inn á skrifstofu og málin leyst. Þetta samstarf hefur því gengið ágætlega. Við erum altént ekki komnir á uppboð enn,“ bætir hann við. Má læra af mistökum Benedikt er fljótur til svars þegar hann er spurður hvaða vandamál hafi verið mest áberandi á fyrstu mánuðum félagsbúsins. „Mesta vandamálið kom upp þegar flórur úr Félagsbúið Þristur í Fyjaíirði senn níu mánaða gamalt: „Ég þori nú óhikað að mæla með svona sameiningu í búrekstri. Kostirn- ir eru margir og þeir yfirvinna gall- ana,“ segir Benedikt Hjaltason sem hér sést í mjaltabásnum í fjósinu á Merkigili. Þetta er vel búinn mjaltabás þannig að einn maður mjólkar með átta mjaltavélum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.