Dagur - 20.01.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 20.01.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. janúar 1990 - DAGUR - 5 ÞURRKUBLÚÐIN VERÐA AÐ VERA ÓSKEMMD og þau þarf aö hreinsa reglulega. Slitin þurrkublöð margfalda áhættu i umferðinni. |0UMFERÐAR „Reiki“-námskeið á Akureyri Helgina 27.-28. janúar verður haldið „Reiki“ námskeið á Akureyri, kennari er Guðrún Ólafsdóttir, reikimeistari. í fréttatilkynningu frá aðstand- endum námskeiðsins segir að fyrst sé getið um Reiki, alheims- lífsorku, í 2500 ára gömlum tíbetskum ritum, en Reiki var enduruppgötað í Japan á 19. öld af dr. Mikar Usui. „Hin náttúru- lega lífsorka verkar á öll svið ein- staklingsins, efnislíkamann, til- finningasvið, andlegt svið og hug- arsvið. Reiki er hreinsandi, orku- gefandi og stuðlar að almennri vellíðan. Allir fæðast með Reiki, en það sem þarf til að vekja þessa endalausu alheimsorku er viijinn til að læra og vígslurnar sem gefnar eru á námskeiðunum. Ekki er krafist sérstakrar for- vinnu, þjálfunar eða þekkingar heldur einungis löngunar til að vera leiðari lífsorku." Upplýsing- ar gefur Árný í síma 96-21312 milli kl. 19 og 21. Allir þeir, sem greitthafa laun á árinu Í989, skuiu skila launamiðum vegna greiddra launa á þar tilgerðum eyðu- blöðum tii skattstjóra. Frestur tii að skila launamiðum rennurút22.janúar. RSI< RÍKISSKATTSTJÓRI fyrir að láta taka borgina þarna rétt við nefbroddinn á þér. Hvað hólmgöngu okkar viðvíkur þá er hún óþörf því Guð hefur þegar fellt þig í duftið. Pú þarfnast nú aðeins læknis sem getur haft umsjón með sjúkum heila þínum. Þú ættir að skammast þín, gamli hálfviti, að ráðast svona á heiðarlegan mann, en það hefurðu vafalaust lært af gömlu þvottakerlingunum sem ekki geta varið sig nema með kjaftinum. (SS tók saman.) í kýrhausnum gamansögur, sannar og uppdiktaðar Týndur eiginmaður Bresk eiginkona sendi tilkynn- ingu til lögreglunnar einn daginn og kvað mann sinn vera týndan, hann hefði ekki komið heim í nokkrar vikur. Vinkona hennar var viðstödd er hún hringdi til lögreglunnar og hún varð stein- hissa er hún heyrði lýsinguna: „Hár, gjörvilegur, dökkhærður, með injallhvítar tennur.“ - Nei, heyrðu mig Hazel, sagði hún. Hvers vegna lýsirðu manninum þínum svona? Þú veist að hann er lágur, feitur og sköllóttur, þar að auki gjörsam- lega tannlaus! - Uss, segðu þetta ekki hátt, sagði eiginkonan. Ég veit að þetta er rétt hjá þér, en heldurðu að ég kæri mig um að fá slíkan mann aftur? Hér kemur hluti af bréfi sem Kristján IV Danakonungur (1577-1648) ritaði Karli 9. Svía- konungi: Þetta ósæmilega og ósvífna bréf þitt hefur nú verið afhent oss af sendiboðanum. Vér getum fundið hve hitinn í ágúst hefur haft óheppileg áhrif á heilann í þér. Þú segir, að vér höfum rofið Stettínarfriðinn, en það er bláber lygi. Það er einnig lygi að vér höf- um unnið Kalmar með svikum. Þú ættir heldur að skammast þín Óþolandi eiginmaður Kona nokkur í Bandaríkjunum fór til sálfræðings og bar sig illa út af manni sínum. - Hvað á ég að gera? Þetta er óþolandi. Hann er sítalandi upp úr svefninum. - Nú, já, sagði sálfræðingur- inn. Ég skil þetta vel, enda ekki einstakt tilfelli. Bældar hvatir, innilokaðar tilfinningar. Leyfið honum að tala á daginn. Góð mjólk Bóndi nokkur í Minnesota átti gamla móður á elliheimili. Hann kom alloft að heimsækja hana og tók alltaf með sér mjólkurflösku handa henni að heiman. Hann setti alltaf dálítið af koníaki sam- an við mjólkina en minntist aldrei á það við gömlu konuna. Hún minntist heldur aldrei á það að sér þætti mjólkin undarleg á bragðið. Einn daginn sagði hún við hann: - Alfreð minn, ég ætla nú að biðja þig að gera dálítið fyrir mig. - Sjálfsagt, mamma mín, sagði hann. Hvað er það? - Seldu ekki þessa kú sem mjólkin er úr. Smyglvarningur Bandaríkjakona nokkur var að koma frá Evrópu. Hún kom með nokkrar flöskur af ilmvatni, sem hún faldi vandlega í einni tösk- unni svo að tollverðirnir kæmu ekki auga á þær. Tollverðirnir límdu miða á far- angurinn án þess að nokkuð væri við að athuga, en er þeir komu lokum að töskunni sem ilmvatnið var í sagði átta ára dóttir konunn- ar hátt og snjallt: - Mamma, nú fara þeir að verða dálítið heitir, er það ekki? Kóngur skrifar kóngi Þeir sem hafa gluggað í tilkynn- ingar sem farið hafa á milli ríkja á þessari öld, t.d. mótmælaorð- sendingar íslendinga til Breta, hafa kannski gaman af að heyra pistla sem orðaðir eru hressilega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.