Dagur - 20.01.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 20.01.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 20. janúar 1990 Kosningaskjálftí og karlapólitík Loft er lævi blandið. Fram- sæknir menn og sjálfstæðir kanna hug stuðningsmanna. Gamalt vín á nýjum belgjum. Kratar ræða saman undir rós og leita að heppilegri uppskrift en allaballar telja ekki full- reynt með hamar og sigð. Brotabrot og örverpi reyna að mynda heild, höfundur megr- unarbókar mælir götur og kon- ur eru meira að segja farnar að stinga saman nefjum. Það er eitthvað stórfenglegt í uppsigl- ingu, eitthvað sem lætur engan ósnortinn. Lágvaxinn maður brettir upp kraganum á frakka sínum og hraðar sér að ákveðnu húsi. Hann lítur flóttalega í kringum sig áður en hann fer inn, jarm- ar mæðulega og gengur upp tröppurnar. Af skyldurækni skráir hann niður nokkur nöfn og brokkar út á ný, mætir niðurlútri konu sem komin er í sömu erindagjörðum. Sál- könnun. Friðsæld mannlífsins og leynd sálarinnar leysast upp er nafnlaust bréf kemst í umferð. Kosningaskjálftinn breiðist út. Örvita stuðningsmenn vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga né í hvorn arminn þeir eiga að taka. Þjóðhollir eigin- menn eru andvaka. Það eru ýmsar skringilegar kannanir í gangi, laumuspil og klækjabrögð. Allt fer þetta þó fram bak við tjöldin og birtist almenningi ekki nema þá helst í gegnum nafnlaus bréf og við- líka heimildir. En í kaffistof- unni gerast kraftaverk, þar eru þjóðmálin leyst á einu bretti og kosningamálin rækilega af- hjúpuð. Karlarnir sitja í hring, íbyggnir á svip. Yfir þeim svíf- ur þykkur reykjarmökkur. Þeir eru hver öðrum vitrari og spekingslegri og mælskari en flestir stjórnmálamenn. Þarna finna menn lausn á hvers kyns vanda en eyða ekki tímanum í tilgangslaust þref. Þetta eru menn sem ættu að stjórna, hafa áhrif á gang mála. Þeir sjá hvað pólitíkusarnir eru hláleg- ir og þeir vita líka vel hvað er að gerast bak við blessuð tjöld- in. „Jón er í fyrsta sætinu. Jón- arnir hafa átt fyrsta sætið í 42 ár,“ segir hrokkinhærður mað- ur með sannfæringu. „Þetta er helvítis kjaftæði og tómt rugl,“ hreytir eldri maður út úr sér og reykir ógurlega. „Ha, ha, ha, ha,“ hlær digur piltur og púar vindil. „Ég vil ekki sjá þetta álver,“ þusar ákaflega skapvondur ungur maður. „Ha, ha, ha, ha,“ hlær digri pilturinn og púar vindilinn. „Við leysum víst seint vandamál þjóðarinnar með þessu áframhaldi,“ segir rödd skynseminnar. „Ha, ha, ha, ha,“ hlær sá digri og púar enn. Á meðan þessar málefna- legu samræður fara fram sitja konurnar saman og ræða um hannyrðir og líf eftir dauðann. Karlapólitíkin snertir þær Hallfreður Örgumleiðason: „Þetta er ekki staður fyrir þig, rýjan inín. Við erum að ræða pólitík og raða á listann. Þú skalt fara til kynsystra þinna og einbeita þér að hannyrðum.“ ekki. Þegar kosið er til bæjar- stjórnar kjósa þær annað hvort konur eða myndarlega menn sem kunna að koma fyrir sig orði. Umræðurnar og allt erf- iðið hvílir á herðum karlanna. Ég kippi mér hins vegar ekk- ert upp við það þótt bæjar- stjórnarkosningar séu eftir nokkra mánuði. Bæjarpólitík- in á Akureyri hefur hvort eð er aldrei verið beysin. Menn ríf- ast aðeins til málamynda en skála á kvöldin. Fólk kýs sína flokka. Allir flokkar fá minna af atkvæðum en þeir eiga skilið, að eigin áliti, og síðan rotta tveir eða þrír sig saman og mynda meirihluta. Engu máli skiptir hvaða flokkar þetta eru og í rauninni er eng- inn munur á meirihluta og minnihluta. Þetta er ein bæjar- stjórn og allir fulltrúarnir eru sammála um allt, atkvæðin 11:0. Til hvers eru menn þá að standa í þessu þrefi og leyni- makki? Það er til einskis. Kjósið bara einhvern flokk eða kjósið ekki neinn. Atkvæði þitt skipt- ir engu máli, kjósandi góður, en þó tel ég skynsamlegast að kjósa . . . matarkrókur Ofnréttir í öndvegi Buff í gráðostasósu Kartöflueftirlæti er gott með grilluðu kjöti, pylsum eða skinku. Nú fer matarkrókurinn senn að kveðja með þessu sniði en hann mun birtast aftur án taf- ar með nýju yfirbragði. Petta gerist ekki alveg á nœstunni en sjálfsagt að minna á breyt- ingar og hvetja ykkur til að klippa út uppskriftirnar og reyna þœr við tœkifæri. Að þessu sinni verða ofnréttir í öndvegi. Prír slíkir réttir birt- ast hér, úr nautahakki, svína- hakki og kartöflum. 8 sneiðar nautabuff (alls 500 g) 1 púrrulaukur 50 g gráðostur 2 dl rjómi salt, pipar 1 tsk. kartöflumjöl Buffið er snöggsteikt, skorið í ræmur og sett í smurt eldfast mót ásamt sneiddum púrrulauk. Sjóð- ið síðan rjóma, krydd og gráðost smástund í potti. Kartöflumjöli bætt í. Þá er sósunni hellt yfir kjötið í mótinu og rétturinn bakaður í u.þ.b. 25 mínútur. Hrísgrjón og hrásalat henta vel sem meðlæti. Sérlega góður og einfaldur réttur. Skinkufars 400 g svínahakk 200 g hökkuð skinka salt, pipar 3 soðnar kartöflur 2 msk. rifinn laukur 1 dl mjólk 1 dl rauðrófusafi Allt hrært saman og mótað sem aflangt brauð. Sett í smurða ofnskúffu. Penslað að ofan með 1 eggjarauðu og 1 msk. sinnepi (hrært saman). Brauðmylsnu stráð yfir. Bakað í ofni í u.þ.b. 50 mínútur. Borðað með salati, rauðrófum og sinnepi. Já, dálítið nýstárlegt en afskaplega gott. Kartöflueftirlœti 10 meðalstórar kartöflur 1 laukur IV2 tsk. salt V2 tsk. pipar 3 dl rjómi Afhýðið kartöflur og lauk og rífið á grófu rifjárni. Kryddið og blandið vel saman. Setjið í eld- fast mót, hellið rjóma yfir og bakið í 30-40 mínútur. Kartöflu- eftirlæti er borið fram sem með- læti með grilluðu kjöti, pylsum eða kaldri skinku. Að lokum, verði ykkur að góðu. SS Við viljum endilega mæla með buffi í gráðostasósu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.