Dagur - 24.01.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 24.01.1990, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - Miðvikudagur 24. janúar 1990 Miðvikudagur 24. janúar 1990 - DAGUR - 7 Enginn veit hvernig á að skemmta sér - fyrr en hann hefur verið á þorrablóti í Bárðardal. Fullyrðingar þessa efnis hafa heyrst á undanförnum árum frá þeim sem reynt hafa, og svo er bara brosað í barminn og sagt að þetta séu ólýsanlega góðar skemmtanir. Til að verða einhvers vísari um þessa sérstöku skemmtanagáfu Bárðdælinga tókst Degi að lauma blaðamanni með myndavél á þorrablót í Bárðardal sl. laugardagskvöld. 'Myndirnar tala sínu máli og sýna að fólk var yfirleitt ekki með neinn fýlusvip undir borðum, þar sem snædd- ur var íslenskur þorramatur af bestu gerð, að miklu leyti heimalagaður og hið rómaða Bárðdælska öl drukkið með. Aldeilis ekki var ástæða til að setja upp fýlusvip yfir skemmtiatriðum þorrablótsnefndar eða kórstjórn Áskels Jónssonar frá Akureyri, sem er Bárð- dælingur að uppruna. Eftir mikla þjóðflutninga að loknu borðhaldi var síðan stiginn dans við undirleik Fimm félaga frá Akureyri. Mikið var dansað og af miklu fjöri því þarna var fólk komið til að skemmta sér en ekki til að vera með neitt vesen eða vitleysu. Oansinn dunaði dátt á þorrablótinu í Bárðardal Á þorrablóti í Bárðardal: Að gleyma ekki markmiði skemmtimarinnar „Ég fæ svo mikið af svona - Blessuð sértu sveitin mín - til- finningu þegar við erum að und- irbúa þorrablótin," sagði ein bárðdælsk húsmóðir við blaða- manninn, er hún var að reyna að lýsa þeirri stemmningu sem þorrablótinu fylgir. Eins og stað- ið er að máluni í þessari sveit verja heimamenn ekki aðeins einu kvöldi í eitt þorrablót heldur tekur undirbúningurinn marga daga og kvöld hjá mörgum. Skemmtinefndin er nokkrar vik- ur að semja efni og æfa flutning þess, auk ómældrar vinnu við annan undirbúning. Porrablótið er eins og jólin - ljós í skammdeginu, gleðigjafi og bjartur flötur á tilverunni. Þannig eiga skemmtanir að vera og sá er tilgangur þeirra. Álit blaða- mannsins seni rannsakaði þorra- blótið í' Bárðardal er, að þó svo margir hafi gleymt upphaflegum tilgangi þess að fara út að skemmta sér, hafi Bárðdælingar aldrei glatað eða gleymt mark- miðinu með sínum þorrablótum. Pað voru rúmlega 240 manns samankomnir í Barnaskólanum í Bárðardal á laugardagskvöldið og voru samkomugestir á bilinu frá 14-90 ára. Þröngt var á þingi í salnum, en þröngt sátu sáttir án þess að kvarta. Eins og þorrablóts- lög gera ráð fyrir hófst blótið með matarveislu mikilli, er dregnar voru upp úr trogunum bestu blótskrásir hvers heimilis í mat og drykk. Áskell Jónsson stjórnaði og lék undir fjöldasöng, af mikilli kúnst og skemmtileg- heitum sem sköpuðu sérlega glaðlegt og gott andrúmsloft. Þorrablótsnefndin samdi og flutti öll skemmtiatriði. Nefndina skipuðu: Kristbjörg Marinósdótt- ir, Sandhaugum, Skarphéðinn Sigurðsson, Úlfsbæ, Ingvar Vagnsson, Hlíðarenda, Bergljót Þorsteinsdóttir, Halldórsstöðum, Ásrún Aðalsteinsdóttir, Hlíð- skógum og Tryggvi Valdimars- son, Engi. Nefndarmenn og sveitungar þeirra fengu sendar ýmsar glósur, bæði í tali og tónum. Fluttir voru þrír frum- samdir leikþættir. í hlutverkum voru; nágrannakonur sem spjöll- F.v. Friðrikka Sigurgeirsdóttir næsti formaður þorrablótsnefndar, Kristjana Guðbjartsdóttir, Benedikt Jónasson, Egill Gústafsson oddviti og bóndi á Rauðafelli. uðu um sveitungana, fréttamað- urinn sem heimsótti bónda og Ingvar og Skarphéðinn gerðu heilmikla úttekt á atburðum síð- asta árs. Lásu þeir efnið upp af blöðum þar til að Skarphéðni fipaðist og þagnaði augnablik. Maðurinn er húmoristi af Guðs náð og kippti sér ekki upp við þessi smámistök, heldur sagði í sama tón og áður: „Þú þarft nú ekki að síðubrjóta mig Ingvar, þó ég fari aðeins línuvillt." Vakti þetta óvænta innskot ómældan fögnuð. Fluttar voru nokkrar auglýsingar en aðrar gleymdust, enda dagskráin viðamikil. Og það svo að allt í einu ruddist naut inn í salinn með viðeigandi hljóð- um og gerðist full aðgangshart við sunta nefndarmennina. Ýmis skot skemmtinefndarinn- ar vöktu mikla kátínu og fróðleik góðan mátti hafa af efnismeðferð þeirra. Virðist Bárðardalur vera orðinn mikill sælustaður eftir til- komu rúllubindivélanna, sem Þorrablótsnefndin f.v. Tryggvi Valdimarsson, Engi, Kristbjörg Marinósdóttir, Sandhaugum, Ingvar Vagnsson, Hlíöarenda, Bergljót Þorsteinsdóttir, Halldórsstööum, Skarphéðinn Sig- urðsson, Ulfsbæ, Ásrún Aðalsteinsdóttir, Hlíðskóguni, með gítarinn. uumamcim naiti læil au Iiagnyia sér á fieiri máta en flestir aðrir, og gæti ferðamannastraumur til að njóta ýmsrar rúllubindivéla- þjónustu í sveitinni farið vaxandi ef rétt verður haldið á málum. Fullyrt var að hluti búaliðs feng- ist varla úr hlöðunum eftir að far- ið var að verka og binda heyið á þennan hátt, því hin yndislegasta viskílykt angaði úr rúllunum. Ef konur þykkna undir belti, af tómu tilgangsleysi, munu bændur þeirra vera farnir að skella þeim í rúllubindivélarnar og vefja það fast að eitthvert lag komist á kvenfólkið á ný. Ættu Bárðdæl- ingar að tryggja sér einkaleyfi á þessarri hugmynd hið fyrsta, og gætu eflaust haft góða búbót af að veita kaupstaðabúum slíka þjónustu. Að loknu borðhaldi og skemmti- dagskrá upphófust miklir þjóð- flutningar. Kraftaverk var fram- kvæmt í yfirfullum salnum þegar og sumir urðu ástfángnir. Hrilluhjónin Ásdís Jónsdóttir og Sigtryggur Vagnsson og Ingileif Ólafsdóttir og Héðinn Höskuldsson, Bólstað, í mjúkri sveiflu. dansgólf var útbúið og ein sena rifin og önnur byggð. Nýliðar horfðu í forundran á aðfarirnar og flókið skipulag sem að lokum gekk upp, en heimamenn og van- ari gestir gengu með uppbrettar ermar að framkvæmdunum, vaskir menn sem þekktu greini- lega markmiðið með því að snúa öllu á annan endann. Upphófst nú dans mikill og fjölsóttur og urðu menn glaðir, sumir glaðari en aðrir, og sumir urðu fljótlega áberandi ástfangn- ir en síðar urðu aðrir talsvert veikir, ekki varð þó vitað til að neinn yrði vitlaus. Þorrablótinu í Bárðardal lauk svo að lokum eins og öðrum góðum stundum, og gestir héldu heim, sumir strax en aðrir gistu og nutu gestrisni í dalnum frarn á næsta dag. Heirna- menn í næstu þorrablótsnefnd höfðu verið valdir og voru þeir orðnir hugsi á svip og með glampa í augum, því að ári verð- ur annað blót. IM Hjónin Gunnar Þóróll'sson og Þorgerður Kjartansdóttir fá sér snúning á dansgólfinu. Sagan af nautinu og bóndanum vakti verðskuldaða athygli og mikla kátinu Ásrún Aöalstcinsdóttir og Bergljót Þorsteinsdóttir flytja „fréttir“ úr sveit- inni. Þorrablótsgestir tóku þátt í fjöldasöng af mikluin krafti. Þarna standa konur og syngja minni karla. Askcll Jónsson frá Mýri stjórnaði söng af miklum skörungsskap og skemmtilegheitum. Það var þröngt setinn bekkurinn á þorrablótinu í Barnaskóla Bárðdæla. Myndir: 1M

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.