Dagur - 24.01.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 24. janúar 1990 - DAGUR - 5
lesendahornið
Afleiðingar hringtorgsins:
Vítaverður stirðbusa-
akstur á vinstri akrein
Ökumaður skrifar:
„Það er gjörsamlega óþolandi að
sjá þær afleiðingar sem fyrsta
hringtorgið á Akureyri liefur haft
á umferðina í bænum, sem var nú
ekki beysin fyrir. Enn verra er
auðvitað að verða sjáifur fyrir
barðinu á þessari fiónsku öku-
manna. Þegar torgið var tekið í
notkun var það rækilega brýnt
fyrir mönnum að þeir ættu að
nota innri hringinn, sem þýðir að
Lesendasíðunni hcfur borist
eftirfarandi bréf.
„Ágæti Dagur, mig langar í
fyrsta lagi að þakka þér fyrir að
vera til yfirleitt. í öðru lagi að
koma á framfæri innilegu þakk-
læti fyrir þáttinn hans Ártúrs
Björgvins Bollasonar, sem var á
þeir verði að koma sér fyrir á
vinstri akrein áður en þeir koma
að hringtorginu. Afleiðingarnar
eru skelfilegar. Mestu gungurnar
í untferðinni raða sér á vinstri
akrein löngu áður en kontið er að
torginu og silast áfram á 30 knt
hraða. Þetta á við þegar ekið er
norður eftir Glerárgötu og Hörg-
árbraut. Við gatnamót Glcrár-
götu og Tryggvabrautar er ávallt
komin löng halarófa lélegra
dagskrá sjónvarpsins 16. janúar
kl. 23.00. Þar voru saman komnir
ýmsir snillingar, hver í sinni
grein. Bestu þakkir og áfram í
þessum dúr Artúr Björgvin
Bollason.“
Virðingarfyllst: Hafbjörg EA
ökumanna á vinstri akrein sem
líður hægt áfram norður eftir og
tefur umferð auk þess að valda
slysahættu. Ekki þykir sniðugt að
nota hægri akrein til framúr-
aksturs en þeir sem aka á
skikkanlegum hraða, 50 km á
klukkustund, neyðast þó til þess.
Þetta hefur í för með sér háska-
legan akstur, svig og læti. Það er
því full ástæða til að skora á þá
ökumenn sem stunda vítaverðan
stirðbusaakstur að drolla á hægri
akrein til að við hinir getum not-
að þá vinstri til framúraksturs.
Þannig má greiða úr þessari
umferðarflækju og draga úr
slysahættu."
Sundlaug Akureyrar:
Virðið
bflastæði
fatlaðra
Hneykslaður Sundlaugargest-
ur skrifar:
„Ég vil gjarnan vekja athygli á
því hvernig bílastæði fatlaðra við
Sundlaug Akureyrar er misnotað
af fólki sem ekki er sjáanlegt að
þurfi að nota stæðið. Mun fleiri
„fatlaðir“ stunda sund í Sundlaug
Akureyrar heldur en sjáanlegir
fatlaðir sundlaugargestir eru. Til
samanburðar má geta þess að
bílastæði fatlaðra annars staðar
eru oftast látin í friði af þeint sem
eiga ekki rétt til þeirra, t.d. við
verslun Hagkaups. Undarlegt er
að fólk skuli ekki víla fyrir sér að
misnota merkt bílastæði sem ein-
göngu eru ætluð fötluðu fólki til
afnota.“
Þakkir fyrir þátt
Artúrs Björgvins
Þorvaldur Örlygsson í sviðsljósinu
- athugasemd frá íþróttadeild Ríkisútvarpsins
„Undanfarið hafa þau sjónarmið
verið viðruð í þessu ágæta blaði,
að of lítið hafi sést í Sjónvarpinu
til Þorvaldar Örlygssonar, knatt-
spyrnumanns hjá Nottingham
Forest. Þá hefur jafnframt verið
ýjað að því að ástæða þess sé sú
að Þorvaldur sé Norðlendingur
og KA-maður og slíkir eigi ekki
upp á pallborðið hjá Iþróttadeild
RUV.
Hið rétta í þessu máli er að
Þorvaldur fór að leika með For-
est liðinu nokkru fyrir lok síðasta
árs og hefur báðum gengið sér-
lega vel síðan. Hann hefur verið
nokkuð í sviðsljósinu og má segja
að allir íþróttaáhugamenn fylgist
grannt með því þegar svo vel
gengur hjá einum fremsta knatt-
spyrnumanni okkar. Þetta á að
sjálfsögðu einnig við um okkur á
íþróttadeildinni. Til þess að fá
sem gleggstar upplýsingar fylgist
einn okkar einatt með útvarpslýs-
ingum BBC á laugardögum og
eins reynum við að glugga í
ensku dagblöðin. Slík vinna gerir
það að verkum að við getum full-
yrt að Þorvaldur hafi staðið sig
vel í leikjunt og fengið hrós í
breskum fjölmiðlum. Hvað Sjón-
varpið varðar höfðum við sam-
band um áramótin við sjónvarps-
stöð í Nottingham og fengum hjá
þeint stutt viðtal við Þorvald, sent
þegar hefur verið sýnt. Nú liggur
fyrir beiðni hjá þeim og um-
boðsskrifstofu í Lundúnum um
það hvort að við getum fengið
myndir frá heimaleikjum Forest.
Síðast en ekki síst höfum við lagt
áherslu á það við félaga okkar
hjá Norðurlandastöðvunum, að
Nottingham Forest verði inni í
myndinni þegar ákveðið er hvaða
leiki á að sýna í beinni útsend-
ingu. Þetta höfum við staðfest
skriflega, en leikjaniðurröðun er
ákveðin býsna langt fram í
tímann. Af framansögðu ætti að
vera Ijóst, að viö reynum í þessu
máli sem öðrum, að gera okkar
besta, reynum að veita eins góða
þjónustu og hægt er hverju sinni.
Allar samsæriskenningar eru hér
út í bláinn og hitta þá fyrir sem
slíku halda fram. ,
Svona í lokin vil ég geta þess,
að Þorvaldur Örlygsson er ekki
eini knattspyrnumaðurinn sem
við erum að reyna að ná á skjáinn
hjá okkur þessa dagana. Sigurður
Jónsson og Guðni Bergsson kom-
ust ekki í lið sín þegar röðin var
komin að þeint og nú liggja fyrir
óskir okkar í Skotlandi um
myndir af Guðmundi Torfasyni
hjá St. Mirren. Svona á þetta að
vera, íslendingar sýna vaska
framgöngu í íþrótt sinni og við og
aðrir fjölmiðlamenn reynurn að
fylgjast með þeim í keppni
hverju sinni. Framganga okkar er
síðan metin eins og íþróttamann-
anna, en sá dóntur má ekki
byggjast á einhverjum upplogn-
um fordómum, sem enginn fótur
er fyrir.“
Ingólfur Hannesson,
deildarstjóri
Iþróttadeildar Ríkisútvarpsins.
Vestfirðlngar!
Sólarkaffi
Yestfirðingafélagsins
verður í Lóni, laugardaginn
27. janúar nk. og hefst kl.
20.30.
Nefndin.
Breyttur
opnunartimi
Frá 1. febrúar verður opið sem hér segir:
Mánudaga-fimmtudaga frá kl. 9.15-16.
Föstudaga frá kl. 9.15-17.
Sparisjóður
Glæsibæjarhrepps
Brekkugötu 9 • Sími 21590.
Skákþing
Aknreyrar 1990
Skákþing Akureyrar hefst á sunnudaginn 28. janúar
kl. 14.00.
Tcflt verður í flokkum (10).
Raðað cftir Elostigum, umhugsunartími á keppanda er 40
lcikir á 2 klst. Tcfldar vcrða 3 umfcrðir fyrstu tvær vikurn-
ar, á sunnudögum, þriðjudögum og föstudögum, en síðan
verða tcfldar 2 umferðir á viku (þriðjudagur dcttur út).
Þátttökutilkynningar þurfa að berast í síðasta lagi föstud.
26. jan. kl. 21.00 til stjórnarinnar.
Einnig er hægt að skrá sig í Skákheintilinu Þingvallastræti
18 í síma 27655 á milli kl. 19.30 og 21.00.
Keppnin í unglinga- og drengjaflokki hefst laugardaginn 3.
febrúar.
ATH. 15 mínútna mót nk. föstudag kl. 20.00.
Stjórn Skákfélags Akureyrar.
BETRI KjÓR FYRIR
SELjENDUR SKULDABRÉFA
Vegna vaxtalækkunar á verðbréfamarkaði undan
farna mánuði seljast góð veðskuldabréf nú á
12-13% ávöxtunarkröfu. Þetta þýðir hærra verð
fyrir seljendur skuldabréfa. Ný tekur aðeins
1-2 daga að selja góð veðskuldabréf.
FROÐLEIKSMOLAR
Sölugengi verðbréfa þann 24. jan.
Einingabréf 1 4.607,-
Einingabréf 2 2.533,-
Einingabréf 3 3.030,-
Lífeyrisbréf ............... 2.316,-
Skammtímabréf ............ 1,572
éál KAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700