Dagur - 24.01.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 24.01.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 24. janúar 1990 fréttir ÓlafsQörður: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur samþykkt tillögu bæjarstjóra um aö fella niöur skuld bæjarsjóös viö hitaveitu og framvegis veröi rekstrarhagnaöur hítaveitu færður á bæjarsjóð. ■ Bæjarráöi barst nýlega bréf frá Rögnvaldi Möller, þar sem hann biður bæjarstjóra að veita móttöku f.h. Ólafsfjarð- arkaupstaðar, handriti sem inniheldur samantekt hans um náttúruhamfarirnar í Ólafsfirði árið 1988. Bæjarráð færði Rögnvaldi þakkir fyrir fram- takið og fyrir góða gjöf. ■ Bæjarráði barst fyrir skömmu bréf frá íjármálaráö- herra um greiðslu á virðis- aukaskatti. I framhaldi af því samþykkti bæjarráö tillögu borstcins Ásgeirssonar, um að senda fjármálaráöherra til- kynningu um að bæjarstjórn mótmæli harðlega að virðis- aukaskattur verði lagður á hitaveitu. ■ Bæjarstjóri óskaði eftir því á fundi bæjarráðs fyrir skömmu, að fá að taka skuldabréf atvinnutrygginga- sjóðs útflutningsgreina upp í skuldir H.Ó. vegna ársins 1989 og var það samþykkt. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá Félaginu hjálpum börnum, þar sem þess er farið á lcit við bæjaryfirvöld, þar scm fjár- hagsáætlun er í undirbúningi, aö fjárveitingum vegna mál- efna sem varöa börn. verði sérstaklega gauntur gefinn. ■ Bæjarráð hefur samþykkt tillögu bæjarstjóra, um að fasteignaskattur á íbúðahús- næöi verði 0,44% en á at- vinnuhúsnæöi 1,15%. Álagn- ingarprósenta lóðarleigu. vatnsskatts og holræsagjalda verði óbrcytt og sorpgjald verði kr. 2000.-. Annað taki mið af vísitölu. ■ Á síðasta fundi bæjar- stjórnar, kom fram að engin umsókn barst um auglýsta stöðu slökkviliðsstjóra. Þórshöfn: Línubilim í rúman sólarhring - en dísilvélar dugðu vel Rafmagnstruflanir urðu á Þórshöfn og nágrenni vegna ísingar sem hlóðst á línuna milli Þórshafnar og Kópaskers í óveðrinu fyrir helgina. Straumur fór af Þórshafnarlínu um kl. 20 á föstudagskvöld. Um nóttina var farið upp á heiðina til að skoða línuna, en þá hafði veður aðeins skánað. í Ijós kom að sex slár höfðu brotnað, línan var slitin og mikil ísing var á henni. Á laugardags- morgun héldu fimm menn á heiðina til viðgerða á línunui og til að reyna að ná ísingu af henni, sem ekki var létt verk. Viðgerð lauk um kl. 23 á laug- ardagskvöld. Á þessum rúma sólarhring sem línan var biluð voru dísilvélar keyrðar á Pórshöfn og Bakka- firði. Á Bakkafirði annaði vélin framleiðslu á rafmagni fyrir byggðina en á Þórshöfn þurfti aðeins að grípa til skömmtunar. Loðnuverksmiðjunni var séð fyr- ir rafmagni en á Pórshöfn og nær- sveitum voru heimili rafmagns- laus frá 2-4 tímum, sem telst víst Fyrsta skiptafundi í þrotabúi Híbýlis lokið: Kröfumar á annað hundrað Kröfulýsingaskrá í eignir þrotabús Híbýlis er löng enda kröfuhafar margir. Akureyrar- bær er stærsti kröfuhafinn í búið og gerir heildarkröfur upp á tæpar 37 milljónir króna. Aðrir stórir kröfuhafar eru Líf- eyrissjóður trésmiða á Akureyri með kr. 9.852.442, Landsbanki íslands kr. 9.755.830, VÍS kr. 5.155.861, bæjarfógetaembættið á Akureyri, þinggjöld og skattar kr. 12.096.650, BYKO hf. kr. 4.438.479, KEA kr. 16.310.566, Blikkrás hf. kr. 5.092.971, Fram- kvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins kr. 5.996.663 vegna FSA, Möl og Sandur hf. gerir kröfu urn 8 milljónir króna, Teikni- stofa Hauks Haraldssonar kr. 5.412.515 og Útvegsbanki fslands vegna skuldabréfs að upphæð kr. 3.662.749 og tryggingabréfs kr. 6.994.027. Af eigendum Híbýlis hf. gerir Páll Alfreðsson hæstar kröfur; vegna víxils að upphæð 25 millj- ónir króna og vegna annarra ábyrgða um 11 milljónir króna. Mývatn rannsakað fyrir 20 milljónir: Kísiliðjan með heimild til íjölþættari starfsemi Unnið er að skipulagningu rannsókna á Mývatni í sumar, vegna endurnýjunar námaleyfis til Kísiliðjunnar. Jón Pétur Líndal, sveitarsjóri í Skútu- staðahreppi, telur að um 20 milljónum verði varið til þessa verkefnis á árinu. Sérfræðinga- nefnd Mývatnsrannsókna skipu- leggur verkefnið, en það er að hluta kostað af Kísiliðjunni. Samþykkt hefur verið á Alþingi lagabreyting sem heimil- ar Kísiliðjunni að taka þátt í fjöl- þættari atvinnustarfsemi en vinnslu kísilgúrs. Sagðist Jón Pét- ur vona að þetta yrði til að styrkja eitthvað atvinnulífið í sveitinni. Einhver verkefni munu vera í athugun. Jón Pétur sagði að hugsanlega væru til gjall- eða gosefni á þessum slóðum sem vinna mætti með jarðgufu. Vegna eignaraðildar John Manville að Kísiliöjunni ætti að vera auðveld- ara að koma ýmsum afurðum á framfæri á mörkuðum erlendis og sagðist Jón Pétur vona að heimild til fjölbreyttari framleiðslu yrði nýtt, þar sem þörf er á nýjum atvinnutækifærum í sýslunni. IM óskar eftir að ráða fólk til starfa til að skrifa fasta þætti í blaðið. Tilskilin er góð íslensku- og vélritunarkunnátta og góð almenn menntun. Um eftirtalda efnisþætti er að ræða, auk þess sem ábendingar um fleiri eru vel þegnar: ★ Unglingar ★ Tónlist ★ Tómstundir ★ Neytendamál Ennfremur óskar blaðið eftir fólki til að skrifa fasta þætti um sjálfvalið efni. Skriflegar umsóknir berist ritstjóra fyrir 1. febrúar nk. Strandgötu 31, Akureyri, sími 24222. Bústjórinn, Brynjólfur Kjart- ansson hrl., tekur afstöðu til ein- stakra krafna í kröfulýsinga- skránni. Kröfum Lífeyrissjóðs trésmiða er t.d. hafnað að svo stöddu og einnig kröfum Páls Alfreðssonar, Malar og sands hf. og Teiknistofu Hauks Haralds- sonar. Kröfur KEA eru sam- þykktar breyttar og krafa bæjar- fógeta vegna skatta og þinggjalda er samþykkt óbreytt. „Mesta vafaatriðið í þessu öllu er krafa Bæjarsjóðs Ákureyrar um að fá afhentan þann hlut sent bærinn gerir kröfu til í Helga- magrastræti 53. Um það stendur deilan og ég sé ekki annað en að sú deila komi til kasta dómstóla. Ég tel ekki vera unt aðrar deilur að ræða sem ekki er hægt að finna einhvern flöt á að leysa með öðrum hætti,“ segir Brynj- ólfur Kjartansson. Brynjólfur segir það hafa lítinn tilgang að leggja saman tölur um kröfuupphæðir á þessu stigi inálsins. Kröfur utan skuldaraðar eru 8, lýstar forgangskröfur 69 en almennar lýstar kröfur 86 talsins. Alls eru kröfurnar því hátt á ann- að hundrað, en sumum er lýst tvisvar. EHB ekki mikið þar um slóðir. Nær eingöngu er hitað upp með raf- magni og aðeins örfá hús eru með olíukyndingu. Skömmtunin olli þó engum teljandi óþægindum eða erfiðleikum. Á Pórshöfn er ný dísilvél sem kom þangað fyrir ári síðan og að sögn Henrýs Ásgrímssonar, gæslumanns hjá Rafveitunni, munaði gífurlega um að fá þessa vél, sem að öðru jöfnu getur séð byggðinni fyrir nægu rafmagni. Á laugardag og einnig á sunnu- dagsmorgun slitnaði lína upp á Viðarfjall svo útsendingar útvarps og sjónvarps rofnuðu. Gert var við þessar bilanir eins fljótt og unnt var og komst línan í lag eftir fáa klukkutíma í bæði skiptin. IM Vinnudeila Sleipnismanna: Verkfall á ný í næstu viku Árangurslaus sáttafundur var haldinn í vinnudeilu Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis og við- semjenda þeirra hjá Sátta- semjara ríkisins á mánudag- inn. Sama dag var haldinn félags- fundur í Sleipni þar sem fram- haldið var rætt og ákvað stjórn og trúnaðarráð eftir fundinn að boða á ný til 4 daga vinnustöðv- unar frá og með 31. janúar nk. Beri þær aðgerðir engan árang- ur og hafi ekkert miðað í sam- komulagsátt í vinnudeilunni er sömuleiðis boðað til 5 daga vinnustöðvunar þann 10. febrúar nk. VG Alþýðuflokksfólk á Akureyri: Ffriir til skooanakönnunar vegna kosningaima í vor Alþýðuflokksmenn á Akureyri hafa ákveðið að efna til skoð- anakönnunar meðal flokks- bundinna og stuðningsmanna flokksins vegna bæjarstjórnar- kosninganna í vor. Þetta er niðurstaða fundar Alþýðu- flokksmanna sl. mánudags- kvölds. Að sögn Hreins Pálssonar, for- ntanns undirbúningsnefndar, hef- ur ekki verið ákveðið hvenær könnunin fer fram en að líkind- um verður hún aðra eða þriðju helgina í febrúar. Hreinn segir að niðurstöður könnunarinnar verði ekki bind- andi en að sjálfsögðu verði fullt tiilit tekið til hennar við endan- lega uppstillingu frambjóðenda á lista flokksins, sem kemur í hlut fundar flokksbundinna Alþýðu- flokksmanna. Alþýðuflokkurinn hefur þrjá fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar, Frey Ófeigsson, Áslaugu Einars- dóttur og Gísla Braga Hjartar- son. Þeir tveir fyrrnefndu hafa þegar gefið yfirlýsingu um að þeir verði ekki í kjöri en að sögn Hreins er ekki annað vitað en að Gísli Bragi muni taka þátt í skoð- anakönnuninni. óþh Norðurland: Loðnan í felum á síðasta ári AIIs veiddu landsmenn 657.937 tonn af loðnu á árinu 1989 á móti 916.283 tonnum árið 1988. Hlutur Norðlendinga í þessum afla var 111.254 tonn á síðasta ári en árið áður komu 222.873 tonn af loðnu til vinnslu á Norðurlandi. Sam- drátturinn á Norðurlandi er því um 100%. Ef við skoðum einstakar lönd- unarstöðvar á Norðurlandi þá lít- ur dæmið þannig út, svigatölur tákna aflann 1988: Siglufjörður 40.128 (83.883), Ólafsfjörður 1.680 (5.292), Akureyri (þ.e. Krossanes) 27.951 (43.841), Húsavík 0 (90), Raufarhöfn 19.953 (56.227) og Þórshöfn 21.542 (33.540). Eins og sjá má er munurinn sérstaklega sláandi á Raufarhöfn svo og á Siglufirði, eða yfir 100% samdráttur. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.