Dagur - 26.01.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. janúar 1990 - DAGUR - 3
Starfsmannafæð hjá Slökkviliði Akureyrar:
Stöðin mannlaus um stund
ef útköD verða að nóttu
„Það er ekki viðlit að fara á
eldstað með færri en þrjá
menn,“ segir Tómas Búi
Böðvarsson slökkviliðsstjóri á
Akureyri en um síðustu helgi
átti sér stað viðburður sem
undirstrikar enn frekar að
Slökkviliðið á Akureyri er
undirmannað og að upp getur
komið sú staða að stöðin er
mannlaus um stund.
Þetta gerðist einmitt aðfara-
nótt laugardags en þá fór eld-
varnarkerfið á Hjúkrunarheimil-
inu Hlíð í gang og sýndi eld.
Nokkuð er síðan kerfið að Hlíð
átti að vera orðið tengt til Slökkvi-
stöðvarinnar á Akureyri eða allt
frá því að húsið var tekið í
notkun. í síðustu viku fór kerfið í
gang og sýndi eld, en þar senr
starfsfólki hafði ekki verið kennt
á kerfið fóru slökkviliðsmenn á
vettvang.
Aðfaranótt laugardags fer eld-
varnarkerfið að Hlíð af stað á ný,
en þegar starfsfólk hugðist
hringja á Slökkvistöðina og til-
kynna að allt væri í lagi, svaraði
enginn á stöðinni. Slökkviliðið
var í útkalli og þar sem svo fáir
eru á vakt hverju sinni þurfa allir
að fara út. í þessum tilfellum er
hins vegar hringt í slökkviliðs-
mann sem býr í nágrenninu og
kenrur hann sér á stöðina á sem
skemmstum tíma, en á meðan er
stöðin mannlaus.
Þegar hringt er til Slökkviliðs-
ins og ekki er svarað er síminn
tengdur þannig að lögreglan á
Akureyri á að taka símann. Af
einhverjum ástæðum svaraði lög-
reglan ekki strax í símann þegar
starfsfólk Hlíðar hringdi um
helgina svo þarna rak hver tilvilj-
unin aðra. Síðar fór lögreglan á
staðinn og aðstoðaði starfsfólk
Hlíðar vegna falsboðanna.
Að sögn Tómasar Búa er þetta
ástand ekki viðunandi og segir
hann að t.d. á sumrin sé ekki
hægt að treysta á að þeir menn
sem hægt er að kalla á öllu jöfnu,
séu heima því ekki er heimild fyr-
ir því að hafa menn á bakvakt.
Hann segir það ekki fara milli
mála að Slökkvilið Akureyrar sé
undirmannað, hjá þeim eru þrír
menn á vakt á næturnar, en t.d. í
Hafnarfirði sem hefur svipaðan
íbúafjölda og Akureyri, eru að
jafnaði 5 slökkviliðsmenn á vakt.
Þessa dagana er unniö á fullu
að þessum málum að Hlíð og er
þegar búið að tengja bæði eld-
varnarkerfin við Slökkvistöðina á
Akureyri. VG
Nýtt farfuglaheimili við Bjarmastíg á Akureyri:
Eftir að leita samþykkis
bæjaryflrvalda
Nýlega festi Bandalag íslenska
farfuglaheimila kaup á húseign
á Akureyri, stóru tvíbýlishúsi
að Bjarmastíg 5. Gert er ráð
fyrir að 50 til 60 nianns geti gist
þar eftir að nauðsynlegar
breytingar verða gerðar.
Ákveðnar kröfur eru gerðar til
farfuglaheimila varðandi eld-
varnir o.fl. Þorsteinn Magnús-
son, framkvæmdastjóri B.Í.F.,
segir að eldvarnakerfi fyrir húsið
verði hannað af tæknifræðingi
innan vébanda bandalagsins, en
ekki þurfi að gera miklar breyt-
ingar á húsinu til að það þjóni til-
gangi sínum sem farfuglaheimili.
Bandalag íslensra farfugla-
heimila mun ekki hafa haft sam-
band við bæjaryfirvöld á Akur-
eyri til að leita samþykkis þeirra
vegna fyrirhugaðrar starfsemi í
Bjarmastíg 5. Framkvæmdastjóri
B.Í.F. segir að teikningar og aðr-
ar áætlanir verði lagðar fyrir
bæjaryfirvöld þegar þær verða til-
búnar, en ráðgert er að hefja
starfsemina þegar næsta vor. „Eg
sé ekki neitt því til fyrirstöðu að
við fáum tilskilin leyfi miðað við
þær kröfur sem gerðar eru um
sömu starfsemi sem við rekum í
Reykjavík og víðar," segir Þor-
steinn, en viðurkenndi um leiö að
eini gallinn á staðsetningu far-
fuglaheimilis við Bjarmastíg væri
að þar væru sama og engin bíla-
stæði. Hann benti þó á að lang-
flestir viðskiptavinir farfugla-
heimila kæmu með langferðabif-
reiðum og myndu koma gangandi
frá Umferðarmiðstöðinni.
íbúar við Bjarmastíg munu
vera mishrifnir af þessum áform-
um. Telja sumir þeirra að leita
þurfi leyfis nágranna áður en
starfsenii sem þessi er leyfð,
einnig heilbrigðisyfirvalda, einn-
ig skipulags- og bygginganefnda
bæjarins. Umferð um götuna
mun óhjákvæmilega aukast, en
eins og áður sagði á leyfisveiting
eftir að koma til kasta bæjaryfir-
valda. EHB
Fiskiðjusamlag Húsavíkur:
Hráefnisskortur vegna gæftaleysis
- mikið að gera hjá Kúttersíld
Vinna við frystingu á fiski
hófst á ný hjá Fiskiðjusamlagi
Húsavíkur um miðja síðustu
viku, en vegna ógæfta og
hráefnisskorts stöðvaðist hún
nú síðustu dagana. Unnið var
við lagfæringar í húsinu meðan
vinnsla lá niðri, kringum jól og
áramót, og voru veggir í
vinnslusal flísalagðir. Von er á
Kolbeinsey til löndunar eftir
helgina. Bátaútgerðin hefur
gengið erfiðlega eftir áramót-
in, bæði vegna gæftaleysis og
lélegs afla á línu.
Vinna hófst á ný í Rækju-
vinnslunni í morgun við vinnslu
afla af Geira Péturs, Júlíusi og
Aron.
Hluti starfsfólks Rækjuvinnsl-
unnar hefur að undanförnu feng-
ið vinnu við síldarvinnsluna, en
mikið hefur verið að gera hjá
Kúttersíld frá áramótum. Á þess-
um árstíma seljast afurðirnar
best, t.d. fyrir þorrablótin í
janúar og febrúar. Venjulega
vinna fimm manns hjá Kútter-
síld, en að undanförnu hefur
starfsfólki verið fjölgað um helm-
ing og einnig hefur verið unnið
tvo síðustu laugardaga við niður-
Dúfur hafa um árabil haldið til
í gamla bænum á Sauðárkróki,
sumun til inikillar ánægju en
öðrum til ama. Dúfur geta bor-
ið með sér smit og á síðasta ári
þótti sýnt að rekja mætti eitt
veikindatilfelli til dúfnanna.
Upp frá þvf var ákveðið að
beita aðgerðum til þess að eyða
dúfunum. í samtali við Svein H
Guðmundsson heilbrigðisfulltrúa
kom fram að á hans vegum var
lógað 164 dúfum. Svcinn sagði að
líklega hefði örfáum dúfum verið
komið til áhugamanna í öðrum
landshlutum án sinnar vitundar
I lagningu síldar, að sögn Tryggva
Finnssonar, framkvæmdastjóra
| Fiskiðjusamlags Húsavíkur. 1M
en enginn aðili í bænum hafi viljað
koma upp skipulagðri ræktun
þrátt fyrir vilja hans í þá veruna.
Sveinn sagði að dúfurnar hcfðu
lifað góðu lífi og vetrarkuldarnir
ekki sett mikil strik í reikninginri
vegna þeirra t'jölda afdrepa sem
þær höfðu. Á öðrum stöðum
hefði fólk fóðrað þær og því hefði
myndast þarna ákveðinn víta-,
hringur.
Ekki sagði Sveinn að þessar
aðgerðir væru. trygging fyrir því
að villtar dúfur settust hér að en
allavega væri einhver bið á því.
kj
Dúfiim lógað á
Sauðárkróki
- alls 164 stykkjum
Glæsibæjarhreppur
Porrablót
Hið árlega þorrablót verður haldið í Hlíðarbæ
laugardaginn 3. febrúar kl. 20.30 STUNDVÍS-
LEGA.
Hljómsveitin Fimm félagar leikur.
AUir hreppsbúar fyrr og nú velkomnir
ásamt ættingjum og vinum.
Miðapantanir í síma 26733, Lilla eða 26090, Herborg, mið-
vikudaginn 31. janúar og fimmtudaginn 1. febrúar frá kl.
20.00-22.00, bæði kvöldin. Nefndin.
Útsaumur
Álafoss hf. býður nú í fyrsta skipt-
ið vélprjónaðar peysur með
útsaumuðu „bróderuðu" mynstri.
Þessi nýjung hefur hlotið afar góðar viðtökur við-
skiptavina innanlands og erlendis.
Við leitum því að vandvirku og samviskusömu fólki
sem getur tekið að sér að „bródera" peysurnar á
tímabilinu febrúar-apríl n.k.
Hér er um að ræða tilvalið verkefni fyrir einstaklinga
eða félagasamtök hvar sem er á landinu.
Nánari upplýsingar veitir Ása Gunnarsdóttir í síma
96-21900 frá kl. 13.00 til 16.00, frá og með þriðju-
deginum 30. janúar.
*
Alafoss hf. Akureyri
HótelKEA
Laugardagurinn 27. janúar
Hin frábæra hljómsveit
INGIMARS EYDAL
heldur uppi stuðinu til kl. þrjú
Eigum ennþá laus borð fyrir matargesti.
Borðapantanir í síma 22200.
•
. . . og þorramaturinn rennur út,
þið getið komið til okkar og borðað úr trogunum
á staðnum eða farið með matinn heim,
svo bjóðum við auðvitað einnig uppá okkar
rómuðu þorraveislur, heimsendar eða
sendar á vinnustaðinn.