Dagur - 26.01.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 26.01.1990, Blaðsíða 12
Akureyri, föstudagur 26. janúar 1990 Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Akureyri: Annríki við snjómokstur Starfsmenn Akureyrarbæjar hafa átt annríkt undanfarna daga við snjómokstur. Véla- sjóður bæjarins á þrjá veghefla og tvær hjólaskólfur sem hafa verið notaðar, en auk þess er gripið til þess ráðs að nota jarðýtur þegar fannfergið er sem mest. Kostnaður Akureyrarbæjar vegna snjómoksturs í fyrra var 18,4 milljónir króna. Hluti sölu- skatts var endurgreiddur, 1.200 þús. kr., og varð endanlegur kostnaður því 17,2 milljónir kr. Tæpar 12 milljónir kr. eru ætlað- ar til þessa útgjaldaliðar í ár. Guðmundur Guðlaugsson, yfirverkfræðingur hjá Akureyrar- bæ, segir að ákveðnar starfsregl- ur gildi um snjómoksturinn. Fyrst eru strætisvagnaleiðir hreinsaðar, því næst tengibrautir og síðast íbúðagötur. Reynt er að draga úr yfirvinnu og kostnaði við gatnahreinsunina og t.d. ekki mokað um helgar nema ófært sé að verða í bænum. Reynsla starfsmanna bæjarins er sú að erfitt sé að hreinsa íbúða- götur, einkum um helgar, því fjöldi kyrrstæðra bifreiða setur strik í reikninginn. Stundum hef- ur verið gripið til þess ráðs að senda mann á undan tækjunum til að gera viðvart. Fyrir utan tæki Vélasjóðs er hægt að grípa til þungavinnuvéla vatnsveitu og rafveitu, ef mikið liggur við. Gagnrýnisraddir heyrast á hverjum vetri um snjómokstur bæjarins. „Það er alltaf hægt að gagnrýna, stundum með sann- girni en annað er miður sanngjarnt. Þetta er spurning um kostnað og hvernig menn vilja eyða fé skattborgaranna," segir Guðmundur. „Gamli rauður,“ veghefill bæjarins af árgerð 1946, hefur fengið að spreyta sig undanfarið, en hann þykir hinn mesti kosta- gripur. Um daginn bilaði reim við vélina en „Rauður“ mun mæta frískur til leiks eftir helgina, að því er bæjarstarfsmaður tjáði blaðinu í gær. EHB Dalvík: Búíð að opna í Það þarf víðar að inoka en á götum bæjarins þessa dagana. Mynd: kl Nær öruggt að Vínardrengir syngja á Akureyri 2. júní nk.: Ólíklegt að Krístján geti sungið á Akureyri í júní Skíðamönnunt á Dalvík og í nærsveitum ætti að vera óhætt að dusta rykið af skíðaútbún- aði sínum því neðri lyfta í Böggvisstaðafjalli hefur verið gangsett. Þó svo að búið sé að opna í Böggvisstaðafjalli er snjór þar ennþá af skornum skammti. Sveinbjörn Steingrímsson gerir Hjörtu skíðaáhugamanna taka væntanlega kipp núna, því ákveðið hefur verið að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli um helgina. Snjórinn langþráði lét loksins sjá sig af viti í vikunni og varð það til þess að mögu- legt var fyrir hæstráðendur Skíðastaða að taka þessa eftir- sóknarverðu ákvörðun. Klukkan 10.00 í fyrramálið verða lyfturnar ræstar í Fjallinu. Að sögn ívars Sigmundssonar þó ráð fyrir að ef svo fer fram sem horfir að duglega snjói í þessari viku verði nægur snjór í fjallinu og hægur vandi að taka nokkrar léttar skíðasveiflur. Ekki hefur verið endanlega ákveðið með opnunartíma í Böggvisstaðafjalli í vetur. Þó er líklegt að opið verði frá kl. 14 eða 15 síðdegis til 20 og eitthvað lengur um helgar. óþh forstöðumanns Skíðastaða er skíðafæri nú viðunandi, en ætlun- in er að opna þrjár lyftur af fimm. Það eru stólalyftan, Stromplyftan og nýja Hólabraut- arlyftan sem settar verða í gang. ívar biður skíðamenn sem leggja leið sína til þeirra um lielg- ina að fara þó varlega því sum- staðar í brautunum er snjólag þunnt. Það er ekki gaman að fara að brjóta sig á fyrsta skíðadegi eftir svona langa bið. VG Nú mun nær öruggt aö Vínar- drengjakórinn syngur á tón- leikum í Akureyrarkirkju þann 2. júní nk. Von er á kórnum hingað til lands í tengslum viö Listahátíð í Reykjavík dagana 2.-16. júní og segir Inga Sólnes, framkvæmdastjóri há- í fyrrinótt var framið innbrot í versluninni Esju við Norður- götu á Akureyri. Stolið var 30- 40.000 kr. í peningum og er þjófurinn ófundinn enn. Samkvæmt upplýsingum Daní- els Snorrasonar hjá rannsóknar- lögreglunni barst tilkynning um innbrotið í gærmorgun strax og verslunareigendurnir ætluðu að tíðarinnar, að kórinn hafi gengist inn á að fara norður og syngja í kirkjunni. Auk Vínardrengjanna verða mörg stórstirni á Listahátíð. Nefna má að hluti af San Franc- isko-ballettinum með Helga Tómasson í broddi fylkingar sýn- opna. Þjófurinn lét sér nægja að hafa peninga á brott með sér og vann engar skemmdir í verslun- inni. Rannsóknarlögreglan hefur upplýst innbrot í Iðjuþjálfun að Skólastíg 7 á Akureyri. Að sögn Daníels var brotist þar inn aðfaranótt 15. janúar og stolið talsverðu af peningum. JÓH ir listir sínar. Þá má nefna að rússneski píanóleikarann Andrei Rejgavrilov spilar á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit íslands. Ekki má gleyma stórsöngvaran- um Kristjáni Jóhannssyni, sem mun syngja á tónleikum með Sin- fóníunni þann 16. júní. Samkvæmt upplýsingum Dags hefur verið skoðað að Kristján syngi á tónleikum á Akureyri í júní, en flest bendir til að af því geti ekki orðið. Hins vegar herma heimildir Dags að sá möguleiki hafi verið ræddur að Kristján haldi tónleika á Akur- eyri 1991 við undirleik Karhmer- sveitar Akureyrar. Að sögn Ingu Sólnes er þessa dagana verið að ganga frá dagskrá Listahátíðar og segir hún að enn séu margir lausir endar með hana. Til dæmis er ekki ljóst hvaða poppstirni troða upp á hátíðinni. óþh Lyftur ræstar í Hlíðar- fjalli á morgun Akureyri: Brotist inn í Esju Útgerðarfyrirtæki á Húsavík á vonarvöl - bæjarstjórn beðin að beita sér Ályktun frá útgerðarmönn- um allra báta yfir tuttugu tonn, níu talsins, sem gerðir eru út frá Húsavík var lögð fyrir fund Bæjarstjórnar sl. þriðjudag. Miklar umræður urðu um vanda útgerðarinn- ar, sem er mjög alvarlegur. Síðdegis í gær var boðað til fundar með útgerðarmönnum og bæjarráði, og öðrum bæjarstjórnarmönnum gefinn kostur á að mæta. Milli 70 og 80 manns hafa atvinnu sína beint af útgerð þessara báta, auk fjölmargra sem starfa við fiskvinnslu og þjónustu sem útgerð þcirra tengist. I fyrra nam aflaverðmæti bátanna níu um 350 milljónum króna, og laun og launatengd gjöld vegna útgerðar þeirra námu 150 milljónum. „Fundur bátaútgerðarmanna á Húsavfk, haldinn 22. jan. 1990, vill vekja athygli bæjaryf- irvalda á Húsavík á þeirri þróun og þeim geigvænlega rekstrar- vanda scm bátaútgerð á Húsa- vík, eins og víða annars staðar á landinu, á nú við að etja. Flest útgerðarfyrirtæki á staðnum eru nú þegar komin á vonarvöl og ekkert blasir við annað en rekstrarstöðvun og sala á bátum, ef ekkert verður að gert þegar í stað. Ef slíkt gerist er Ijóst að mikill hluti af þeim afla- kvóta sem hér er til staðar flyst úr bænum, og grundvöllur bú- setu ntargra fjölskyldna hér í bæ er stefnt í voða. Síðustu ár hefur afkoma bátaflotans farið mjög versn- andi og benda nýjustu tölur nú til þess að afkoma síðasta árs sé neikvæð um 20-30%. Mestu munar hér um hinn mjög svo háa fjármagnskostnaö og slór- hækkað verð olíu, auk annarra rekstrarliða sem hafa hækkað margfalt á móti tckjuliðum,1 sem hafa raunar dregist saman vegna síminnkandi aflaheim- ilda. Fundurinn skorar á bæjaryfir- völd að taka þessi mál þegar í stað til alvarlegrar skoðunar og beita öllum st'num áhrifum til að aðstoða bátaútgerð á staðnum við aö komast út úr þessum vanda, jafnframt því sem fund- urinn varar við öllum hugmynd- um í þá átt að auka álögur sveit- arfélagsins á útgerðinni við þessar aðstæður." Svo hljóðaði ályktunin sem útgerðarmenn- irnir sendu bæjarstjórn. „Við vildum gera bæjaryfir- völdum grein fyrir því að vand- inn er orðinn mjög mikill og það cr þegar farið að leita hóf- anna um sölu á bát, eða bátum. • Með þessu viljum við koma því formlega á framfæri við bæjar- yfirvöld, vegna þeirra aflaheim- ilda og atvinnu sem útgerð bát- anna skapar hér. í öðru lagi ætl- umst viö til að bæjaryfirvöid beiti sínum áhrifum eins og hægt er við stjórnvöld, til að einhver rekstrargrundvöllur fáist fyrir þessi tæki,“ sagði Bjarni Aðalgeirsson, forsvars- maður útgerðarmannanna, er Dagur spurði hann hvaða við- bragða þeir væntu frá bæjaryfir- völdum. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.