Dagur - 26.01.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 26.01.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 26. janúar 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRi: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Skynsamleg markmið Síðustu tvo mánuði hafa farið fram viðræður um nýja kjarasamninga milli forsvarsmanna Alþýðusambandsins og Verkamannasam- bandsins annars vegar og samtaka vinnu- veitenda hins vegar. Fullyrða má að meira raunsæi hefur einnkennt þessar viðræður en mörg undanfarin ár og því ástæða til að ætla að á endanum komist menn að skynsamlegri niðurstöðu. Ljóst er að þeir kjarasamningar sem gerðir verða ráða miklu um þróun efnahags- og atvinnumála þetta árið. Svo virðist sem for- svarsmenn launþegahreyfingarinnar og vinnuveitendur séu loksins búnir að upp- götva þann sannleik að verðbólgan er helsti sameiginlegi óvinur beggja. Hún rýrir kaup- mátt ráðstöfunartekna jafnt og þétt og hefur afar slæm áhrif á afkomu atvinnufyrirtækja. Verðbólgan er tvímælalaust mesti skaðvaldur í íslensku efnahagslífi og því hlýtur það að vera sameiginlegt hagsmunamál launþega og vinnuveitenda að halda henni í skefjum. Forsvarsmenn Alþýðusambands íslands hófu þátttöku í yfirstandandi kjarasamninga- viðræðum með skýr markmið að leiðarljósi. Þessi markmið kynntu þeir viðsemjendum sínum strax í upphafi, enda eru í þeim fólgin grundvallarviðhorf Alþýðusambandsins til samningagerðarinnar. Alþýðusambandið vill með nýjum kjarasamningum tryggja þrennt: í fyrsta lagi að kaupmáttarfallið verði stöðvað; í öðru lagi að kaupmáttur verði tryggður með öruggum hætti og í þriðja lagi að atvinna verði tryggð og þar með stöðug- leiki í atvinnulífinu. í greinargerð frá Alþýðu- sambandi íslands kemur sú skoðun skýrt fram að miklar kauphækkanir við núverandi aðstæður myndu sennilega leiða fljótt til gengisfellingar, áframhaldandi verðbólgu og óöruggrar atvinnu hjá mörgum launþegum. Aukinn kaupmáttur og atvinna verði því ekki tryggð með miklum hækkunum launa. Þess í stað skuli lögð á það aðaláhersla að varðveita kaupmáttinn með litlum kauphækkunum og aðgerðum sem hamlað geta gegn verðbólgu. Vinnuveitendur hljóta að geta tekið heils hugar undir hvert einasta þessara orða, því þau eru sett fram af raunsæi og mikilli skyn- semi. Gangur kjarasamningaviðræðnanna fram til þessa eykur almenningi vissulega bjart- sýni á að þjóðin sé ekki á leið inn í enn eina efnahagskollsteypuna. Þær eru þegar orðnar of margar og stórar. BB. hvað er að gerast Vélsleðamenn: Stórsýning og árs- hátíð á Akureyri Vélsleðamenn verða með viða- mikla dagskrá á Akureyri um helgina. I íþróttahöllinni verður sýning á sleðum, útbúnaði og úti- lífsvörum á laugardag og sunnu- dag og á laugardagskvöld verður árshátíð LIV haldin í Sjallan- um. Sýningin í íþróttahöllinni verð- ur fjölbreytt. Umboðin munu kynna nýjar árgerðir af sleðum og veita sýningargestum upplýs- ingar og ráðgjöf. Þá verður einnig markaður notaðra sleða og hjóla á útisvæðinu þar sem möguleikar verða fyrir sleðaeig- endur að skipta á sleðum eða selja beint. Af öðrum búnaði sem til sýnis verður niá nefna hjálma, kuldafatnað, aftanísleða og vélsleðakerrur sem og lóran- Skákfélag Akureyrar heldur 15 mínútna mót í kvöld kl. 20, ungl- ingaæfingar verða á laugardag kl. 13.30 en á sunnudaginn kl. 14 hefst síðan Skákþing Akureyrar. Pátttakendur verða að tilkynna sig í síðasta lagi í kvöld, föstu- dagskvöld, í síma Skákfélagsins. Fyrirlestur um heimspeki Dr. Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla Islands flytur fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri við Þórunnarstræti á morgun, laugardag, kl. 14.00. Fyrirlesturinn nefnist: „Verkefni siðfræðinnar - réttlætið, ástin og frelsið. “ Fyrirlesturinn á laugardaginn er skipulagður í samvinnu Félags áhugafólks um heimspeki á Akureyri og Háskólans á Akur- eyri. í framhaldi af fyrirlestri Páls verður haldinn fundur í félaginu og fjallað um næstu verkefni þess. Fyrirlcstur þessi og þátttaka í félaginu stendur öllum til boða. Leikfélagi Akureyrar: Eymalangir Leikfélag Akureyrar sýndi barna- og fjölskylduleikritið Eyrnalangir og annað fólk síðast- liðinn fimmtudag. Næstu sýning- ar verða á laugardag og sunnudag og hefjast þær kl. 15. Nú eru liðin 70 ár frá því Skák- þing Akureyrar var haldið í fyrsta skipti. Sigurvegari þá varð Ari Guðmundsson, fyrsti for- maður félagsins. Skákþingið féll niður á árunum 1927-1937 en hef- ur verið haldið óslitið frá 1938. Júlíus Bogason hefur oftast borið sigur úr býtum, 19 sinnum alls. en Jón Björgvinsson hefur sigrað 6 sinnum. Núverandi handhafi titilsins skákmeistari Akureyrar er Kári Elíson. Keppendum verður skipt í styrkleikaflokka eftir ELO-stig- um og verða 10 í hverjum flokki. Vikulega verða tefldar 2-3 umferðir en Skákþingi Akur-eyr- ar lýkur sunnudaginn 18. febrú- ar. Áhugahópur um stofnun félags aldraðra á Dalvík ætlar að standa fyrir kynningar- og undirbúnings- fundi vegna stofnunar Félags aldraðra 60 ára og eldri í umdæmi Heilsugæslustöðvarinn- ar á Dalvík. Fundurinn verður haldinn á sunndaginn, 28. janúar 1990, í Víkurröst á Dalvík og hefst hann kl. 14.00. Á fundinum verður kynnt starfsemi félaga aldraðra og Landssambands þeirra. Fund- tæki, varahluti, olíur áttavita og bílasíma. Búast má við miklum fjölda gesta til Akureyrar um helgina enda á ferðinni ein mesta stór- hátíð vélsleðamanna á vetrin- um. Af þessu tilefni ætla hótelin að bjóða vélsleðamönnum upp á sérstakan afslátt. KA-menn blóta þorra Nú er tími þorrablóta og KA menn ætla að blóta ærlega í KA heimilinu annað kvöld, laugar- dagskvöldið 27. janúar. Mikill undirbúningur mun leiða til þess að á ferðinni verður hin besta skemmtun enda hafa þegar um 60 manns tilkynnt þáttöku. Húsið verður opnað kl. 19.00 og er áætlað að hefja borðhald kl. 20.00. Þegar gestir hafa troðið sig út af ljúffengum þorramatn- um verða raddböndin þanin und- ir hljóðfæraslætti og KA-skop verður framkvæmt af valinkunn- um spaugurum. Þeir sem enn hafa ekki skráð sig geta gert það til hádegis á morgun en verði er mjög stillt í hóf. Kaffihlaðborð Kaffihlaðborð verður í KA heirn- ilinu á laugardaginn. Hér er um lið í fjáröflun einstakra deilda að ræða og mikilvægt að félagar láti sjá sig. Kaffihlaðborðin voru vel sótt í fyrravetur og fyrir jól, en ætlunin er að þau verði fastur lið- ur í starfi KA til vors. Að þessu sinni er það einn af yngri flokkum Knattspyrnudeild- ar, með aðstoð foreldra sem sér um að undirbúa kaffið. urinn er öllum opinn, en þeir sem orðnir eru 60 ára eða eldri eru sérstaklega hvattir til að mæta. Lögð er áhersla á það að ein- ungis er ætlað að kynna starfsem- ina á fundinum og kanna áhuga á því hvort rétt sé að halda áfram með undirbúning að stofnun félags 60 ára og eldri í umdæmi Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík. Á fundinuni á sunnudaginn verður selt kaffi og spilaðar nokkrar umferðir í bingó. Skákþing Akureyrar hefst á sunnudag Víkurröst Dalvík: Kyrniingarfundur um félög aldraðra Samkomur í Glerárkirkju Um helgina verða haldnar rað- samkomur í Glerárkirkju og eru þær liður í safnaðarátaki sem nú •stendur yfir í sókninni og kallast „Dögun ’90“. Sérstakur gestur á þessum samkomum er Hollend- ingurinn Teo Van der Weele. Hann er menntaður í sálar- og félagsfræðum og liefur ferðast víða um lönd og haldið fyrirlestra og þjálfað fólk í sérgrein sinni sem er sálgæsla. Á samkomunum mun Teo halda fyrirlestra, sungn- ir verða „léttir söngvar" og í lok- Teo Van der Weele. in verður boðið upp á fyrirbæn. Samkomurnar munu hefjast kl. 20.30 á föstudags- og laugar- dagskvöld en á sunnudaginn kl. 14.00. í framhaldi af þessum sam- komum verða síðan haldnar vikulegar samkomur á föstudags- kvöldum kl. 20.30. „Allir eru hjartanlega vel- kornnir og fólk er eindregið hvatt til að koma á þessar stundir í kirkjunni,“ segir í frétt frá Gler- árkirkju.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.