Dagur - 10.02.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 10. febrúar 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SlMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. Í000 A MANUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DALKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ABM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON.
RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR
HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþr.), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki
vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL : SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.:
FRÍMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA
RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Kom Eyjafjörður aldrei
til álita?
Atvinnumál eru mál málanna um
þessar mundir á Akureyri. Það er
ósköp eðlilegt, því aldrei fyrr í
sögu bæjarins hafa jafnmargir
verið á atvinnuleysisskrá og nú.
Þennan mikla áhuga mátti m.a.
merkja á fundi, sem Framsóknar-
félag Akureyrar gekkst fyrir í
fyrrakvöld. Þar voru atvinnu- og
stóriðjumál á dagskrá og var
fundurinn mjög vel sóttur og stóð
langt fram á nótt.
Á fundinum kom greinilega
fram að almennur áhugi er fyrir
því meðal Akureyringa og Eyfirð-
inga að nýtt álver verði reist í
Eyjafirði. Af þeim sökum fór fund-
urinn að mestu í rökræður um
stöðuna í stóriðjuviðræðunum og
möguleikana á því að nýju álveri
verði valinn staður í Eyjafirði. Það
kom greinilega fram í máli bæði
Steingríms Hermannssonar, for-
sætisráðherra og Guðmundar G.
Þórarinssonar, alþingismanns, en
hann á sæti í álviðræðunefndinni,
að möguleikar Eyfirðinga í þessu
þýðingarmikla byggðamáli, eru
ekki miklir að óbreyttu. Svo virð-
ist sem ávallt hafi verið gengið út
frá því að nýtt álver verði reist á
suðvesturhorni landsins og menn
finni öðru staðarvali allt til for-
áttu. Engu er líkara en að þeir,
sem fengnir voru til að reikna út
hvort dýrara yrði að reisa álver í
Eyjafirði en Straumsvík, hafi sett
sér það markmið fyrirfram að
útkoman yrði hagstæð Reyknes-
ingum. Þótt engar tölur væru
nefndar í því sambandi á fundin-
um er ljóst að reiknimeistararnir
hafa komist að þeirri niðurstöðu
að álver í Eyjafirði verði nokkrum
milljörðum króna dýrara í bygg-
ingu en sama mannvirki í
Straumsvík.
Það kom greinilega fram í máli
fyrirspyrjenda á fundinum að þeir
véfengdu flestar þær forsendur,
sem liggja að baki útreikningun-
um. Sannast sagna eru útreikn-
ingar þessir afar umdeilanlegir.
Sláandi dæmi um það er að í þeim
er gert ráð fyrir mun fullkomnari
og um leið dýrari hreinsibúnaði í
álveri í Eyjafirði en Straumsvík.
Með öðrum orðum er gengið út
frá því að Hafnfirðingar og aðrir
Reyknesingar myndu sætta sig
við ófullkominn hreinsibúnað og
þar með meiri mengun en Eyfirð-
ingar, væntanlega í trausti þess
að hagstæðar vindáttir á Reykja-
nesi beri loftmengunina á haf út.
Það er með ólíkindum ef íslensk
stjórnvöld ætla að líða slíkan tví-
skinnung í umhverfismálum.
Auðvitað á að ganga út frá því frá
upphafi að sem fullkomnastur
hreinsibúnaður sé í nýju álveri
hér á landi, án tillits til staðsetn-
ingar. Það er ótrúlegt lítilsvirðing
við Hafnfirðinga að ætla þeim að
gera minni kröfur til mengunar-
varna en Eyfirðingar og nota það
síðan sem röksemd í málinu.
Fyrrnefndir útreikningarnir eru
hæpnir að mörgu öðru leyti og því
full ástæða til að mótmæla þeim
kröftuglega. Ljóst er að sveitar-
stjórnarmenn á Eyjafjarðarsvæð-
inu verða að bregðast skjótt við,
ætli þeir Eyjafirði að koma til álita
varðandi staðarval nýrrar stór-
iðju. Þeir þurfa að setja sína
reiknimeistara í að hrekja þær töl-
ur sem álviðræðunefndin hefur til
hliðsjónar við störf sín og benda á
kosti þess að álver rísi í Eyjafirði.
Þeir kostir eru margir, þótt þeir
hafi alls ekki verið teknir með í
umræðuna.
Eyfirðingar eru um það bil að
missa af lestinni í álmálinu. Sú
staðreynd blasir við að í raun hef-
ur sá möguleiki aldrei verið rædd-
ur í fullri alvöru að nýtt álver verði
reist annars staðar en á Reykja-
nesi. Slíka málsmeðferð mega
Eyfirðingar ekki sætta sig við
þegjandi og hljóðalaust. BB.
til umhugsunar
Er íslendingseðlið í hættu?
íslenskt mannlíf einkenndist unt langan tíma af sjálfs-
bjargarviðleitni. Þörfin til að bjarga sér af þeim fábreyttu
kostum sem í boði voru á kaldri strönd knúði fólkið
áfrant. íslendingar börðust, lifðu af og byggðu síðar vel-
ferð á freðanum. Það hefðu þeir ekki gert ef þeir ættu
ekki í eðli sínu þá framtakslöngun og einurð sem þrátt
fyrir margar myrkar aldir hefur einkennt líf þeirra. Sagan
segir að þeir sem numu hér land hafi flúið ofríki valdhafa.
Haft það sjálfstæði til að bera að una ekki yfirráðum.
Þótt menn greini á um sannleiksgildi íslendingasagna
og að hve miklu leyti landnámsmenn voru sjálfstæðis-
hetjur á flótta undan herjum einræðis, hafa þeir eiginleik-
ar sem einkenndu persónur sagnanna varðveist með
þjóðinni. Þeir héldu lífi í henni á þeim tímum er ekkert
annað en vonleysi virtist framundan á vegferðinni. Þeir
hafa ekki síður komið fram í atvinnulífi eftir að þjóðin
reis úr rústum og byggði tæknivætt velferðarþjóðfélag á
nokkrum áratugum.
Sjálfstætt atvinnulíf
íslenskt atvinnulíf hefur einkennst af rekstri smárra en
sjálfstæðra fyrirtækja. Oft hefur undirstaða þeirra verið
fjölskylda eða kunningjar sem kosið hafa að starfa saman
og vinna sleitulaust að þeim markmiðum sem í upphafi
voru sett. Stundir hafa ekki verið taldar og sjálfsvirðingin
verið lögð að veði til að komast sem næst fyrirætlunum.
Þarna hafa menn notið þess að vinna að áhugamálum og
ekki síður að sínu eigin. Vera eigin húsbændur og vita að
störf þeirra stæðu og féllu með þeim sjálfum og að ekki
væri hægt að bíða eftir að einhverjir aðrir gerðu hlutina.
Þessi litlu fyrirtæki og rekstrareiningar hafa fundist í
flestum ef ekki öllum atvinnugreinum landsmanna. Trú-
lega hefur aldrei verið gerð könnun á því hve mikill hluti
verðmætasköpunarinnar kemur beint frá þeim rekstri
lítilla fyrirtækja. En ætla má hann verulegan á undan-
förnum árum miðað við fjölda þeirra einstaklinga sem átt
hafa hlut að máli.
Oðruvísi með öðrum þjóðum
Ef litið er til nágrannalanda kemur í ljós að íslendingar
hafa nokkra sérstöðu um uppbyggingu atvinnulífs. Lítil
einkafyrirtæki eru meira áberandi hér á landi. Afstaða
íslendinga til vinnu er einnig nokkuð önnur. Vinnu-
framlag venjulegra Skandínava er minna en við eigum að
venjast.
Eignarhald og stjórnun þar nær hlutfallslega til miklu
færri einstaklinga en hér. Áhrifalítlir eða áhrifalausir
starfsmenn, sem mæta i' vinnu til að fá kaupið sitt og eru
gjarnan farnir að hugsa um heimferðina síðasta vinnu-
tímann á degi hverjum, eru miklu stærri hluti af hinu
raunverulega vinnuafli.
Ef miðað er við þá erfiðleika og þau mörgu vandamál
sem íslendingar hafa orðið að glíma við á umliðnum tíma
má fullyrða að skandínavísk vinnubrögð hefðu dugað
þeim skammt. íslendingseðlið hefur komið skýrt fram í
atvinnulífinu. Það hefur stýrt því á margan hátt og án
nokkurs vafa lyft mörgum þeim Grettistökum sem nauð-
synleg voru til að vinna þjóðina úr fátækri fortíð til fjöl-
breyttrar framtíðar.
Höfum ratað í sálarkreppu
Tímabilið frá miðju sumri til þessa dags hefur einkennst
af hugsuninni um kreppu. Það hefur varla verið opnað
blaó eða hlýtt á frétta- eða umræðuþætti útvarps- og sjón-
varpsstöðva án þess að minnst væri á erfiðleika um lífs-
björg fólks og þjóðar. Kreppuhugsunin speglast í
atvinnuauglýsingum. Þeim hefur fækkað og sífellt skrifa
fleiri áhugasamir þegar starf er auglýst. Að sama skapi
eru færri virtir svars eða viðlits. Lífsbjargarvandinn gerir
einnig boð við dyr „atvinnuleysisstofa" þar sem fleiri og
fleiri fara yfir þröskuld í hverri viku að sækja sér tæpar
níu þúsund krónur til viðurværis.
Ef miðað er við árin á undan, 1986 og 1987, hafa ýmis
einkenni samdráttar komið fram í íslensku efnahagslífi.
Þau ár voru góðæri og fleyttu lífskjörum umfram venju.
Landinn lét ekki sitt eftir liggja og moðaði úr fljótfengn-
um auði. Þess vegna kom það illa við marga þegar góð-
ærið var að meðalári og ekki hægt að veita sér allt sem
var. Við það bættist að eftir var að greiða allmikið af
eyðslu og fjárfestingu góðu áranna sem fór úr hófi vegna
mikillar bjartsýnistilfinningar.
Þetta hefur valdið sálarkreppu með þjóðinni. Hugsun-
in hefur sveiflast frá hinum óarðbæru allsnægtum, sem
fylltu hvert sálarskot fyrir tveimur árum, til vonleysis
vegna þess að allt er ekki hægt á einu augnabliki.
Fleiri hliðar sameiningar
Ótti manna við að samdrátturinn í efnahagslífinu verði
eldri en tvævetur kemur fram í ýmsum myndum. Ein
þeirra er sameining fyrirtækja og rekstrareininga. Á síð-
asta ári var hart gengið fram á þeirri braut. Smærri fyrir-
tæki sameinuðust og einnig má finna ýmsa öfluga aðila
eins og tryggingafélög og banka er runnið hafa undir einn
hatt.
Jafnvel þeir sem hafa atvinnu af erfiðleikunum, inn-
heimtulögfræðingarnir, hafa verið að skríða hver í annars
eftir Þórö Ingimarsson.
hús ef marka má auglýsingar í blöðum að undanförnu.
Vissulega má benda á hagræðingu og sparnað af sam-
einingu rekstraraðila. Með sameiginlegri nýtingu fjár-
festinga eins og húsnæðis, búnaðar til daglegra verka og
vinnuafls má í mörgum tilfellum lækka kostnað á móti
þeim tekjum sem viðkomandi starfsemi nær að skapa. En
sameiningunni fylgja fleiri hliðar. Með henni færist stjórn-
un og ábyrgð undantekningarlítið til færri einstaklinga.
Fjöldi starfsmanna, sem engin tengsl hefur við stjórn,
verður meiri. Þeim fjölgar sem í sjálfu sér þurfa ekki að
hafa neinar áhyggjur af hvort þeir afkasti einhverju í
vinnutíma sínum, svo lengi sem launaumslagið berst
reglulega. Þeim fjölgar sem koma til með að hafa óyndi á
vinnustað og sjá lítinn tilgang með veru sinni þar annan
en að fá peninga til að sinna daglegum þörfum og löngun-
um. Mikil sameining rekstrar á tilteknum sviðum getur
einnig snúist til andstæðu við nauðsynlega samkeppni.
Viðskiptavinir hafa í færri hús að leita og fyrirtæki geta
beitt ósveigjanleika í krafti þess að þau sitji að markaði
án nægilegrar samkeppni. Slíkir viðskiptahættir eru
landsmönnum vel kunnir og hafa ekki síst orðið þekktir í
heimi flutningafyrirtækja í millilandaflutningum svo og
olíu- og tryggingafélaga.
Verður að virkja eðlið
Þegar fjallað er um sameiningu fyrirtækja og horft til
þeirra hagstæðu þátta sem hún getur haft í för með sér,
má ekki líta framhjá neikvæðum hliðum. Skrifborðs-
stjórnunin má ekki bitna á þeim mannlegu þáttum sem
raunar allt veltur endanlega á. Flestir þekkja þá fjóra
þætti sem mynda grunninn að öllum rekstri. Hráefni -
framleiðslutæki - vinnuafl og markað. Flestir verða
einnig að gera sér grein fyrir að tveir þeir síðarnefndu
byggjast á lifandi fólki. Fólki með eðli og þarfir. Eðli
íslendinga er að vera sjálfstæðir og eigin húsbændur. Á
því hefur eljusemi og sú athafnaþrá sem nauðsynleg hef-
ur verið til lands og sjávar byggst í 1116 ár. Því er til
umhugsunar hvort ótti við samdrátt, er orðið hefur í
efnahagsmálum að undanförnu og komið hefur meðal
annars fram í þeirri áráttu að sameina fyrirtæki, vinni
ekki á móti eðlinu sem í okkur býr? Hvort fækkun þeirra
sem hafa stjórn og ábyrgð með höndum sljóvgi ekki þann
vinnuanda sem okkur er nauðsynlegur til að skapa það
velferðarsamfélag sem við viljum hafa? Það er til
umhugsunar hvort íslendingseðlið sé ekki í hættu.