Dagur - 10.02.1990, Side 7

Dagur - 10.02.1990, Side 7
tómstundir Laugardagur 10. febrúar 1990 - DAGUR - 7 l Að þeysast um fannbreiðurnar Vélsleðamenn hafa nú flestir tekið sleða sína fram úr bílskúrnum. Þetta sport hefur náð æ meiri vinsældum á undanförnum árum, það sýnir best salan í vél- sleðum en hjá sumuin umboðum hafa langir pantanalistar legið fyrir þegar á haustin. Öllum ber þó saman um að stofnkostnaðurinn við vélsleðasportið sé mikill en ef vel sé farið með tækin geti þau enst nokkuð lengi. Nú eru um 15 ár liðin frá því að vélsleðar fóru að komast í almenningseign hér á landi og óhætt er að segja að á þeim tíma hafi þeir mikið breyst. Sama má segja um við- horfið til vélsleðanna því á fyrstu árum litu menn fyrst og fremst á þetta sem tæki til að leika sér á í nærliggjandi brekkum en nú er stór hópur manna sem notar vélsleðana í fjallaferðir og þá sérstaklega til ferða inn á hálendið. Blað- ið fór á stúfana og ræddi við tvo vélsleðamenn sem segja má að noti sleðana ólíkt því annar þeirra er kunnur keppnismaður í vélsleðakeppnum en hinn hefur í mörg ár stundað mikið ferðir inn á hálendið yfir vetrarmánuðina. „Fyrsta jöklaferðin eftirminmlegusf - segir Jón Trausti Björnsson Jón Trausti Björnsson, sniiöur á Akureyri, er einn þeirra vélslcða- manna sem mikið stunda ferðir á slcðunt unt hálendi landsins. Hann segir að fyrstu kynni sín af vélslcðum hafi verið fyrir um 12 árum og fljótt hafi verið lagt í fjallaferðir. „Ég byrjaði fljótlega aö fara í ferðir, fyrsta ferðin var inn í Nýjadal árið 1978. Síðan fylgdu fleiri í kjölfarið en sennilega er mér eftirminnilegust fyrsta ferð mín upp á Vatnajökul árið 1981 en þá misstum við mann og sleða ofan í sprungu og telja veröur mildi að maðurinn bjargaðist. Við vorum þá að koma úr Gríms- vötnum og hrepptum leiðinda- veður á leiðinni niður. Manni var eiginlega ekki alveg sama um jöklaferðirnar fvrst á eftir," scgir Jón. Jón segir að útbúnaðurinn til fjallaferða á sleðum hafi brcyst mikið á þessum árunt. Bæði hafi sleðarnir batnað, svo og allur hlífðarfatnaöur. Mikil beyting varð í hálendisferðunum með til- komu Loran-tækjanna sem komu fram á sjónarsviðið fyrir 4 árum en fram að þeirn tíma var áttavit- inn aðal hjálpartæki ferðamanna á hálendinu. „Það var auðvitað mun verra að fylgja þeim en Loran-tækjunum. Þessi nýju tæki eru mikið til öryggis enda getur maður yfirleitt alltaf staðsett sig og séð hvar ntaður er staddur hverju sinni," segir Jón. Gjarnan halda menn sig í hóp- unt í hálendisferðunum og segir Jón að þá sé betra að hóparnir séu litlir vegna þess að því fleiri sem sláist í hópinn þeim mun mciri tafir verði. „Menn halda mikið saman í þessunt hópunt og þetta cr mikill og góður félags- skapur. Hvað varðar kostnaöinn við þetta sport þá er dýrt að kaupa sér nýjan sleða í dag en cg veit ekki hvort þctta verður mik- ið dýrara en margt annaö sportið sem fólk stundar í dag þegar allt kentur til alls. En auðvitað er líka margt annað miklu ódýrara, það er ekki nokkur vafi á því," scgir Jón. Akureyringar urðu fyrstir til að hefja ferðir á vélsleðunt um há- „Glerárdalurinn skenuntflegasta svæðið“ - segir Ingvar Grétarsson í vélsleðakeppnunt á síðustu árum hefur nafn Ingvars Grét- arssonar, vélsleðamanns frá Akureyri, oftar en ekki borið hátt. Ingvar hefur unnið marga keppnina og þykir snjall keppnis- maður á vélsleðum. Hann var fyrst spurður hvernig hanri undir- búi sig fyrir keppnir. „Ja, maður æfir lítið brautir. Glerárdalurinn er eiginlega skemmtilegasta svæðið til að lcika sér á og maður fer þangað og tæmir 1-2 tanka," segir Ingv- ar og hlær. „Þetta felst bara í því að klifra, stökkva og spyrna, hamast eins og maður getur. Það er hins vegar ekki þar með sagt að meðferðin á sleðanum sé slæm, þetta fer allt eftir því hvernig er farið að. Meðferðin er ekki slæm ef menn Itafa 'ilfinn- ingu fyrir því sent þeir eru með í höndunum." Ingvar segist fyrst hafa farið á sleða þegar hann var 11 ára gant- all og mesta æfinguna á þessi tæki hafi hann öðlast á unglingsárun- um þegar hann keyrði á sleðan- um „heilu dagana út,“ eins og hann segir sjálfur. Á síðustu árum hafi hann hins vegar dregið mikið úr sleðaakstrinum. „Þetta er dýrt, það hefur enginn efni á að keyra þetta alla daga. Ég held að þetta sé hlutfallsega dýrara sport en þetta var fyrir nokkrum árum. Bæði hefur bensínið hækk- að og ef menn ætla sé að eiga góð- an sleða í keppni og ferðalög þá fer verðið upp í um og yfir 700.000 þús. kr. Það er mikið fyrir tæki sem ekki er ekið meira á ári,“ segir Ingvar. Ingvar vinnur við viðgerðir á vélsleðunt og þekkir því vel til viðhaldsins. Hann segist telja sleðana viðkvæma í umhirðu. hann fjallarallið sent fram fer í Mývatnssveit. Þar þurfa kepp- endur að fara stikaða leið og skila sér í gegnurn 10 hlið en leiðin á rnilli þeirra er að öðru leyti frjáls. „Þetta er erfiðasta keppnin og maður keyrir í botni í röskan hálftíma. Keppni á vélsleða fylgja mikil líkamleg átök þannig að menn þurfa að vera vel á sig komnir til að ná langt í keppn- um,“ segir Ingvar. JÓH I Ingvar Grétarsson. „Jú, ég myndi telja þá frekar við- kvæma í umhirðu. Ef ekki er fylgt vissum umhirðureglum þá er þetta fljótt að gefa sig en með góðri umhirðu er hægt að enda sleðana vel. Menn þurfa að gæta vel að olíunni á sleðunum og smyrja þá reglulega svo ekki komist vatn í legur og kúplingu." Ingvar segir uppbyggingu vél- sleðakeppna mismunandi en skemmtilegustu keppnina telur Jón Trausti Itjörnsson. Jendiö en Jón segir að í dag hafi vinsældir þessara fcrða náð til fólks víða unt land. „Þetta jókst líka mikið við stofnun landssam- taka vélsleðamanna," bætir hann við. Jón segist eiga cftir að fara um mörg svæði hálendisins. Hann telur ekki vafa á því að menn hafi aukið mjög kunnáttu sína á há- lendinu með þessunt ferðalögum en þeirri spurningu hvar gæti mestrar fegurðar segir hann erfitt aö svara því þar ráði veðurguð- irnir og snjóalögin mestu. „Ég man þó sérstaklega eftir því þeg- ar ég stóð einu sinni í heiðskíru veðri efst á Hofsjökli og virti fyrir mér landslagið. Ég hcl' aldri feng- iö jafn tært loft og gott,“ segir Jón. " “ JOH Fiskveiðasjóður íslands auglýsir til sölu fiskimjölsverksmiðju á Vatneyri, Patreksfirði (áður eign Svalbarða hf.). Tilboð óskast send til Fiskveiðasjóðs íslands, Aust- urstræti 19, Reykjavík, fyrir 22. febrúar nk., en þar eru einnig veittar nánari upplýsingar. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eöa hafna öllum. Reykjavík, 9. febrúar 1990. FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS. Borgarafundur í kjallara Lundarskóla manudaginn 12. febrúar 1990 kl. 20.30. Fundarefni: Lagning Dalbrautar gegnum skóla- hverfiö. Fundarboft- Stjórn Foreldrafélags Lundarskóla, endur: Stjórn KA. Ræðumenn: Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar gerir grein fyrirdrögum að aðalskipulagi 1987-2007. Fulltrúi frá íþróttafélaginu KA kynnir hug- myndir félagsins um nýtingu svæðis austan Lundarskóla. Formaður Foreldrafélags Lundarskóla kynnir afstöðu stjórnar foreldrafélagsins til lagningar Dalbrautar. Almennar umræður. Stjórn Foreldrafélags Lundarskóla, Stjórn KA.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.