Dagur - 10.02.1990, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Laugardagur 10. febrúar 1990
Edward Kiernan
læknir, sérfræðingur
í kvensjúkdómum
og fæðingarhjálp, er
í helgarviðtali Dags
að þessu sinni. Hann
lauk kandídatsprófi
frá Háskóla íslands,
starfaði um tíma á
Akureyri og Selfossi
en hélt síðan til Sví-
þjóðar til framhalds-
náms. í þessu viðtali
greinir Edward frá
uppruna sínum,
námi og störfum og
viðhorfi sínu til
læknisstarfsins.
Edward Kiernan og Guðrún H.
Bjarnadóttir á heimili sínu.
Myndir: EHB
yfir að þeir hafi of mikið að gera,
en mér fannst ég aldrei hafa nóg.
Á þessum tíma var skylda að
starfa þrjá mánuði „í héraði,“
eins og það er kallað. Þessar næt-
urvaktir mínar, 90 talsins auk
sjúkrahúsvinnu, voru viður-
kenndar sem störf í héraði, og
gat ég því sótt strax um lækninga-
leyfi eftir árið. Þrátt fyrir það fór
ég til starfa á Selfossi í september
haustið 1977. Þar var ég í átta
mánuði og vann bæði á sjúkra-
húsinu og sem heilsugæslulækn-
ir.“
- Varstu ákveðinn í að fara í
sérnám?
„Já, og þá ákvörðun tók ég
meðan á kandidatsárinu stóð,
hérna á Akureyri. Þá var ég m.a.
í fimm mánuði undir handleiðslu
Gauta Arnþórssonar, yfirlæknis
handlækningadeildar FSA. Þá
fór ég að fá áhuga á skurðlækn-
ingum.
Það er frekar takmarkað sem
1. árs kandidat á slíkri deild má
gera af aðgerðum. Svonefndir
súperkandidatar voru með meiri
reynslu, en til þess var ætlast af 1.
árs kandidötum að þeir gætu gert
minniháttar aðgerðir, auk þess
sem þeir önnuðust vaktir á slysa-
varðstofu.
Fékk áhuga fyrir
kvensjúkdómum
hjá Bjarna Rafnar
Þrátt fyrir að áhugi fyrir skurð-
lækningum hefði vaknað hjá mér
á deildinni fannst mér ég ekki
vera tilbúinn til að fara í fram-
haldsnám í greininni.
Á þessum tíma starfaði ég um
tveggja mánaða skeið undir
Edward Kiernan fæddist í
Reykjavík 6. mars 1947. Hann er
kvæntur Guðrúnu H. Bjarna-
dóttur þroskaþjálfa og eiga þau
þrjá syni.
Edward er elstur sex systkina,
sonur hjónanna Marenar Níels-
dóttur og Stanleys Kiernan.
Stanley var breskur hermaður,
hann hafði fengið malaríu og var
sendur til Íslands í heilnæmara
loftslag vegna þess sjúkdóms.
„Foreldrar mínir kynntust því á
stríðsárunum. Faðir minn var
sendur til Afríku eftir nokkra
dvöl hér á landi. Þar var hann
með 8. herdeildinni, en kom aft-
ur til íslands eftir að styrjöldinni
lauk.
Foreldrar mínir héldu bréfa-
sambandi sín á milli á meðan fað-
ir minn sinnti herþjónustu. Hún
skrifaði alltaf „Sir“ utan á bréfin
til hans, og gerðu félagar föður
míns víst mikið grín að því hvaða
vitleysu hann hefði sagt konunni.
Faðir minn settist að á íslandi
þegar styrjöldinni lauk og býr hér
ennþá. Það var ekki algengt að
breskir hermenn settust að hér á
landi, ég man þó eftir fimm eða
sex sem það gerðu.
Ég ólst til fimmtán ára aldurs
upp hjá móðurömmu minni og
tveimur ógiftum dætrum hennar.
Eftir að skyldunámi í Miðbæjar-
skólanum lauk tók ég landspróf
frá gagnfræðadeild við Vonar-
stræti, sem starfrækt var í gamla
Iðnaðarrhannafélagshúsinu. Að
loknu landsprófi fór ég í Mennta-
skólann í Reykjavík.
Mig iangaði til að vinna
með fólki
Á þessum árum var ég ekki ráð-
inn í því hvað ég ætlaði að leggja
fyrir mig. Ég var þó búinn að
hugsa mér að fara í verkfræði-
nám, og innritaðist því í stærð-
fræðideild. Á þeim tíma voru ekki
starfandi nema tvær deildir í MR,
mála- og stærðfræðideild. Einar
Magnússon, þáverandi rektor,
ráðlagði þeim sem ætluðu að fara
í læknisfræði frekar að stunda
nám við máladeild, því þar væri
kennd latína sem kæmi að góðum
notum í því námi.
Smám saman komst ég þó á þá
skoðun að verkfræðinámið
myndi ekki henta mér, og þegar
ég útskrifaðist frá skólanum var
ég ráðinn í því að fara í læknis-
fræðina."
- Hvernig stóð á því að sú
grein varð fyrir valinu?
„Ég held að ástæðan sé sú að
mig langaði alltaf til að vinna
með fólki. Læknisstarfið er fjöl-
breytt, og það var ekki um annað
nám að velja sem ég hafði hug á
við Háskóla íslands.
Ég man að við vorum 104 sem
byrjuðum á 1. ári læknadeildar
haustið 1968. Kennslugreinar
voru líffærafræði og efnafræði,
bæði verkleg og bókleg. Reglum
um lágmarkseinkunnir hafði
nýlega verið breytt á þann veg að
menn urðu að fá lágmarkseink-
unnina 7 í þessum greinum.
Aeins 28 stóðust þessar kröfur,
en allmargir hættu námi um vet-
urinn. Ég náði ekki tilskyldri
einkunn í fræðilegri efnafræði, og
tók því fyrsta árið aftur. Eftir það
gekk námið eins og í sögu. Ég
útskrifaðist vorið 1976.“
Konan mín vann öll námsárin
fyrir heimilinu, en ég stundaði
atvinnu á sumrin. Það var ekki
fyrr en síðustu árin sem ég fór að
geta unnið fyrir einhverjum tekj-
um meðfram læknisnáminu."
- Tók þá kandidatsárið við?
„Já, en strax eftir prófin fórum
við hjónin í ferðalag til Evrópu-
landa. Um miðjan júlí komum við
aftur til landsins, en þá voru flest-
ir félagar mínir úr læknadeildinni
byrjaðir á sínu kandidatsári. Ég
innritaði mig í próf sem gekk
undir nafninu „ameríska prófið,“
en það var ætlað læknum sem
vildu hefja framhaldsnám í
Bandaríkjunum. Ég stóðst
prófið, en það átti þó ekki fyrir
mér að liggja að fara til Vestur-
heims.
Tók 90 bæjarvaktir á einu
ári með starfínu á FSA
Það var sem sagt búið að úthluta
nærri öllum kandidatsstöðum, og
ekki nema um tvær að velja;
stöðu á Akureyri og á öðrum stað
sem ég man ekki lengur hver var.
Það varð úr að við fórum til
Akureyrar og þar var ég við störf
frá miðju sumri 1976 til haustsins
1977.
Að Akureyri varð fyrir valinu
var ekki tilviljun, því móður-
bróðir minn bjó hérna, Jóhann
Guðmundsson póstmeistari. Mér
var alla tíð afar hlýtt til hans.
Jóhann lést fyrir aldur fram árið
1980, þegar ég var við framhalds-
nám í Svíþjóð.
Mér fannst ég aldrei hafa nógu
mikið að gera á þessum tíma.
Um daginn skoðaði ég að gamni
mínu gamlar dagbækur og sá þá,
að þetta ár hafði ég samanlagt,
auk vinnu á sjúkrahúsinu tekið
90 bæjarvaktir.
Nú kvarta margir kandidatar
handleiðslu Bjarna Rafnar,
kvensjúkdómalæknis. Mér líkaði
það vel við starfið á deildinni að
ég ákvað að leggja þessa sérgrein
fyrir mig, kvensjúkdóma og fæð-
ingarhjálp, og hef ekki séð eftir
því.
Varla er hægt að hugsa sér fjöl-
breyttara starf. Frá sjónarmiði
læknisins í þessari grein þá teng-
ist hann sjúklingum sínum oft
sterkum böndum. Viðfangsefnin
eru oft bæði líkamlegs og tilfinn-
ingalegs eðlis, og mér hefur fund-
ist auðvelt að hlusta á og ræða við
sjúklinga. Kvensjúkdómafræðin
er góð blanda af skurðlækningum
og almennri læknisfræði, að mínu
mati.“
Glasafrjóvganir og
erfðatækni
Talið berst nú nánar að kven-
sjúkdómafræði og fæðingarhjálp.
Édward segir að framfarir séu
miklar og örar í þessum greinum.
Glasafrjóvganir eru dæmi um
nýjung sem er að ryðja sér til
rúms hérlendis, en í apríl verður
opnuð sérstök deild í því skyni
við Landsspítalann. Þar verði
hægt að hjálpa mörgum sem ekki
var mögulegt að gera mikið fyrir
áður.