Dagur - 09.03.1990, Síða 2

Dagur - 09.03.1990, Síða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 9. mars 1990 fréttir í- Sænskur viðskiptaaðili vill markaðssetja vatnableikju sem hreina náttúruafurð: Félag silungsveiðibænda stofiiað í kringum útflutning á vatnableikju Fyrr í þessari viku var stofnað Félag silungsveiðibænda á Hólum í Hjaltadal. Á bilinu 30-40 bændur af öllu landinu, flestir frá Norður- og Suður- landi, hafa gengið til liðs við félagið og stefnt er að fjölgun félaga fyrir framhaldsstofn- fund, sem er ákveðinn um mánaðamótin ágúst-septem- ber. Silungsveiðibændur hafa í vik- unni setið námskeið hjá Tuma Tómassyni, hjá Norðurlands- deild Veiðimálastofnunar. Par var farið yfir ýmsa þætti silungs- veiðinnar, m.a. lagningu neta undir ís og markaðsmál erlendis. Á námskeiðinu var einnig ann- ar eigenda sænska fyrirtækisins sem sýnt hefur áhuga á kaupum á íslenskri vatnableikju. Bjarni Skytterí á „salmonellufugli“: Málið enn strand vegna fjárskorts Ef nægir fjármunir fást er ætl- unin að gera úttekt á þessu ári á salmonellusýkingu í vargfugli hér á landi. Að sögn Páls Hersteinssonar veiðistjóra er hugmyndin að skjóta nokkra fugla út um allt land tii að fá mynd af útbreiðslu salmonellunnar en síðan er mið- að við skipulagt „skytterí“ á fugl- inum á suðvesturhorninu. Veiðistjóri segir að ekki hafi enn fengist fjármunir til þessa verkefnis en vonir standi til að sjóðir, eins og t.d. Vísindasjóð- ur, hlaupi undir bagga. Fjár- mögnunin ætti að skýrast innan skamms. Fyrirhuguð úttekt er tilkomin vegna salmonellu sem greindist í vargfugli á Suðurlandi á síðasta ári. Ætlunin er að greina sýnin á Tilraunastöð Háskólans á Keldum. óþh Vissuð þið að í Vöggunni fæst flest sem ungabörn þarfnast? T.d. barnavagnar, burðarrúm, bílstólar, rimlarúm, baðkör, baðborð, fatnað, vöggusett, rimlahlífar í rúm, höfuðpúðar í bílstóla, pela, túttur, snuð o.fl. Handa stærri börnunum: Nærföt, náttföt, gallabuxur og hinir vinsælu Dúa vörubílar og Dúdú dúkuvagnar. Nýtt! Lúffur og hlífðarföt frá Regnfatabúðinni. ATH! Bjóðum 20% kynningarafslátt af Absorba- fatnaði út næstu viku. Vaggan Sunnuhlíð, Sími 27586. Opið frá kl. 09.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-12.00. Portið Dalsbraut 1 Við þökkum frábærar viðtökur og höldum galvaskir næsta markað laugardaginn 1 O. mars frá kl. 10-16. M.a. verða seldar: Skinnavörur, matvörur, reykt- ur lax, bækur, plötur, fatnaður, vefnaðarvara, búsáhaldavörur, húsgögn, ávextir, kartöflur og margt fleira. FerÖakynningar frá ferðaskrifstofunni Úrval-Utsýn. Kaffikynning frá Bragakaffi. Kakó, vöfflur, gos og fleira verður til sölu í veit- ingabásnum. Básapöntun í síma 96-22381 alla virka daga milli kl. 13 og 15. Egilsson bóndi Hvalsnesi í Skefilsstaðahreppi, formaður stjórnar Félags silungsveiði- bænda, segir að Svíinn hafi sýnt fiskinum mikinn áhuga og góðar vonir séu með útflutning til Sví- þjóðar á þessu ári. Svíinn hefur sett fram hugmyndir um kynn- ingu á vatnableikjunni ytra í eitt ár á sérstöku kynningarverði, 27 krónum sænskum fyrir kílóið, sem gefur 180-200 króna skila- verð til hérlendra silungsveiði- bænda. Svíarnir vilja frysta bleikju „Svíarnir vilja fá fiskinn frystan, en þeir leggja ekki mikið upp úr því að fá hann ferskan. Þá líst þeim mjög vel á fryst flök,“ sagði Bjarni. Hann sagði að áhugi hinna erlendu aðila beindist fyrst og fremst að smáfiskinum, allt niður í 150 grömm að þyngd. „Þetta kemur sér mjög vel því að af þessari stærð af fiski er lang- mest til,“ sagði Bjarni. „Svíarnir eru búnir að fá tvær prufur og hafa þær báðar fengið mjög góðar viðtökur. Síðan var send út á dögunum stór prufa, 90 kíló, og við bíðum eftir viðbrögð- um við henni. Það veltur satt að segja töluvert á viðbrögðum við þessari prufu hvert framhaldið verður. Ef viðbrögðin verða góð er rætt um að flytja út um 40 tonn á ári. Við erum ekkert voðalega spenntir fyrir því að fara í stórar tölur til að byrja með. Við viljum fara hægt en örugglega af stað,“ sagði Bjarni. „Fram kom hjá Svíanum, sem ræddi þessi mál við okkur á Hólum, að ef bleikjan næði fót- festu á markaðnum úti, myndi aukin eftirspurn eftir henni leiða síðar til verðhækkunar. Hann tel- ur að nú sé lag að markaðssetja bleikjuna erlendis, því umræða um mengun og aukaefni í eldis- fiski sverti ímynd hans og styrki um leið stöðu íslensku bleikjunn- ar. Hann sagði að leggja yrði áherslu á að markaðssetja bleikj- una sem ómengaða náttúruafurð, sem væri einskorðuð við ísland." Frakkland áfram í myndinni Eins og fram hefur komið hafa Kirkjuvikan: Kvöldvaka í Akureyrarkirkju í kvöld er síðasta kvöldvaka á dagskrá kirkjuviku í Akureyr- arkirkju, og hefst hún klukkan 20.50. Fyrst á dagskránni er tónlist- arflutningur. Lilja Hjaltadóttir leikur á fiðlu og Björn Steinar Sólbergsson á orgel, verk eftir A. Corelli, sónötu í e-moll. Því næst flytur Þóra Steinunn Gísladóttir ávarp, sunginn verð- ur sálmur númer 96, Guðrún Agnarsdóttir, alþingismaður, flytur ræðu, en að því búnu syng- ur Þuríður Baldursdóttir ein- söng. Kynning verður á verkum Elísa- betar Geirmundsdóttur í umsjón Þóru Steinunnar Gísladóttur. Konur úr Félagi kvenna í fræðslu- störfum, BETA deild, annast kynninguna. Þá er helgistund í um- sjón sr. Þórhalls Höskuldssonar, sóknarprests. Sunginn verður sálmur númer 32, og að síðustu leikur Dagný Pétursdóttir orgel- tónverk eftir Cesar Frank. EHB silungsveiðibændur einnig áhuga á útflutningi vatnableikju til Frakkalands. Sigmar B. Hauks- son og Skúli Hauksson fóru til Frakklands fyrir skömmu og kynntu bleikjuna. Að sögn Bjarna voru viðtökur Frakkanna góðar og flest bendir til að þar sé vænlegur markaður fyrir bleikj- una. Hins vegar er mikið óunnið í markaðsmálum í Frakklandi og verður hugað markvisst að þeim á næstunni. „Um er að ræða aðila sem hefur þræði í Lyon og Boulogne. Óneitanlega er svolít- ið vandamál með flutningaleiðir til Frakklands. Þessi franski aðili sýndi einnig áhuga á kaupum á sjávarfiski. Við eigum eftir að skoða þetta dæmi betur því verið er að tala uin stórar sendingar af ferskum fiski, kannski eitt til tvö tonn í einu, og þá getur verið vandamál að útvega svo mikið af ferskum silungi í einu. Því verð- um við að hafa eitthvað annað með til að ná hagkvæmum flutn- ingum,“ sagði Bjarni. Útflutningur fyrir haustið? Fimm manna stjórn Félags sil- ungsveiðibænda, sem kjörin var á Hólum, hefur umboð fram að framhaldsstofnfundi í haust til að vinna áfram í markaðsmálunum og hefja útflutning á vatnableikj- unni ef þurfa þykir. Að sögn Bjarna hefur lítið ver- ið unnið í að afla fjár til að vinna í markaðsmálunum, en hann seg- ir að undirtektir þeirra aðila sem leitað hafi verið til, landbúnaðar- ráðuneytis, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og Byggðastofn- unar hafi verið jákvæð. „Við þurfum ekki að kvarta yfir við- tökunum. Málið er að þarna erum við ekki að tala um stórar upphæðir, við erum ekki að rúlla af stað dæmi sem krefst stórra upphæða," sagði Bjarni Egilsson. óþh bridds Bridgefélag V-Húnvetninga Hvammstanga: Sveit Karls sigraði í aðaisveitakeppninni Aðalsveitakeppni Bridgefé- lags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga er nú lokið. Fjórar sveitir tóku þátt í keppninni og var spiluð tvö- föld umferð. Sveit Karls Sig- Halldórsmót Bridgefélags Akureyrar: Sveit Hermanns efst að loknu fyrsta Keppni á Halldórsmóti Bridge- félags Akureyrar hófst s.I. þriðjudagskvöld en alls eru spilakvöldin fjögur. Alls taka 12 sveitir þátt í mótinu og eru spilaðir þrír átta spila leikir hvert kvöld. Keppnisstjóri er Albert Sigurðsson. Að loknu fyrsta spilakvöldi er röð efstu sveita þessi: spilakvöldi 1. Hermann Tómasson 72 2. Stefán Vilhjálmsson 55 3. Ragnhildur Gunnarsdóttir 51 4. Grettir Frímannsson 49 5. Örn Einarsson 48 6. Gissur Jónasson 46 7. Sigfús Hreiðarsson 42 Meðalárangur er 42 stig. Mót- inu verður framhaldið n.k. þriðjudagskvöld kl. 19.30 í Félagsborg. -KK urðssonar sigraði mjög örugg- lega og hlaut 133 stig. Auk Karls voru í sveitinni þeir Kristján Björnsson, Eggert Ó. Levy, Erlingur Sverrisson, Sigurður Sigurðsson og Einar Sigurðsson. 1 öðru sæti varð sveit Arnar Guðjónssonar með 88 stig en auk Arnar voru í sveitinni þeir Einar Jónsson, Marteinn Reim- arsson, Sigurður Hallur Sigurðs- son og Egill Egilsson. Sveit Sigurðar Þorvaldssonar hafnaði í þriðja sæti með 77 stig og sveit Bjarna R. Brynjólfsson- ar í því fjórða með 55 stig. Næsta keppni félagsins er eins kvölds rúbertukeppni og verða pörin dregin saman. Þetta er nýbreytni og er ástæða til að hvetja unga sem aldna spilara að mæta í félagsheimilinu kl. 20 á þriðjudagskvöldum og taka spil. -KK

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.