Dagur - 09.03.1990, Qupperneq 5
Föstudagur 9. mars 1990 - DAGUR - 5
Ferðamálavor
Það er vor í íslenskum ferðamál-
um. Að undanförnu hafa verið
miklar umræður um ferðamál á
íslandi almennt. Ég hef fylgst
með þessum umræðum nokkuð
lengi og langar til að koma á
framfæri skoðunum mínum á
þessum málum, sérstaklega hvað
varðar uppbyggingu ferðaþjón-
ustu hér fyrir norðan.
Ég tók þátt í íslandskynningu á
„World Trade Market“ í London,
sem Flugleiðir ásamt Ferða-
málaráði skipulögðu. Mín skoð-
un er sú að standa hefði mátt allt
öðruvísi og betur að þessari
kynningu til að laða fólk enn
frekar að bás okkar. Skreyta
hefði mátt básinn á þjóðlegan og
heimilislegan hátt, sýna fyrir
framan hann íslenska þjóðdansa,
glímu eða eitthvað því um líkt og
hafa á boðstólum þjóðlegan,
íslenskan mat og íslenskt vatn.
Ekki sá maður hvaða tilgangi það
þjónaði að vera þarna með
drykkjusamkvæmi fyrir íslend-
inga á svæðinu. Það hefði frekar
átt að halda boð fyrir viðskipta-
vini, til dæmis á vegum sendi-
ráðsins.
Með dollaramerki í augum
Yfirleitt finnst mér íslensk (eins
og reyndar júgóslavnesk) ferða-
þjónusta um of byggja á löngun-
inni í skjótfenginn gróða; eins
konar lottóvinning eða góða
loðnuvertíð, samanber heimsókn
þeirra Reagans og Gorbatsjov
hér um árið. Ferðaþjónusta er
ekki byggð upp svona. Það tekur
mörg ár að byggja upp traust við-
skiptavinanna og það gengur
ekki að við lofum einhverju og
stöndum svo ekki við það.
Hér þarf breyttan hugsunar-
hátt, því eins og við vitum öll, þá
er í ferðaþjónustunni unnið með
fólk og fyrir fólk, og því þýðir
ekki að vera með fýlu í þessu
starfi eða svara fólki stuttaralega
með: „Ég veit það ekki.“ Ég hef
oft heyrt útlendinga kvarta yfir
einmitt þessu eða þá því - eins og
oft gerist á Islandi - að menn séu
með dollaramerki í augunum,
líkt og Jóakim frændi Andrésar
andar. Það þarf að þjóna frá
hjartanu. Það tekur lengri tíma
en kostar minni peninga. Fólk
sem fer út í ferðaþjónustu með
það eitt í huga að fá ódýrar
ferðir, veislur eða skemmtanir,
ætti ekki að fara í þetta starf.
Menn eiga að gleðja sjálfa sig
með því að þjóna öðrum.
Einblínt á Mývatn
Er Norðurland bara Mývatn?
Mér hefur fundist að flestallar
ferðaskrifstofur, sem flytja
útlendinga til landsins, liafi ein-
blínt um of á suðvesturhornið en
gleymi Norðurlandi sem væri það
eins konar Þyrnirós. í þeirra aug-
um takmarkast Norðurland við
Mývatn. Auðvitað eru allir Norð-
lendingar stoltir af Mývatni en
Norðurland hefur upp á miklu
meira að bjóða en bara Mývatn.
Ég hef oft heyrt frá útlendingum,
til dæmis júgóslavneska stór-
HVÍTUR STAFUR
er aðal hjálpartæki
blindra og
sjónskertra
umferðinni
BLINORAFÉLAGIÐ ||rJ[oERDAR
Helena Uejak.
meistaranum Ljubojevic, að Ak-
ureyri sé fallegasti staðurinn á
íslandi og að hann ætli að segja
kollegum sínum að heimsækja
Norðurland ef þeir eigi leið til
íslands. En það er ekki nóg að
hafa fagurt umhverfi, við verðum
að læra að bera virðingu fyrir því
og gera það að lífvænlegum
atvinnuvegi fyrir fólk á svæðinu.
Við megum ekki láta útlendinga
eina græða á þessari fegurð nteð
því til dæmis að koma með eigin
rútur, eigin mat, eigið bensín og
eigin leiðsögumenn. Slíkt er ekki
leyfilegt í útlöndum. Mér blöskr-
aði strax þegar ég kom fyrst til
íslands fyrir 15 árunt og sá skeyt-
ingarleysi íslendinga í þessum
efnunt. Mér sýnist viðhorfið til
þessara mála því miður lítið hafa
breyst síðan þá.
Hvað er til ráða?
Hvernig eigum við að fá fólk til
að staldra við í einhvern tíma á
svæðinu? Svarið við þessari
spurningu er auðvitað það að
gera nákvæntlega eins gagnvart
útlendingum og við gerum sjálf
þegar við förum til sólarlanda.
Fólk fer yfirleitt á einhvern
ákveðinn stað, dvelur þar á hóteli
í nokkrar vikur og fer í skoðun-
arferðir út frá staðnum. Að sjálf-
sögðu ntyndi vika líklega duga í
íslenska tilfellinu. Þetta er það
sem ég hef verið að reyna að
byggja upp í tengslum við Ferða-
skrifstofuna Nonna. En það þarf
fleiri til en Ferðaskrifstofuna
Nonna, ef takast á að hrinda
þessari hugmynd í framkvæmd.
I þessu sambandi er eitt vanda-
mál sem mér finnst vera áberandi
en það eru samskiptaörðugleik-
ar. Það er eins og hver vilji alltaf
vera að bauka í sínu horni, án
þess að hugsa um aðra. Þarna fer
mikil orka og miklir peningar til
spillis. Hvernig væri að allir aðil-
ar, sem að þessum málum starfa,
færu nú að vinna saman í stað
þess að vera alltaf að tala um að
vinna saman?
Róm var ekki byggð
á einum degi
Akureyri getur vel orðið dvalar-
staður á borð við þá sem lýst var
hér að framan. En til þess þarf að
vekja athygli fólks á ýmsum
merkum stöðum í nágrenni
bæjarins. Jafnframt þarf þá að
skipuleggja ferðaþjónustuna á
Akureyri á „svæðisvísu". Það
þýðir ekkert að benda fólki á að
skoða bæinn í Laufási eða að fara
til Ólafsfjarðar, ef ekki gengur
einu sinni rúta þangað. Og ef
hægt er að ferðast með áætlunar-
rútu þangað, kemur hún ekki til
baka samdægurs.
Róm var ekki byggð á einum
degi. Hið sama gildir um ferða-
þjónustu, bæði hér norðanlands
og annars staðar. Sem svæðis-
stjóri ferðaþjónustu bænda, hef
ég oft þurft að segja fólki að það
ntegi ekki búast við hagnaði
fyrstu fjögur árin og að það þurfi
mikla þolinmæði áður en traustur
grunnur sé kominn undir rekstur-
inn. Það sem við erum að byggja
upp í dag eru atvinnumöguleikar
fyrir börnin okkar og barnabörn í
framtíðinni. Þess vegna er nauð-
synlegt að hefja markvissa fræðslu
um alla þætti þessara mála og það
þegar í grunnskóla.
Helena Dejak.
Höfundur er framkvæmda.stjóri Ferða-
skrifstofunnar Nonna á Akureyri og
svæðisstjóri Ferðaþjónustu bænda á
Norðurlandi.
i nsiclrniinti
1' UQSNmUI i i il 1
Skíðanámskeiðin
hefjast n.k. mánudag
Upplýsingar og innritun að Skíðastöðum, sími 22280.
Skemmtiklúbburinn
Líf og fjör
Dansskemmtun
verður í Allanum, Skipagötu 14,
laugard. 10. mars, frá kl. 22.00-03.00.
Húsið opnað kl. 21.30.
Mætið vel og stundvíslega.
Hljómsveitin 5 félagar sjá um fjörið.
Sjáumst hress!
Stjórnin.
Námskeið
I tengslum við vetraríþróttahátíð ÍSÍ efnir
íþróttasamband Fatlaðra til leiðbeinendanám-
skeiðs í vetraríþróttum fatlaðra á Akureyri dag-
ana 23.-26. mars n.k.
Námskeiðið verður bæði bóklegt og verklegt og er öll-
um heimil þátttaka. Tilkynna þarf þátttöku á nám-
skeiðiðtil skrifstofu íþróttasambands Fatlaðra, íþrótta-
miðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík fyrir föstudag-
inn 16. mars n.k. Þar er einnig unnt að fá nánari upp-
lýsingar um námskeiðið.
Síminn á skrifstofunni er (91) 83377.
Viltu breyta til, komast í nýtt umhverfi,
slappa af og njóta þess að vera tU.
Komdu þá til Reykjavíkur
Þú lætur okkur eftir að sjá um málin,
panta hótel, bílaleigubílinn, miða í
leikhús eða hvað annað sem þú vilt.
FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR HF.
AKUREYRI TOURIST BUREAU
FLUGLEIDIR