Dagur


Dagur - 09.03.1990, Qupperneq 7

Dagur - 09.03.1990, Qupperneq 7
Föstudagur 9. mars 1990 - DAGUR - 7 Knstinn situr her Freydisi, 7 vetra hryssu, sem hann á ásamt föður sínum, Huga Kristinssyni. Faðir Freydísar er Freyr 931 frá Akureyri en móðir hennar er Freyja frá Ytra-Dalsgerði í Eyjafirði. Sveinn Jónsson í Kálfsskinni á Árskógsströnd er nú eigandi Freyju. Sýnum Subaru Legacy 1,8 GL árg. 1990 í sýningarsal okkar að Bifreiðarverkstæði Sigurðar Valdimarssonar, Óseyri 5, laugardaginn 10. mars og sunnudaginn 11. mars frá kl. 14.-17. báða dagana. Einnig verða á sýningunni Nissan bifreiðar. Þá er ekki síður mikilvægt að ræktendur læri sýningartækni hrossa. Það er mörgum góðum hestamönnum ekki gefið að sýna hvað virkilega býr í hrossunum. Þetta er þáttur sem leggja verður mikla áhersla á og ég bind vonir við að áðurnefndar reglur um dóma og sýningu kynbótahrossa verði til þess að hestafólk átti sig frekar á dómkröfunum.“ Kristinn leggur einnig áherslu á nauðsyn símenntunar ráðu- nautanna og hann telur að hrossaræktendur verði að geta sótt leiðbeiningar í ríkari mæli til búnaðarsambandanna í landinu. Þá nefnir hann mikilvægi þess að tengja saman eigendur íslenskra hesta víðsvegar í heiminum. Arðvænleg útflutningsgrein „íslenskir hrossaræktendur hafa mikið að bjóða og það leikur ekki neinn vafi á því að hér er um arðvænlega útflutningsgrein að ræða og hún ætti að geta orðið mun öflugri en hún er í dag. Þetta búfjárkyn stendur þó í mikilli samkeppni við önnur tölt- hrossakyn og jafnvel íslenska blendinga. Eg tel að til að sporna við að blendingsrækt nái að skjóta rótum sé mikilvægt að þjappa saman unnendum íslenskra hesta. Það er enginn vafi að áhugamenn um íslenska hestinn erlendis vilja kaupa góða hesta héðan og það er ekkert eins slæm auglýsing fyrir íslenska hrossakynið og bykkjur af íslenk- um stofni. Þess vegna er nauð- synlegt að miðla þekkingunni og þar ber okkur sem störfum hjá Búnaðarfélagi íslands að taka forystuna. Það verður að sjá til þess að áfram verði litið á ísland sem ættaróðal íslenska hestsins.“ Útflutningur reiðhrossa frá ís- landi hefur stóraukist á undan- förnum árum og á síðasta ári sló hann öll met. Kristinn er bjart- sýnn á framhaldið en segir nauð- synlegt að Búnaðarfélag íslands í samvinnu við Félag hrossabænda efli eftirlit og nákvæmni í vinnu- brögðum hvað varðar útflutning hrossa, þ.m.t. kynbótahross, sæði og fósturvísa. „Eg er ekki að tala um neinskonar haftakerfi. Heldur er ég hér að tala um nauðsyn þess að hafa fulla yfirsýn yfir hvaða gripir fara úr landi þannig að forkaupsréttur íslend- inga sé virtur í þeim tilvikum sem hann gæti átt við og starfið í heild verði trúverðugra í augum erlendra kaupenda." Fæðingarnúmer í stað ættbókarnúmera Að sögn Kristins þarf að stór- auka skýrsluhald í hrossarækt á vegum Búnaðarfélags íslands á næstu misserum. Liður í því er upptaka nýs númerakerfis. Gamalt kerfi ættbókarnúmera hefur verið lagt af og í stað þess tekin upp fæðingarnúmer. Sam- kvæmt nýrri reglugerð er heimilt að frostmerkja fæðingarnúmerin á hrossin. „í vetur er ætlunin að skipta upp fæðingarnúmerakerf- inu þannig að hvert býli fái ákveðið raðnúmer. Við bindum vonir við að frost- merking hrossa stóraukist og almenn skráning hrossa verði meiri en fram að þessu.“ Kristinn segir að ekki sé ein- ungis verið að hverfa frá gamla ættbókarnúmerakerfinu breyt- inganna vegna. „Við erum að breyta til hagræðingar og fram- fara og á því hafa þeir hrossa- ræktendur og hestafólk sem þekkja til þessara mála fullan skilning," segir Kristinn og bætir við. „Orækastur vitnisburður um það eru samþykktir til stuðnings nýja númerakerfinu frá síðasta ársþingi Landssambands hesta- mannafélaga og aðalfundi Félags hrossabænda." Tveir rithöfundar, Jónas Krist- jánsson, ritstjóri, sem skrifaði bókina „Heiðajarlar" og Anders Hansen, sem hefur ritað bækur um Svaðastaðahrossin, hafa lýst þeirri skoðun að beri að halda í gömlu ættbókarnúmerin. „Það eru engin rök fyrir að leggja upp með tvö númerakerfi að þarf- lausu þó svo að það sé hægt,“ segir Kristinn um þetta atriði. Mál Jónasar Kristjánssonar er sér kapítuli „Þetta mál með Jónas Kristjáns- son á síðasta ársþingi LH var alveg sér kapítuli. Hann geystist fram á ritvöllinn og fór með mjög vafasamar fullyrðingar, t.d. um fræðilega hluti eins og BLUP- kerfið. Þá bar hann okkur hrossaræktarráðunautum Búnað- arfélagsins persónulegum ávirð- ingum á brýn. Mál Jónasar er einstakt á margan hátt og þessi uppákoma hans á þingi Land- sambands hestamannafélaga var alveg kostuleg og helgaðist af dæmafáum hroka hans.“ Óneitanlega hefur oft gustað hressilega um hestamenn og þeir hafa ekki alltaf verið sammála. Nægir þar að nefna illvígar deilur milli stjórnar Landssambands hestmannafélaga annars vegar og eyfirsku hestamannafélaganna hins vegar. Kristinn tekur undir þetta, en segir að sem betur fer hafi Búnaðarfélag íslands náð að leiða deilur hestamanna hjá sér. „Ég lít svo á að eitt af hlutverk- um Búnaðarfélagsins á meðal hestafólks sé að vera sverð og skjöldur vitsmunalegrar umræðu. En ég get vel skilið að menn verði heitir á dómþingum. Menn geta orðið innilega reiðir við sjálfa sig ef þeir finna að þeim hefur ekki tekist sem skyldi. Stundum vill brenna við að reiðin bitni á öðrum, og í sumurn tilvik- um getur slíkt verið eðlilegt og réttmætt.“ Hrossaræktin á réttri leið „Ég held tvímælalaust að hrossa- ræktin sé á réttri leið,“ segir Kristinn þegar hann er spurður um stöðu hennar í dag. „Hrossin eru mun eðlisbetri en fyrir t.d. um 20 árum síðan. Hesta- mennskunni hefur einnig fleygt fram. Hún er nú almennt áhuga- mál, bæði til sveita og í þéttbýli. Þá hafa íslendingar sótt þekkingu erlendis og nýtt sér hana. Á sviði kynbóta hafa orðið miklar framfarir á þessum ára- tug. Skýrsluhaldið er í uppstokk- un og stefnt er að því að efla útgáfu. Ég vænti þess að með traustari vinnubrögðum við sýn- ingar og dómstörf, öflugra upp- gjöri og stóraukinni útgáfu megi takast að auka framfarirnar í hrossaræktinni til muna á næstu árum. Um leið verður að treysta markaðsmálin. í því sambandi ber að fagna miklum og góðum árangri Félags hrossabænda í að ná niður kostnaði við útflutning reiðhrossa og hrossakjöts. Samt er það nú svo að hrossa- ræktendur búa við of mikla óvissu, markaðsmálin eru of sveiflukennd. Við þurfum að vera með marga markaði í takinu í einu. Hrossaræktin er og háð mörg- um mörgum þáttum eins og aðrar útflutningsgreinar, s.s. gengi, stöðu gjaldmiðla og ástandi pen- ingamála innanlands sem erlend- is.“ óþh Komið og skoðið glæsilega bíla. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri. HOTEL KEA Laugardagskvöld Hin frábæra hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi Borðapantanir fyrir matargesti í síma 22200 Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00 Minnum á KÚTTMAGAKVÖLDIÐ 23. mars ★ ... og áfram bjóðum við upp á SUNNUDAGSVEISLU Á SÚLNABERGI Rósinkálsúpa, reykt grísalæri og/eða lambasteik. Þú velur sjálfur salatið, sósurnar og meðlætið og endar þetta á glæsilegu deserthlaðborði. Verö aöeins kr. 890.- Frítt fyrir börn 0-6 ára Vi gjald fyrir 6-12 ára. Ath. veislan er bæði í hádegi og um kvöld.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.