Dagur - 14.03.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 14.03.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 14. mars 1990 Kristileg samvinna í leik og starfi - spjallað við Ulrich Parzany prófessor, framkvæmdastjóra Landssambands KFUM og K í V-Þýskalandi Fyrir skömmu var þýskur maður staddur á Akureyri í boði KFUM og K, Ulrich Parzany að nafni. Hann er framkvæmda- stjóri landssambands KFUM og K félaganna þýsku og prófessor í guðfræði, en erindi hans til Akureyrar var m.a. að halda erindi í félagsheimili KFUM og K í Sunnuhlíð, auk þess sem hann kom á miðnætursamkomu í tengslum við opna daga Verkmenntaskólans. Prófessor Ulrich Parzany, framkvæmdastjóri KFUM og K í V.-Þýskalandi. Mynd: KL Ulrich Parzany er prestvígður, og hefur starfað í mörg ár fyrir KFUM og K í Vestur-Þýska- landi. Tildrög þess að hann kom í heimsókn til íslands voru þau að dr. Jónas Gíslason, formaður Landssambands KFUM og K á íslandi, bauð honum að koma til landsins. Blaðamaður spjallaði við Par- zany um kristileg félög ungs fólks í Vestur-Þýskalandi, þjóðfélags- leg áhrif þeirra og stööu og stefnu alheimssamtakanna. Talið berst fyrst að félögunum í Pýskalandi. „Yfir tvö þúsund KFUM og K félög starfa í Vestur-Þýskalandi, félagarnir eru 250 þúsund talsins. Ég vil taka fram að Kristileg félög ungra manna og kvenna starfa á heimsmælikvarða, og nú eru þau starfandi í 96 þjóðlönd- um, með heildarfélagatölu upp á 26 milljón manns. Margvísleg starfsemi Starfsemi félaganna er mismun- andi frá einu landi til annars. í Þýskalandi snýst starfsemin eink- um kringum unglinga á aldrinum 13 til 17 ára, og eldri hóp sem spannar aldurinn 17 til 25 ára. Börn á aldrinum 8 til 12 ára starfa í sérstökum deildum. Vikulegir fundir eru haldnir í félögunum. Þau standa auk þess fyrir íþróttakeppnum, félagsráð- gjöf, tómstundanámskeiðum, skíðaferðum á vetrum en tjald- búðastarfi á sumrin. Sem kristin hreyfing viljum við deila orði Drottins hvor með öðr- um og breiða það út meðal ungs fólks. Líf einstaklingsins má ekki einangrast frá orði Jesú, og við eigum að deila því hver með öðr- um. Reynsla okkar er því sú að kristileg samvinna í leik og námi sé besti grundvöllurinn til að lifa samkvæmt boðskap Krists. Við gleymum ekki fötluðum, og sérstök deild Landssambands KFUM og K félaganna í Þýska- landi sérhæfir sig í að aðstoða fatlaða, veita ráðgjöf, starfsþjálf- un og skóla fyrir þá sem eru atvinnulausir vegna líkamlegrar hömlunar. Þ'essu fólki reynum við að veita andlegan styrk og hughreystingu svo það fái yfir- stigið takmarkanir sínar.“ Markmið hreyfíngarinnar - Er hægt að tala um að þýska hreyfingin vinni sem heild að ákveðnum markmiðum? „Félögin vinna á mismunandi hátt, eftir því hvernig aðstæður þeirra eru. Mikilvægast er að ein- beita sér að þörfum fólksins og koma boðskapnum til þess. Sem dæmi get ég tekið að í mörg ár bjó ég í Essen, sem er í miðju iðnaðarhéraðsins Ruhr. Þar er mikið um atvinnuleysi ungs fólks, kolanámur lokast, stálverksmiðj- ur hætta starfsemi o.s.frv. Þetta varð kveikjan að því að KFUM á staðnum fór að sinna þörfum atvinnulauss, ungs fólks. Haft var samband við eldra fólk í söfnuð- unum, karla og konur, sem gengu til liðs við unga fólkið, liðsinntu því á ýmsan máta við að sækja um störf eða benda því á leiðir til að auka menntun sína. í dag eru vandamálin í Þýska- landi mörg, en eitt þeirra og það stærsta er flóttamannastraumur- inn. KFUM og K félög á þeim svæðum sem mest er um flótta- menn hafa haft samband við þá sem eru illa staddir og hafa gert sitt til að hughreysta þetta fólk og veita því stuðning." Tengslin við kirkjuna - Hvernig eru tengslin milli mót- mælendakirkjunnar þýsku og KFUM og K félaganna? „Þau eru sterk og mikil. Kristi- leg félög ungra manna og kvenna hafa starfað í 150 ár í Þýskalandi. Frá upphafi hafa þau verið sjálf- stæð leikmannasamtök innan kirkjunnar. Ég er sjálfur prest- vígður maður, en starfa þó alger- lega fyrir þessa stóru leikmanna- hreyfingu í heimalandi mínu. Oft er málum þannig háttað að kirkjan lætur KFUM og K alveg eftir að sinna æskulýðsstarfinu í sóknunum. Á öðrum stöðum er þetta starf samhliða öðru æsku- lýðsstarfi kirkjunnar. Aðalatriðið er að ungliðahreyfingin boðar trú meðal jafnaldra sinna, en unga fólkið er oft sá hópur innan kirkj- unnar sem er minnst virkur. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir kirkj- una að hafa stuðning af KFUM og K félögunum.“ - Er þá ekki um að ræða sam- keppni milli kirkjunnar og fé- lagasamtakanna um æskulýðinn? „Nei, það tel ég ekki. Þó getur komið upp streita þegar sam- starfið milli KFUM-félaganna og kirkjunnar er lítið, en þetta er allt staðbundið eins og ég sagði áðan og ekkert hægt að alhæfa. Það eru undantekningar á öllu en í heildina séð er samstarf kirkj- unnar og KFUM og K mjög gott í Þýskalandi. Ég er t.d. í mjög góðu sam- starfi við biskupa og kirkjunnar menn á mörgum svæðum. Hlut- verk mitt sem framkvæmdastjóra er einmitt að halda tengslum við kirkuna." Félagsleg markmið - Allir sem þekkja KFUM og K vita að markmið félaganna er kristilegs eðlis. En er ekki líka félagslegt markmið nátengt því trúarlega? „Alheimssamtök KFUM og K eru heildarsamtök, en þau leggja deildum í einstökum þjóðlöndum ekki skyldur á herðar aðrar en þær að starfa í anda kristni og kærleika. Hvernig félögin í hin- um einstöku löndum útfæra kær- leiksverk sitt er þeirra mál. I Bandaríkjunum er eitt aðal- markmið KFUM og K að bæta heilbrigðisþjónustuna. Þar er ekki mikið um heimatrúboð eða biblíuleshringi. f Afríkuríkjum eru allt aðrar aðstæður, eins og menn geta ímyndað sér. Þar er vandamálið að fólk hefur alltof rúman tíma, atvinnuleysið sér fyrir því. Hjá atvinnulausu fplki er vandinn ekki sá að sjá því fyrir tækifærum til tómstundaiðkana, eins og víða er gert í þróuðum iðnaðarþjóðfélögum. í Afríkuríkjum berjast þjóðirnar fyrir lifibrauði sínu, fyrir því að lifa af. í Kenýa og Nígeríu og öðrum slíkum ríkjum er aðaláhersla KFUM og K lögð á menntun og uppbyggingu atvinnulífsins. Margt fólk leitar úr sveitunum til fátækrahverfa stórborganna, þar sem spilling ríkir og aðstæður eru ömurlegar. Þessa þróun reyna kristilegu leikmannasamtökin að stöðva, og vilja því leggja mesta áherslu á atvinnuþróun lands- byggðarinnar.“ Hlakkar til að ræða við ungt fólk Parzany var spurður um boðskap til ungs fólks á þessum tímum, og hvaða umræðuefni hann kaus sér á fundi með KFUM og K félög- unum á Akureyri. „Við leggjum mesta áherslu á það hvað Jesús hefur að bjóða fólki í nútíman- um. Ég hlakkaði mikið til þess að fá tækifæri til að ræða við unga fólkið um grundvöll kristinnar trúar. Ég hef orðað það svo að í heimi nútímans lifum við í veröld þar sem flestar dyr eru lokaðar. Með þessu á ég við að fólk ein- angri sig vegna ótta hvort við annað, það er hrætt við að verða straumum og stefnum að bráð sem muni heltaka það. Kristur opinberaðist lærisveinum sínum á páskadag, en þeir höfðu læst sig inni af ótta við yfirvöldin. Þá uppgötvuðu þeir að hann lifði, og fylltust gleði og kjarki. Jesús bauð lærisveinunum að ganga út á meðal fólksins og deila blessun trúarinnar með því. Það er ekki markmið í sjálfu sér að vera kristinn, trúaður maður. Við öðlumst kærleika Föðurins í þeim tilgangi að deila honum með öðrum, að útbreiða orðið. Þetta er sá boðskapur sem ég beini til ungs fólks í dag. Við KFUM og K fólk á Islandi vil ég segja að ég hef tekið eftir að meðal þeirra eru margir góðir einstaklingar. Félögin hafa mikið að gefa, og ættu að beina sjónum sínum að öðrum þjóðum í því efni. íslendingar fá það eflaust stundum á tilfinninguna að þeir séu langt frá öðrum þjóðum, en við ættum ekki að líta á úthöfin milli landanna sem hindranir, heldur eitthvað sem tengir lönd- in.“ EHB 1 ... . . . . ■ -— Vantar í Grænugötu, Eií götu. mm blaðbera isvallagötu og syðri hluta Norður- m jHg, Tilkynning innflytjenda sem fengið hafa greiðslufrest á virðisaukaskatti af innfluttum vörum við tollafgreiðslu Gjalddagi virðisaukaskatts af innfluttum vörum sem fenginn hefur verið gjaldfrestur á við innflutning, samkvæmt reglugerð nr. 640/1989 með áorðnum breytingum, vegna tímabilsins janúar-febrúar 1990 er 15. mars næstkomandi. Gjalddagi er jafnframt eindagi. Athygli skal vakin á því að viðurlög falla á innflytjendur sem ekki greiða vegna virðisauka- skattsins eigi síðar en á gjalddaga, samkvæmt áður- greindri reglugerð. Fjármálaráðuneytið, 12. mars 1990. Iðja, félag verksmiðjufólks, Akureyri, auglýsir hér með eftir listum varðandi kjör stjórnar og trúnaðar- mannaráðs fyrir árið 1990 að viðhafðri allsherjarat- kvæðagreiðslu. Ber samkvæmt því að skila listum skipuðum fimm aðalmönnum og fjórum til vara í stjórn og varastjórn. Átta aðalmönnum í trúnaðar- mannaráð og fimm til vara. Fimm mönnum í samn- inganefnd. Tveimur endurskoðendum og einum til vara. Allt miðað við fullgilda félagsmenn. Hverjum lista skulu fylgja skrifleg meðmæli 80 fullgildra félagsmanna. Listunum ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, eigi síðar en kl. 17 mánu- daginn 26. mars 1990. Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs liggur frammi á skrifstofu Iðju, Skipagötu 14. Akureyri, 14. mars 1990. Kjörstjórn. Stjórnarkjör

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.