Dagur - 14.03.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 14.03.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14. mars 1990 - DAGUR - 7 Þorsleinn Ólafsson, efnafræðingur hjá Sjöfn, sýnir hvernig hreingerning með litvísi fer frain. Viðfangsefnið er plast- kassar undir fisk, sem geta vissulega reynst gróðrarstíur fyrir örverur. Efnaverksmiðjan Sjöfn: Kynnir byltingu við þrif í matvælaiðnaði Rauði liturinn vísar á óhreinindin . . . . . . og auðvelt er að ganga úr skugga um hvort hreinlætið sé fullkomið. Mynd: KL Forráðamenn Efnaverksmiðj- unnar Sjafnar á Akureyri boð- uðu á laugardaginn til kynn- ingarfundar til að kynna nýja og byltingarkennda aðferð við þrif í matvælaiðnaði. Aðferð- ina kalla þeir „hreingerningu með litvísi“. Margir kannast eflaust við það þegar börn eru, eftir tannburstun, látin tyggja töflu með litarefni í til að sjá hvort nægjanlega vel hefur verið burstað. Óhreinindi á tönnum barnanna koma þá greinilega I Ijós sem rauðir blettir. Hreingerning með lit- vísi er byggð á þessu sama fyrirbæri. Akveðnu litarefni, sem leyfilegt er að nota í mat- vælum, er blandað í hreingern- ingaefnið við þrif. Þegar þvottalausnin er skoluð burt, sjást óhreinindin sem eftir sitja, rauð á lit. Með því að fjarlægja síðan rauðu óhrein- indin samviskusamlega er hámarks hreinlæti náð. Hér er því komin aðferð, sem sýnir tafarlaust og örugglega hvernig ástand hreinlætis er á viðkom- andi stað og auðveldar þar með að ná hámarks gæðum. Þessi aðferð þykir henta mjög vel, ekki sfst í matvælaiðnaði, þar sem síauknar kröfur eru gerðar um fullkomið hreinlæti. Baráttan við örverurnar hefur reynst matvælaframleiðendum erfið. Þær fyrirfinnast allt í kring- um okkur en sjást ekki nerna í smásjá. Margar tegundir þessara örvera eru hættulegar mannslík- amanuin og nái þær að fjölga sér er voðinn vís. Til þess að lifa og fjölga sér þurfa þær hins vegar næringu, en lífræn efni, t.d. mat- væli og óhreinindi tengd þeim, geta einmitt verið kjörið æti fyrir þær. Eins og örverurnar eru sum óhreinindi þess eðlis, að þau er erfitt að sjá með berum augum. Til þess að fylgjast náið með hreinlæti og fjölda örvera eru því tekin sýni og þau ræktuð. Eftir 3- 4 daga kemur niðurstaðan í ljós- en því miður allt of seint, ef hún er neikvæð. Með litvísisaðferð- inni við hreingerningar telja menn sig hafa fundið leið til að uppgötva óhreinindi og þar með örverur í umhverfi matvæla tafarlaust. Efnin sem kynnt voru í Sjöfn á laugardaginn eru þrjú talsins: Vísir, Fantur m/litvísi og Afvísir. Vísir gefur ríka kvoðu og vætir vel, Fantur m/litvísi gefur mikla, stöðuga kvoðu og Afvísir er mjög virkt á erfið óhreinindi, sem vilja sitja eftir við hefðbundin þrif. Framkvæmdin er í stuttu máli þannig að fyrst er það sem þrífa á, skolað mjög vandlega með vatni. Síðan er 1% lausn af Vísi eða Fanti m/litvísi úðað yfir flötinn, sem þrífa á, og látið liggja í 5-15 mínútur, til að litar- efnið bindist óhreinindunum. Þessu næst er flöturinn skolaður, helst rneð háþrýstitæki. Að lok- um er Afvísir blandaður í ílát í hlutfallinu 1:9 og allir rauðir blettir burstaðir vandlega upp úr þessari blöndu. Loks er skolað með hreinu vatni. Fyrirtækið Cleansolve Inter- national í Danmörku hefur sótt um alþjóðlegt einkaleyfi á hreingerningum með litvísi og veitt Efnaverksmiðjunni Sjöfn einkarétt á framleiðslu og dreif- ingu viðkomandi hreinlætisvara á íslandi, Grænlandi og í Færeyj- um. Erindi um sorgarferil ekkjunnar Séra Ólöf Ólafsdóttir prestur aö Skjóli Reykjavík flyt- ur erindi um sorgarferil ekkjunnar á vegum samtak- anna um sorg og sorgarviöbrögö í Safnaöarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 15. mars kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin. Samvinnuháskólinn Rekstrarfræði Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum miðar að því að rekstrarfræðingar séu undirbúnir til forystu-, ábyrgðar- og stjórnunarstarfa í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eöa viö- skiptabrautum eöa lokapróf í frumgreinum við Sam- vinnuháskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, viðskipta og stjórnunar, s.s. markaðarfræði, fjármálastjórn, starfs- mannastjórn, stefnumótun, lögfræði; félagsmálafræði, samvinnumál o.fl. Námstími: Tveir vetur, frá september til maí. Frumgreinadeild til undirbúnings rekstrarfræði- námi. Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á framhaldsskólastigi án tillits til námsbrautar. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvugreinar, enska, íslenska, stærðfræði, lögfræði, félagsmálafræði og samvinnumál. Einn vetur. Aðstaða: Heimavist og fjölskyldubústaðir á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.fl. Barnaheimili og grunnskóli nærri. Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætluð um 35.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnuháskólans á Bifröst. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar, upp- lýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og um fyrri störf. Tvenn skrifleg meðmæli fylgi. Veitt er inn- ganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjend- ur ganga fyrir, sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Námið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Samvinnuháskólanám er lánshæft. Samvinnuháskólinn á Bifröst, 311 Borgarnes - sími: 93-50000. BETRI KjÖR FYRIR SELJENDUR SKULDABRÉFA Vegna vaxtalækkunar á verðbréfamarkaði undan- farna mánuði seljast góð veðskuldabréf nú á 12-13% ávöxtunarkröfu. Þetta þýðir hærra verð fyrir seljendur skuldabréfa. Nú tekur aðeins 1-2 daga að selja góð veðskuldabréf. Sölugengi verðbréfa þann 14. mars Einingabréf 1 4.762, Einingabréf 2 ............. 2.608, Einingabréf 3 ............. 3.141, Skammtímabréf ............ 1,619 KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri ■ Sími 96-24700 FROÐLEIKSMOLAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.