Dagur - 16.03.1990, Síða 1

Dagur - 16.03.1990, Síða 1
73. árgangur Akureyri, föstudagur 16. mars 1990 S3. töluhlaö Venjuiegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddír samdægurs GULLSMKNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Sigri hrósandi lyfta „bormenn íslands“ glösunt mcö koníaki að aflokinni sprvngingu samgönguráðherra. A innfelldu myndinni sést er Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra ýtir á sprengjutakkann. A mynd- inni til vinstri takast Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Dalvík, og Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri í Olafsfirði, í hendur fyrir utan gangamunnan Dalvík- urmegin. Myndir: KL Ólafsfj arðargöngin: Raftákn hf. á Akure\ri vinnur að hönnun lýsingar - „mjög spennandi verkefni,“ segir Jóhann Sigurðsson, iðnfræðingur Fyrirtækið Raftákn hf. á Akureyri vinnur nú að hönnun lýsingar í jarðgöngin í Ólafs- fjarðarmúla, en gert er ráð fyr- ir að setja hana upp í ágúst nk. Að sögn Jóhanns Sigurðsson- ar, iðnfræðings hjá Raftákni hf., er um mjög spennandi verkefni að ræða og segir hann að af skiljanlegum ástæðum sé ekki við annað að styðjast en fyrirmyndir erlendis frá. Margs þarf að gæta við hönnun lýsingar í jarðgöngum eins og. Múlagöngunum. sem eru rúmir þrír kílómetrar að lengd. „Augað er ákveðinn tíma aö venjast myrkrinu. Göngin þurfa að vera meira lýst að degi til en á nótt- unni sem helgast af því að þá er bjartara úti. Að sama skapi er hægt að hafa minni lýsingu að nóttunni í göngunum vegna þess Samgönguráðherra sprengdi í Múlagöngunum og síðasta haftið steinlá: Koníak, kaffi og hnallþórur á tímamótum! Flánar blöktu við hún í Óiafs- firði í gær og létt var yfir bæjarbúum. Tilefnið var ærið, sprengt var síðasta haftið í jarðgöngunum í Ólafsfjarðar- múla. Þar með færðust Ólafs- firðingar nær þeim merka áfanga í samgöngumálum byggðarlagsins að keyra um veggöng inn í Eyjafjörð. Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra, sprengdi fyrstu hleðsluna í Ólafsfjarðargöngun- um á hausidögum 1988 og hann lék sama leikinn í gær með sfð- ustu hleðsluna. Eins og mönnum er í fersku minni átti samgöngu- ráðherra í nokkrum erfiðleikum með upphafssprengju Múlagang- anna, en af lokasprengjunni í gær að dæma hefur hann verið í ströngum æfingabúðum að undanförnu! Viðstaddir sprenginguna voru þingmenn Norðurlandskjördæm- isins eystra, forráðamenn verk- takafyrirtækisins Krafttaks sf., Vegagerðar ríkisins, forsvars- menn bæjarfélaganna í Ólafsfirði og á Dalvík og aðrir gestir. Að aflokinni síðustu spreng- ingunni klöngruðust viðstaddir yfir mulið basaltið og önduðu að sér fersku lofti úti fyrir ganga- munna Dalvíkurmegin. Verktakinn bauð starfsfólki og gestum upp á dýrindis koníak inni í göngunum og jafnframt var ein flaska af þeim miði brotin á grjóthrúgunni. Þetta mun vera til siðs á þessum tímamótum í jarð- gangagerð. Bæjarstjórn Ólafsfjarðar bauð öllum Ólafsfirðingum og gestum til veglegs kaffisamsætis í félags- heimilinu Tjarnarborg síðdegis í gær. Óhætt er að segja að þar hafi verið þétt setinn Svarfaðar- dalur og ríkti mikil gleði meðal heimafólks. Bjarni Kr. Grímsson, bæjar- stjóri, las við þetta tækifæri nokkur heillaóskaskeyti sem Ólafsfirðingum bárust í gær. Þau voru frá Ásgrími Hartmannssyni, fyrrv. bæjarstjóra og Helgu Sig- urðardóttur konu hans, Fjórð- ungssambandi Vestfirðinga, Þingeyrarhreppi, Kaupfélagi Dýrfirðinga, Ingvari Gíslasyni, Helgu Sigurðardóttur Kambi í Eyjafirði, Suðureyrarhreppi, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og Stjórn Byggingaþjónustunnar. í máli Steingríms J. Sigfússon- ar við þetta tækifæri kom fram að Múlagöngin væru árangur mikill- ar samstöðu þjóðarinnar allrar um jarðgangagerð. „Ég vonast til að samstaða og vilji verði til að sambærileg byggðarlög við Ólafs- fjörð fái nú úrlausn sinna mála,“ sagði samönguráðherra. I lok ávarps sins greindi hann frá vísu og blómvendi sem hon- um hefði borist af þessu tilefni frá saumaklúbbnum Náttfara á Súg- andafirði. Vísan er eftirfarandi: Rauðar rósir í ráðherra hendi um rétt okkar stendur hann vörð. Bormenn íslands brátt hann sendi beint á Súgandafjörð. óþh 73. Búnaðarþingi slitið í gær: Að móta ekki framtíðina væri aJgjör uppgjöf - sagði Hjörtur E. Þórarinsson við þingslitin Búnaðarþingi 1990 lauk ekki fyrr en síðdegis í gær, fímmtu- dag, en stefnt hafði verið að því að slíta því sl. miðvikudag. Þrátt fyrir það er þetta 73. Búnaðarþing það næst stysta frá upphafí, stóð yfír í ellefu daga og haldnir voru tólf fundir. Búnaðarþing í fyrra stóð yfír í 10 daga. Það var Hjörtur E. Þórarinsson, for- maður Búnaðarfélags Islands, sem sleit þinginu í gær, en auk þingfulltrúa var fjöldi góðra gesta viðstaddur þingslitin, þ.á.m. nokkrir alþingismenn. Á þinginu voru afgreidd 40 mál og sagði Hjörtur E. Þórarinsson í samtali við Dag, að það væri minnstur fjöldi mála frá upphafi á Búnaðarþingi. Hjörtur sagði að aðalmál þingsins að þessu sinni hafi verið skipulagsmál búnaðar- samtakanna. „Skipulagsmálin eru mikið í deiglunni. Það kom m.a. fram tillaga um fimm manna stjórn Búnaðarfélagsins í stað þriggja og að hún yrði svæðis- bundin, einn af hverjum lands- fjórðungi," sagði Hjörtur, en umrædd tillaga var felld. Aðspurður sagðist Hjörtur vera ánægður með nýafstaðið þing. „Eins og alltaf var góður andi og vinnubrögðin ágæt. Bændur eru ekkert svartsýnir. Fjárhagsmál Búnaðarfélagsins eru í betra lagi en þau voru í um skeið, þannig að það var léttara yfir mönnum,“ sagði Hjörtur. Meðal þess sem Hjörtur sagði við þingslitin var þetta: „Hver verða svo örlög allra þeirra mála sem þingið hefur ályktað um? Það er hulið móðu framtíðar eins og reyndar atvinnuvegir okkar í heild eru og allt okkar brölt og umstang hér á jörðunni mann- anna baraa. En með ályktunum og áformum okkar leitumst við við að móta framtíðina að ein- hverju leyti. Að gera það ekki er algjör uppgjöf.“ Við þingslitin var Hjörtur leystur út með gjöfum frá þing- fulltrúum og þær afhenti Jón Ólafsson, aldursforseti Búnað- arþings. Þess má geta að Hjörtur E. Þórarinsson lætur af starfi for- manns Búnaðarfélags íslands á næsta Búnaðarþingi eftir löng og gifturík störf í þágu bændahreyf- ingarinnar á íslandi. -bjb að þá hefur ökumaður keyrt í myrkri áðyr en hann fer inn í þau," segir Jóhann. Gert er ráð fyrir að setja kapal- stiga eftir miðjum göngunum og neðan í hann verði ljósin fest. Jóhann telur líklegast að 10-15 metrar og allt upp í 20 metrar veröi á milli ljóslampanna. Vænt- anlega verða notaðir svokallaðir natríum-lampar í göngin, sem gefa lýsingu með gulum blæ. Til tals hefur komið að setja upp sjálfvirkar hurðir sitt hvoru megin í göngunum, en Jóhann segir það ekki endanlega ákveð- ið. Verði það niðurstaðan er hugsanlegt að lýsing inni í göngunum verði tengd við hurð- irnar þannig að kvikni og slokkni sjálfvirkt á lömpunum þegar hurðirnar opnast og lokast. Að sögn Jóhanns verður lokið við hönnun lýsingar í göngunum eftir um mánuð. Annar aðili mun sjá um uppsetningu hennar. „Þetta er vissulega spennandi og eitthvað sem maður er ekki að glíma við dags daglega og í raun er á takmörkuðum upplýsingum að byggja. Til dæmis höfum við þurft að leita eftir upplýsingum erlendis frá um hvernig ljós- streymið frá natríum-lömpunum er,“ segir Jóhann Sigurðsson. óþh Slökkviliðið á Akureyri: Eldur í timburhúsi við Ásabyggð Um kiukkan 06.00 í gær- morgun var slökkviliðið á Akureyri kaliað út vegna elds í íbúðarhúsi úr timbri sem stendur við Ásabyggð á Akureyri. íbúar hússins, hjón með tvö börn, voru heima þegar eldurinn kom upp en þau vöknuðu tímanlega og tókst að forða sér út. Eldurinn kom upp undir stigauppgangi inni í húsinu en að sögn Daníels Snorrasonar rannsóknarlögreglufulltrúa, er talið víst að hann hafi kviknað vegna hita frá óvarinni ljósa- peru í ljósastæði undir stigan- um. Ofan við peruna stóð hilla, en gleymst hafði að slökkva ljósið og er talið að hitinn hafi kveikt eld í hillunni. Eldurinn var nokkuð búinn að ná sér á strik þegar íbúarnir vöknuðu en þrátt fyrir það tókst slökkviliðinu að slökkva eldinn á tiltölulega skömmum tíma og olli hann ekki mjög miklu tjóni. Þó er talið að í þessu tilviki hefði getað farið mun ver ef tbúar hússins hefðu ekki vakn- að svona fljótt. VG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.