Dagur - 16.03.1990, Side 3

Dagur - 16.03.1990, Side 3
Föstudagur 16. mars 1990 - DAGUR - 3 fréftir f Bæjarstjórn Sigluijarðar: Fjárhagsáætlun afgreidd í gær Bæjarstjórn Siglufjarðar af- greiddi fjárhagsáætlun bæjar- ins við síðari umræðu, sem fram fór í gær. Frumvarpið var Frá Siglufírði. Mynd: SS lagt fram með samþykki allra fulltrúa í bæjarráði. Heildartekjur bæjarsjóðs Siglufjarðar eru rúmlega 170 milljónir króna, þ.e. af útsvari, aðstöðugjöldum, fasteignagjöld- um og Jöfnunarsjóðsframlagi. Rekstrarniðurstaða fyrir fjár- magnsliði er jákvæð um nærri 78 milljónir króna. Sigurður Hlöðversson, bæjar- fulltrúi, segir að stærstu útgjalda- liðirnir séu rekstrarkostnaður, almenn rekstrargjöld nema 93 milljónum, nettó fjármagns- kostnaður er 84 milljónir, 9,5 milljónir fara til eignfærðra fjár- festinga en 7,4 milljónir í gjald- færða fjárfestingarliði. Helstu framkvæmdir á vegum bæjarins í ár eru við gangstéttar- lagnir 4 milljónir, æskulýðs- og íþróttamál 4 milljónir, en inni í þeirri tölu er kostnaður við að opna hið nýja íþróttahús, til inn- réttinga í slökkvistöð er varið 350 þúsund krónum, til vélamið- stöðvar 350 þúsund, og til fast- eigna er varið rúmum 11 milljón- um króna, aðallega í leiguíbúð- irnar í Gamla bakaríinu. Búið er að úthluta íbúðum í Gamla bakaríinu, og verða þær afhentar innan hálfs mánaðar. Skuldir Sigufjarðar eru á bilinu 300 til 400 milljónir króna. Eins og áður sagði er fjármagnskostn- aður 84 milljónir, en inni í þeirri tölu eru áfallnar verðbætur og vextir, sem ekki eru gjaldfallnir, upp á 43 milljónir króna. „Þetta er mjög hógvær fjárhagsáætlun á kosningaári, sýnist mér,“ segir Sigurður Hlöðversson. EHB í gær og í dag hcfur staðið yfir sýning á tölvum og skrifstofutækjum á Hótel Noröurlandi. Sýningin er opin milli kl. 10.00 og 18.00 í dag. Sýndar allar gerðir af Hy Xerox og Konica Ijósritunarvélar og tclefaxtæki, nýjustu gerðir af Star og Facit prenturum o.fl. Tölvutæki þessi og aðrar vörur eru sýndar á vegum Bókvals, sem er með söluumboð fyrir Gísla J. Johnscn. Útafkeyrsla við Vesturós Héraðsvatna - staðið til í tíu ár að byggja nýja brú Umferðaróhapp varð við Vest- urós Héraðsvatna síðastliðinn miðvikudag. Bíll ók norður af veginum vestan við brúna á Héraðsvötnum. Töluverð Bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri: Framboðslisti Sjálfstæðis- manna lagður fram Framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins til bæjarstjórnar- kosninganna í vor hefur verið lagður fram, en fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í bænum samþykkti tillögu kjörnefndar á miðvikudagskvöld. Athygli vekur að Guðfinna Thorlacius, bæjarfulltrúi, er ekki á þessum framboðslista, en hún var í 4. sæti í skoðanakönnun sem fram fór fyrir nokkru hjá Sjálfstæðismönnum á Akureyri. Sigurður J. Sigurðsson, forseti Bæjarstjórnar Akureyrar, er í efsta sæti listans, Björn Jósep Arnviðarson er í öðru sætinu, Birna Sigurbjörnsdóttir í þriðja, Jón Kr. Sólnes í fjórða, Val- gerður Hrólfsdóttir í fimmta sæt- inu og Hólmsteinn Hólmsteins- son í því sjötta. Röð annarra frambjóðenda er sem hér segir: Gunnar Jónsson 7. Sjómannskonur á Akureyri: Safiia undir- skriftumí verslunran í bænran Sjómannskonur gangast þessa dagana fyrir undir- skriftum til stuðnings áskor- un þeirra á stjórnvöld um niöurfellingu á virðisauka- skatti af flotgöllum og öðr- um öryggisbúnaöi fyrir sjómenn. Undirskriftalistar liggja frammi næstu daga í Matvöru- markaánum, Kaupangi, KEA Hrísalundi og Sunnuhlíð. Upplýsingar um söfnunina gefa María Agnarsdóttir sími 26032 og Alda Pálsdóttir sími 22398. sæti, Jón Már Héðinsson 8., Þór- unn Sigurbjörnsdóttir 9., Ómar Pétursson 10., Ásdís Loftsdóttir 11., Erna Pétursdóttir 12., Gunn- laugur Búi Sveinsson 13., Sigurð- ur Hannesson 14., Þorsteinn Vil- helmsson 15., Ása Helgadóttir 16., Bjarni Jónsson 17., Margrét Yngvadóttir 18., Ólafur H. Oddsson 19., Tómas Ingi Olrich 20., Margrét Kristinsdóttir 21. og Gunnar Ragnars skipar 22. sætið. Knútur Karlsson, formaður stjórnar fulltrúaráðsins og for- maður kjörnefndarinnar, segist vera ánægður með listann og þá afgreiðslu sem hann tekk í full- trúaráðinu, en listinn var sam- þykktur með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. „Þetta er búin að vera mikil vinna. Sú aðferð sem valin er um forvaliö, skoðana- könnun eða prófkjör, ræður miklu um hversu miklum tíma þarf að verja til þessa," segir hann. EHB Heilsugæslustöðin á Akureyri: Gott heilsufar í febrúar Heilsufar íbúa á svæði Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri hefur verið með ágætasta móti í vetur að mati heimilislækna og hefur inflúensu t.d. ekki tekist að verða að neinum far- aldri. í febrúar voru aðeins 11 manns skráðir með flensu, 5 lungna- bólgu og 248 með kvef og háls- bólgu. Þá fengu 24 streptókokka hálsbólgu og 4 eitlafár. Hlaupabólutilfellin eru alltaf nokkur, að þessu sinni 9 talsins. Hettusóttartilfellin eru tvö og magakveisan virðist vera í rénum því hana fengu nú „aðeins“ 42. Þrír sjúklingar eru skráðir með kláðamaur í mánuðinum, 1 fékk flatlús og 3 þvagrásarbólgu. Upplýsingar þessar ber að taka með þeim fyrirvara að það er matsatriði einstakra lækna hvort og hvenær skrá skuli einstök sjúkdómstilfelli. VG DNG og Sæplast: Sýna í Bandaríkjunum og Skotlandi DNG á Akureyri og Sæplast á Dalvík taka bæði þátt í stórum sjávarútvegssýningum á erlendri grund á næstunni. Fyrri sýningin er „Boston Seafood“ sem haldin verður dagana 20.-22. mars og sú síð- ari er „Fishing ’90“ sem haldin verður dagana 2.-8. apríl. Nokkur íslensk fyrirtæki sýna á sameiginlegu sýningarsvæði Útflutningsráðs íslands, bæði í Boston og Glasgow. Þeirra á meðal er Sæplast á Dalvík. Á sýningunni í Glasgow slæst DNG ásamt fleiri fyrirtækjum í sýning- arhópinn en í heild kynna 11 íslenskir aðilar vörur sínar á þessari sýningu. Á þessum sýningum hafa fjöl- mörg íslensk fyrirtæki komist í viðskipti á síðustu árum og á þessum vettvangi hafa opnast leiðir inn á nýja markaði. JÓH hálka var þar sem óhappið átti sér stað. Engin meiðsl urðu á fólki en bíllinn skemmdist mik- ið og er sennilega ónýtur. Staðið hefur til síðastliöin tíu ár að byggja nýja brú á Vesturós Héraðsvatna. Vegurinn er mjög varasamur eins og hann er beggja vegna við brúna. Austan við brúna er S-beygja í talsverðum bratta og að vestan er mjög lúmsk beygja cinmitt þar sem óhappið átti sér stað. Brúin sjálf er orðin mjög hrör- leg og tclst vera orðin óhæf fyrir þá miklu umferð sem er yfir hana. Bundið slitlag er langleið- ina að brúnni og því ökuhraði talsvert mikill. Að sögn Jónasar Snæbjörns- sonar hefur ný brú á Vesturós verið á langtímaáætlun undanfar- in ár. Þó verður ekki farið í fram- kvæmdir við brúna fyrr en 1993 í fyrsta lagi. kg HOTEL KEA Laugardagskvöldið 17. mars Hljómsveitin kvartett leikur fyrir dansi Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00. SUNNUDAGSVEISLA Á SÚLNABERGI sem slegið hefur svo skemmtilega í gegn, næsta sunnudag um hádegi og kvöld. ★ Nú fara að verða síðustu forvöð að panta fermingarveisluna Íl frá veislueldhúsi Hótel KEA. Bjóðum nú sem áður okkar glæsilegu „Köldu borð" sem gegnum árin hafa gert þúsundir veislugesta hæstánægða. Hótel KEA fyrir vol /ieppnað«i ve/s/n i

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.