Dagur - 21.03.1990, Síða 1

Dagur - 21.03.1990, Síða 1
Ætt tynrir- Herrauna Í|errabodin ■ HAFNARSTRXTI 9? 60? AKURE YRI Sl«l 9676708 BOX 397 Dómur fallinn í hrossamálinu: 73. árgangur Akureyri, miðvikudagur 21. mars 1990 56. töiublað Hrossið verður bætt - landslög banna ekki lausagöngu hrossa Dómur er fallinn í máli Magn- úsar Svavarssonar og Magnús- ar Sigmundssonar. Eins og kunnugt er kærði Magnús Svavarsson nafna sinn Sig- mundsson. Hann krafðist þess að Magnús Sigmundsson borg- aði skemmdir þær sem urðu á bíl hans þegar hann ók á hross nafna síns. Tryggingafélag Magnúsar Svavarssonar hefur tekið þá ákvörðun að bæta hrossið. Spurningakeppni framhaldsskólanna: Síðari undan- úrslit verða í Reykjavík Ákveðið hefur verið að síðari undnaúrslitakeppni í spurn- ingakeppni framhaldsskólanna fari fram í Reykjavík þrátt fyr- ir að Menntaskólinn á Akur- eyri, sem kcppir við Mennta- skólann við Sund, hafí fengið heimaleik í drætti í undanúr- slitin. Af hálfu Sjónvarpsins reyndist ekki unnt að taka keppnina upp á Akureyri og senda út samdægurs. í viðræðum milli Sjónvarpsins og Skólafélags M.A. varð að samkomulagi að Sjónvarpið veiti klappliði M.A. í staðinn fjár- stuðning til að fara til Reykjvíkur og styðja sína menn í keppninni en þessi lið mætast næstkomandi föstudagskvöld. Jafnframt var sú hugmynd viðruð að ef liði M.A. tækist að komast alla leið í úr- slitakeppnina þá færi hún fram á Akureyri. Þessari hugmynd munu sjónvarpsmenn ekki hafa tekið fálega. JÓH Hjá Sjóvá Almennum fengust þær upplýsingar að meðan lands- lög bönnuðu ekki lausagöngu hrossa yrði að bæta þau hross sem ekið væri á. í Staðarhreppi þar sem óhappið átti sér stað, er lausaganga hrossa ekki bönnuð. í næsta hreppi, Skarðshreppi, er lausaganga hrossa hins vegar bönnuð. Hefði Magnús Svavarsson ekið á hrossið þremur kílómetrum norðar á Sauðárkróksbraut hefði það legið óbætt. Ólíklegt verður að teljast að Magnús Sigmundsson þurfi að borga skemmdir á bíl nafna síns eins og hann gerði kröfu um. Fljótlega heyra sögunni til dómar af þessu tagi ef bann við lausagöngu hrossa nær fram að ganga. Búnaðarþing lýsti nýlega yfir stuðningi við tillögur þess efnis. kg *. V Gleymið ekki að gefa smáfuglunum. Mynd: KG A Flugleiðir og FN: Alagstími framundan á Akureyrarflugvelli - Qöldi fólks væntanlegur til bæjarins Búist er við mjög mikilli umferð um Akureyrarflugvöll næstu vikurnar. Þessi törn hefst á fímmtudag þegar briddsspilarar flykkjast til bæjarins og síðan hefst Yetrar- íþróttahátíð ÍSÍ á föstudaginn og stendur hún til 1. apríl. Fjölmargt fólk er væntanlegt til Akureyrar í tilefni hátíðar- innar og í apríl verður líka mikil umferð, t.a.m. vegna páskatrimms Flugleiða og Andrésar Andar-leikanna. Gunnar Oddur Sigurðsson, umdæmisstjóri Flugleiða, sagði að lítið væri að marka tölur yfir íslandsbanki á Akureyri: Guðjón Steindórsson ráðinn útibússtjóri í gær var Guðjón Stein- dórsson ráðinn útibússtjóri íslandsbanka hf. á Akureyri. Gengið var frá ráðningu hans á bankaráðsfundi í gær. Guðjón er Akureyringur, Guðjón Steindórsson útibússtjórí íslandsbanka. fæddur 7. ágúst 1949. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla ís- lands árið 1969, og starfaði eftir það í tæpt ár hjá uinboði Sjó- vátryggingafélags íslands á Akureyri. Að því búnu fór hann til starfa hjá Búnaðar- banka íslands, Akureyri, og var þar í átta ár. Guðjón réðist því næst til starfa hjá Iðnaðarbanka íslands. Hjá útibúi Iðnaðar- bankans á Akureyri starfaði Guðjón frá miðju ári 1977. Guðjón tók við starfi útibús- stjóra Iðnaðarbanka íslands á Akureyri I. júlí 1987, af Sigurði Ringsted. Foreldrar Guðjóns eru Svava Guðjónsdóttir, sem starfaði lengi hjá Lindu hf., og Steindór Jónsson, sölumaður, en hann er látinn. Eiginkona Guðjóns er Ásla Hrönn Björgvinsdóttir, og eiga þau tvö börn, Davíð Stein- ar 6 ára og Helgu Margréti 4 ára. EHB fjölda bókana, þær breyttust dag frá degi, en ljóst væri að mikill álagstími væri framundan á Akureyrarflugvelli. Hann sagði að janúar og febrúar hefðu verið lélegir mánuðir en bókanir hefðu tekið kipp í mars. „Við erum í viðbragðsstöðu og verðum tilbúnir til að anna allri eftirspurn. Það verður mikið að gera hjá okkur frá næstu helgi og út apríl og líklegt að Flugleiðir þurfi að taka þotur úr milli- landafluginu á mestu álagstímun- um. Við fengum með skipi stóran bíl fyrir nýju þoturnar svo hægt verði að afgreiða þær hér,“ sagði Gunnar Oddur. Flugfélag Norðurlands og Flugleiðir munu að vanda hafa í mörg horn að líta í kringum páskana og hina fjölmennu Andrésar Andar-leika sem hefj- ast strax eftir páska. Þegar svo margt fólk kemur með flugi noröur er hætt við að vélarnar fari hálftómar suöur aft- ur en ferðaskrifstofurnar hafa gripið inn í og boðið fólki ódýrar pakkaferðir til Reykjavíkur þannig að vélarnar ættu að nýtast vel. „Við lítum fram á veginn í von um bjart og gott vcður,“ sagði Gunnar Oddur að lokum. SS Kaupfélag Skagfirðinga: Verulegur bati í rekstri fyrirtækisins - rekstrarhagnaður um 16,7 milljónir Rekstur Kaupfélags Skagfírö- inga gekk mun betur áriö 1989 heldur en 1988. Talsverð veltu- aukning varð í rekstri fyrir- tækisins. Heildarvelta varð 2.323 milljónir króna. Er það aukning um 22.5% frá árinu á undan. Mest varð veltuaukn- Bæjarstjórn Akureyrar: Rætt um staðsetningu slökkvistöðvar Nokkrar umræður urðu um staðsetningu nýrrar slökkvi- stöðvar á Akureyri á fundi bæjarstjórnarinnar í gær. Sam- þykkt var tillaga frá Alþýðu- bandalaginu um að bæta Krók- eyri við þá staði sem sýndir verða í skipulagstillögu um mögulega staðsetningu stöðv- arinnar. Freyr Ófeigsson, formaður skipulagsnefndar, gerði staðsetn- ingarmál slökkvistöðvar að umræðuefni á fundinum. Hann sagði að meirihluti nefndarinnar væri á móti staðsetningu slökkvi- stöðvar við Drottningarbraut, sunnan bensínstöðvar Esso, en tók jafnframt fram að minnihluta nefndarinnar í þessu máli skip- uðu hann sjálfur og fulltrúi Fram- sóknarflokksins, Jónas Karles- son. Sigríður Stefánsdóttir flutti til- löguna um að Krókeyri yrði sýnd sem valkostur á skipulagsstillögu. Hinir staðirnir sem skipulags- nefnd mælti með að sýna eru lóð vestan gatnamóta Dalsbrautar og Borgarbrautar, og staðsetning við Krossanesbraut norðan Undirhlíðar. „Mér finnst sjálf- sagt að hafa Krókeyri inni í myndinni, svo sá staður verði ekki útilokaður,“ sagði Sigríður á fundinum. EHB ingin í verslun eða um 30%. Þær rekstrareiningar sem bættu rekstur sinn hvað mest eru útibúið í Varmahlíð og Skagfírðingabúð á Sauðár- króki. Heildarvelta Kaupfélags Skag- firðinga og Fiskiðju Sauðárkróks varð 2.8 milljarðar. Er það veltu- aukning um 33% frá árinu á undan. Eiginfjárstaða fyrirtækisins skánaði til muna á síðasta ári. Eigið fé var í árslok 629,1 milljón og er það aukning um 122 millj- ónir. Að sögn Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra er hagræðing í verslun megin skýring á bættri afkomu Kaupfélags Skagfirð- inga. „Við stefndum að hallalaus- um rekstri á síðasta ári og það markmið náðist. Útlitið fyrir þetta ár skýrist fljótlega. Áhrif virðisaukaskattsins koma í Ijós eftir uppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins," sagði Þórólfur. H ignaður af rekstrinum á síð- asta ári var 16,7 milljónir saman- borið við 36.8 milljóna tap árið 1988. Heildarfjárfesting fyrirtækisins var rúmlega 80 milljónir. Hluta- fjáraukning í fyrirtækjum í sjáv- arútvegi voru þar af um 55 millj- ónir króna. kg

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.