Dagur - 21.03.1990, Síða 6

Dagur - 21.03.1990, Síða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 21. mars 1990 Búnaðarsambönd eiga í vemlegum Qárhagserfiðleikum: Dæmalaus meðferð á greiðslu lögboðinna framlaga - ríkisvaldið á enn eftir að gera upp árin 1988 og 1989 IHa horfir í starfsemi búnaðar- sambandanna í landinu sökum fjárhagserfiðleika. Ástæðan er fyrst og fremst sú að tekjur sambandanna, samkvæmt jarðræktar- og búfjárræktar- lögum, hafa ekki borist á til- settum tíma. Félag héraðs- ráðunauta fjallaði um þetta mál á aðalfundi sínum í janúar sl. og lagði stjórn Búnaðarfé- lags Islands ályktun fundarins fyrir Búnaðarþing. Félag héraðsráðunauta bendir á að t.d. hafi greiðslur til búnað- arsambandanna, þ.e. aðrar en launa- og ferðakostnaðarhluti, fyrir starfsemi og jarðræktar- framkvæmdir á árinu 1987 ekki borist samböndunum fyrr en á gamlársdag 1989 og í janúar 1990. Engin vissa liggi fyrir hjá búnaðarsamböndunum um greiðslur hliðstæðra framlaga vegna áranna 1988 og 1989. Starfsemi sambandanna á þessu ári byggist á því að þessar tekjur skili sér með eðlilegum hætti. Ráðunautarnir benda jafn- framt á í ályktun sinni að hvað laun varðar hafi þeir dregist nokkuð aftur úr starfsbræðrum sínum hjá Búnaðarfélagi íslands. Þá liggi ennfremur fyrir háar fjár- kröfur á a.m.k. sum búnaðar- samböndin um greiðslu til Lífeyr- issjóðs opinberra starfsmanna vegna greiðslu eftirlauna. „Niðurstaða í því hvort búnaðar- samböndin fái nýja tekjustofna til að mæta þeim samdrætti í tekj- um sem hér er bent á þarf að liggja fyrir eigi síðar en í mars- mánuði. A því veltur hvort sam- böndin geta starfað á árinu 1991. Fáist ekki vitneskja um lausn á fyrirsjáanlegum fjárhagsvanda búnaðarsambandanna fyrir þann tíma, sem tilgreindur er hér að framan, felur fundurinn stjórn félagsins að boða til fundar með félagsmönnum til þess að ræða og taka afstöðu til þeirrar óvissu sem þá ríkir í atvinnuöryggi félagsmanna hjá búnaðarsam- böndunum,“ segir í ályktun aðal- fundar Félags héraðsráðunauta. Búnaðarþing sendi landbúnað- arnefndum Alþingis bréf þar sem vonbrigðum er lýst með að van- greidd framlög fyrri ára hafi ekki verið greidd eins og samkomulag hafi verið um. í ályktun þingsins er skorað á landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra að færa þessi mál í rétt horf nú þegar. „Búnaðarþing harmar dæma- lausa meðferð á greiðslu fram- laga skv. búfjárræktar- og jarð- ræktarlögum og gerir þá ein- dregnu kröfu, að tafarlaust verði fylgt fram því samkomulagi, sem gert var við setningu þeirra um uppgjör skulda og fjárveitingu á fjárlögum skv. heimildum lag- anna,“ segir í ályktun Búnaðar- þings. JÓH Próun landbúnaðar til aldamóta: Raimhæf spá erfið sökum margra óvissuþátta Hver verður þróun landbúnað- ar á íslandi til aldamóta? Nefnd sem skipuð var á búnað- arþingi í fyrra vinnur að heild- aráætlun um þetta efni og skil- aði áfangaskýrslu á nýafstöðnu búnaðarþingi. í skýrslunni kemur fram að það kunni að reynast erfitt að spá um fram- tíðarþróunina þar sem svo margir óvissuþættir séu nú í stöðu og þróun landbúnaðar- ins. „f>ótt sett séu fram ákveðin markmið til að stefna að um stöðu landbúnaðar og dreifbýlis um aldamót ræðst það mjög af aðgerðum stjórnvalda hver skil- yrði þjóðfélagið býr landbúnað- inum til að ná þeim markmiðum sem við setjum okkur. Með aukinni tæknivæðingu má reikna með að færri ársverk þurfi til að framleiða það magn land- búnaðarafurða sem þjóðin þarfn- ast og því þurfa að koma til ný atvinnutækifæri í dreifbýli til að vega upp á móti þeirri fækkun sem af þessu leiddi," segir í áfangaskýrslunni. Fram kemur að í starfi nefnd- arinnar hefur víða verið leitað eftir upplýsingum um stöðu og horfur í íslenskum landbúnaði, fjölda bænda, framleiðslu og sölu afurða liðna áratugi og vísbend- ingar um mannfjölda og neyslu næsta áratuginn. Eitt þeirra atriða sem erfiðleikum veldur hvað framtíðarsýn í þessum málaflokki varðar er að endur- skoðun á búvörusamningi milli bænda og ríkisvaldsins, sem reiknað hafði verið með að gerð yrði á síðast ári, hefur ekki farið fram. „Stöðug ásókn um aukinn inn- flutning ýmissa landbúnaðarvara, erfið staða og óljós hjá nokkrum búgreinum t.d. sauðfjárrækt, loðdýrarækt og fiskeldi eru því valdandi að nefndin telur rétt að fresta um sinn frekari vinnu og framlagningu álits.“ JÓH Bylting hcfur átt sér stað í heyskap hér á landi á síðustu árum þar sem eru rúllubaggar. Kannski er hér aðeins upphafíð á miklum breytingum í land- búnaði hér á iandi. Búnaðar- þings- molar Landbúnaður og salmonellasmit í erindi sínu til Búnaðarþings skora Sigurður Pórólfsson, Jón Hólm Stefáns- son, Jón Guðmundsson og Bjarni Guðráðsson á þingið að taka til umfjöllunar og ályktunar þann vanda sem steðjað gæti að íslenskri landbúnaðarframleiðslu í kjölfar salmonellasmits, sem upp kom á síðasta ári. í ályktun þingsins um málið segir að brýnt sé að snúist verði til varnar sýkinga af völdum smitbera vegna lélegrar umhirðu sorphauga, fiskúrgangs, úrgangs frá sláturhúsum og ófullnægjandi frágangs við frárennsli. Héraðsnefndir skuli gangast fyrir fræðslu- og kynningarfundum um þessi mál og í tengslum við þá hafa samband við Hollustuvernd ríkisins, embætti yfirdýralæknis, embætti landlæknis og embætti veiðistjóra. Skipulag á sölu og dreifmgu á kartöflum og grænmeti Jón Hólm Stefánsson óskaði eftir því við þingið að til umfjöllunar og ályktunar yrði tekin nauðsyn þess að skipulagi verði komið á dreifingu og sölu á kartöfl- um og grænmeti, svo sem kveðið sé á um í búvörulögum. Fyrir þingið voru lögð drög að reglugerð um afurðastöðvar fyrir kartöflur, nýtt grænmeti og sveppi og til afgreiðslu á erindi Jóns Hólm mælti þingið með að tillögur að reglugerðinni yrðu staðfestar, þó með þeirri breytingu að inn komi ákvæði sem heimila framleiðendum grænmetis að selja framleiðslu sína á svonefndum.úti- mörkuðum. Forfalla- og afleysingaþjómista Fjórar breytingar vill Búnaðarþing að gerðar verði á frumvarpi til laga um for- falla- og afleysingaþjónustu í sveitum en Stéttarsamband bænda mælti með lögfestingu á frumvarpinu á síðasta aðalfundi sínum, þó með því skilyrði að framleiðendagjald til Stofnlánadeildar lækki um sama hlutfall og gjaldtökunni nemur. Pær breytingar sem Búnaðarþing vill eru: - að niður falli að bændur njóti forfallaréttinda fyrir starfsfólk, - að gjald fyrir þessa þjónustu skuli vera 0,4% af verði til framleiðenda í 'stað 0,5%, - að allir bændur og makar þeirra, svo og bústjórar, eigi rétt á aðstoð í veik- inda- og slysatilfellum, enda séu þeir fullgildir aðilar að búnaðarsambandi og að til að njóta réttinda til forfallaþjónustu verði bændur að vera fullgildir aðilar að búnaðarsambandi, annað hvort í gegnum búnaðarfélag eða bú- greinafélög. Stimplun á kjöti Þingið tók til umfjöllunar erindi Jóseps Rósinkarssonar um stimplun kjöts við heilbrigðisskoðun. „Búnaðarþing beinir því til yfirdýralæknis og yfirkjötmats ríkisins, að hlutast til um, að stimplun á kjöti verði framvegis hagað þannig að fram komi frá hvaða ári framleiðslan er og af hvaða gæðaflokki.“ Kjarasamningur lausráðins fólks í sveitum Síðastliðið sumar gerðu Verkamannasamband íslands og Stéttarsamband bænda samning um kaup og kjör lausráðins fólks á bændabýlum. Búnaðarþing beindi því til stjórnar Búnaðarfélags íslands að hún sjái til þess að samningur- inn verði rækilega kynntur bændum, enda eru réttindi starfsfólksins til bóta úr Atvinnuleysistryggingasjóði byggð á þessum samningi. Ríkisstjórn og Alþingi taki á vanda fóðurstöðvanna Egill Jónsson, alþingismaður og fulltrúi á Búnaðarþingi, gerði vanda loðdýra- bænda að umtalsefni á þinginu og sagði í erindi sínu að við þær aðstæður sem þessi grein búi nú geti Búnaðarþing ekki látið málið afskiptalaust. Ekki taldi þingið forsendu fyrir ályktun um vanda loðdýrabænda sem einstaklinga þar sem nú standi yfir skuldbreyting samkvæmt nýsamþykktum lögum á Alþingi. „Hins vegar bendir þingið á að málefni og staða fóðurstöðvanna hefur ekki verið tekin til meðferðar á sama hátt og einstaklinganna. Svo kann að fara að vandi fóðurstöðvanna komi í veg fyrir að aðrar úrlausnir komi að gagni. Bún- aðarþing skorar því á ríkisstjórn og Alþingi að hlutast nú þegar til um að vandi fóðurstöðvanna verði leystur á raunhæfan hátt.“ JÓH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.