Dagur - 23.03.1990, Síða 15

Dagur - 23.03.1990, Síða 15
Föstudagur 23. mars 1990 - DAGUR - 15 íþróftir Þriðja Vetraríþróttahátíð ÍSÍ verður sett á Akureyri í kvöld: „Reynum fyrst og fremst að ná til a]meimings“ - segir Þröstur Guðjonsson forráðamaður Vetraríþróttanefndar Vetraríþróttahátíð ÍSÍ hefst á Akureyri í kvöld. Hátíðin er sú þriðja í röðinni og verður án efa sú glæsilegasta hingað til. Sérstök Vetraríþróttanefnd hefur lagt dag við nótt til að gera megi hátíð þessa sem glæsilegasta og hefur sérstak- lega mikið mætt á Þresti Guð- jónssyni en hann er formaður nefndarinnar. Dagur ræddi við Þröst af þessu tilefni og hann var fyrst spurður hvernig undirbúningurinn hefði gengið. „Hann hefur gengið nokkuð vel. Ég átti ekki von á að þetta yrði svona mikil vinna en hún hefur verið mjög mikil. Við sem skipum þessa nefnd fórum að tala saman fyrir rúmu ári síðan og fyrsta verkefnið var að ákveða dagsetningu. Það tók nokkurn tíma af ýmsum ástæðum, t. d. urðum við að hugsa um að skautasvellið yrði í góðu ástandi. íþróttir um helgina Handknattleikur Síðan höfum við verið að ræða um skipulagið á þessu og tókum þá ákvörðun aö hafa hátíðina lengri en hún hefur verið, þ.e. tíu daga í stað fjögurra. Tilgangur- inn meö því var fyrst og fremst að reyna að ná til almennings. Við bjóðum auðvitað upp á ýmsar keppnisgreinar en einnig upp á heilmikið fyrir almenning. Það eru nokkrir aðilar sem standa að hátíðinni núna sem ekki hafa verið með áður. Þarna má nefna hestamenn, sem verða með mjög góða dagskrá, vél- sleðamenn og skáta. Þetta eru allt aðilar sem standa fyrir tals- verðri útiveru á veturna og okkur fannst sjálfsagt að bjóða þeim að vera með. Við erum með nýja grein sem kallast þríþraut, en hún verður bæði í keppnisformi og trimmformi, og það er mjög athyglisverð grein sem saman- stendur af skíðagöngu, hlaupum og sundi. Þetta er mjög heppilegt fyrir almenning. Síðan verðum við með gönguferðir, . skíða- kennslu o.fl. sem almenningur tekur vonandi þátt í. Við vonum bara að sem flestir verði með og það má benda á að ÍSÍ veitir öll- um sem þátt taka viðurkenningu. „Geruin okkur vonir um aft hægt verfti aft virkja um 2000 manns til þátttöku hér í bænum,“ segir Þröst- ur Guðjónsson. Síðan má ekki gleyma að nefna framlag Akureyrarbæjar en starfsmenn hans hafa lagt nótt við dag við að undirbúa þau svæði sem við þurfum á að halda. Það er erfitt verk vegna snjó- þyngsla og bærinn hefur unnið mikið verk og á þakkir skildar. Nefndin hcfur unnið að því að fá erlenda gesti á hátíðina og hef- ur orðið nokkuð ágengt. „Núna um helgina koma góðir gestir frá Austurríki en það eru fulltrúar frá alþjóða ísknattleikssamband- inu sem koma hingað eingöngu til að líta á aðstæður. Við teljum afar mikilvægt að fá þessa menn hingað. Einnig koma hingað hestamenn frá Þýskalandi sem sýna listir sýnar og heimsmeistar- ar unglinga í listdansi á skautum sýna hér þrívegis um helgina. Einnig má ncfna skíðagöngu- menn frá Svíþjóð og Bretlandi, keppnisfólk í alpagreinum frá Svíþjóð og von er á fleirum sem ekki hafa gefið ákveðið svar ennþá.“ - Hvaða tilgang og þýðingu hefur hátíð af þessu tagi? „Hugmynd ÍSÍ með þessu er að kynna á l() ára fresti starfsemi sambandsins. Fólk verður senni- lega frekar meðvitað um þá möguleika sem það hefur og ég held að þessi hátíð höfði sérstak- lega til almennings. Það þarf ekki endilega að keppa, það er hægt að gera sér svo margt til skemmt- unar og ánægju og ég held að það sé markmiðið í dag. Það er talaö um að einkunnarorð hátíðarinn- ar séu „æska og íþróttir" og það segir mikið. Þá er mikilvægt að benda fólki á aö það eru engin þátttökugjöld nema í skíðaskólann og svo hefð- bundin þátttökugjöld í keppnis- greinunum. Einn þáttur sem lítið hefur ver- ið minnst á eru verðlaunaafhend- ingar. Þær fara allar fram í göngugötunni ef veður leyfir og þar verða jafnframt uppákomur af ýmsu tagi. Nemendur úr Tón- listarskóla Akureyrar munu flytja þar tónlist, liingað koma austurrískir jóðlarar sem munu koma fram á verðlaunaafhend- ingum alla næstu viku og fleira mætti nefna. Ef veður verður slæmt erum við með staði til vara eins og íþróttahöllina og Sjall- ann,“ sagði Þröstur Guöjónsson. Forráðamenn hátíðarinnar gera sér vonir um að hægt verði að virkja um 2000 manns til þátt- töku hér í bænum. Þá er búist við mikilli þátttöku frá utanbæjar- fólki, óskað hefur verið eftir úti- vistardegi í skólum landsins og hefur menntamálaráöuneytið veitt samþykki sitt fyrir því. Er full ástæða til að hvetja almenn- ing til þátttöku í hátíðinni enda ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi og tímanum verður vart bet- ur varið. l.íiugurdagur: l. deilil karla....(BV-KA í Hyjum kl. 16.30 Fiinleikar Laugardugur: Akureyrarmót í (þróttahúsi Glerár- skóla. Keppni hefst kl. 15. Blak Sunnudugur: Úrslitakeppni karla...KA-ÍS í íþrótta- höllinni á Akureyri kl. 14.00. Úrslitakeppni kvenna...KA-ÍS í íþróttahöllin á Akurcyri kl. 15.15. Vaxtarrækt .Suniiudugur: Islandsmöt unglinga og B mót fuliorð- ina ( Sjallanum á Akureyri. Keppni hefst kl. 14 en úrslit verða um kl. 20.00. Bikarkeppni HSÍ: IBV sigraði KA í framlengdum leik „Þetta var hörkuleikur sem var jafn og spennandi frá upp- hafi til enda. Bæði liðin börð- ust af krafti og sigurinn gat lent hvorum megin sem var. Þrátt fyrir tap, var þetta einn besti leikur KA-liðsins í vetur að mínu mati,“ sagði Þorleifur Ananíasson liðsstjóri 1. deild- arliðs KA í handbolta, eftir tapið gegn ÍBV í 1. umferð 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Skarphéðinn kominn í aðra umferð Skarphéðinn Leifsson byrjaði vel sem arftaki Rúnars Sigurpáls- sonar er hann lagöi Jóhánn Pálsson í síðustu viku. Skarphéð- inn hafði 6 rétta en Jóhann 5. Leikurinn berst nú áfram um Kjöt- iðnaðarstöðina því Skarphéðinn skoraði á Gunnar Austfjörð sem tók áskoruninni og mætast þeir því um þessa helgi. Skarp- héðinn sagði seðilinn vera frekar erfiðan að þessu sinni. „Eg get sem dæmi nefnt leik Sheffield Wednesday og Wimbledon en ómögulegt er að segja til um hvernig hann fer. Þessi lið 'brugðust mér líka illa í síðustu viku.“ Sjónvarpsleikurinn að þessu sinni er viðureign Q.P.R. og Nottingham Forest og gefst nú fslendingum vonandi tækifæri á að sjá Þorvald Örlygsson í leik með síðarnefnda liðinu. Þorvald- ur var að vísu ekki með í síðasta leik en er vonandi í náðinni nú. Leikur Man. City og Chelsea sem er á seðlinum, var spilaður í fyrrakvöld og lauk með jafntefli 1:1. Því mun fulltrúi dómsmála- ráðuneytisins kasta tening um þann leik í Sjónvarpinu á morgun, í hálfleik í sjónvarpsleiknum. Skarphéöinn: Coventry-Charlton 1 C. Palace-Aston Villa 2 Derby-Arsenal X Everton-Norwich 1 Luton-Millwall 1 Man. City-Chelsea 1 Q.P.R.-Nott. For. X Southampton-Man. Utd. X Wimbledon-Sheff. Wed. 1 Blackburn-Newcastle 2 Oxford-Swindon X Sunderland-West Ham 1 Gunnar: Coventry-Charlton 1 C. Palace-Aston Villa 2 Derby-Arsenal X Everton-Norwich 1 Luton-Millwall 1 Man. City-Chelsea 2 Q.P.R.-Nott. For. 2 Southampton-Man. Utd. 1 Wimbledon-Sheff. Wed 1 Blackburn-Newcastle X Oxford-Swindon 2 Sunderland-West Ham 1 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 bikarkeppni HSI. Leikurinn fór fram í Eyjum og sigurðu heimamenn í framlengdum Handbolti 1. deild: Leik KA og Víkings frestað KA-mcnn halda til Eyja á morgun laugardag og leika gegn heimamönnum í 1. deild Islandsniotsins í handknatt- leik. KA lék gegn ÍBV á úti- velli í bikarkeppninni í fyrra- kvöld, eins og fram kemur annars staðar á síðunni en varð þá að láta í minni pokann í framlengdum leik. KA-menn ætla sér örugglega að hefna ófaranna á morgun og má búast við hörku viðureign. KA átti að leika gegn Víkingi á miðvikudaginn kemur í Laugar- dalshöll en vegna ferðar lands- liðsins til Noregs um helgina, hcf-! ur þeint leik verið frestað til 25. apríl. Næsti heimaleikur KA er gegn KR laugardaginn 31. mars. Akureyri: Námskeið í skíðagöngu Skíðaskólinn í Hlíðarfjalli gengst fyrir námskeiði í skíða- göngu í næstu viku. Fyrra námskeiðið stendur frá mánu- degi til miðvikudags en það seinna frá miðvikudegi til föstudags. Ef næg þátttaka fæst verða haldin tvö námskeið á dag, það fyrra í Hlíðarfjalli frá kl. 17-19 og það seinna í Kjarnaskógi frá kl. 20-22. Innritun fer fram að Skíða- stöðum í síma 22280 og í síma 22722 og þar eru jafnframt veitt- ar allar nánari upplýsingar. leik, 26:23, eftir að staðan hafði verið jöfn að loknum venjulegum leiktíina, 23:23. Eyjamenn náðu forystunni strax í upphafi og héldu eins til tveggja rnarka forskoti fram að leikhléi. í hálfleik var staðan 13:11. Heimamenn héldu tveggja marka forskoti lengst af í síðari hálfleik en KA-mönnum tókst að jafna 23:23 fyrir leikslok og því þurfti að framlengja um 2x5 mín. Þrátt fyrir að KA-menn léku einunt færri fyrstu tvær mín. framlengingarinnar, tókst hvor- ugu liðinu að skora í fyrri hálf- leik. í síðari hálfleik skoruðu heimamenn þrjú mörk, án þcss að gestunum tækist að svara fyrir sig og þeir fögnuðu því sigri í leikslok. Erlingur Kristjánsson átti mjög góðan leik fyrir KA bæði í vörn og sókn. Björn Björnsson mark- vörður KA átti einnig mjðg góð- an leik en hann tók við stöðu Axcls Stefánssonar snemma í fyrri hálfleik og lék út leikinn. Þá var Guðmundur Guðmundsson sterkur framan af leiknum. Pétur Bjarnason meiddist snemma í leiknum og gat ekkert leikið í sókninni eftir þaö og þá átti Sigurpáll Árni Aðalsteinsson einnig við einhver meiðsli að stríða. 1 liði ÍBV var Sigurður Gunn- arsson mest áberandi en þó er liðiö nokkuð jafnt að getu, með mikla baráttujaxla innanborðs. Mörk KA: Erlingur Kristjánsson 10/6, Guömundur Guðmundsson 5. Jóhannes Bjarnason 3, Pétur Bjarnason 2. Bragi Sigurösson 1. Karl Karlsson I og Sigur- páll Árni I. Mörk ÍBV: Siguröur Friöiksson 7, Sig- urður Gunnarsson 6. Guðmundur Al- hertsson 4, Jóhann Pétursson 3. Sigbjiirn Óskarsson 2. Þorsteinn Viktorsson 2. Guötinnur Kristmannsson 1 og Hilmar Sigurgíslason 1. Laugardagur kl.14:55 12. LEIKVIKA** 24. mars 1990 1 X 2 Leikur 1 Coventrv - Charlton Leikur 2 C. Palace - Aston Villa Leikur 3 Derby - Arsenal Leikur 4 Everton - Norwich Leikur 5 Luton - Millwal! Leikur 6 Man. City - Chelsea Leikur 7 Q.P.R. - Nott. For. Leikur 8 Southampton - Man. Utd. Leikur 9 Wimbledon - Sheff. Wed. Leikur 10 Blackburn - Newcastle Leikur 11 Oxford - Swindon Leikur 12 Sunderland - West Ham Allar upplýsingar um getraunir vikunnar hjá : LUKKULÍNUNNI s. 991002 I! i Tvofalaur pottur

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.