Dagur - 18.04.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 18.04.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 18. apríl 1990 kvikmýndarýni Umsjón: Jón Hjaltason Mithiiel Doiiglus (peiiingabreiiniriiin) er jarðýtan sem fær aila upp á móti sér en leysir þó málið að lokuiii. Aiidv Carcia er viðfelldni f'élaginn sem sætir illiiiu örlöguui. Svart regn og gulir kriumiar dagskrá fjölmiðla Borgurbío synir: Svart regn (Bluck Kuin). I.eikstjóri: Ridley Scott. Aðulleikurar: Michael Douglus, Andy Garcia oj> Ken Takukura. I’arumount I9S9. Hversu oft höfum viö ekki séö bíómyndir um heldur subbulega löggusnillinga - og fyrrverandl stríðshetjur - sem berjast af heil- um hug gegn mannleysum göt- unnar. Yfirleitt er einkalíf aöal- hetjunnar í molum, eiginkonan farin í burtu og börnin byrjuö aö fælast fööur sinn. Hetjan gefur sjálfan sig á fórnaraltari sam- félagsins. Persónur þessara „fórnar-lamba" eru sjaldnast margbrotnar; hið ytra brynjaöar hrjúfu stáli en hiö innra ekkert nema viökvæm kvikan. Og hetjan stendur aldrei í stríöi viö bófana eina saman, kerfið sjálft er honum andsnúiö. Heimur karlmannsins er nefnilega ekki eins og í svart-hvítu sjónvarpi. Að vísu fer aldrei á milli mála aö dusilmennin eru illvirkjar. „Hefur þú nokkurn þann séö sem síöur er nokkurs veröur en þessi maöur?" sagöi Guömundur ríki um Þorbjörn rindil í Víga- Glúmssögu. I löggu-ræflamynd- unum er stööugt hamraö á þess- ari spurningu. Lögguhetjan sjálf er þó aldrei. eöa sjaldnast neinn hvítþveginn engill. En hún hcfur hjarta og þar skilur á milli hennar og hctjunar. Og auövitaö tendr- ast hetjukallinn upp og tvíeflisl þegar (fyrrverandi) konu hans er nauögað, afkvæmi hans (sem hami hefur ekki séö í tíu ár) rænt eða besti vinutinn drepinn. í Svörtu regni er það „vinar- bragöið" sem verður fyrir valinu. Reynt er aö krydda venjubund- inn söguþráöinn meö ferð til Japans og baráttu við japanska mafíu. En kryddiö hefursvosem engin áhrif þar sem bófarnir eru á engan hátt ólíkir stéttarbræðrum sínum í Ameríku hvaö hegðun- armunstúr áhrærir, aðeins augun eru svolítiö skásettari. Sjónvarpið Fimmtudagur 19. apríl sumardagurinn fyrsti 17.50 Páskastundin okkar (25). Endursýning frá sunnudegi. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismær (90). 19.20 Benny Hill. 19.50 Bleiki pardusinn. 20.00 Fréttir og vedur. 20.35 Fuglar landsins. 24. þáttur - Fálkinn. 20.45 Akureyri - bærinn í skóginum. Þáttur í tilefni skógræktarátaksins „Land- græðsluskógar 1990". Skyggnst er um í gróskumiklum trjálund- um norðanmanna og hugað að því hvern- ig unnt er að klæða byggðir þessa lands. 21.05 Samherjar. (Jake and the-Fat Man.) 21.55 íþróttir. Fjallað um helstu íþróttaviðburði víðs vegar í heiminum. 22.20 Lystigarðar. (Mánniskans lustgárdar.) Annar þáttur - í grænum garði munúðar. 23.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Föstudagur 20. apríl 17.50 Fjörkálfar. (Alvin and the Chipmunks.) Fyrsti þáttur af þrettán. 18.20 Hvutti (9). (Woofj 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Mannsandlitið. (Face Value.) Kanadísk heimildamynd um andlitið og margbreytileika þess, m.a. í gleði, sorg og í reiði. 19.30 Fundvísi fiskurinn. 19.50 Bleiki pardusinn. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Keppni í „frjálsum dansi" 1990. Fyrri þáttur - hópar. Nýlega var haldin danskeppni fyrir ungl- inga í Tónabæ. Siðari þáttur verður á dagskrá föstudag- inn 29. apríl. 21.05 Úlfurinn. (Wolf.) 21.55 Dubcek snýr aftur. (The Reconstruction of Dubcek.) Bresk heimildamynd um Alexander Dubcek ásamt viðtölum við hann en hann hefur nú snúið aftur til starfa eftir 20 ára útlegð. 22.25 Sjálfsbjargarviðleitni. (A Private Function.) Bresk bíómynd frá árinu 1985. Aðalhlutverk: Michael Palin, Maggie Smith, Liz Smith og Denholm Elliot. Myndin gerist í Bretlandi eftir síðari heimsstyrjöldina þegar skömmtunarseðl- ar voru enn við lýði. Heiðarleikinn mátti sín lítils þegar matur var annars vegar. 00.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Laugardagur 21. apríl 14.00 íþróttaþátturinn. 14.00 Meistaragolf. 15.00 Sjónvarpsmót í karate. 15.25 Enska knattspyrnan: Svipmyndir frá leikjum um síðustu helgi. 16.10 Landsmót á skíðum o.fl. 17.00 íslenski handboltinn. Bein útsend- ing. 18.00 Skytturnar þrjár (2). Spænskur teiknimyndaflokkur fyrir böm. 18.25 Sögur frá Narníu. (Narnia.) Ný þáttaröð um börnin fjögur sem kom- ust í kynni við furðuveröldina Narníu. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Fólkið mitt og fleiri dýr (7). (My Family and other Animals.) 19.30 Hringsjá. 20.35 Lottó. 20.40 Gömlu brýnin. (In Sickness and in Health.) 2. þáttur af 6. 21.10 Fólkið í landinu. Söðlasmíði í vopnfirskri sveit. Inga Rósa Þórðardóttir sækir heim hjónin Jónínu Björgvinsdóttur og Jón Þorgeirs- son ábúendur á Skógum. 21.35 Töframaðurinn. (Magic Moments.) Bresk sjónvarpsmynd frá árinu 1989. Aðalhlutverk: John Shea, Jenny Sea- grove og Paul Freeman. Ung og glæsileg kona í góðri stöðu verður uppnumin þegar hún hittir frægan töfra- mann. Rómantísk mynd um hinn sígilda ástar- þríhyrning. 23.10 Keikur karl. (Whalking Tall.) Bandarísk bíómynd frá árinu 1973. Aðalhlutverk: Doe Don Baker, Elizabeth Hartman, Gene Evans, Noah Beery og Brenda Benet. Sannsöguleg mynd um fyrrum hermann og glímukappa sem snýr til síns heima og kemst að því að bærinn er vettvangur allskyns spillingar. Hann tekur því til sinna ráða til að spyrna við þessari þróun. 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 22. apríl 16.00 Skógariíf. (E1 Bosque Animado.) Spænsk bíómynd frá árinu 1986. Aðalhlutverk: Alfredo Landa, Fernando Velvarde, Alejandra Grepi og Encarna Paso. Myndin gerist í heimi ríkra og fátækra við skógarspildu eina á Spáni en mannlífið þar er ákaflega fjölskrúðugt. 17.40 Sunnudagshugvekja. 17.50 Sumarstundin. Nýr þáttur hefur göngu sína ætlaður stálpuðum börnum. Umsjón: Valgeir Guðjónsson. 18.20 Baugalína. (Cirkeline.) 1. þáttur af 12. Dönsk teiknimynd fyrir börn. 18.30 Dáðadrengur. (Duksedrengen.) 1. þáttur af 6. Danskir grínþættir um veimiltítulegan dreng sem öðlast ofurkrafta. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Fagri-Blakkur. 19.30 Kastljós. 20.35 Frumbýlingar (5). (The Alien Years.) 21.30 Dagur gróðurs - skógurinn og eld- fjallið. Lokaþáttur í tilefni skógræktarátaksins „Landgræðsluskóga 1990". Fjallað er um sambúð trjágróðurs og eld- fjalla og sýnt fram á að aska og vikur hamla ekki viðgangi skóglendis. 22.15 Myndverk úr Listasafni íslands. Fantasía eftir Kjarval. 22.20 Myung. Dönsk sjónvarpsmynd frá árinu 1989. Myndin fjallar um fjögurra manna fjöl- ckyldu sem tekur að sér fimm ára stúlku frá Kóreu, Myung, og hefur það í för með sér alls kyns flækjur jafnt fyrir Myung sem aðra í fjölskyldunni. 23.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 19. apríl sumardagurinn fyrsti 15.35 Með afa. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Emilía. 17.55 Jakari. 18.00 Kátur og hjólakrílin. 18.15 Fríða og dýrið. (Beauty and the Beast.) 19.19 19.19. 20.30 Sport. 21.20 Það kemur í ljós. 22.15 Eftirför.# (Pursuit.) James Wright er bæði auðugur og snjall og stjórnvöldum stendur stuggur af honum. Þegar sést til ferða hans á árlegu stórþingi, grípa stjórnvöldin til sinna ráða og hafa hann undir eftirliti. Aðalhlutverk: Martin Sheen, Ben Gazz- ara og William Windom. Bönnuð börnum. 23.30 í herþjónustu. (Biloxi Blues.) Sögusvið myndarinnar er herbúðirnar í Biloxi árið 1943. Uppeldi Eugene og félaga er nú í höndunum á harð-svíruðum þjálfara sem ætlar sér að gej-a þá að „öguðum hermönnum" hvað sem það kostar. Aðalhlutverk: Matthew Broderick, Christopher Walken og Matt Mulhern. 01.10 Dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 20. apríl 15.30 Villingar. (The Wild Life.) Fjörug mynd sem fjallar á gamansaman en raunsæjan hátt um ýmis vandamál sem Bill Conrad, sem nýlokið hefur skyldunámi, þarf að horfast í augu við þegar hann ákveður að flytjast að heim- an. Bill tekur lífið mjög alvarlega á meðan vinir hans lifa hinu áhyggjulausa lífi, þar sem allt snýst um stelpur, eiturlyf og slagsmál. Aðalhlutverk: Christopher Penn, Ilan Mitchell-Smith, Eric Stoltz, Jenny Wright og Lea Thompson. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Dvergurinn Davíð. 18.15 Eðaltónar. 18.40 Lassý. 19.19 19.19. 20.00 Líf í tuskunum. (Rags to Riches.) 21.25 Popp og kók. 22.00 Fúlasta alvara.__ (Foolin' Around.) Aðalhlutverk: Gary Busey og Annette O’Tool. 23.45 Herskyldan. (Tour of Duty.) 00.35 Mögnuð málaferli. __ (Sgt. Matlovich Vs. the U.S. Air Force.) Leonard hefur starfað í þjónustu banda- ríska flughersins um tólf ára skeið og hlotið margvislegar viðurkenningar og orður fyrir heilindi og dugnað í starfi. Þeg- ar hann viðurkennir samkynhneigð sína horfir málið öðruvísi við fyrir yfirmönnum hans, sem boða til réttarhalda til að skera úr um hvort Leonard sé hæfur til að gegna herþjónustu sökum samkyn- hneigðarinnar. Aðalhlutverk: Brad Dourif, Marc Singer og Frank Converce. Stranglega bönnuð börnum.) 02.15 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 21. apríl 09.00 Með afa. 10.30 Túni og Tella. 10.35 Glóálfarnir. 10.45 Júlli og töfraljósið. 10.55 Perla. 11.20 Svarta stjarnan. 11.45 Klemens og Klementína. 12.00 Popp og kók. 12.35 Fréttaágrip vikunnar. 12.55 Harry og félagar. Harry and the Hendersons.) Myndin fjallar á gamansaman hátt um ást fjölskyldu nokkurrar á risavaxinni skepnu sem hún tók að sér og nefndi Harry. Aðalhlutverk: Donna Summers, The Commodores, Valerie Langburg, Terri Nunn og Chick Vennera. 14.45 Frakkland nútímans. (Aujourd’hui en France.) 15.15 Fjalakötturinn. Regnvotar nætur. (The Last Wave.) David Burton er hamingjusamlega giftur lögfræðingur í Sidney, Ástralíu. Hann er fenginn til þess að verja mál frumbyggja nokkurs, sem er sakaður um morð, en morðmál eru ekki lagaleg sérgrein Davids. Hann samþykkir samt sem áður að vera verjandi þessa manns og líf Davids sem hingað til hefur verrið í föst- um skorðum er órðið órætt og ógnvekj- andi. Aðalhlutverk: Richard Chamberlain, David Gulpilil og Olivia Hamnet. 17.00 Handbolti. Bein útsending frá íslandsmótinu í hand- knattleik. 17.45 Falcon Crest. 18.35 Heil og sæl. Við streitumst við. 19.19 19.19. 20.00 Séra Dowling. (Father Dowling.) Nýr, bandarískur framhaldsþáttur í fjórt- án hlutum. Aðalhlutverk: Tom Bosley og Tracy Nelson. 21.35 Kvikmynd vikunnar. Með ástarkveðju frá Rússlandi.# (From Russia With Love.) James Bond er sendur til Istanbul í þeim tilgangi að stela leynigögnum frá rúss- neska sendiráðinu. Sér til aðstoðar fær Bond huggulega, rússneska stúlku sem er ekki öll þar sem hún er séð. Aðalhlutverk: Sean Connery, Daniela Bianchi, Robert Shaw og Pedro Armend- ariz. Bönnuð börnum. 23.30 Ekki er allt gull sem glóir.# (Rhinestone.) Gamansöm söngvamynd. Sylvester Stallone er hér í hlutverki áhyggjulauss leigubílstjóra sem hittir jafnoka sinn í sveitastúlku sem Dolly Parton leikur. 01.15 Brestir. (Shattered Spirits.) Myndin fjallar á átakanlegan hátt um þau vandamál sem koma upp hjá fjölskyldu þegar annað foreldrið er áfengissjúkling- ur. Aðalhlutverk: Martin Sheen, Melinda Dillon, Matthew Laborteaux og Lukas Haas. 02.45 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 22. apríl 09.00 Paw Paws. 09.20 Selurinn Snorri. 09.35 Popparnir. j 10.10 Þrumukettirnir. 10.35 Töfraferd. 11.00 Skipbrotsbörn. 11.30 Steini og Olli. 11.50 Ærslagangur. (Stir Crazy.) Sprellfjörug gamanmynd. Tveir vinir lenda í stórkostlegum ævintýr- um á leið sinni til Kaliforníu í leit að frægð og frama. Aðalhlutverk: Gene Wilder og Richard Pryor. 13.35 íþróttir. 17.05 Edaltónar. 17.40 Listir og menning. Einu sinni voru nýlendur. 18.40 Vidskipti í Evrópu. (Financial Times Business Weekly.) 19.19 19.19. 20.00 Landsleikur. Bæirnir bitast. 20.50 Ógnarárin. (The Nightmare Years.) Annar hluti. 23.00 Listamannaskálinn. South Bank Show.) Webber og Dvorák. 23.24 Psycho I. Meistaraverk Alfreds Hitchcock og meist- araverk spennumyndanna. Aðalhlutverk: Anthony Perkins, Vera Miles, John Gavin og Janet Leigh. Stranglega bönnuð börnum. 01.10 Dagskrárlok. Stöð 2 Mánudagur 23. apríl 15.30 Med reiddum hnefa. (Another Part of the Forest.) Sérstæð mynd sem segir frá kaupmanni nokkrum sem stundaði vafasöm viðskipti á dögum Borgarastyrjaldarinnar. Aðalhlutverk: Fredric March, Dan Dur- yea, Edmond O’Brien, Ann Blyth og Flor- ence Eldridge. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Hetjur himingeimsins. 18.15 Kjallarinn. 18.40 Frá degi til dags. 19.19 19.19. 20.30 Á grænni grein. Bæjarstaðarskógur - uppspretta nýrra birkiskóga. 20.50 Dallas. 21.45 Hvað viltu verda? 22.30 Mordgáta. (Murder, She Wrote.) 23.15 í hringnum. (Ring of Passion.) Sannsöguleg mynd sem segir frá tveimur heimsþekktum hnefaleikaköppum; • bandaríska blökkumanninum Joe Louis og Þjóðverjanum Max Schmeling en þeir háðu harða baráttu þegar kynþáttahatur nasista var að verða lýðum ljóst. Aðalhlutverk: Bernie Casey, Stephen Macht, Britt Ekland og Denise Nicholas. Bönnuð börnum. 00.50 Dagskrálok. Vinningstölur laugardaginn 14. apríl ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.397.525.- 2. 5 83.326.- 3. 4 af 5 107 6.716.- 4. 3af 5 3.615 463.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.206.512.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.