Dagur - 18.04.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 18.04.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 18. aþríl 1990 íþróttir Boltinn hélt áfram að rúlla í Englandi á annan í páskum, sex leikir fóru fram í 1. deild en toppliðin léku ekki og því höfðu þessir leikir ekki afger- andi áhrif. En nú í vikunni verða efstu liðin í eldlínunni, Aston Villa leikur á Old Traf- ford gegn Man. Utd. og Liverpool mætir Arsenal í London. Það var því 2. deildin sem stal senunni að þessu sinni. En lítum þá á leikina. Toppliðin í 2. deild. Leeds Utd. og Sheffield Utd. mættust á Elland Road og var fyrir löngu uppselt á leikinn. Eítir að hafa leikið fjóra leiki í röð án sigurs tókst Leedsurum að bjarga páskahelginni hjá sér og fjölmörgum stuðningsmönnum með stórum sigri gegn Sheffield Utd. Taugaspenna hrjáði bæði lið, sem léku stífa rangstöðutaktík í fyrri hálfleik. Knattspyrnan í fyrri hálfleik var ekki fögur. en Gordon Strachan tókst þó að skora fyrir Leeds Utd. í síðari hált'leiknum náði heimaliðið góð- um tökunt á leiknuin og þeir Strachan og hinn ungi Gary Speed áttu mjög góðan leik á miðjunni. Gordon Cowans skoraði sigurniark Aston Villa gegn Chelsea á laugar- daginn. Man. Utd. mætir C. Palace - á Wembley í F.A.-bikarnum I páskavikunni bar hæst bikar- leik Man. Utd. gegn Oldliam, en þau léku þá öðru sinni. I l.deild fóru fram þrír leikir sem hafði verið frestað áður og licil umferð var leikinn í 2. deild. Manchester Utd. tókst loks að bera sigurorð af Oldham eftir framlerigdan leik og leikur því til úrslita á Wembley í 11. sinn þar sem liðið mætir Crystal Palace. Leikurinn var mjög spennandi, en eftir markalausan fyrri hálf- leik náði Brian McClair forystu fyrir Utd. á ó. mín. þess síðari eftir sendingu frá Danny Wall- ace. Þegar 10 mín. voru til leiks- loka jafnaði Andy Ritehie fyrir Oldham og því þurfti að fram- lengja leikinn. Utd. reyndist sterkara í framlengingunni og hinn tvítugi varamaður liðsins Mark Robins skoraði sigurmark- ið sem kom liðinu á Wembley. Minnstu munaði þó að Roger Palrner tækist að jafna fyrir Old- ham undir lokin, en af því varð ekki og Oldham verður því að láta úrslitaleikinn gegn Notthing- ham For. í Deildabikarnum nægja að þessu sinni. Liverpool vann góðan sigur. 4:0 á útivelli gegn Charlton og virðist staðráðið í að sigra í I. deildinni. Hetja liðsins var Ronnie Rosenthal sem er í láni frá Standard Liege er vill fá £500.000 fyrir kappann. Hann skoraði þrjú af mörkum Liver- pool í leiknunt og John Barnes það fjórða. Aston Villa heldur enn í við Liverpool eftir sigur á útivelli gegn Arsenal. Eina mark leiksins skoraði bakvörðurinn Chris Price er aðeins 4 mín. voru til leiks- loka, hans fyrsta mark fyrir Villa. Heiðurinn af markinu átti þó Tony Cascarino sem hélt boltan- unt eftir baráttu við þrjá varnar- menn Arsenal og renndi síðan á Price sem kom aðvífandi og skor- aði nreð góðu skoti. Nigel Spink lék mjög vel í marki Villa og varði tvívegis vel frá Kevin Campbell og einnig frá Alan Smith. Þá nældi Manchester City sér í þrjú mikilvæg stig í fallbaráttunni velli. í 2. deild skoraði Lee Chap- man fyrir Leeds Utd. í 1:1 jafn- tefli gegn Plymouth, en baráttan á toppnum er orðin hörð því bæði Sheffield Utd. og Newcastle sigruðu. Þ.L.A. með 3:1 sigri gegn Q.P.R. á úti- Brian McClair og félagar hjá Man. Utd. leika til úrslita í bikarnum á Wem- bley. McClair skoraði fyrra inark liðsins gegn Oldham. sem framkvæmdastjóra um pásk- ana og fær hann það verkefni að koma liðinu aftur upp í 1. deild. Bob Pearson sem hefur stjórnað Millwall síðustu vikurnar tekur að nýju við sínu fyrra starfi sem „spæjari" hjá félaginu. • Nottingham For. án Þorvaldar Örlygssonar jók enn á vandræði Luton með 3-0 sigri heima, mörkin skoruðu þeir Franz Carr, Gary Parker og Nigel Clough. • Everton sigraði Derby á heimavclli 2-1 meö mörkum Kay- mond Atteveld og Kevin Sheedy en eina mark Derby skoraði Mark Wright. • Chelsea vann öruggan sigur gegn bikarúrslitaliði Crystal Pal- ace 3-0 með mörkum Kerry Dixon, Kevin Wilson og Graham Stuart. • Manchester City er nú úr allri hættu eftir góðan sigur á útivelli gegn Norwich. eina mark leiksins fyrir City skoraði Adrian Heath. • Þá gerðu Coventry og Q.P.R. 1-1 jafntefli þar sem David Smith kom Coventry yfir á 9. mín., en Danny Maddix jafnaði fyrir Q.P.R. á síðustu ntín. fyrri hálf- leiks. Þ.L.A. Þegar 20 mín. voru til leiksloka munaði minnstu að John Gannon sem kontið hafði inná sem vara- maður tækist að jafna úr dauða- færi fyrir Sheffield Utd. En 3 mín. síðar lagði Speed upp mark fyrir Lee Chapman, hans 11. mark í 16 leikjum fyrir Leeds Utd. Fyrirliðinn Gordon Strach- an skoraði síðan sitt annað mark. nú úr vítaspyrnu og á síðustu mín. leiksins skoraði Speed fjórða og, síðasta mark Leeds Utd. eftir að hafa einleikið frá eigin vallarhelmingi gegnum vörn Sheffield Utd. Leeds Utd. hefur því þriggja stiga forskot í efsta sæti, en enn eru fjórar urriferðir eftir í deild- inni þar sem hverju liði standa 12 stig til boða og allt getur því gerst. Sheffield Utd. féll niður í þriðja sæti, með söntu stigatöílu og Newcastle, en óhagstæðara markahlutfall. Newcastle heldur sínu striki, er komið í annað sæt- ið eftir 3-0 sigur heima gegn Stoke City sem þeir sendu niöur í 3. deild í leiðinni. Það kæmi víst engunt á óvart þó Newcastlc stæöi uppi sem sigurvegari í 2. deild í vor. Þar sem Swindon og Oldham sem á leiki til góða töpuðu lcikjum sínum virðist sent baráttan um tvö efstu sætin sem gcfa sjálfkrafa rétt til að leika í 1. deild að ári standi nú aðeins milli Leeds Utd., Newcastle og Sheffield Utd. 1. deild • Tottenham vann sinn fimmta sigur í röð, nú á útivelli gegn Millwall og hefði sennilega betur sett Guðna Bergsson fyrr í liðið. Gary Lineker skoraði eina rnark leiksins fyrir Tpttenham og er nú markhæstur í 1. deild með 25 mörk. Millwall réð Bruce Rioch Newcastle er nú líklegt til að sigra í 2. deild og á markavélinni Mick Quinn mikið að þakka. Staðan 1. deild Liverpool 33 19- 9- 5 64:33 66 Aston Villa 34 20- 5- 9 50:30 65 Everton 35 17- 7-11 53:40 58 Tottenham 35 17- 6-12 55:44 57 Arsenal 33 16- 6-11 47:32 54 Chelsea 35 14-12- 9 52:44 54 Soulhampton 34 13-10-11 64:59 49 Nott. Forest. 35 13- 9-13 48:45 48 Norwich 35 12-12-11 37:37 48 Coventrv 35 14- 6-15 38:49 48 QPR 35 12-11-12 41:39 47 Wimbledon 32 10-14- 8 41:36 44 Man. City 35 11-11-13 40:49 44 Derby 34 12- 7-16 40:34 43 Man. Utd. 33 11- 8-14 42:41 41 Crvstal Palact 3411- 8-1537:6341 Sheff. Wed. 35 10-10-15 33:46 40 Luton 35 7-13-15 37:55 34 Charlton 34 7- 9-18 29:50 30 Millwall 35 5-11-19 38:59 26 2 deild Leeds Utd. 42 22-12- 8 73:47 78 Ncwcastle 42 21-12- 9 76:49 75 ShelT. Utd. 42 21-12- 9 67:53 75 Biackburn 42 18-15- 9 71:55 69 Swindon 42 19-11-12 75:56 68 Sunderland 42 18-13-11 57:66 67 West Ham 41 17-12-12 70:51 63 Wolves 42 17-12-13 64-54 63 Oldhain 39 16-12-11 57:48 60 Ipswich 40 16-12-12 56:56 60 I’ort Vale 42 15-14-13 59:52 59 Oxford 42 15- 8-19 56:59 53 Portsmouth 42 13-14-15 55:60 53 Leicester 41 13-14-14 58:66 53 Watford 41 13-12-16 51:54 51 VV.B.A. 43 12-14-17 63:64 50 Brighton 42 14- 7-21 51:65 49 Hull 41 11-15-15 47:55 48 Middlesbr. 41 12-11-18 45:56 46 Plymouth 41 12-10-19 51:59 46 Barnsley 40 11-13-16 41:63 46 Bournemouth 42 11-12-19 52:68 45 Bradford 42 8-13-21 40:63 37 Stoke 42 5-17-20 29:59 32 Leeds-sigur í toppslagnum - Newcastle komið í 2. sætið í 2. deild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.