Dagur - 18.04.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 18.04.1990, Blaðsíða 16
fi Kodak Express Gæóaframkollun Akureyri, miðvikudagur 18. apríl 1990 Krossanesverksmiðjan: Ingi Bjömsson ráðinn framkvæmdastjóri ★ Tryggðu f ilmunni þinni JSesta ^PeóíSmyndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Ingi Björnsson, tjármálastjóri Álafoss hf., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Krossanes- verksmiðjunnar á Akureyri í stað Geirs Zoéga, sem látið hefur af störfum. Páll Sigurðs- son vélaverkfræðingur hefur Lögreglan: Páskahelgin meðbetramóti Páskahelgin var með rólegra móti hjá lögreglunni á Akureyri að þessu sinni. Þrátt fyrir mikinn fjölda aðkomumanna, var ölvun í bænum ekki meiri en búast mátti við, en samtals níu manns fengu þó að gista fangageymslur lögreglunnar. Að sögn Ingimars Skjóldals varðstjóra á Akureyri var helgin í heild betri en verið hefur um páska. Minna var um ölvun og lítið um illindi í hcimahúsum. Mikil umferð var í Hlíðarfiall og má segja að þar hafi snjórinn bjargað málum, því hægt var að leggja bifreiðum í snjóskafla með- fram vegum en bílastæðin við Skíðastaði hefðu undir venju- legum kringumstæðum ekki nægt fyrir þann fjölda sem Fjallið sótti. Sömu sögu er að segja frá nágrannabyggðalögunum. Á Dalvík voru engin óhöpp til- kynnt til lögreglu og sömu sögu er að segja frá Ólafsfirði. Á Siglufirði var páskahelgin sömuleiðis friðsæl þó þar séu menn heldur orðnir langeygir eftir sumrinu, en þar snjóaði hvern dag um páskana. VG Skagaíjörður: Hrútamálinu lokið - hrútarnir aílífaðir af dýralækni Strandahrútarnir í Birgis- skarði í Lýtingsstaðahreppi voru allífaðir síðastliðinn miðvikudag. Héraðsdýra- læknirinn í Skagafirði Einar Otti Guðmundsson sá um aflífunina. Lögreglan á Sauðárkróki fylgdi dýra- lækni fram í Birgisskarð. Dýralæknir mun væntanlega rannsaka sýni úr hrútunum og kanna hvort þeir hafi verið haldnir einhverjum sjúkdóm- um. Sem kunnugt er flutti Leifur Hreggviðsson bóndi í Birgisskarði hrútana yfir varn- arlínur sauðfjárveikivarna án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Mögum þykir aflífun hrút- anna gagnslítil nú þegar þeir eru búnir að ganga með öðru fé í Birgisskarði í vetur. Ekki náðist í héraðsdýralækni vegna málsins. kg verið ráðinn til þess að stjórna uppbyggingu verksmiðjunnar. Hann hefur þegar hafíð störf og mun starfa hjá fyrirtækinu fram á haust. „Pað má segja að uppbygging- in sé byrjuð að því leyti að undir- búningsvinna er hafin. Það verö- ur gengið frá því í lok þessarar viku hvaða vélar og tæki verða keypt í verksmiðjuna. Þá fara fulltrúar fyrirtækisins til Dan- merkur og Noregs til að ganga frá þeim málum," sagði Sigfús Jóns- son bæjarstjóri á Akureyri í sam- tali við Dag. Ekki er Ijóst í dag hvenær starfsemi getur hafist í verk- smiðjunni á ný en að sögn Sigfús- ar er það m.a. háð því hvenær erlendu vélaframleiðendurnir geta afhent sínar vélar. Verksmiðjustjóri verksmiðj- unnar hefur ekki enn verið ráð- inn en Freysteinn Bjarnason verksmiðjustjóri Síldarvinnslun- ar á Neskaupstað hefur verið orðaður við starfið. -KK *' ' ^ -J-** f. 5 ' - ■ ■■ ■" ; ; —— .■>.■■■ :• V ,-i*.'** 7 ''• ; > ,. ,v S" ; Hríseyingar og Grímseyingar, ásamt gestum, fögnuðu síðastliðinn laugardag komu nýrrar ferju sem verður í sigling- um milli lands og eyja. Laust fyrir hádegi var móttökuathöfn í Hrísey þar sem sóknarprcsturinn, sr. Hulda Hrönn Helgadóttir, gaf fcrjunni nafnið Sæfari. Síðdegis á laugardag fór Sæfari til Grímseyjar þar sem Grímseyingum gafst kostur á að skoða skipið. Aðfaranótt sunnudags sigldi Sæfari til Akureyrar og liggur mi við Torfunefsbryggju. Á morgun fer skipið aftur til Hríseyjar og fer í sína fyrstu áætlunarferð tií Grímseyjar á föstudag. Mynd: kk Riðuveiki á Austurlandi: Fjárskipti ifkleg meö niðurskurði á 55 búum Fjárskipti á svæðinu milli Jölulsár á Dal og Lagarfljóts eru mjög til umræðu á Austur- landi og eru líkur á að af þeim verði, að sögn Þorsteins Krist- jánssonar, ráðunauts hjá Búnðarsambandi Austurlands. Vilyrði fyrir fjármagni vegna niðurskurðar hefur fengist frá því opinbera, ef samstaða næst. Síðastliöinn laugardag voru haldnir tveir fundir með bændum, og inun mikill meiri- hluti þeirra samþykkur fjár- skiptunum. Á fundi með bændum á Jökul- dal, austan ár. i Tunguhreppi og Fellahreppi var samþykkt sam- hljóða að stefnt skyldi að fjár- skiptum, en á fundi með bændum á Fljótsdal var meirihluti sani- þykkur að stefnt skyldi að fjár- skiptunum. Ljóst er að skera þarf niður nærri fjórtán hundruö fjár, frá fjórum búum, vegna nýlegra riðuveikitilfella. Undanfarin fjögur ár hefur 8.800 fjár verið fargað á svæðinu vegna riðuveiki á 32 búum, og að loknum nauð- synlegum niðurskurði nú yrðu eftir um 12 þúsund fjár á svæð- Dalvík: Undirmenn á Baidri sögðu upp - ástæðan er óvissa um áframhaldandi útgerð skipsins Togarinn Baldur kom til Dal- víkur í gærmorgun úr veiöi- ferð, sem að líkindum verður sú síðasta, að minnsta kosti í bili. Undirmenn á skipinu sam- þykktu í fyrrinótt að hætta störfum vegna þeirrar óvissu sem verið hefur uin frekari útgerð skipsins. Samkvæmt samningum geta þeir sagt upp nánast fyrirvaralaust en yfír- menn hafa hins vegar þriggja mánaða uppsagnarfrest. Baldur hefur aðcins haffærnis- skírteini fram í júnímánuð en þá þarf að ráðast í uppgerð á vél eða vélarskipti. Sem kunnugt er fær- ist kvóti Baldurs yfir á togara Útgerðarfélags Dalvíkinga í tengslum við kaup KEA á hlut Dalvíkurbæjar í ÚD. Þormóður rammi hf. á Siglufirði hafði gert tilboð um að leigja skipið og láta það hafa kvóta en Ijóst var þó að þessar veiðar gætu ekki orðið lengur en fram í júnímánuð af fyrrgreindum orsökum. Fleiri aðilar hafæsýnt áhuga á leigu eða kaupum á skipinu. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins verður ekki breyting á Útgerðarfélagi Dalvíkinga sem slíku við kaup KEA á hlut bæjar- ins. Togararnir Björgvin og Björgúlfur verða áfram gerðir út undir fána félagsins. Baldur hefur aðeins farið í fjórar veiðiferðir á þessu ári og á því mikið eftir af kvóta. Sá kvóti sem færist af skipinu yfir á Björgvin og Björgúlf er um 1000 tonn í þorskígildum. Breyting hefur ekki verið gerð á stjórn Utgerðarfélags Dalvík- inga og verður væntanlega ekki gerð fyrr en að afloknnm aðal- fundi félagsins. JÓH Söltunarfélag Dalvíkur hf.: Tveir aðilar hafa for- kaupsrétt á hlut KEA Samningur um kaup Samherja hf. á Akureyri á hlut KEA í Söltunarfélagi Dalvíkur hf. hefur ekki verið tekinn fyrir á fundi í stjórn fyrirtækisins en Dalvíkurbær hefur fyrir sitt leyti afsalað sér forkaupsrétti að sölu KEA til Samherja. Að líkindum mun stjórnin boða til hluthafafundar í félaginu en hluthafar eru fjórir. Tveir aðrir aðilar eiga hlut í Söltunarfélaginu og hafa, sam- kvæmt samþykktum félagsins, forkaupsrétt á bréfunum en hafa ekki tilkynnt hvort þeir hafna forkaupsrétti. Hlutur þessara aðila í félaginu nemur samtals innan við 0,5%. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins er ekki ákveðið hvenær boðað verður til stjórnarfundar í Sölt- unarfélagi Dalvíkur þar sem fjall- að verður um kaupsamning KEA og Samherja á 64% í félaginu. JÓH inu. Munu menn mjög hræddir um að í þeim hjörðum cigi eftir að koma upp ný tilfelli og að fjár- skipti nú þegar séu eina leiðin til að binda endi á veikina. Alls er um að ræða niðurskurð á 55 búum og mun heildarkostn- aður hins opinbera vegna hans nema 206 milljónum króna, auk kostnaðar bændanna sjálfra með- an á uppeldi nýs fjárstofns stendur. Þessar 206 milljónir etu þó ekki hreinn aukakostnaður fyrir ríkið, því útfluningsbætur sparast meðan kjöt er ekki fram- leitt á svæðinu. Austfirðingar hafa fordaémi fyrir slíkum fjárskiptum því haustið ’88 var ákveðið að allt fé austan Lagarfljóts yrði skorið niður, og að sögn Þorsteins eru bændur þar sáttir við fjárskiptin nú orðið. Ýmsar ástæður munu vera fyrir tregðu sumra Fljótsdælinga til fjárskiptanna. Yngri bændur eru fremur fylgjandi fjárskiptunum, enda eiga þeir meira í húfi í fram- tíðinni að sögn Þorsteins. Hræðsla mun vera um að ein- hverjar jarðir fari í eyði í fram- haldi af niðurskurði fjárins, en fjallskil eru erfið á Fljótsdal vegna víðáttumikilla afrétta. Margir bændur munu að sjálf- sögðu sjá eftir sínum fjárstofni. Á Fljótsdal eru einnig talsvert mörg gömul fjárhús, sum að hluta til úr torfi, og eru bændur hræddir við að erfitt reynist að hreinsa þau. Mjög brýnt er að niðurstaða fáist hið fyrsta varðandi fjárskipt- in, að sögn Þorsteins. Ef af þeim verður má bíða með niðurskurð til haustins, en ef ekki, þarf að skera niður hjarðirnar sem sýk- ing hefur fundist í fyrir sauðburð- inn, en slíkt er alltaf mjög hastar- leg aðgerð. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.