Dagur - 24.04.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 24.04.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 24. apríl 1990 Þrotabú Rafns hf. í Sandgerði: Norðlenskir útgerðarmenn ahugasamir Uppboð á fasteignum þrotabús skipasmíðastöðvarinnar Mána- varar hf. á Skagaströnd var ný- lega þingfest og hefur, að sögn Jóns Isberg, sýslumanns, verið ákveðið að það fari fram á morgun, 25. apríl. Um er að ræða annars vegar 53,32 prósent af rúmmáli mjöl- skemmu við Strandgötu á Skaga- strönd og hins vegar húsið Þórs- hamar við Skagaveg á Skaga- strönd. óþh Krafturinn á aurskriðunni het'ur verið gífurlegur því engum togum skipti að húsið færðist í einu lagi fram á götu. Mynd: EHB Nítíu og fimm ára hús númer 18 við Aðalstræti heyrir sögunni til: „Hygg að þetta sé einstakt tilfelli“ - fulltrúar Viðlagatryggingar íslands líta á aðstæður í dag Fulltrúar Viölagatryggingar ís- lands eru væntanlegir til Akur- eyrar í dag til þess að kanna verksummerki eftir aurskrið- una sem féll á húsið viö Aðal- stræti 18 um kl. 17.30 sl. föstu- dag. Að sögn Asgeirs Ásgeirs- sonar, hjá Viðlagatryggingu, liggur fyrir að hún bætir þetta tjón þar sem öll brunabóta- tryggð hús hafi viðlagatrygg- ingu gegn náttúruhamförum af þessu tagi. Hann segir að tryggingarfjárhæð taki miö af brunabótamati hússins og hve há innbústrygging sé í þessu til- viki. Mikil mildi var aó enginn var í húsinu þegar aurskriðan féll á húsið á sjötta tímanum sl. föstu- dag. Eigandi hússins, Elfa Ágústsdóttir, dýralæknir, var í vitjun þegar þetta gerðist, en íbúar í nálægunt húsum urðu var- ir við mikinn hávaða þegar aur- inn braut vesturvegg hússins og ýtti því af grunninum út á götu. Á föstudagskvöld og á laugardag var unnið að þvf að brjóta húsið og það síðan flutt með gjöreyði- lögðu innbúi á brott. Að ósk Almannavarnanefndar Stéttarsambænd bænda sendi ríkisstjórn íslands hréf fyrir helgina þar sem þess er krafist að ríkisstjórnin standi við lof- orð sitt um að verð á tilbúnum áburði hækki ekki umfram Tölur um stærð skoluðust til í frétt unt fyrirhugaða uppbygg- ingu á aðstöðu fyrir hestamcnn f refaskálanum í Ytra-Holti í Svarfaðardal, sem birtist sl. fimmtudag, skoluðust til tölur unt stærð skálans. Hið rétta er að skálinn er 170x28 m. að stærð en ekki 170x8 eins og sagði í frétt- inni. Þetta leiðréttist hér með. JÓH Akureyrar skoðuðu þeir Harald- ur Sveinbjörnsson og Pétur Torfason vcrkfræðingar hjá Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen á Akureyri aðstæður til þess að reyna aö grafast fyrir um ástæður aurskriöunnar. Þeir Haraldur og Pétur skila skýrslu um athugun sína til Almanna- varnanefndar. Pétur Torfáson sagði í sam- tali viö Dag aö um væri að ræða 50-70 sentimetra þykkttn jarðveg ofan á ntalarkcnndum jarðvegi. Þarna hafa lengi verið kartöflu- garðar. Efri hluti brekkunnar hefur á að giska 10-15 gráðu halla en neöri hlutinn um 30 gráðu halla. Þar sem spýjan fór af stað segir Pétur að hafi veriö frosinn hryggur sem staðið liafi upp úr snjónum og kenningin sé sú að vatn ofan frá horni kirkjugarðs- ins hafi seytlað undir snjónum og niður í malarlagiö og safnast fyrir við hrygginn þangað til að þrýst- ingurinn var það mikill að hann skreið fram meö þessum afleiðingum. Eigandi hússins. Elfa Ágústs- dóttir, sem er starfandi héraðs- dýralæknir, var í vitjun frannni í 12% en sem kunnugt er ákvað stjórn áburðarverksniiðjunnar í síðustu viku að hækka verð á áburði uin 18%. „Vegna frétla af ákvörðun stjórnar Áburðarverksmiðju ríkisins um 18% hækkun á áburðarverði nú í vor kréfst samninganefnd Stéttarsambands bænda þess að slaðiö verði undanbragðalaust viö þaö fyrir- heit ríkisstjórnarinnar að verð- hækkun áburðar veröi ekki umfram 12% við verðlagningu vorið 1990. Lýsir nefndir fuliri ábyrgð á hendur stjórnvöldum um afleiðingar þess ef ekki veröur staðið viö þetta loforð." Sem kunnugt er rituðu samn- inganefndir ASÍ, BSRB, VSÍ, | sveit þegar ósköpin dundu yfir. Hún segist hafa átt bágt með að trúa því scm gerst hafði þegar henni voru færð tíöíndin. „Ég hélt fyrst að öll línan hefði farið og fannst ótrúlegt að þetta cina litla hús hefði orðið fyrir skrið- unni. Það er óncitanlega svolítið skrítið að skriðan er jafnbreið húsinu, nánast eins og skuggi af því,“ sagði Elfa. Tjónið sem Elfa hefur orðið fyrir í þessum náttúruhamförum er gífurlegt. Hún hefur misst húsnæði, sem út af fyrir sig cr hægt aö bæta, en hins vegar verða ýmsir ómetanlegir per- sónulegir munir, sem skriðan hreif með sér, ekki bættir með neinu móti. Aö sögn Elfu missti hún nánast alit sem hún átti, þ.m.t. fjölda ómetanlegra bóka og húsgögn. Aö vísu tókst að „bjarga" einum gömlum sófa. sem lá ofan á aurdrulluhaugnum. Fætur höfðu brotnað undan sóf- anunt en Elfa segist hafa hug á að láta gera hann upp. Elfa býr nú í löreldrahúsum og þarf. ekki síst vinnu sinnar vegna að fá leiguhúsnæði „ekki seinna en í gær", eins og lnin orðaði Stéttarsambands bænda og VMS í febrúar sl. undir samkomulag unt þróun búvöruverðs til |oka nóvember nk. Þar féllst santn- inganefnd Stéttarsambands bænda meðal annars á að verð samkvæmt verölagsgrundvelli mjólkur og kindakjöts héldist óbreytt til 30. nóvember. Um þennan samning segir í til- kynningu frá Stéttarsambandinu að þar hafi náðst víðtæk sant- staða milli aðila vinnumarkaðar- ins og bænda um að ná veröbólgu niöur. Jafnframt hafi legið fyrir fyrirheit stjórnvalda urn aðgerðir sem treysta hafi átt undirstöðu samninga. Þá hafi ríkisstjórnin gefið fyrirheit um að verð tilbúins áburðar myndi hækka að hámarki um 12% í vor í staö 22% sem ella hefði orðið. JÓH það. Hún segir að tryggingarmál séu ekki endanlega komin á hreint en fastlega sé gert ráð fyrir að Viðlagatrygging bæti tjón á húsinu sökum þess að þarna sé um náttúrúhamfarir að ræða. Innbúið bætir væntanlega sérstök innbústrygging. „Ég vona að tryggingarmálin gangi eðlilega fyrir sig. Mér finnst ekki á það bætandi ef ég bíð mikið fjárhags- legt tjón af þcssu." stigði Elfa. Viðlagatrygging Islands bætir tjón vegna aurskriða, jarðskjálfta, eldgosa og sjávarflóða. Skcmmst er að minnast sjávarflóöanna við suðurströndina í vetur og aur- skriðanna í Ólafsfirði átið 1988. en í báðum þessum tilfellum kom Viðlagatrygging íslands til skjal- anna. „Ég hygg aö þetta sé alveg einstakt tilfelli," sagöi Ásgeir Ásgeirsson, hjá Viölagatrygg- ingu. Aðalstræti 18 er 95 ára gamalt, byggt árið 1895. Lóð hússins var um 200 fermctrar að flatarmáli, grunnflötur þess um 40 fermetrar en rúmmál 253 rúmmetrar. Hús- ið var á hlöðnunt kjallara úr timbri á einni hæð með risi. í bók Hjörleifs Stefánssonar, arkitekts. Akureyri, Fjaran og Innbærinn, segir urn sögu Aðal- strætis 18: „Fram undir 1895 var allnokkur eyða í byggðina fyrir sunnan spítalann áður en hin eig- inlega Fjörubyggð tók við. Þar náði sjórinn alveg ;iö brekkurót- unum og ekkert rúm var fyrir húsastæði. Um þær mundir var farið að gera uppfyllingu út í sjó- inn til að skapa götustæði og byggingarlóðir austan götunnar. Efni til uppfyllingarinnar var tek- ið úr brekkunni og þar mynduð- ust einnig nýir húsagrunnar. Fyrsta húsið, sent byggt var vest- an götunnar á þessum kafla, var Aðalstræti 18, sem Benedikt Jóelsson járnsmiður byggöi árið 1895. Árið 1899 byggði Benedikt smiöju vestan við hús sitt, einlyft hús nteð hallandi þaki; járnklætt með grjótveggjum á þrjá vegu en timburvegg að austan. Grunn- flötur smiðjunnar var um 25 fer- metrar. Geymsluskúr var byggð- ur milli íbúðarhússins og smiðj- unnar og stendur hann enn á bak við íbúðarhúsið og eru þar bak- dyr hússins. Smiðjunni var breytt í íbúðarhús sennilega árið 1917 og var búið í honum þar til skúrinn var rifinn fyrir rúinum fjörutíu árum." óþh Samninganefnd Stéttarsambands bænda: Krefjast þess að ríkisstjómin standi við loforð sitt Dalvík: Bæjarmála- punktar ■ Hafnarncfnd tók fyrir á fundi sínum nýlega erindi frá Hafnamálastofnun þar scm til- kynnt er urn styrkhæfni fyrir- stöðugarðs og grjótvarnar skv. hugmynd frá sept. 1989. ÁkvÖrðun um styrkhæfni fyll- ingar innan grjótvarnar þar til fyrir liggur deiliskipulag af svæðinu cn hafnarnefnd sam- þykkti að leita til verkfræði- stofu Stefáns Ólafssonar um gerö deiliskipulags. í sama bréfi Hafnarmálastolnunar var greint frá því að af fjár- veitingu ársins sé einungis unt 25% ætluð til nýframkvæmda. Óskað er eftir upplýsingum um fjármögnun væntanlegra fram- kvæmda. ■ Hafnarnefnd mælir mcð undanþágu fyrir þá aöila sem óskaö hat’a eftir undanþágu frá vigtun á hafnarvog. Þessir aöilar eru Söltunarfélag Dal- víkur hf., Stefán Röjgnvalds- son hf., Frystihús UKE og Fiskverkun Jóhannesar og Helga hf. ■ Fclagsmálaráð beinir því til bæjarstjórnar að hún hlutíst til um að frá og með næsta skóla- ári verði skólagæsla í um'sjá skólanefndar Dalvíkurskóla. ■ Atvinnumálin á Dalvík voru til umfjöllunar í atvinnu- málanefnd. Þar gcrði Elísabet Eyjólfsdóttir. sem sér ufn atvinnulcysisskráningú á Dal- vík og Svarfaðardal, grein fyr- ir fjölda atvinnuleysisskrán- inga á svæðinu. Óvenjumikiö atvinnuleysi er nú á Dalvík, miðað við árstima. og orsök þcss meöal annars lokun Fiski- lands. Sláturhúss, gjaldþrot Pólarpels og samdráttur i fiskikvóta. Eftir umræður var samþykkt að boað forsvars- menn fyrirtækja ti fundar við atvinnumálanefnd og gera grcin fyrir stöðu sinna fyrir- tækja. ■ Stjórn Bókasafns Dalvíkur ræddi um brcf forstööumanns Dalbæjar þar sem farið er fram á aukna þjónustu þannig að íbúar á dvalarheimilinu fái bókakassa inn á heimilið líkt og gert er í skipurn. Samþykkt var að vcrða við crindinu og jafnframt bent á að nauösyn- legt sé að hafa bækurnar í sér- stökum bókavagni við útlán inni á hcimilinu. ■ í ársskýrslu Bókasafns Dal- víkur kernur frani að útlán bóka hafa aukist á ný á milli ára, eða um samtals 600 bindi frá 1988 til 1989. ■ Skúlancfnd fjallaöi á fundi sínum um umsóknir um stöðu íþróttakennara í staö Ingu Matthíasdóttur er hætti störf- iim fyrr en ætlað var vegna veikinda. Kristján Sigurðsson var ráðinn til vors. ■ í skýrslu skólastjóra um starfsemi í Dalvíkurskóla frá áramótum kemúr fram að all- góð aðsókn hafi verið að námsflokkunum. Þar voru kenndar fjórar greinar; tölvu- fræði. enska, þýska og mynd- vefnaður og voru nemendur 37. ■ S.V.F.Í. hefur sótt um lóð nr. 19 við Hafnarbraut. Erind- iö var tekið fyrir í bygginga- ncfnd, sem óskaði umsagnar hafnarnefndar. Á fundi í hafn- arnefnd var afgreiðslu máisins frestað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.