Dagur - 24.04.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 24.04.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 24. apríl 1990 Stórkostlegar endurbætur á Vöruhúsi KEA - verslunin er bjartari og rúmbetri en áður og vöruúrval mun aukast - meira höfðað til yngra fólks en áður Vöruhús Kaupfélags Eyfirð- inga í Hafnarstræti á Akureyri hefur tekiö miklum stakka- skiptum undanfarna tvo mán- uði. Páll Þór Armann, nýr vöruhússtjóri, tók til starfa í lok janúarmánaðar, og tók hann þegar að endurskipu- leggja deildir verslunarinnar. Vöruhúsið hefur smám saman Herradeild. Herradcildin er á sama stað og áður, en hún var sameinuð sport- og leikfangadeild. Hér verður áherslubreyting í vöruvali, því meira verður lagt upp úr vöru fyriryngra fólk. Þetla gildir cinnig uin kvenfatnaðinn. Mörg góð vörumerki eru og verða áfram í boði, t.d. hinar þekktu Mclka vörur, auk þess verða ný vörumerki fyrir yngra fólk kynnt nú og fyrir haustið. Búsáhaldadeild, járn og glervörur. Mikil endurskipulagning og uppstokkun hefur átt sér stað í þessum vöruflokkum. Húsnæðið er lijartara og skcmmti- legra, heimilistækin verða mcira út al' fyrir sig en áður og blandast ekki eins mikið við aðra þætti þessara dcildar. Innréttingar eru allar nýjar og vöruin koinið miklu betur á framfæri en áður var. VörulTokkar breytast, meiri áhersla verður lögð á nytsamlegar vörur til hcimilisnota og búsáhöld. Einingarfélagar athugið Utleiga orlofshúsa félagsins sumariö 1990 Sækja þarf skriflega um á þar til gerðum .eyðublöð- um, sem eru fáanleg hjá trúnaðarmönnum félagsins og einnig á skrifstofum þess: Á Akureyri, Skipagötu 14, sími 23503. Á Dalvík, Ráðhúsinu, sími 61340. Á Ólafsfirði, Ránargötu 1, sími 62318. í Hrísey, hjá Matthildi Sigurjónsdóttur Hólabraut 21, sími 61757. Á Grenivík, hjá Ólöfu Guðmundsdóttur Hvammi, sími 33204. Umsóknarfrestur er til kl. 17.00 4. maí 1990 og ber að skila umsókn til skrifstofa félagsins. Þau orlofshús sem í boði eru, eru á eftirtöldum stöðum: lllugastöðum, Fnjóskadal, Ölfusborgum við Hvera- gerði, Vatnsfirði, Barðaströnd, íbúð í Reykjavík, íbúð að Síoru-Laugum, Reykjadal, S-Þing. Eitt orlofshúsið á lllugastöðum er ætlað fyrir fatlaða. Áætluð vikuleiga í orlofshúsi er kr. 7.000.- en kr. 8.000,- í íbúðinni í Reykjavík. Gleðilegt sumar. Orlofsnefnd Einingar. Slys gera ekki =£#> boð á undan sér! gsás8 yUMFERÐAR RÁÐ fengiö nýtt og fersklegra yfir- bragö, en breytingar á vörvali í svo stórri verslun taka sinn tíma og er enn meiri breytinga að vænta á því sviði seinna á árinu. Páll segir að rekstrarhagræðing á Vöruhúsinu hafi gert að verk- um að deildum þar hafi verið fækkað úr sex í þrjár. Steingrím- ur Björnsson veitir forstöðu heimils-, búsáhalda- og hljóm- deild, Páll Siguróarson stjórnar herradeild, sportvörudeild og leikfangadeild, en Halla Einars- dóttir sér um vefnaðarvörudcild- ina og skódeild. Breytingar á húsnæöi og inn- réttingum Vöruhússins hófust um miðjan febrúar, og er stærstum hluta þeirra lokið, þ.e. þeirra breytinga sem viðskiptavinir sjá. Mikil vinna hefur einnig vcrið unnin „á bakvið," á lager og ööru rými verslunarinnar. Nokkrum minniháttar verkefnum er ennþá ólokið, og er búist við að þeim Ijúki á næstunni. Markmiðið með breytingunum er að gera verslunina léttari, bjartari og aðgengilegri fyrir við- skiptavini. Andlitslyftingin gefur tækifæri til að brcyta áherslum í vöruvali og rekstri. Þær breyting- ar sem ráðist hefur verið í eru áfangi á þeirri leiö sem mörkuð hefur veriö í rekstri Vöruhúss KEA. Markmið Vöruhússins er að ná í auknum mæli til yngra fólks, og vöruvaliö hefur verið endurskoö- að með það fyrir augum. Breyt- ingunum hefur verið afar vel tekið, bæði af starfsfólki og ekki síst viðskiptavinum, og hefur þegar borið á meira gegnum- streymi og söluaukningu í Vöru- húsinu. Blaðamaður gekk meö Páli Þór Ármann unt Vöruhúsið, og spurði um markmið, áherslur og rekstrarþætti. Á gönguferðinni um húsið kom í l jós að fljótlega geta viðskiptavinir farið innan- húss alla leið frá hljómdeildinni norður í „garnla" Vöruhúsið, því innangengt verður milli þriggja bygginga sem áður voru aðskild- ar. Þetta stórbætir alla aðstöðu og breytir versluninni miklu meira en maður gæti að óreyndu trúað. Leikfangadeild. Þessi deild hefur verið flutt á 2. hæð, og gefur það betra pláss og móguleika. Úrval lcikfanga verður aukið og meiri áhersla lögð á þau í framtíðinni. Auk þcss verður sportvörudcildin efld, cn hún hefur einnig verið flutt á 2. hæð. Mymtir: EHB Vefnaðarvörudeild. Deildin hefur verið ITutt uin set og er á neðri hæð Vöru- hússins. Hér er seldur döinufatnaöur, nærfatnaður kvenna, álnavara, vörur til sauma og snyrtivörur. Hér heftir orðið mikil breyting, og lögð verður meiri áhersla á föt fyrir yngra fólk. Auk þess er stefnt að auknu úrvali af ung- harna- og harnafatnaði. Snyrtivörur. Sala snyrtivara fer fram rétt við inngöngudyr Vöruhússins frá Göngugötunni. Víðast hvar erlendis eru snyrtivörudeildir nálægt inngöngu- dyrum stórmarkaða, og þessi erlcnda fyrirmynd hcfur verið tekin upp í Vöruhúsi KEA og gefið góða rauii. Hljomdeild. Þetta er fyrsta deild Vöruhússins sem gerhreytt var og flutt á nýjan stað. Sala í hljómplötuni, tækjum og öðrum vörum þeim tengdum hefur tekið mikinn kipp eftir breytingarnar,’og virðist þetta lofa góðu. Markmiðið er að vera með góð vörumerki í hljómtækjum og sjónvörpum og bjóða upp á mtin fieiri geröir innan hvers vöru- mcrkis en áður tíðkaöist. Þannig verður úrvalið í raun stóraukið. Síðast en ekki síst er kappkostaö að bjóða upp á nýjustu plöturnar og vinsælasta efnið á hverjum tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.