Dagur - 24.04.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 24.04.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 24. apríl 1990 íþróttir Iiverpool nálgast enn markið Þegar leikjum laugardagsins lauk eru aðeins eftir tvær umferðir í 1. deild og enn er því ósvarað hvaða lið verður Englandsmeistari. Liverpool hefur þó öll tromp á hendi, lið- ið hefur tveggja stiga forskot á Aston Villa og á inni leik á heimavelli gegn Derby. Þá er einnig eftir að útkljá hvaða lið fylgir Millwall og Charlton nið- ur í 2. deild, baráttan stendur milli Luton og ShelTield Wed. En lítum á leiki laugardagsins. Liverpool steig skrefið nær meistaratitli með öruggum 4:1 sigri: Liverpool hafði ávallt undirtökin og haföi 2:0 yfir í hálf- leik. Ronnie Rosenthal skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Liver- pool á 24. rnín. er hann fékk bolt- an inn í teig eftir innkast Gary Gillespie og skoraði með góðu skoti. Hann var síðan nærri því að bæta við öðru marki skömmu síðar, en skaut rétt framhjá. Steve Nicol bætti við öðru marki Liverpool með skalla eftir að John Barnes hafði leikiö upp vinstri kant og sent fyrir markið. Liverpool hafði ávallt undirtökin og þegar 11 mín. voru til lciks- loka bætti Nicol þriðja marki Liverpool við eftir góða sendingu frá Ian Rush, en Dave Beasant í marki Chelsea var þó nærri að verja. Ian Rush bætti síðan fjórða markinu við fyrir Livcr- pool 4 mín. síðar með skalla eftir undirbúning Barnes og Rosenthal. Kerry Dixon besti maður Chelsea lagaði síðan stöðuna fyrir lið sitt á síðustu mín. nreð glæsilegu marki eftir að hafa leikið Alan Hansen miðvörð Liverpool grátt, en öruggur sigur Liverpool í höfn. Aston Villa á enn nröguleika eftir aö hafa sigrað fallið Millwall á heimavelli I:(). Það var erfitt að sjá hvort liðið væri fallið og hvort - Aston Villa þó enn með - Luton heldur í vonina Urslit 1. deild Aston Villa-Millwall 1:0 Crystal Palace-Charlton 2:0 Derby-Norwich 0:2 Liverpool-Chelsea 4:1 Luton-Arsenal 2:0 Manchestcr City-Everton 1:0 Q.P.R.-ShelTieíd Wed. 1:0 Southampton-Nott. For. 2:0 Tottenham-Manchester Utd. 2:1 Wimbledon-Coventry 0:0 2. dcild Barnsley-Bournemouth 0:1 Bradford-Watford 2:1 Brighton-Leeds Utd. 2:2 Ipswich-Hull City 0:1 Leicester-Middlesbrough 2:1 Oldham-West Ham 3:0 Plymouth-Newcastle 1:1 Sheffield Utd.-Port Vale 2:1 Stoke City-Blackliurn 0:1 Sunderland-Portsinouth 2:2 Swindon-W.B.A. 2:1 W'olves-Oxford 2:0 Úrslit í vikunni 1. deild Charlton-Wimblcdon 1:2 Manchester LJtd.-Aston Villa 2:0 Arsenal-Liverpool 1:1 2. deild Boumemouth-Leicester 2:3 Watford-Bamsley 2:2 West Ham-Ipswich 2:0 Plymouth-Oldham 2:0 Er John Burnes á förum frá Liver- pool til Real Madrid fyrir 5 milliónir punda? væri í baráttu urn titilinn. Leik- menn Millwall böröust af krafti fyrir Bruce Rioch hinn nýja fram- kvæmdastjóra sinn og áttu í fullu tré viö leikmenn Viila. Eina mark leiksins ksoraði David Platt með skalla fyrir Villa í síðari hálfleik eftir að Kent Niclscn hafði skallaö til hans knöttinn. Platt og Tony Daley höfðu áður fengið færi fyrir Villa, en Keith Branagan í marki Millwall var vel á verði. Eftir þessa frammistöðu Villa er erfitt að sjá hvernig lið- inu á að takast að bera sigurorð af Liverpool í baráttunni um titil- inn. Luton ætlar ekki að falla baráttulaust í 2. deild. liðið sigr- aði Arsenal á heimavelli sínum 2:0 og á enn möguleika á að halda sæti sínu í I. deild. í fyrti hálfleik lék Luton fallega en ekki árangursríka knattspyrnu og svo virðist sem Arsenal væri að taka leikinn í sínar hendur. En rétt fyrir lok fyrri hálfleiks mistókst Nigel Winterburn að hreinsa frá marki Arsenal og Ian Dowie nýtti sér það og skoraði fyrir Luton. Luton hafði undirtökin í síðari hálfleik og bætti st'ðara marki sínu við eftir 11 mín., Tim Breacker lék þá á Tony Adams miðvörö Arsenal og Kinsley Black sendi fyrirgjöf hans í mark Arsenal. Alec Chamberlain í marki Luton varði tvívegis glæsi- lega frá Alan Smith undir lokin og bjargaði stigunum fyrir lið sitt. Sheffield Wed. er nú komið í fallhættu, liðið tapaði úti gegn Q.P.R. þrátt fyrir að hafa mikla yfirburði í leiknum. Sigurmark Q.P.R. kom strax á 15. mín. er varnarmenn Sheffield sváfu á verðinum og Colin Clarke hefði haft nægan tíma til að árita bolt- ann áður en hann sendi hann í netið. Eftir það sótti Sheffield- liðið án afláts, Trevor Francis átti mjög góðan leik gegn liðinu sem rak hann sem framkvæmdastjóra fyrr í vetur og John Sheridan stjórnaði leiknum af miðjunni. Ekki tókst liðinu þó að nýta yfir- burði sína til að skora, vörn Q.P.R. barðist vel, en David Hirst hefði getað skorað þrennu fyrir Sheffield og Peter Shirtliff átti skot í slá fyrir Sheffield á síð- ustu mín. leiksins. Tottenham og Man. Utd. hafa leikið vel að undanförnu og gerðu það einnig á laugardag. Tottenham hafði undirtökin í fyrri hálfleik, mest fyrir stórleik Paul Gascoigne, en Utd. hafði betur í síðari hálfleiknum. Gascóigne skoraði fyrir Totten- ham á 20. mín. af stuttu færi eftir að Gary Lineker hafði skallað til hans sendingu Paul Stewart. Lineker bætti öðru við fyrir hlé eftir undirbúning Stewart og Paul Allen, renndi boltanum innanfót- ar af stuttu færi framhjá Jim Leighton í marki Utd. Gestirnir Steve Nicol skoraöi 2 af mörkuin Liverpool gegn Chelsea og liðið nálgast nú meistaratitilinn óðfluga. sóttu mjög í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn með marki Steve Bruce úr vítaspyrnu sem dæmd var á Guðna Bergsson fyrir að handleika sendingu Mark Hughes. Leighton varði síðan í lokin mjög vel aukaspyrnu frá Gascoigne. Charlton féll í 2. deild fyrr í vikunni og tapaði nú gegn Crystal Palace á Selhurst Park, en það er heimavöilur beggja liða. Palace hafði yfirburði í leiknum og lið Charlton alveg áhugalaust. Eftir markalausan fyrri hálfleik náði Gary Thompson forystu fyrir Palace, en hann getur ekki leikiö með liðinu í úrslitum bikarsins þar sem hann hafði leikið í sömu keppni með Watford fyrr í vetur. 15 mín. fyrir leikslok bætti Palace síðara marki sínu við, Andy Gray sendi vel fyrir á Mark Bright og skalli hans lenti í John Humphries varnarmanni Charlton og framhjá Bob Bolder í marki Charlton. Palace getur því ein- beitt sér að úrslitaleiknum gegn Man. Utd. óhrætt við fallbaráttu. Southampton lék sér að Nott- ingham For. og leikmenn For. virtust hafa allan hugann við úr- slitaleik Deildabikarsins um Óbærlleg spenna í 2. deild Leeds Utd., Sheffield Utd. og Newcastle Spennan á toppi 2. deildar er að verða óbærileg, þrjár um- ferðir enn eftir og þrjú lið eiga góða möguleika á sætunum tveimur sem gefa rétt til þátt- töku í 1. deild. Þá er einnig hart barist um sætin fjögur sem gefa rétt til aukakeppni, en sig- urvegarinn úr þeirri keppni kemst einnig í 1. deild að ári. • Leeds Utd. helur nú eins stigs forskot í efsta sæti eftir jafntefli 2:2 á útivelli gcgn Brighton. Leikurinn var ekki vel leikinn þó Gordon Strachan hjá Leeds Utd. og Rússinn Zerge Godsmanof hjá Brighton sýndu góða spretti. Gary Specd náði snemrna forystu fyrir Leeds Utd. er hann skallaði inn sendingu frá Vinnie Jones, en Godsmanof jafnaði fyrir hlé. Ian Chapman varð síðan fyrir því að skora sjállsmark hjá Brighton og það var ekki fyrr en 3 mín. fyrir leikslok að John Crumplin jafn- aði fyrir Brighton, cn þaö mark gæti reynst liði Leeds Utd. dýr- keypt á lokasprettinum. • Shefficld Utd. komst í annað sætið með 2:1 sigri heima gegn Port Vale. Liðið varð þó að hafa fyrir sigrinum þrátt fyrir að leik- menn Port Vale kæmust varla út úr eigin vítateig í leiknum. Brian Deane skoraði sigurmark Shef- field eftir að venjulegum leiktíma var lokið. Darren Beckford náði forystu fyrir Port Vale á 10. rnín. síðari hálfleiks úr skyndisókn, en Ian Bryson jafnaði fyrir Sheffield er 20 mín. voru til leiksloka. • Eftir að hafa sigrað sex leiki í röð tapaði Newcastle loks stigum er liðið gerði 1:1 jafntefli úti gegn Plymouth. Tommy Tynan náði forystu fyrir Plynrouth með marki úr aukaspyrnu á II. ntín., en Mark McGhee jafnaði fyrir Newcastle 15 mín. síðar. Mark- verðir liðanna kontu í veg fyrir fleiri mörk í leiknum. • Oldham sigraði West Ham 3:0. en bæði þessi lið berjast um sæti í aukakeppninni. Andy Ritchie úr vítaspyrnu og tvö mörk Frankie Bunn færðu Old- ham sigurinn. • Trevor Aylott skoraði sigur- mark Bournemouth gegn Barns- ley, en bæði þessi lið eru í fall- hættu. • Bradford hefur nú annan fót- inn í 3. deild þrátt fyrir 2:1 sigur gegn Watford. • Brian Gayle skoraði mark HuII City gegn Ipswich. • David Kely skoraði bæði mörk Leicester gegn Middlesbrough, en Bernie Slaven gerði mark berjast um tvö sæti Middlesbrough sem er i mikilli fallhættu. en liðið lék í 1. deild í fyrra. • David Mail skoraði sigurmark Blackburn úr vítaspyrnu gegn Stokc City og Blackburn stendur vel í baráttunni um úrslitasæti. • Sunderland komst í 2:0 með mörkum Gordon Armstrong gegn Portsmouth, en varð síðan að sætta sig við 2:2 jafntefli. • Steve Foley og Steve White skoruðu mörk Swindon gegn W.B.A. sem hafði komist yfir í leiknum. • Wolves á enn möguleika eftir 2:0 sígur gegn Oxford þar sem þeir Keith Downing og Steve Bull skoruðu mörk Wolves. • í 3. deild hefur Bristol City forystu með 87 stig, Bristol Rovers 81, Tranmere 78 og Notts County 76 stig. • Á botninum eru Cardiff City með 43 stig, Nothampton með 40 og Walsall með 37 stig. • í 4. deilcl er Exeter efst með 77 stig, Grimsby með 75 Og South- end með 69 stig. • Á botninum eru Halifax, Doncaster, Wrexham og Hartle- pool með 48 stig og Colchester rekur iéstina nreð 40 stig og virð- ist á leið úr deildakeppninni. Þ.L.A. næstu helgi gegn Oldham. Hin slaka frammistaða gæti þó haft slæmar afleiðingar fyrir ein- hverja, því Brian Clough hefur aldrei verið hræddur viö að gera breytingar á liði sínu og kannske opnar þetta leið fyrir Þorvald Örlygsson til Wembley. Rod Wallace skoraði á 5. mín. er Jimmy Case sendi gegnum vörn For., Barry Horne lék á Des Walker og lagði upp auðvelt færi fyrir Wallace. Mark Crossley í marki Forest varði síðan þrívegis mjög vel, frá Paul Rideout og tvívegis frá Matthew Le Tissier og Rideout skaut í stöng áður en Southampton skoraði síðara mark sitt. Wallace minnsti mað- urinn á vellinum skallaði þá inn hornspyrnu er 15 mín. voru liðn- ar af síðari hálfleik, en Crossley hefði átt að handsama boltann. Norwich sigraði Derby á úti- velli 2:0, Robert Rosario í fyrri hálfleik og Ruel Fox í þeim síðari tryggðu Norwich sigurinn. Mark Niall Quinn í síðari hálf- leik nægði Man. City til sigurs gegn Everton sem hefur verið ósigrandi að undanförnu. Wimbledon og Coventry gerðu markalaust jafntefli á heimavelli Wimbledon. • Þær fréttir bárust frá Spáni á sunnudag að Real Madrid og Liverpool hefðu komið sér sam- an um kaupverð á John Barnes. Samkvæmt því mun hann ganga til liðs við Real Madrid í júní. Þar er John Toshack þjálfari, en hann var citt sinn leikmaður með Liverpool. Kaupverð mun vera um 5 milljónir punda. Þ.L.A. Staðan 1 . deild Livcrpool 35 20-10- 5 69:35 70 Aston Villa 36 21- 5-10 51:32 68 Tottenham 36 18- 6-12 57:45 60 Everton 36 17- 7-12 53:41 58 Arsenal 35 16- 7-12 48:35 55 Chelsea 36 14-12-10 53:48 54 Southampton 35 14-10-11 66:59 52 Norwich 36 13-12-11 39:37 51 Q.P.R. 36 13-11-12 42:39 50 Coventry 36 14- 7-15 38:49 49 Wimbledon 34 11-15- 8 43:37 48 Nott. Forest 36 13- 9-14 48:47 48 Man. City 36 12-11-13 41:49 47 Man. Utd. 35 12- 8-15 45:43 44 Crystal Palace 35 12- 8-15 39:63 44 Derby 35 12- 7-17 40:36 43 Slieff. Wed. 36 10-10-16 33:47 40 Luton 36 8-13-15 39:55 37 Charlton 36 7- 9-20 30:54 30 Millwall 36 5-11-20 38:60 26 2 . deild Leeds Utd. 43 22-13- 8 75:49 79 ShefT. Utd. 43 22-12- 9 69:54 78 Newcastie 43 21-13- 9 77:50 76 Blackburn 43 19-15- 9 72:55 72 Swindon 43 20-11-12 77:57 71 Sunderland 43 18-14-11 59:68 68 West Ham 43 18-12-13 72:54 66 Wolves 43 18-12-13 66-54 66 Oldliam 41 17-12-12 60:50 63 Ipswich 42 16-12-14 56:59 60 Porl Vale 43 15-14-14 60:54 59 Leicesler 43 15-14-14 63:69 59 Portsmouth 43 13-15-15 57:62 54 Oxford 43 15- 8-20 56:61 53 Watford 43 13-13-17 54:58 52 Hull 42 12-15-15 48:55 51 W.B.A. 44 12-14-18 64:66 50 Plymouth 43 13-11-19 54:60 50 Brighton 43 14- 8-21 53:67 50 Middlesbr. 42 12-11-19 46:58 46 Bournemoutb 44 12-12-20 55:71 48 Barnslev 42 11-14-17 43:66 47 Bradlórd 43 9-13-21 42:64 40 Stokc 43 5-17-21 29:60 32

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.