Dagur - 27.04.1990, Page 7

Dagur - 27.04.1990, Page 7
Föstudagur 27. apríl 1990 - DAGUR - 7 Pedromyndir 25 ára: Ferðavinningur kom í hlut tólf ára pilts Pedromyndir á Akureyri fagna 25 ára afmæli sínu uin þessar mundir. Dregið var í afmælis- getraun, sem lyrirtækið efndi til. 11. apríl sl. Alls bárust um 1400 seðlar og voru 1000 með rétt svar. Aðalverðlaunin, ferðavinning að eigin vali hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar fyr- ir 40 þtisund krónur, hlaut 12 ára piltur, Heimir Tryggvason, Stapasíðu 1, Akureyri. Myndavél, Chinon Handy- zoom 5001, kom í hlut Ragnheið- ar Tryggvadóttur, Vöglum, Guðriin Hjaltadóttir athendir Heimi Tryggvasyni aðalvinninginn, ferð frá Ferðaskrifstofu Akurcyrar fyrir 40 þús- und krónur. „Ætli ég verði ekki sjáíf- boðaliði eitthvað áfram“ - segir Þorgrímur Hallsteinsson, nýkrýndur „Plötusnúður ársins“ Þorgrímur Hallsteinsson, 16 ára gamall Akureyringur, hlaut á dögunum nafnbótina „Plötusnúður ársins“ er hann sigraði á Islandsmóti plötu- snúða. Aður hafði hann sigrað í plötusnúðakeppni í Dyn- heimum á Akureyri og fór hann því til Reykjavíkur í úr- slitakeppni þar sem hann keppti fyrir hönd Dynhcima og sigraði. Við báðunt Porgri'm að lýsa því hvernig liann kynntist starfi plötusnúðs og hvernig keppni skífuþeytara gengur fyrir sig. „Þetta byrjaði með því að ég fór á plötusnúðanámskeið í Dyn- heimum fyrir um tveimur árum og lærði þá allt um græjurnar. Ég byrjaði samt ekki að spila strax, en fyrir ári fór ég að fikta aðeins í græjunum í Dynheimum. Síðan gerðist ekkert fyrr en í vetur að ég fékk starf sem plötusnúður í sjálfboðavinnu í Lundarskóla, sem er gífurlega vinsælt starf! Þá byrjaði ég að æfa mig í því að „rnixa" og svoleiðis og undirbúa mig fyrir keppnina hér.“ „Maður var rennblautur af svita fyrst“ - Hvenær var þessi keppni og hvernig fór hún fram? „Keppnin í Dynheimum var fyrir rúmum mánuði. Þar kepptu 12 strákar og keppnin fór þannig fram að hver plötusnúður kom með sínar plötur og fékk síðan 15 mínútur til að spila sitt prógramm. Við vorum 5 sem komumst í úrslit og þar fengum við 25 mínútur. A þessum 25 inínútum urðum við samt að spila minnst 12 lög.“ - Það hefur verið mikill hraði í þcssu, er ekki stressandi að þurfa að koma tólf lögum frá sér á svo stuttum tíma? „Jú, en þetta venst. Maður var rennblautur af svita fyrst þegar maður byrjaði í þessu. í keppn- inni reyndi ég bara að vera róleg- ur en það er erfitt því fyrir utan það að leika að minnsta kosti tólf lög og „mixa“ þau þá þarf maður að kynna þau, þannig að hraðinn er mikill.“ Þorgrímur sigraði í þessari keppni, eftir harða baráttu í úr- slitakeppninni. „Stelpurnar spila ekki“ - Segðu mér, þetta voru allt strákar í keppninni. Eru engar stelpur plötusnúðar? „Nei, þær láta þetta alveg vera. Ég held þó að ein eða tvær stelp- ur spili í Glerárskóla og það hafa stelpur verið á plötusnúðanám- skeiðum og fengið skírteini, en þær spila ekki.“ - Segðu mér frá íslandsmótinu í Reykjavík. „Já, ég fór suður helgina 7.-9. apríl og tók þátt í keppninni sem haldin var í Frostaskjóli. Þar voru fjórir strákar í úrslitum og var keppnin með svipuðu sniði og í Dynheimum." - Og þú sigraðir þar. Var sér- stök dómnefnd sem kvað þennan úrskurð að þú værir „Plötusnúð- ur ársins"? „Já, það voru ýmsir þekktir menn í dómnefndinni, t.d. Ás- geir Tómasson. Kiddi „Big-Foot" og gaurarnir sem sáu um þáttinn Popp og kók.“ „Þyrfti helst að vera orðinn 18 ára“ - Hvernig hefur Akureyringum vegnað í þessari keppni til þessa? „Fremur illa. Keppnin hefur reyndar ekki verið haldin nema í fjögur ár á báðum stöðurn. Fyrsta árið fór keppnin hér fram um sömu helgi og keppnin fyrir sunnan, þannig að sigurvegarinn, Jón Andri. komst ekki suður. Næsta ár sigraði Jón Andri aftur og hann lenti síðan í 2. sæti í keppninni fyrir sunnan. Þriðja árið keppti Jón Baldvin fyrir hönd Dynheima og hann lenti í 3. sæti fyrir sunnan. Þetta er í fyrsta sinn sem við vinnum." Þorgrímur er nemandi í 9. bekk og starfar enn sem sjálf- boðaliði við skífuþeytingar í Lundarskóla. En skyldi hann stefna að því að vera plötusnúður að atvinnu? „Ég þyrfti helst að vera orðinn 18 ára til að geta spilað á vínveit- ingahúsunum, en þeir fyrir sunn- an segjast geta reddað mér starfi ef ég kem þangað. Ætli ég verði ekki sjálfboðaliði eitthvað áfram, þótt það sé frekar dapurt." ' - Þú fékkst farandbikara bæði fyrir sigurinn í Dynheimum og fyrir sunnan. Stefnirðu að því að halda þeint? „Ég get það ekki. Þessi keppni er bara fyrir plötusnúða 16 ára og yngri þannig að ég verð að láta bikarana af hendi næsta ár,“ sagði „Plötusnúður ársins" að lokum, en hann segist hafa fullan hug á því að reyna að hasla sér völl sem plötusnúður. SS Hrafnagilshreppi. Þá komu 10 aukavinningar í hlut eftirtalinna aðila: María G. Hannesdóttir, Staðarhóli, Aðaldal Margrét Þorbergsdóttir, Stapasíðu 4, Akureyri Júlía Garðarsdóttir, Vanabyggð 6e. Akureyri Anna Guðný Sigurgeirsdóttir, Aðalstræti 50. Akureyri Magnús Guðmundsson. Seljahlíð 13c, Akureyri lngibjörg S. Siglaugsdóttir, Arnarsíðu lOc, Akureyri Hulda Þórey Gísladóttir, Vallargerði 2b, Akureyri Erla Sif Magnúsdóttir, Tjarnarlundi 3b, Akureyri Jórunn Marinósdóttir. Einholti 16a, Akureyri Sigurður Jóhannesson, Útsteini Aðalvinningar hafa þegar ver- ið afhentir en aukavinninga má vitja hjá Pedromyndum Hafnar- stræti 98. Eigendur Pedromynda óska vinningshöfum til hamingju og þakka öllum sem þátt tóku í getrauninni. Næsti afmælisleikur verður Ijósmyndasamkeppni í samvinnu við dagblaðið Dag og verður hún kynnt síðar. Friðrik Vestmann. frarn- kvæmdastjóri Pedromynda, sagði í samtali við Dag að fyrirtækið hefði verið stofnað í apríl fyrir 25 árum og hefði hann þá hugsað sér að vinna við þaö í hjáverkum. en liann vann sem prentari á þeim tíma. Hann segir að þessa þjón- ustu hafi sárlega vantað á Ákur- eyri. Pcdromyndir hófu göngu sína í húsnæði við Hafnarstræti, þar sem Hótel Stefanía er nú, og vann Friörik við myndirnar á kvöldin og að næturlagi. Fljót- lega varð þetta fullt starf og umsvifin fóru vaxandi. Fyrirtæk- iö hefur um árabil verið til húsa að Hafnarstræti 98 og stutt er síð- an Pcdromyndir stækkuðu viö sig og cru nú einnig í nýju húsnæði í Hofsbót. SS Eva Guðrún dregur út getrauuaseðla, en alls bárust iim 1400 slíkir seðlar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.