Dagur - 27.04.1990, Side 11

Dagur - 27.04.1990, Side 11
—II hvað er að gerast Akureyrarkirkja: Messuferð að Grund Föstudagur 27. apríl 1990 - DAGUR - 11 W3HMÆ1M Halla Haraldsdóttir við eitt verka sinna. Gamli Lundur: Sýning á glerlistaverk- um og vatnslitamyndum Halla Haraldsdóttir, gler- og myndlistarkona frá Keflavík, opnar sýningu á verkum sínum í Gamla Lundi við Eiðsvallagötu á Akureyri, á morgun 28. apríl kl. 16. Halla er Siglfirðingur, nam í Myndlista- og handíðaskólanum þar sem aðalkennari hennar var Erró. Hún fór einnig seinna í kennaradeild skólans. Halla nam einnig { Danmörku þar sem kennari hennar í tvo vetur var Sören Esbjcrg, þekktur listmál- ari. Frá 1978 hefur Halla verið í tengslum við gler- og Iistiðnaðar- verkstæði D.H. Oidtmann í Þýskalandi, fyrst við nám og síð- ar við störf hjá fyrirtækinu. Halla hefur haldið fjölda einka- og samsýninga heima og erlendis og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir list sína. Myndir Höllu á þessari sýningu eru vatnslitamyndir, unnar með blandaðri tækni, auk glerlista- verka. Allar myndirnar á sýning- unni eru til sölu. Sýningin cropin virka daga kl. 16-22 og um helgar kl. 14-22. Fyrirbænavika íyrir fóngum og fjölskyldum þeirra - guðsþjónusta í Glerárkirkju Islenska þjóðkirkjan hefur ákveðið að dagana 29. apríl til 6. maí verði sérstök fyrirbænavika fyrir föngum og fjölskyldum þeirra. Biskup segir í bréfi sínu til presta landsins: „Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hlut- skipti fanga og ástvina. Fangelsis- dómur er skipbrot, þótt oftast eigi að vera unnt að gera sér grein fyrir að hverju var stefnt. Kirkjan setur sig ekki í dómara- sætið og ásakar ekki þá, sem hún er að reyna að hjálpa, heldur réttir fram hendi sína af um- hyggju og skilningi í sannri bæn.“ Málefni fanga og fangelsismál almennt hafa verið til umræðu í þjóðfélagi okkar, og viðtal við Ola G. Jóhannsson í Degi í vetur hefur haft sitt að segja til að koma hreyfingu á þessi mál. Guðsþjónusta verður n.k. sunnudag 29. apríl í Glerárkirkju kl. 21 um kvöldið. Unglingar úr æskulýðsfélaginu munu sýna helgileik. Kirkjukórinn leiða söng undir stjórn Jóhanns Bald- vinssonar og Óli G. Jóhannsson mun stíga í stólinn, og flytja hug- Leikfélag Akureyrar: Fátækt fólk vekur lukku Sýningar Leikfélags Akureyrar á Fátæku fólki liafa gengið mjög vel og vakið stormandi lukku hjá áhorfendum. Uppselt hefur verið á margar sýningar og þegar er orðið uppselt á nokkrar sýningar fram í tímann. Uppselt er á sýninguna í kvöld, en Fátækt fólk verður einnig sýnt á laugardagskvöld kl. 20.30 og sunnudagkl. 17. Þá verður hátíð- arsýning þriðjudaginn 1. maí og uppselt er á sýningu miðvikudag- inn 2. maí, sem jafnframt er 11. sýning á leikritinu. Það er því óhætt að segja að Fátækt fólk hafi hitt í mark. vekju um hvað er aö vera fangi og fangelsismál. Beðiö verður fyrir föngum og fjölskyldum þeirra og miðviku- daginn 2. maí verður fyrirbæna- stund að vanda í kirkjunni kl. 18, og þá sérstaklega beðið fyrir þessu málefni. Nk. sunnudag mun Kór Akureyr- arkirkju ásamt organista og sókn- arprestum kirkjunnar halda fram að Grund í Eyjafirði. Verið er að endurgjalda heimsókn Kirkju- kórs Grundarkirkju og sóknar- Freyjulundur: Skemmtidagskrá og kaffisala Kirkjukór Möðruvallaklausturs- kirkju mun efna til skemmti- dagskrár og kaffisölu að Freyju- lundi þriðjudaginn 1. maí kl. 15.00. Til skemmtunar verður bland- aður kórsöngur, tvöfaldur karla- kvartett, upplestur o.fl. Þessi skemmtun er haldin til fjáröflun- ar orgelsjóðs kirkjunnar en org- elið hennar er gamalt og þarf endurnýjunar við. Fólk er því hvatt til mæta vel og styðja við bakið á góðu mál- elni. Akureyri: Fyrirlestur á vegum Háskólans Laugardaginn 28. apríl kl. 14.00, flytur Hjalti Kristgeirsson, hag- fræðjngur fyrirlestur á vcgum Háskólans á Akureyri sem nefn- ist Byltingaráriö 1989 í Austur- Evrópu - dæmi Ungverjalands. Hjalti stundaði háskólanám í Ungverjalandi á 6. áratugnum og hefur sfðan fylgst náið með þró- un mála í Austu-Evrópu. Fyrirlesturinn fjallar um umrót síðustu mánaða í Austur-Evrópu og byggir m.a. á upplýsingum sem Hjalti safnaði á meðan hann dvaldi í Ungverjalandi í síðasta mánuöi. Fyrirlesturinn verður í stofu 24 og er öllum opinn. prestsins í Laugalandsprestakalli. Guðsþjónustan að Grund hefst kl. 13.30. Meðal þess sem Kór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Björns Steinars Sólbergs- sonar er lag eftir Jakob Tryggva- son organista og sálmur eftir Mendelsohn. Séra Birgir Snæ- björnsson, séra Þórhallur Höskuldsson og séra Hannes Örn Blandon munu annast prédikun og altarisþjónustu. Klukkan 11 verður athöfn í Akureyrarkirkju. Þar mun for- seti íslands afhenda dróttskátum forsetamerki. Þess er vænst að seni flest sóknarbörn úr Akureyr- arsókn sjái sér fært að renna fram að Grund til þess að eiga helga stund með sóknarfólkinu þar. Akureyri: Fjórvelda- keppni í skák Föstudaginn 27. apríl fer fram hin svokallaða fjórveldakeppni í skák, en það er keppni milli sveita Skákfélags Akureyrar, Skákfélags Eyjafjarðar. Taflfé- lags Dalvfkur og Skákklúbbs KEA. Scx menn skipa hverja sveit. Keppnin hefst kl. 20 í félags- heimili Skákfélags Akureyrar viö Þingvallastræti. Umhugsunartími er hálf klukkustund á skák. Ráðsfimdur II. ráðs ITC 24. ráðsfundur II. ráðs ITC á ís- landi verður haldinn á Akureyri laugardaginn 28. apríl að Lund- argötu 7. Fundurinn hefst með skráningu kl. 10.00 f.h. Á dagskrá verður m.a. skálda- kynning og kappræður. Fundurinn er öllum opinn. í gon^u^ötunni kl. Ib-'OO föstudacjinn 2.7.( Góáon daginn. Gjöriel sVo ve\ að koma og fó ykkur kaffi! f]á., góðan óaginn. Þið eruð að razða bcejarmálin heyn' ég.Þið eruS kannski að Svipast um eftir bœjarstjóra ? Viá vorum nú að huqsií um d?3 pn ÖoejQrbúQ Komið og r<Eðið mólin V_qí skynsemj, Q - )isr.inn~er ±>e-e5tinr! i/ídokkur franntjóðendur en vicTverðumo Somt a lcltu nótunu^n lika. Höldursf. BflASAÍA við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170. Subaru Cupe 4x4 árg. '86 ekinn 27 þús. Verð 770.000.- MMC Colt Turbo árg. '88 ekinn 16 þús. Verð 850.000,- MMC Galant 1600 GL árg. '87 ekinn 53 þús. Verð 690.000.- z 190 E árg. '88 ekinn 35 þús. Verð 2.000.000,- Toyota Tercel 4x4 árg. '84 ekinn 90 þús. Verð 450.000.- MMC Pajero turbo diesel ekinn 54 þús. verð 1.350.000.- CH Blaser S 10 árg. '83 ekinn 66 þús. Verð 1.150.000.- ★ Greiðslukjör við allra hæfi Höldur sf. bíiasaia við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.