Dagur - 27.04.1990, Side 13
Föstudagur 27. apríl 1990 - DAGUR - 13
Hvað er að gerast
Sumardvöl að Hólavatni
Innritun í sumarbúðirnar að
Hólavatni er hafin. Þar hafa
KFUM og K félögin á Akureyri
rekið myndarlega starfsemi um
25 ára skeið, og fjölmörg börn og
unglingar hafa átt þar ógleyman-
legar stundir.
Innritun fer fram í félagsheim-
ili KFUM og K í Sunnuhlíð,
mánudaga og miðvikudaga kl.
17.00 til 18.00, í síma 26330.
Einnig er hægt að panta utan
skrifstofutíma, í síma 23939
(Hanna), eða í síma 23929
(Anna). Ennfremur er hægt að
panta eftir 5. júní í síma 31271 á
Hólavatni.
Fyrsti hópurinn dvelur á Hóla-
vatni frá 5. júní, og er það
drengjahópur, en síðasti hópur-
inn verður frá 2. til 9. ágúst. Sig-
fús Ingvason, guðfræðinemi,
verður sumarbúðastjóri.
Norðurland:
Sigurður Marteinsson
heldur píanótónleika
Sigurður Marteinsson píanóleik-
ari heldur píanótónleika á
Norðurlandi um þessar mundir.
Fyrstu tónleikarnir voru á
Blönduósi í gærkvöld en þeir
næstu verða í Víkurröst á Dalvík
í kvöld kl. 20.30. Á morgun laug-
ardag heldur Sigurður tónleika
kl. 17.00 í Tónlistarskólanum á
Akureyri og á sunnudag í Tón-
listarskólanum á Sauðárkróki kl.
17.00.
Sigurður heldur einnig tón-
leika fyrir sunnan í næstu viku og
vikunni þar á eftir. Viðfangsefnin
eru verk eftir Bach, Beethoven,
Chopin og Hafliða Hallgrímsson.
Sigurður Marteinsson er 34 ára
gamall. Hann hóf píanónám í
Tónlistarskóla Sauðárkróks 13
ára gamall hjá Evu Snæbjörns-
dóttur. Þremur árum síðar fór
hann í Tónlistarskólann á Akur-
eyri og nam þar um fjögurra ára
skeið. Síðan lá leiðin til London,
þar sem hann naut leiðsagnar
Philips Jenkins þrjú næstu árin.
Á árunum 1978-1982 var hann
við nám við Tónlistarskólann í
Reykjavík hjá Árna Kristjáns-
syni, ásamt því að ljúka píanó-
kennaraprófi vorið 1981. Sigurð-
ur kenndi síðan í 8 ár, aðallega
við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Tónlistarskólinn á Akureyri:
Þrennir tónleikar
í næstu viku
Þrennir tónleikar verða haldnir á
vegum Tónlistarskólans í næstu
viku.
Mánudaginn 30. apríl kl. 17.30
mun Margrét Stefánsdóttir
flautuleikari leika fjölbreytta efn-
isskrá í sal skólans ásamt Dorotu
Manczyk píanóleikara. Þessir
tónleikar eru liður í lokaprófi
Margrétar en hún lýkur í vor 8.
stigs prófi í flautuleik.
Þriðjudaginn 1. maí verða
árlegir vortónleikar forskóla-
deildar Tónlistarskólans í Akur-
eyrarkirkju og hefjast þeir kl.
13.30. Þar koma fram um 70 börn
á aldrinum 3-8 ára og flytja ýmiss
konar tónlist, m.a. barnalög, ís-
lensk þjóðlög og lög úr söngleikj-
um. Foreldrar eru hvattir til að
koma með börnum sínum og
fylgjast með.
Fimmtudagskvöldið 3. maí
verða síðan tónleikar söngdeildar
í Lóni kl. 20.30.
Staðan í hálíleik:
Síðasta sýning
Hin vinsæla söngskemmtun
Sjallans, Staðan í hálfleik, verður
flutt í síðasta sinn næstkomandi
laugardagskvöld. Skemmtunin
hefur gengið í Sjallanum í hátt á
þriðja mánuð í vetur við mjög
. góðar undirtektir. Sýningin
spannar feril Pálma Gunnarsson-
ar síðustu 20 árin. Sér til aðstoð-
ar hefur Pálmi scx manna hljóm-
|sveit undir styrkri stjórn Atla
Örvarssonar, svo og söngkonurn-
ar Ernu Gunnarsdóttur og Ellen
Kristjánsdóttur. Leikendur í sýn-
ingunni eru Steinunn Ólafsdóttir,
leikkona, og Einar Kristjánsson,
íþróttakennari og málari. Kynnir
er Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Staðan í hálflcik verður sýnd í
ellefta og síðasta sinn laugardag-
inn 28. apríl. Verð með mat er
kr. 3.50(i:
Höldur sf.:
Kynningar um helgina
Aðalfundur
Kaupfélags Eyfirðinga
veiður haldinn í Félagsborg á
Gleráreyrum laugard. 28. apríl.
Fundurinn hefst kl. 9.30 árdegis.
Dagskrá:
1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna
fundarins.
2. Skyrsla stjórnar.
3. Skýrsla kaupfélagsstjóra.
Reikningar félagsins.
4. Afgreiðsla á reikningum og tillögum félags-
stjórnar.
5. Skýrsla stjórnar Menningarsjóðs.
6. Erindi deilda.
7. Önnur mál.
8. Kosningar.
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga
Um helgina verður bílasýning hjá
Höldur sf. á Akureyri. Sýndar
verða MMC bifreiðar, Galant
GLSi hlaðbakur, Galant 2000
GLSi, Lancer 1500 KLX og
Pajero jeppi með V6 vél. Einnig
verða sýnir bílar frá VW, Audi
og Seat í sýningarsalnum að
Tryggvabraut 10, kl. 13.00 til
Brunnárhlaupið:
Menntaskólmn hirti
alla bikarana
Hið árlega Brunnárhlaup
Menntaskólans og Verk-
menntaskólans á Akureyri fór
fram sl. miðvikudag. Hlaupið
var frá Brunná, sem er rétt
innan við Akureyrarllugvöll,
og að Utvegsbankanum. Veitt-
ir eru þrír bikarar fyrir þetta
hlaup og vann Mcnntaskólinn
þá alla að þessu sinni.
Nokkrir keppenda í hlaupinu á mið-
vikudag.
Veittir eru bikarar í karla- og
kvennaflokki og sigrar sá skóli
sem á fleiri þátttakendur meðal
10 efstu. Menntaskólinn átti 7 af
tíu efstu mönnum í báðum
flokkum. Einnig hlýtur sá skóli
bikar sent á fleiri þátttakendur í
hlaupinu og kom hann einnig í
hlut MA en 86 manns úr MA
tóku þátt á móti 75 frá VMA.
Eru þetta nokkuð færri þátttak-
endur en í fyrra og á veðrið þar
sennilega nokkra sök en það var
með hryssingslegra móti þennan
dag eins og menn muna.
Röð efstu manna varð þessi:
Karlar:
1. Þorsteinn Jónsson, VMA 14:51
2. Sigurður Bjarklind, MA 15:03
3; Valdimar Pálsson, VMA 15:23
4. Rafn Ingi Rafnsson, MA 16:02
5. Sveinn Rúnar Traustason, MA 16:05
Konur:
1. Inda Stefánsdóttir, MA 18:39
2. Sigríður Gunnarsdóttir, MA 18:41
3. Þóra Guðný Baldursdóttir, MA 18:47
4. Berghildur Ásdís Stefánsd., MA 19:15
5. Ingibjörg Magnúsdóttir, MA 19:46
18.00, báða dagana.
Kynning verður á glæsilegu
sumarhúsi frá Bynor á staðnum,
einnig á byggingavörum. Auk
þess Sprite kynning og kynning
frá Brauðgerð Kr. Jónssonar.
Kornið á glæsilega og skemmti-
lega sýningu.
Njóttu ferðarinnar!
Aktu eins og þú vilt að aðrir aki
Góðaferð!
Sfarfsemi Véladeildar
KEA verður flutt frá
Óseyri 2 að
Tryggvabraut 5-7
(Þórshamar hf.).
Af þessum sökum verður lokað í dag föstudag og mánudag
30. apríl.
Opnum aftur 2. maí undir nafni Þórshamars hf.
'kViðskiptavinum Véladeildar KEA eru þökkuð viðskiptin á
liðnum árum og við bjóðum þá og aðra viðskiptavini vel-
komna í nýja og glæsilega verslun Þórshamars hf.
Með ósk um gott samstarf í framtíðinni.
Svarað í síma Véladeildar KEA, 22997, báða dagana.