Dagur - 27.04.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 27. apríl 1990
Gol£k!úbbur
Akureyrar
Félagsfundur
verður haldinn í Golfskálanum föstudaginn 27. apríl
kl. 20.30.
Rætt um stöðu Golfklúbbs Akureyrar og framtíð.
Stjórnin
(Skápagjald óskast greitt fyrir föstudag, annars fá aðrir skápana).
Þ.A. smiðjan óskar eftir að ráða
járniðnaðarmenn til starfa.
Upplýsingar í síma 26336 eða að Fjölnisgötu 6,
Akureyri.
AKUREYRI!
Óskum að ráða duglegan starfs-
kraft til sölustarfa.
Þarf að hafa reynslu í sölumennsku og/eða þjón-
ustustarfi. Góð framkoma og þjónustulund er nauð-
synleg. Starfið fellst að mestu í að heimsækja við-
skiptavini, fylgja eftir sölu og taka niður pantanir.
Umsóknir merktar „sölustarf" sendist til Dags fyrir
3. maí ’90.
Starfskraftur óskast
til almennra afgreiðslustarfa og fleira.
Áskilið: Enska (talkunnátta og bréfaskriftir). Vélritun.
Æskilegt er að viðkomandi sé yfir 25 ára aldri.
Þarf að geta byrjað strax.
Upplýsingar í síma 27422 frá 9.00-18.00 virka daga
eða á staðnum.
NÝJA FILMUHÚSIÐ
Hafnarstræti 106, 600 Akureyri.
Oskum eftir fólki
til þjónustustarfa
1. Fullt starf, vaktavinna.
2. Aukavinna á kvöldin.
Upplýsingar á staðnum milli kl. 14.00 og 17.00,
föstudag og 12.00-15.00 laugardag.
ATVINNA
Okkur vantar nú þegar starfsmann í ýfingar-
deild, allan eða hálfan daginn.
Einnig getum við bætt við fólki við jakka og
peysusaum allan daginn eða hluta úr degi.
Þá viljum við ráða vant starfsfólk við saumaskap
á kvöldvakt.
Um er að ræða tvö til þrjú störf.
Uppl. hjá starfsmannastjóra í síma 21900 (220)
Álafoss hf. Akureyri
myndlist
Dalsa á Blönduósi
- Málverkasýning Hjördísar Bergsdóttur
Austur-Húnvetningar halda nú
Húnavöku sína. í tengslum við
hana opnaði Hjördís Bergsdóttir
sýningu sumardaginn fyrsta á
nokkrum verkum eftir sig í sal
Hótels Blönduóss. Hjördís hefur
starfað við kennslu í Reykjavík.
Nú er hún hins vegar myndlistar-
kennari við Grunnskólann á
Blönduósi og hefur verið það
þetta skólaár.
Hjördís er með sjö málverk á
sýningu sinni. Þau eru öll unnin i
olíu og máluð á striga.
Hjördís er djörf í notkun lita í
verkum sínum. Þeir eru sterkir
og óvenjulegir. Til dæmis eru
andlitslitir manna með ýmsu móti
jafnvel innan sama verksins. Með
þessu meðal annars tekst Hjör-
dísi að stöðva augað og vekja
spurn um ástæðu og markmið.
Uppbygging verka Hjördísar
er ekki flókin við fyrstu sýn. Yfir
þeim cr nokkuð hrár hlær. Fletir
eru stórir og lítið um nostursleg
smáatriði. Það er afstaða og útlit
hinna stílfærðu fyrirbæra og per-
sóna, sem felur í sér inntak þeirra.
tónlist
Andlit eru til dæmis gjarnan
meitluð og allt að því stöðluð. En
í dráttum þeirra, augnstöðu og
áhorfsátt liggur boðskapur lista-
mannsins.
Það samfélag, sem við nú hrær-
umst í, er að reynslu okkar
margra gjörólíkt því. sem við
ólumst upp í. Þær breytingar,
sem orðið hafa á allra síðustu
tímum, eru ekki síst orðnar fyrir
starfsemi ýmissa baráttuhópa,
sem hafa með miklum árangri
leitast við að bylta viðhorfum og
skoðunum, ekki síst þeim, sem
lúta að stöðu og verksviði
kvenna. Þetta hefur óhjákvæmi-
lega valdið miklu róti bæði innra
með einstaklingum, konum ekki
síður en körlum, og í umhverfi
þeirra.
í verkunum á sýningunni á
Hótel Blönduósi fjallar Hjördís
um stöðu mannsins almcnnt og
konunnar sérstaklega í hinu
breytta samfélagi samtíma
okkar. Hún lítur á vandamálin
fyrst og fremst frá sjónarhóli
konunnar. Því eru það konur,
mm_________________
sem birtast í myndum hennar,
þegar persónur koma fram í
þeim.
Hjördís leitast við að túlka þá
streitu og þau átök, sem nú eru
uppi. Myndmál hennar er tákn-
rænt og henni tekst allvel, en mis-
vel þó, að koma meiningu sinni
til skila. Auk verkanna sem
slíkra, birta einnig nöfnin. sem
hún velur myndum sínum, mark-
mið hennar. Þar má nefna til
dæmis Höfnun, Vetur I og II,
Flækjur og Einsemd.
Lítið er um lausnir eða leiðar-
vísun út úr þeirri kreppu, sem
Hjördís túlkar í verkum sínum,
þó að slíkt komi þó vissulega
fyrir. Meira mætti vera af bjart-
sýni í verkum hennar. Kyrrstaða
og allt að því vonleysi er töluvert
um of yfirgnæfandi.
Án efa er misjafnt, hvernig
áhorfendum líkar framsetning og
boðskapur Hjördísar Bergsdótt-
ur í málverkum hennar. Hvort
tveggja er þó umhugsunarvcrt. I
Ijósi þeirrar ígrundunar ber að
skoða sýningu hennar. Hún er
innileg í umfjöllun samtímans
um sjálfan sig.
Haukur Agústsson
Lóuþrælar
- Tónleikar á Hvammstanga
Karlakórinn Lóuþrælar hélt tón-
leika föstudaginn 20. apríl. Sam-
koman var haldin í Félagsheimil-
inu á Hvammstanga og var
fjösótt. Auk Lóuþræla kom fram
kvennakórinn eða kvennasöng-
sveitin Sandlóur. Gestakór var
Karlakórinn Söngbræður úr
Borgarfirði.
Söngfélagar í Lóuþrælum eru
átján. Söngstjóri þeirra er Ólöf
Pálsdóttir og undirleikari með
kórnum var Elínborg Sigurgeirs-
dóttir.
Lóuþrælar fluttu átta lög.
Eftirtcktarverður var góður
hljómur kórsins og gott vald hans
á styrkbreytingum svo fámennur
sem hann er. Öryggi í innkomum
var einnig í góðu lagi og einnig
afsláttur.
Ljóst var, að kórfélagar höfðu
ánægju af því að syngja saman,
en í raun er það grundvöllur
kórsins. Hann er fyrst og fremst
tómstundagaman kórfélaga, en
ekki hugsaður sem eiginlegur
konsertkór. Hins vegar var
frammistaða hans á tónleikunum
á Hvammstanga með því móti,
að full ástæða er til þess að veita
honum athygli.
Gallalaus var söngurinn þó
samt ekki. Mest bar á því, að
rödd í tenór kom mjög fram í
mörgum laganna. Þá mætti slípa
nokkuð raddir kórsins ekki síst
efri raddirnar. Loks hefðu sum
lögin mátt fá nokkru meiri
æfingu.
Sandlóurnar eru átta að tölu.
Þær sungu nokkur létt lög í nokk-
urs konar langri syrpu við und-
iiieik Þorvaldar Pálssonar á
harmoniku. Söngur kvennanna
var alláferðargóður og hljómaði
almennt vel. Léttur bragur var
yfir lögunum og ánægja í
söngnum.
Sandlóurnar eru eiginlega
kvennaflokkur Lóuþrælanna.
Það er vel til fundið að hafa
þannig kvennakór aðstandenda
karlakórsfélaganna með í starf-
inu. Það eykur vídd kórstarfsins
og gefur kost á meiri fjölbrcytni í
söngstarfi og tónleikahaldi.
Söngbræður úr Borgarfirði
fluttu átta lög. Söngstjóri þeirra
er Sigurður Guðmundsson frá
Kirkjubóli í Hvítársíðu og undir-
lcikari Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
Kórinn var ekki fullskipaður á
tónleikunum á Hvammstanga. Ef
til vill er þar skýringar að leita á
því, að hann virtist ekki ráða
nægilega vel við margt af því
cfni, sem var á söngskrá hans.
Bestur var kórinn í laginu „Ég
reið um sumaraftan einn '. Þar
söng hann bakraddir með Theó-
dóru Þorsteinsdóttur, sem söng
einsöng.
Theodóra hefur þróttmikla og
afar áheyrilega söngrödd, sem
hún bcitir af smekkvísi. Því mið-
ur söng hún ekki nema eitt lag á
tónleikunum. Að skaðlausu
hefðu þau mátt vera fleiri.
Haukur Agústsson
Minning:
Mig langar til að minnast Fjólu
með nokkrum orðum nú. þegar
hún er ekki lengur á meðal
okkar. Hún var alltaf sterk þegar
á reyndi. hún var sannarlega
hetja, hún barðist við ólæknandi
sjúkdóm í 5 ár. Ég heyröi hana
aldrei segja að þetta væri von-
laust. Upp á sjúkrahús þurfti hún
oft að fara en hún vildi vera þar
sem styst og þráði alltaf að kom-
ast lieim. Fjóla var mikil hús-
móðir og alltaf vildi hún fegra og
prýða heimili sitt og þangaö var
alltaf gott að koma. Þar fann
maður hlýju og góðvild um leið
og komið var inn úr dyrum. Öll-
um leið vel í návist Fjólu, hún var
einstakur barnavinur og hafði
gott lag á börnum. Við Fjóla hitt-
umst fyrst þegar ég var 17 ára og
hún rúmlega tvítug. Síðan eru
liðin mörg ár cn vinátta okkar
hélst og var alltaf samgangur
milli okkar og barnanna okkar.
En nú er hún horfin okkur og við
stöndum eftir með allar okkar
spurningar en fáum engin svör.
Hvers vegna, af hverju? En vcgir
Guðs eru órannsakanlegir. Ég
sendi mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til eiginmanns hennar,
barna, barnabarna og annarra
ættingja og \ ina. Ég kveð Fjólu
nteð þessum orðum.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi.
Fíafðu þökk fyrir
allt og allt.
Guðrún María Óskarsdúttir.