Dagur - 05.05.1990, Síða 2

Dagur - 05.05.1990, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 5. maí 1990 Ársskýrsla Mjólkursamlags KEA fyir 1989: Tuttugu milljónir í hagnað - 0,84% aukning í innveginni mjólk Um 20 milljóna króna hagnad- ur varð af rekstri Mjólkursam- lags KEA á síðasta ári. Veru- leg umskipti hafa orðið í rekstri fyrirtækisins frá árinu 1988, en þá varð 64 milljóna króna rekstrartap. Pessar upplýsingar komu fram í máli Pórarins E, Sveinssonar, mjólkursamlagsstjóra, á aðal- fundi Félags eyfirskra nautgripa- ræktenda í vikunni. I skýrslu mjólkursamiagsstjóra kom fram að á sl. ári hafi Mjólk- ursamlagið tekið á móti 20.446.540 lítrum af mjólk, sem er 0.84% aukning í innvegnu magni frá fyrra ári. Þar af voru tæplega 190 þúsund lítrar utan fullvirðisréttar sem gáfu um 6,6% af grundvall- arverði. Fituinnhald mjólkurinn- ar var að meðaltali 4,08% og 98,34% af innlagðri mjólk fór í fyrsta flokk. Vinnsla Mjólkursamlagsins var svipuð og undanfarin ár. Sam- dráttur varð í sölu nýmjólkur, en neysla á léttmjólk jókst. Sala á ostum og smjörva jókst en neysla á smjöri dróst saman. Á árinu 1989 tók Samlagið í notkun nýjan tankbíl og ýmis minni tæki voru endurnýjuð. Tækjabúnaður fyrir skyr- og jógurtgerð var endurnýjaður og nú hafa opnast möguleikar á vöruþróun tengdri skyri, jógúrt og ostagerð. Mjólkursamlags- stjóri sagði að næst þyrfti að huga að endurnýjun tækja til ostagerð- ar og átöppunar mjólkur. Um síðustu áramót voru fast- ráðnir starfsmenn Samlagsins 65 talsins auk sex tankbílstjóra. Þetta er svipaður fjöldi starfs- manna og undanfarin ár. I máli samlagsstjóra á aðal- fundi FEN kom fram að tekist hafi aö snúa rekstri Samlagsins úr miklum halla árið 1988 í hagnað í fyrra með margháttuðum hag- ræðingaraðgerðum. Hann sagði að laugardagsvinna hafi verið skorin verulega niður og þannig náðst inikill sparnaður. Þórarinn sagði að mikil og góð samstaða hafi tekist um hagræðingu og þakkaði hann starfsmönnum Samlagsins fyrir skilning á aðhaldi og minnkandi vinnu. Þórarinn sagðist hafa af því nokkrar áhyggjur að mjólkur- tankar út í sveitum væru komnir Slippstöðin hf.: Flestir starfsmenn í sumarfrí á sama tíma Ráðgert er aö flestir starfs- nienn Slippstöðvarinnar á Akureyri taki suniarfrí á sama tíma í suniar. Að sögn Gunnars Skarphéðinssonar, starfsmannastjöra, hefur þessi háttur verið liafður á undanfarin ár í Slippstööinni. Su m arf r í slarf sm a n na n n a munu standa um þriggja vikna skeiö, frá rniðjum júli' og fram að verslunarmannahelgi. „Við höfum beint okkar inönnum inn á þennan tíma með fríin sín. Pað er hagstæöara fyrir okkur að þeir sem ætla að taka frí geri það á svipuöum tíma. Um hreina lokun hefur hins vegar aldrei verið að ræða enda er þetta þjónustufyrirtæki og alltaf geta koniið inn verkefni á þess- um tíma sem þarf að sinna," stigöi Gunnar. Verkefni hjá Slippstöðinni fara nú vaxandi enda sá tími að fara i hönd sem mest er um slipptökur skipa. Guiinar gerir táð fyrir að 15-20 manns verði ráðnir í verkamannavinnu i sumar hjá stöðinni og byrja þeir á tímabilinu frá 10 maí til mán- aöamóta. Gunnar sagði jafn- framt að þetta séu ívið færri verkamenn en ráðnir hafa verið síðustu sumur. JÓH til ára sinna og því mætti búast viö að þeir kölluðu á stóraukið viðhald. Varðandi neyslu mjólkur sagð- ist Þórarinn ekki búast við að hún myndi aukast, en hins vegar hefði hann trú á að unnt væri að auka ostasölu. óþh Unnið við ostagerð í Mjólkursainlagi KEA. Nítján hlutu viðurkenningu Á aðalfundi FEN í Hlíðarbæ var tilkynnt hverjir hefðu hlotið viðurkenningu fyrir að hafa framleitt úrvals mjólk er lögð hefur verið inn hjá Mjólkursamlagi KEA á árinu 1989. Skilyrði fyrir úrvals mjólk cr að gerlainnihald hafi aldrei far- ið yfir 30.000 gerla pr. ml., meöaltals frumutala sé undir 300.000 pr. ml., mjólk hafi allt- af farið í fyrsta llokk við flokk- un á hitaþólnum og kuldakær- um gerlum ög aldrei hafi orðið vart fúkkalyfja og/cöa annarra efna er rýrt gætu gæði mjólkur- innar. Auk þess að umgcngni og þrif í mjólkúrhúsi og fjösi hafi verið góð. Eítirtáldir fengu afhentan brúsa, sem verðlaun fyrir að standast framangreind skilyrði: Félagsbúið Vöglum, Þór Aðal- steinsson Kristnesi, Gísli Björnsson Grund, Þorvaldur Hallsson Ysta-Gcrði, Óiafur Thorlacius Óxnafelli, Félags- búið Eyvindarstöðum, Leifur Guðmundsson Klauf, Hreiöar Sigfússon Ytra-Hóli, Haukur Berg Fífilgerði, Stcfán Júlíusson Breiðabóli, Gylfi SÍg- urðsson Ásláksstöðum, Svcrrir Svcrrisson Neðri-Vindhcimum, Kristján Buhl Ytri-Rcistará. Kristján Hermannsson Löngu- hlíð, Siguröur Jónasson Efsta- landi. Þorstcinn Rútsson Þverá, Félagsbúið Bakka, Fclagsbúið Höfða og Fclagsbúið Selár- bakka. Fjórir fengu stóran brúsa fyr- ir aö halá fengiö þessa viöur- kenningu þrjú ár í röð. Sverrir Sverrisson Neöri Vindheimum. Félagsbúið Eyvindarstöðum (í sjöunda skipti), Fclagsbúið Bakk-a og Félagsbúið Selár- bakka. óþh Höfði hf. á Húsavík: Tapaði 172 þúsimdum 1989 Aðalfundur Höfða hf. á Húsa- vík var haldinn sl. miðviku- dagskvöld. Höfði gerir út rækju- togarann Júlíus Havsteen og starfrækir netagerð. Fram- kvæmdastjóri er Kristján Ásgeirsson. Heildarvelta fyrir- tækisins var um 150,9 milljónir á síðasta ári, hjá því störfuðu 30 manns og námu heildar- launagreiðslur tæpum 55 millj- ónum. í skýrslu stjórnar kemur frain að tekjur af seldum afla af Júlíusi nema 100,5 milljónum króna. Aflinn nam um 600 tonnum af rækju og um 65 tonnum af öðrum fiski en skipið fór á þorskveiðar, í tvær veiðiferðir, til að leysa hrá- efnisvöntun hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. á þeim tíma sem Kolbeinsey seldi afla sinn erlend- is. Rekstur vciðarfærageröar hef- ur gengið vel og nam salan 42,7 milljónum á síðasta ári. Stjórnin Álver við EyjaQörð: Almennur fundur í Sjallanum - haldinn sunnudaginn 13. maí nk. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar og álviðræðunefnd sveitarle- laga við Eyjafjörð boðar Ak- ureyringa og aðra Eyfirðínga til almenns fundar um álver við Eyjafjörö í Sjallanum á Akur- frTrr-.mstuŒJC- Laus staða deildarstjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu Laus er til umsóknar staöa deitdarstjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Staðan veitist frá 1. júlí nk. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um mennt- un og störf, sendist ráðuneytinu fyrir 1. júní nk. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 30. apríl 1990. eyri, sunnudaginn 13. maí nk. kí. 20.00. Á fundinum verða flutt nokkur framsögurerindi, m.a. um álver í atvinnulegu og félagslegu tilliti, umhverfisáhrif stóriðju við Eyjafjörð og gang álmálsins svokallaða til þessa. Óhætt cr ;ið fullyrða að fyrirhuguð bygging nýs álvers á Islandi sé mál mál- anna á Eyjafjarðarsvæðinu um þessar mundir. Búast má við að Sjallinn verði þétt setinn sunnu- dagskvöldið 13. maí, enda nálg- ast óðum þau tímamót að ákvörðun verði tekin urn staðar- val nýs álvers. Gerð verður nánarj grein fyrir dagskrá fundarins í blaðinu eftir helgi. tciur að erfitt sé að spá um afkomu veiðarfærargerðarinnar í framtíðinni vegna ástands í útgerðarmálum. Heildarskuldir félagsins í árs- lok námu 236,6 milljónum og var efnahagsstaða fyrirtækisins slæin. Eiginfjárstaða lagaðist verulega á árinu með 40 milljón króna hlutafjáraukningu, einnig lékk félagið skuldbreytingarlán hjá Atvinnutryggingasjóði. Veltu- fjárhlutfall nam 0.59. Rekstur ársins sýnir rekstfarhagnáð lyrir afskriftir og fjármagnskostnað 17,5 milljónir. Tap ársins 1989. var tæp 172 þúsund en var áriöá undan 22,9 milljónir. IM Sjallinn: Hátt í þrjú þúsund manns sóttu Pálma Um síðustu helgi voru síðustu sýningar Sjallans á skemmti- dagskránni „Staðan í hálf- leik“. Skenuntun þessi, sem hefur verið í Sjallanum í vetur, hefur gengið með ágætum og vel á þriðja þúsund manns hafa notið hennar. Að sögn Sigurðar Thoraren- sen, framkvæmdastjóra Sjallans, verður hljómsveit Pálma Gunn- arssonar í Sjallanum um næstu helgi, en fer síðan suður og verð- ur í sumar á Hótel íslandi. Ekki er ákveðið hvort „Staðan í hálf- leik" verður sýnd þar næsta vetur. „Ákveðin ein hljómsveit verð- ur ekki í Sjallanum í surnar. Þetta verður breytilegt frá helgi til helgar. Ríó-tríó verður hjá okkur 19. maí, en við auglýsum í tíma hverjir leika fyrir dansi hverju sinni og þá skemmtikrafta sem troða upp. Sumarið leggst vel í okkur sem endranær," sagði Sigurður að lokum. ój Akureyri: Fimm sóttu rnn stöðu bæjarlistamauns Fimm sóttu um stöðu bæjar- listamnnns á Akureyri, en umsóknarfrestur rann út nú í vikunni. Að sögn Ingólfs Ármannsson- ar, skóla- og menningarfulltrúa Akureyrar, verður nú í fyrsta sinn veitt staða bæjarlistamanns á Akureyri lil sex mánaða frá 1. júlí. Fimm sóttu um stöðuna, en ekki tékkst uppgetiö hverjir sóttu um. „Málið er í höndum menning- armálanefndar og niðurstöðu er að vænta um miðjan mánuð, sagði Ingólfur. Akureyri: Litli drengurinn sam drukkn- aði í Glerá sl. föstudag hét Hartmann Hermannsson til heimilis að Háteigi við Akur- eyri. Hann var sjö ára gamall, fæddur 21. júlí 1982. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.