Dagur - 05.05.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 5. maí 1990
Gróður og garðyrkja " „“„j^Syr^uSðrf!í þættinum°verðÚ™ eHast
^agaGró";XViXrð«r á vísum s.að í blaðinu annan hvorn
laugardag.
Mikflvægi réttrar útplöntunar
Nú fer bráöum að koma sá tími
þegar plönturnar vakna upp af
djúpum svefni vetrarins, dagur-
inn að lengjast og sólin að láta sjá
sig oftar og lengur. Tréin fara að
bruma sig, laukarnir sem settir
voru niður um haustið og fjölæru
plönturnar, gægjast upp úr mold-
inni. Pað þýðir að vorverkin í
garðinum fara að bvrja af fullum
krafti.
Útplöntun eða gróðursetning
er aðgerð sent oft á tíðum er van-
metin þannig að fólk plantar of
djúpt, of grunnt, gætir ekki að
skýla rótum fyrir sól eða grefur of
þrönga holu og treður síðan
plöntunni niður. Öll þessi atriði
Umsjón: Baldur
Gunnlaugsson,
skrúðg.yrkjufr.
og mörg fleiri geta skipt sköpum í
uppvexti og vaxtarhraða plantn-
anna. En þó svo að þetta eigi við
um allar plöntur ætla ég að halda
mig viö útplöntun á trjám og
runnum.
Útplöntunin sjálf skiptist í
nokkra hluta sem þarf að athuga.
Umbúöir plöntunnar
Plöntum er pakkað á marga vegu
áður en þær eru seldar t.d. í
pokti, potta, striga eða nælon-
net. Hafi planta verið lengi í
sötnu umbúöunum t.d. í potti
verður að rífa dálítið neðan í
hnausinn til að ræturnar standi út
í allar áttir. Petta er gert vegna
þess að ræturnar eiga þaö til að
fara að vaxa í hringi og ef ekki er
greitt úr því kyrkir plantan sig.
Þctta gctur maður stundum séð á
litlum vexti og smáum Iaufblöð-
um plantna sem svo hefur fariö
fyrir.
Nægilega djúpar og
víðar holur
Pegar grafa á holu fyrir plöntu er
Hér er sýnl á skoplegan hátt liversu niikla vatnsþörf maísplantan
hefur.
AÐ H’OUVATNI
Innritun er hafin
Flokkaskra sumarið 1990
Fl. Aldursflokkar FráAk. Til Ak. Dvalartími
1. Drengir 8 ára og eldri 5. júní 15. júní 10dagar
2. Drengir 8 ára og eldri 18. júní 28. júní 10 dagar
3. Stúlkur8 ára og eldri 29. júní 9. júlí 10 dagar
4. Stúlkur 8 ára og eldri 10.júlí 20. júlí 10 dagar
5. Stúlkur 8 ára og eldri 20. júlí 27. júlí 7 dagar
6. Drengir 8 ára og eldri 2. ágúst 9. ágúst 7 dagar
Dvalargjald er kr. 11.000 fyrir 7 daga en kr. 15.500 fyrir 10
daga.
Innritun fer fram í félagsheimili KFUM og KFUK Sunnu-
hlíð, Akureyri, mánudaga og miðvikudaga kl. 17-18 sími
26330 og utan skrifstofutíma hjá Önnu í síma 23929 og
Hönnu í síma 23939.
Sumarbúðirnar Hólavatni.
Plastpokar eins og þessir eru algengar umbúðir hérlcndis.
það algjört skilyrði að hún sé það
víö að rætur plöntunnar þurfi
ekkert að bögglast eða brotna.
Sumar plöntur þola ekki að vera
gróðursettar djúpt og dæmi unt
það er Birki og Rcynir en aðrar
þola það vel eins og Alaskaösp.
Paö er nokkurs k'onar þumalfing-
ursregla að planta 15-20 cm
dýpra en plantan stóð áður.
Skýla rótum við
sólarljósi og vindi
Þegar planta á út cr það frumskil-
yrði að plantan sé ekki látin
liggj;i óbirgð í sólarljósi því að
það ásanrt vindþurrki eyðileggur
fínustu rætur plantnanna og það
cru einmitt þær rætur senr eru
hvað virkastar t öflun vatns.
Plantan þarf ekki að liggja í sól-
arljósi nema eina mínútu til að
fínustu ræturnar eyðileggist. Ef
plantan þarf að liggja í sólinni er
best að bleyta strigapoka og
leggja yfir. Það ver hana í dálitla
stund.
Að leysa upp jarðveginn
Mikið atriði er fyrir plöntuna að
jarðvegurinn sé vel uppleysturog
grjót liggi ekki við ræturnar.
Ávallt skal leitast við að setja
besta jaröveginn við ræturnar.
Að þjappa vel að
plöntunni
Mikilvægt cr að þjappað sé vel að
plöntunni eftir útplöntun, með
því að stíga fast kringum plönt-
una. Þetta er gcrt til þess að
plantan haldist sem kyrrust í
jarðveginum á meðan hún er að
festa rætur.
Að vökva
Vatnið er eins nauðsynlegt
plöntunum eins og maturinn er
mönnunum. Plöntur taka nær-
ingarefni sín úr vatninu, en nrörg
efni leysast mjög vel upp í vatni.
Vatnið sér einnig um flutning
næringarefnanna um plöntuna.
Plönturnar nota aðeins 1% af því
vatni sem þær taka upp, til stækk-
unar frumna og ljóstillífunar.
Ný tegund uppbindinga úr
mjúku frauöefni.
Vatnið sér einnig um að tempra
plöntuna í miklum hita sól. Best
er að vökva ofan í holuna, fylla
hana af vatni og bíöa uns það
hefur sigið niður, og eins að
vökva vel yfir aö lokinni útplönt-
un. Plönturnar þurfa mcst á
vökvun að halda rétt eftir út-
plöntun.
Staðsetning plantna
Þegar gróðursetja á plöntu í
garði er nauðsynlegt að huga að
því hvernig hún muni komi til
með að vaxa og dafna og hvort
hún muni skyggja mikið á hús
eða annan gróður. Staðarvalið
skiptir miklu máli og gæta veröur
þess sérstaklega að planta aldrei
alveg út við lóðarmörk. Ranga
staðsetningu er oft erfitt að laga.
Reynið því að afla ykkur upplýs-
inga um það hversu plantan verð-
ur há og hversu mikið vaxtarrými
hún þarf áður en staðurinn er
valinn.
Uppbindingar á trjám
Þegar útplöntun er lokið er rétt
að huga að uppbindingu ef um
tré er að ræða. Úppbinding skipt-
ir miklu máli en henni erætlað að
halda plöntunni fastri á meðan
hún er að festa sig í jarðveginum.
Örgrannar rætur sjá um að afla
vatnsins í fyrstu og ef plantan er
alltaf á hreyfingu slitna þær í
sundur. Ákjósanlegt efni í upp-
bindingu er tveir tré-staurar og
gúmmí-teygja scm heftuð er á
annan staurinn, vafinn einn hring
um stofn trésins og loks hcftuð á
hinn staurinn. Gúmmí-teygjan
skal vera fest frekar ofarlega á
stofninn. Varast skal að nota
ýmis hörð efni eins og vír í upp-
bindingu því allt svoleiðis skaðar
stofn trésins.
Að vanda vel til
gróðursetningarinnar
Af þessari lesningu hlýturáð vera
ljóst að ekki er alveg vandalaust
að planta trjám og runnurn og
ekki dugar að troða þeim niður
eins og um urðun sé að ræða. Þó
svo að í einu og einu tilfelli, þar
sem illa var staðið að gróðursetn-
ingu. hafi hún lukkast er þó ljóst
að ef rétt cr að staðið og gróður-
setningin unnin af natni mun
uppskeran alltaf verða betri.
-Plöntukynning-
Úlfareynir-Sorbus x hostii
Úlfareynir er um 4 metra hátt
margstofna tré eða runni. Lauf-
blöð hans eru dökkgræn og gljá-
andi og stofninn er líka mjög
gjáandi brúnn. Hann hefur ekki
mikið verið ræktaður í görðum
hér fyrir norðan en þar sem hann
vex er hann mjög áberandi og
blómgast rnjög fallega. Hann kel-
ur mjög lítið og er talinn saltþol-
inn. Eftir blómgun fær hann stór
dökkrauð ber. Blómgast í júní
bleikum blómurn sem mynda
klasa.
Úlfareynir (Sorbus x hostii).
Úlfareynir er ótrúlega falleg
planta sem vert er að gefa
gaum.