Dagur - 05.05.1990, Page 6

Dagur - 05.05.1990, Page 6
6 - DAGUR - Laugardagur 5. maí 1990 'ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON. ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMl 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. Sterk málefnastaða ríkisstjórnarinnar í fyrrakvöld gafst sjónvarps- áhorfendum kostur á fylgjast með umræðum á Alþingi í beinni útsendingu, er sjón- varpað var frá árlegum eldhús- dagsumræðum á löggjafar- þinginu. í þessum umræðum kom berlega fram hve mál- efnastaða ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar er sterk en málefnafátækt stjórnar- andstöðunnar að sama skapi mikil. Þeim sem hlýddu á umræðurnar dylst vart hve miklum árangri núverandi ríkisstjórn hefur náð við lausn veigamestu viðfangsefnanna í þjóðarbúskapnum. Núverandi ríkisstjórn tók vægast sagt við erfiðu búi af ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, sem á skömmum valdaferli „afrekaði" það að koma at- vinnulífi landsmanna í full- komna úlfakreppu. Fjármagns- markaðurinn var stjórnlaus og vaxtaokrið um það bil að sliga velflest fyrirtæki og heimili í landinu. Með róttækum efna- hagsaðgerðum og stórfelldri íhlutun sjóðakerfisins tókst núverandi ríkisstjórn að koma í veg fyrir það mikla hrun at- vinnulífsins, sem við blasti og breyta almennum rekstrarskil- yrðum mjög til batnaðar. Með aðgerðum sínum lagði ríkis- stjórnin jafnframt grunninn að þeirri þjóðarsátt um kjaramál sem síðan náðist í byrjun þessa árs, með fullri þátttöku stærstu launþegasamtaka, vinnuveitenda, bænda og fjöl- margra annarra hagsmuna- hópa. Sú þjóðarsátt hefur þeg- ar borið þann árangur að verð- bólga hér á landi er nú lægri en um langt árabil og fer enn lækkandi. Vextir hafa að sama skapi fallið jafnt og þétt og nálgast nú að vera sambæri- legir við það sem þekkist í ná- gr annalöndunum. Jafnframt þessu hefur ríkis- stjórnin unnið ötullega að framgangi ýmissa mikilvægra byggðamála, svo sem stór- framkvæmdum í jarðganga- gerð, flutningi ríkisstofnana út á land og síðast en ekki síst að undirbúningi stóriðjufram- kvæmda hér á landi, sem hefj- ast væntanlega þegar á næsta ári. í því sambandi hefur ríkis- stjórnin lagt mikla áherslu á að byggðarsjónarmiða verði gætt við staðarval slíkrar stóriðju og virkjanaröð. Af öðrum stórmál- um má nefna ný lög um stjórn- un fiskveiða, verulega hagræð- ingu í bankakerfinu, umtals- verðan sparnað í útgjöldum ríkissjóðs, ekki síst með mikilli hagræðingu í heilbrigðiskerf- inu, markvissa uppbyggingu félagslega íbúðakerfisins og stofnun sérstaks ráðuneytis umhverfismála. Allt eru þetta mál sem ríkisstjórnin hefur komið í heila höfn, þrátt fyrir stöðugan andróður og ábyrgð- arlausan málatilbúnað stjórn- arandstöðunnar. Vonandi hafa sem flestir fylgst með eldhúsdagsum- ræðunum á Alþingi í fyrra- kvöld. Hinni ábyrgðarlausu stjórnarandstöðu Sjálfstæðis- flokks, Kvennalista og Frjáls- lyndra hægrimanna, hefur of lengi tekist að slá ryki í augu kjósenda, með æsingakennd-. um málflutningi sínum. Það er tími til kominn að almenningur í landinu dæmi ríkisstjórnina að verðleikum. BB. ri til umhugsunar Burtu með draslið Það er öldungis óþarft að fara að endurtaka það enn einu sinni hér, að nýliðinn vetur hafi verið endemi liið mesta. Hið fáránlegasta við hann er þó ef til vill það, að versta veður hans kom þegar hann var liðinn. Veður svo hart að margir telja sig ekki muna annað eins í að minnsta kosti fimmtán vetur. En þó svo að enn hafi jörð verið alhvít og vel það í byggð í rúmlega viku af sumri, og niargir fjallvegir, surnir meðal hinna fjölförn- ustu hafi verið lokaðir sakir snjóa og skafrennings, þá eru nú ýmis sýnileg teikn á lofti um að voriö bíði hér rétt handan við hornið eins og veðurfræðingur nokkur orðaði það í sjónvarpi. Að sönnu fór nú hvellurinn á dögununi víst dagavillt, þar sem Kaupfélagsfundurinn var ekki fyrr en einum eður tveimur dögum síðar, en li'ka hann var þegar allt kemur til alls þannig einnig á sinn hátt einskonar vorboði. Hreingerningar Meðal þessara óræku vorboða ntá nefna hverskyns hreingerningar, úti jafnt sem inni. Nafntoguðust þeirra er að sjálfsögðu hinn svokallaði „eldlnisdagur" árviss, misjafnlega misheppnaður skemmtiþáttur sem jóla- sveinarnir suður við Austurvöll bjóða landslýð uppá rétt áður en þcir fara í fríið, eftir að hafa rumpað af á nokkrum dögum, en mest þó nóttum. þeim ýmsustu tillögum og lagabálkum sem þeir hafa á annað borð ráðið við eða haft vit á að koma frá sér. Þessum vorhreingerningum í Pjóðarleikhúsinu tengj- ast að nokkru aðrar hreingerningar. Sem dæmi þessa getum við nefnt, að svo virðist sem Sjálfstæðisflokkur- inn í Reykjavík hafi tekið upp alveg nýtt slagorð fyrir komandi byggðakosningar. Þetta kosningaslagorð hljómar þannig, að minnsta kosti í eyrum bláeygra sak- leysingja „úti" á landi. „Burt með draslið", og ætti að láta sérlega vel í eyrum að minnsta kosti allra sannra Græningja. Þetta með Áburðarverksmiðjuna, þennan vágest sem að minnsta kosti þrír staðir eru þegar farnir að bítast um þarf varla að minnast á. Davíð konungur skipar henni á brott úr ríki sínu en menn láta orð hans sem vind um eyru þjóta, sem einn vindhani væri, og hamast við að byggja á staðnum nýjan ammoniaksgeymi uppá víst nokkra milljónatugi ef ekki milljónahundruðir. En fyrst þetta virðist ekki ætla að ganga með Áburðarverk- smiðjuna, þá er bara að snúa sér að næsta viðfangsefni. Því ekki bara Alþingi?. Borgin dreif sig í skyndi og keypti sjálfa sig í hótellíki fyrir slatta af milljónum inn- fæddra, og raunar einnig annarra skattpeninga. Þannig að vart er hér liægt að tala hér um eitthvað innanríkis- mál. Davíð, hingað til oft nefndur kóngur, en sem nú hefur bætt „Veitingamaður" í titilinn, enda víst einn sá stærsti á landinu í þeirri grein, sagði aðspurður um Borgarkaupin, að ástæðan hefði einfaldlega verið sú að koma í veg fyrir það að Alþingi eignaðist húsið, og í framhaldi af því, þá hlýtur maður nú að spyrja hvernig í ósköpunum þingmenn liafa geð í sér til að starfa í sveitarfélagi hvers forsvarsmenn bregða þannig fyrir það fæti. Urðun til farsældar ísland er stórl og strjálbyggt þannig að nógir eru nú sjálfsagt staðirnir þar sem „urða" mætti allt draslið sem hann Davíð virðist liafa svo mikinn áhuga á að losa sig við. Scm fyrr segir þá hafa víst einir þrír staðir látið í Ijós áhuga á að fá Áburðarverksmiðjuna ógnvænlegu, og hvað Alþingi varðar, þá er eins og mann rámi í það að Hjörleifur Guttormsson liafi sett fram þá hugmynd, í umræðum um húsnæðismál þingsins í fyrra eða hitteð- fyrra, að Alþingi yröi flutt austur á land, og einhvérjir hafa nefnt hina rómantísku hugmynd Jónasar frá síð- ustu öld um Þingvelli í þessu sambandi. Sjálfsagt kæmi það einnig til álíta að pota Alþingi niður í Eyjafirði, hugsanlega sem sárabætur fyrir Álverið Iangþráða ef það yrði sett niður fyrir sunnan. Einn augljósan kost hefði staösctning þess við Eyjafjörð að minnsta kosti. Á Akureyri munu vera að minnsta kosti þrettán tísku- verslanir, þannig að blessunin hún Guðrún þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af fataskáp sínum. Þessi „urðun" Álþingis einhversstaðar á því stóra og Reynir Antonsson skrifar fjölbreytta svæöi sem gengur almennt undir safnheitinu „úti á landi", gæti sjálfsagt orðið til mikillar hagsældar fyrir viðkomandi byggðarlag. Alþingi fylgja nefnilega ýmsir hlutir beint eða óbeint, til að mynda sérfræðing- ar, vélritunarstúlkur og ræstingaliö ásamt slatta af tölv- um og öðru tæknidótaríi. Þá eru fylgifiskar þess margs- kyns stjórnsýsluapparöt, svo sem þetta dásamlega sjóðakerfi, en nýjasta uppfinningin á því sviði er þessi frægi úreldingarhagræðingarsjóður sem menn hafa náð að klambra saman til að bjarga því sem bjargað varð af kvótakerfinu. þó svo að sönnu standi hann enn í mönn- um eins og biti af sígnum fiski þegar þetta er skrifað. Alþingi skapar þannig ásamt meðfylgjandi stjórn- sýslustofnunum töluvert mörg störf bein eða óbein. í þessu sambandi nægir að nefna það sem kom fram hjá meðal annars blessuðum landbúnaðarráðherranum okkar í vetur, að landbúnaðurinn skapar mörg störf í Reykjavík. Það gerir Alþingi, byggðastefnan og stjórn- sýslan líka. Til að mynda í mjög svo sérhæföri ferða- þjónustu. Mikill fjöldi sveitarstjórnarmanna þarf stöð- ugt að vera á ferðinni lil að hitta þingmennina sína, ellegar þá sjöðina sem þeir stjórna. Þessir menn eru áreiðanlega oft vel birgir af farareyri, og þurfa á góðri þjónustu að halda sem þeir þaraflciöandi hafa efni á aö greiða. Góð hótel með góðum og dýrum veitingastöð- um eru þarna auðvitað nauðsyn, og síðast en ekki síst þægilegir, gjarnan dulítið heimuglegir barir. Illar tung- ur segja jafnvel að úrvals portkonur séu einnig óntiss- andi þáttur þessarar þjónuslu. En án alls garnans, þá spyr maður sig nú að því hvort þessi skyndilegi áhugi Davíðs Oddssonar á því að losa sig helst við scm flesta hluti geti ekki verið bara til nokkurs góðs. Þessi áhugi hans er auðvitað ekki með- vitaður, en gefur til kynna engu að síður að við verðum að fara að hugsa ýmsa hluti upp á nýtt. Að viö förum aö hugsa um landið í heild sinni, og gefa okkur aldrei neina staðsetningu stofnana, fyrirtækja eða þjónustu sem öllu landinu á aö þjóna sem fyrirfram gefna eða ákveðna. Allra síst í sveitarfélögum þar sem hætta gæti orðið á því aö viðkomandi stofnun, fyrirtæki eða þjón- usta kynni að verða óvelkomin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.