Dagur - 05.05.1990, Side 8
8 - DAGUR - Laugardagur 5. maí 1990
IUMFERÐAR
RÁÐ
Höröur G. Ólafsson, Grétar Örvarsson, Sigríður Beinteinsdóttir og Aðal-
stcinn Asberg Sigurðsson eftir sigurinn í forkeppninni á Islandi.
Biluðum bílum
á að koma út fyrir
vegarbrún!
Söngkonan Kita frá ísracl þykir fög-
ur en hvort það nægir henni til
sigurs skal ósagt látið.
Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva er löngu búin að
vinna sér hefð sem árlegur
stórviðburður á sjónvarps-
skjám landsmanna, ekki síst
eftir að íslendingar hófu þátt-
töku í keppninni. Undan-
keppnin hér lieima vekur ein-
att mikla athygli og hafa marg-
ar fallegar Ijóð- og laglínur
sprottið úr þeirri lindinni, þótt
ekki hafi öll lögin ratað á svið
hinnar evrópsku keppni.
Að þessu sinni verður keppnin
haldin í borginni Zagreb í Júgó-
slavíu og fer hún fram undir þaki
Vatroslav Lisinski sönghallarinn-
ar, sem er mikið mannvirki. Þar
er mikill viðbúnaður í gangi und-
ir stjórn Gorans Radmans, sjón-
varpsstjóra TV Zagreb. Gest-
gjafar í hinni beinu útsendingu
verða starfsmenn hans, þau
Oliver Mlakar og Helga Vlaho-
vie.
Keppendur mættu til Zagreb
fyrir viku og hafa þeir æft stíft
síðan. Júgóslavar hafa lagt sig í
líma við að stytta hinum erlendu
gestum stundir.
Ýmis nýmæli verða í framgangi
keppninnar. Má þar nefna að
ýmis rafmagnshljóðfæri eru nú
gerð útlæg, t.a.m. svonefndir
„samplerar". Þá mun hvert lag
ekki kynnt sérstaklega heldur
verða þau kynnt í kippum. Sér-
legt lukkudýr Söngvakeppninnar
1990, Evrókötturinn, verður
Finnar hafa sjaldan riðið feitum hesti frá söngvakeppninni en hvað gerir
hljómsveitin Beat með lagið Fri?
kynnunum tveimur til aðstoðar.
Arthúr Björgvin Bollason lýsir
keppninni í kvöld fyrir íslenskum
sjónvarpsáhorfendum en áætlað
er að einn milljarður áhorfenda
muni sjá keppnina, ýmist í beinni
útsendingu eða á bandi.
Skagfírska sveiflan
Við höfum nú fengið að sjá
myndbönd með keppendunum
sem leiða saman hesta sína í
kvöld og rná segja að nokkur lög
séu sigurstranglegri en önnur.
Gestgjafarnir binda miklar vonir
við fulltrúa sinn, hina 19 ára
gömlu Tajönu Matejas, er tekið
hefur sér listamannsnafnið Tajci.
„Almættið hefur veitt stúlku
þessari jafnt fögur hljóð sem fríð-
leiks-útlit, en slík samtvinnun
hefur einatt hrifið vel í Evrópu-
söngvakeppninni,“ segir í kynn-
ingu frá Sjónvarpinu.
Okkar menn hafa líka fengið
góðar viðtökur fyrir Eitt lag enn.
Þá þykir lag Frakka, White and
black blues, með söngkonunni
Joelle Ursull þýsna vænlegt og
þannig mætt lengi telja. Athygli
vekur að margir textar í keppn-
inni fjalla um fall Berlínarmúrs-
ins, frelsi og einingu. Róleg lög
eru æði áberandi og þá er bara að
sjá hvort Evrópubúar falli ekki
fyrir skagfirsku sveiflunni úr
smiðju Harðar G. Ólafssonar.
SS
Frltt!!
Fyrir byrjendur vikuna 7.-14. maí
Þarftu að létta þig? Styrkja þig? Þyngja þig?
Eða bara komast í góðan félagsskap?
Vaxtarræktin á Akureyri er ein fremsta
líkamsræktarstöð á íslandi í dag.
Komið og skoðið eða verið með
Vaxtarræktin
íþróttahöll
Nánari upplýsingar í síma
21061 kl. 09.00-13.00
og 25266 kl. 16.30-21.30.
Aðalfundur
Bílstjóradeildar Einingar,
veröur haldinn sunnudaginn 6. maí nk. kl. 16.00,
Alþýðuhúsinu Skipagötu 14 annari hæö
(Einingarsal).
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kynning á frumvarpi til félagslaga Vlf. Einingar.
3. Önnur mál.
Stjórn Bílstjóradeildar.
Auglýsing frá
utanríkisráðuneytinu
Hinn 8. maí n.k. heldur Igor Vallye, fulltrúi ráöning-
arskrifstofu Sameinuöu þjóðanna, fyrirlestur um
atvinnumöguleika háskólamenntaöra kvenna hjá
Sameinuöu þjóðunum í stofu 101, Lögbergi,
Háskóla íslands kl. 20.00.
Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 3. maí 1990.
Hvers vegna er nágranni
þinn áskrifandi að
Heima er bezt
Vegna þess að það er staðreynd að „Heima er
bezt“ er eitt af vinsælustu tímaritum hérlendis.
Þú ættir að hugleiða hvort ekki væri skynsamlegt að slást
f þennan stóra áskrifendahóp, og eignast þar með gott
og þjóðlegt íslenskt tímarit við vægu gjaldi, sem þú fengir
sent heim til þín í hverjum mánuði. Útfylltu þess vegna
strax í dag áskriftarseðilinn hér fyrir neðan og sendu hann
til „Heima er bezt“, pósthólf 558, 602 Akureyri, og þú munt
um leið öðlast rétt til að njóta þeirra hlunninda sem eru
því samfara að vera áskrifandi að „Heima er bezt“.
Nýir áskrifendur fá eldri árgang í kaupbæti.
Til „Heima er bezt, pósthólf 558,602 Akureyri.
Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að tímaritinu
„Heima er bezt“.
□ Árgjald kr. 2.000,00.
□ Sendið mér blaðið frá 1. janúar 1990.
Nafn: _______________________________________________________
Heimili:__________________________________
Söngvakeppnin:
Úrslitin ráðast í kvöld