Dagur - 05.05.1990, Side 17

Dagur - 05.05.1990, Side 17
Laugardagur 5. maí 1990 - DAGUR - 17 Kvikmyndasíðan Jón Hjaltason Iitlir meðal risa - en kunna manna best að sjá út Óskarsverðlaunamyndir Okkur bíóförum hættir svolítiö til að alhæfa um Hollywood. Það er til dæmis ekki óalgengt að við bölsótumst út í lélega framleiðslu er kemur frá bíóborginni og segj- um Mammon hafa fyrir löngu st'ðan tekiö þar öll völd og steypt listagyðjunni af stóli. Og við för- um ekki með staðlausa stafi en engu að síður hafa myndir eins og Regnmaðurinn og Félag dauðu skáldanna litið dagsins ljós Mestu stórgróða- myndirnar 1989 - Brúttóinnkoma í milljónum ísl. króna 1. Batman 2. Indiana Jones and the Last Crusade 3. Lethal Weapon 2 4. RainMan 5. Honey, I Shrunk the Kids 6. Look Who's Talking 7. Ghostbusters II 8. Parenthood 9. Backtothe Future Part II 10. Dead Poets Society 11. WhenHarryMet Sally 12. TurnerandHooch 13. UncleBuck 14. National Lampoon's Christmas Vacation 15. Field of Dreams 16. PetSemetary 17. SeaofLove 18. Beaches 19. Twins 20. TheAbyss WarnerBros 15.072 Paramount 11.772 Warner Bros 8.838 MGM/UA 8.226' BuenaVista 7.812 Tri-Star 6.864 Columbia 6.750 Universal 5.736 Universal 5.712 Buena Vista 5.670 Columbia 5.520 BuenaVista 4.206 Universal 3.852 Warner Bros 3.630 Universal 3.816 Paramount 3.450 Universal 3.396 Buena Vista 3.390 Universal 3.372 Fox 3.288 1 Áriö á undan (1988) halaöi Regnmaðurinn inn rúma tvo milljaröa sem ekki eru taldir inn I þessari tölu. og meira að segja orðið met- gróðamyndir. Önnur goðsögn um bandaríska kvikmyndaheiminn segir okkur að góðar myndir hljóti að kosta óheyrilega peninga. Og sem fyrr er þetta ekki eintómt orðagjálfur en undantekningarnar eru þó til; um það eru bræöurnir Harvey (37 ára) og Bob Weinstein (35 ára) lifandi vitnisburður. Kvik- myndaheimurinn var áþreifan- lega minntur á tilvist þeirra bræðra núna í byrjun apríl þegar tvær þeirra kvikmynda er þeir sjá um dreifingu á unnu til þriggja Óskarsverðlauna; Cinema Paradiso var verðlaunuð setn besta erlenda kvikmyndin og My Left Foot gat státað af tveimur styttum. My Left Foot er raunar gott dæmi um sjálfstæöi þeirra bræðra og in.nsæi. Þessi írska mynd, sem byggð er á sjálfsævi- sögu alvarlcga fatlaðs listamanns, virtist ekki hafa neitt til að bera scm draga myndi almenning í bíó. En þeir bræður voru annarr- ar skoðunar og innsæi þeirra reyndist rétt. Þannig hafa þeir I’eir eru óhræddir aó fara eigin lciöir hræðurnir Itoh og Harvey Weinstcin. Þetcr Gallaglier og Laura San Gia- eonio í Ses, lies and videotape. risið til vegs, með því að veðja á ódýrar myndir sem stóru kvik- myndaverin hafa hafnað og sagt of áhættusamar cða lítið gróöa- vænlegar. Upphafið að velgengni þeirra Wcinstein-bræðra er að finna í Buffalo. Fyrir l() árurn síðan keyptu þeir þar aflóga bíóhús, gcrðu það upp og stofnuöu Miramax (nefnt eftir foreldrum þeirra, Miriam og Max). Bráð- lcga byrjuðu peningarnir að rúlla inn í kassann. Fyrir ágóðann liófu þeir að kaupa kvikmyndir. Sú fyrsta var The Secret Policeman's Other Ball, rokk- söngleikur í gamansömum dúr. Hagnaður varð um 360 milljónir íslenskra króna. Þetta var 1982. Það var svo ekki fyrr en 19S8 að Miramax vakti verulega athygli og þá fyrir sniðuga og árangurs- ríka markaðssetningu The Tliin Blue Line, leikinnar heimildar- myndar um ranglátan líflátsdóm í Dallas, og hinnar sænsku sögu um Pcllc sigurvegara. Hagnaður af Pelle varð þó ákaflega hófleg- ur en það sem meira var um vcrt; hún vann til Óskarsverðlauna. The Thin Bluc Line vakti ekki síður athygli, þó það væri frckar á heimaslóðum. Meðal annars fyrir áhrif frá henni ákváðu yfir- völd í Texas að ekki væri lengur stætt á líflátsdómum og í kjölfar- ið var þessi þyngsta refsing dóm- kerfisins lögö niður. Hin aldna .lesseca Tandy í Driving Mi.ss Daisy. Bretar fagna Þegar litið er til baka og athugað hvert Óskarsverðlaunin fóru nú seinast kemur í ljós að banda- rískir riðu ckki sérlega feitum hesti frá hátíðinni. Margir höfðu spáð því fyrirfram að sýningin, sem sjónvarpað var til 39 landa, myndi verða stórsigur fyrir Oliver Stone og kvikmynd hans Born on the Fourth ofJuly. Að vísu hafði komið á óvart að Driving Miss Daisey skyldi fá fleiri tilnefningar en kvikmynd Stone’s, níu á móti átta. Og það kom á daginn að þetta var örlítill fyrirboði um úrslitin. Kvöldið varð stórsigur fyrir bresk-ættaða leikara. Daniel Day-Lewis, aðaleikarinn í My Left Foot. og Jessica Tandy, eða Miss Daisy, fengu bæði Óskarinn fyrir frammistöðu sína. En þau eiga það sameiginlegt að vera bæði fædd á Englandi. Þá fékk írinn Brenda Fricker Óskarinn fyrir aukahlutverk sitt í My Left Foot. Besti leikstjórinn var þó bandarískur, Oliver Stone. Kvikmyndir í burðarliðnum THE DOORS Frá Tri-Stars og Oliver Stone er von á kvikmynd byggðri á storma7 samri ævi tónlistarmannsins Jim Morrisons. Val Kilmer leikur Morrison en önnur helstu hlutverk eru í höndum Kyle MacLachlan, Kevin Dillons og Frank Whaley. MISERY Enga sögu hef ég ennþá lesið eftir Stephen King en næsta mynd Rob Reiners byggir á einni þeirra. Sagt er frá vinsælum rithöfundi sem ekki fær um frjálst höfuð strokiö vegna ógnana aðdáenda. James Caan leikur rithöfundinn. Myndin kemur frá Columbia, væntanlega næsta vetur. ONCE AROUND Sænski leikstjórinn Lasse Hallstrom (My Life as a Dog) er hér á ferðinni með fyrstu Hollywood-framleiðslu sína, ástarmynd sem gerist í nútímanum. Aðalhlutverkin eru í höndum Cinecom/Double Play, veturinn 1990. PACIFIC HEIGHTS Af lýsingum að dæma virðist þetta ekki vera kvikmynd við hæfi leigusala. Melanie Griffith leigir íbúð sína en leigjandinn, Michael Keaton, leiðir yfir hana ómældar skelfingar. Leikstjóri er John Schlesinger. 20th Century Fox, veturinn 1990. SLEEPING WITH THE ENEMY Hér virðist magnaður reyfari vera á ferð. Julia Roberts bregöur á það ráð að setja sinn eigin dauða á svið til þess eins að flýja skelfilegt hjónaband. Höfundur handrits eru Lloyd Fonvielle og Óskars-maðurinn Ron Bass (fíain Man). 20th Century Fox, haustið 1990. Árið eftir (1989) settu þeir bræður í þriðja gír og gerðust umsvifameiri en nokkru sinni fyrr. Óskarsverðlaunamyndirnar þeirra tvær. 'að viðbættri hinni umtöluðu sex. lies and video- tape. Iiafa fært þeim 2,340 millj- ónir og ennþá eru ekki öll kurl komin til grafar. Hver þeirra kostaði þó innan við 120 milljónir í framleiðslu sem eru ekki annað en spápeningar þegar haft er í huga að meðalkostnaður við kvikmynd er sagður vera nokkuð á annan milljarð króna. Þannig hafa Weinstein bræður hagnast með því einu að láta eigin smekk ráða. Ef kvikmyndin fellur þeim sjálfum í gerð finnst þeim sjálf- sagt að gefa henni tækifæri. Úr þriðja gír í fyrra hafa þeir bræður skipt upp í fjórða gír á þessu ári. Þeir hafa nú 14 niyndir á sínum snærum og fjórar af þeim eru eigin framleiðsla - og af þeim eru tvær þegar í vandræðum. Strike It Rich, með Molly Ringwald, virðist ekki ætla að eiga sér viðreisnar von og The Lemon Sisters, með Diane Keaton, hefur verið send aftur í klippingarherbergið til endur- vinnslu. En Bob og Harveý Weinstein eru ekkert á þeim bux- unum að gefast upp. „Við reyn- um aö fylgja fordæmi Rolls- Royee. Við ætlum aðeins að gera fáa bíla en hafa þá þeim mun betri. Við crum ekki í neinni samkeppni við GM." Rafgeymar og hjólbarðar ttott verð. 10% afsláttur næsta mánuð á rafgeymum. Verð: 107 a.h. kr. 8.662,50 133 a.h. kr. 10.296,- 70 a.h. kr. 4.940,10

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.