Dagur - 05.05.1990, Page 18
18 - DAGUR - Laugardagur 5. maí 1990
efst í hugo
Hestamenn
Kynbótadómar og héraðssýning á hrossum á
svæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar verða sem
hér segir:
22. maí: Svarfaðardalurog Ólafsfjörður. Flötutungur.
23. maí: Melgerðismelar.
24. maí: Melgerðismelar.
25. maí: Melgerðismelar.
26. maí: Héraðssýning.
Skráning hrossa fer fram hjá Búnaðarsambandi
Eyjafjarðar og hjá Rafni Arnbjörnssyni Dalvík.
Skráningu skal lokið fyrir 16. maí.
Skráningargjald er kr. 1200,- en félagar í búnaðarfé-
lagi greiða kr. 500,- fyrir skráð hross.
Tímasetningar verða auglýstar síðar.
Búnaðarsamband Eyjafjarðar.
Hrossaræktarsambandið.
Á AKUREYRI
Kaupvangsstræti 16
Myndlistaskólinn á Akureyri auglýsir inntöku
nýrra nemenda í fornámsdeiid veturinn 1990-1991.
Umsóknareyðublöð fást
á skrifstofu skólans Kaupvangsstræti 16.
Allar nánari upplýsingar veittar í síma 24958.
Umsóknarfrestur er til 24. maí.
Skólastjóri.
Innilegar þakkirfærí ég þeim erglöddu mig
með blómum, skeytum og gjöfum á 70 ára
afmæli mínu 29. apríl s.l.
JÓHANNES ÓLAFSSON,
Skarðshlíð 14 c,
Akureyri.
LOKAÐ
Vegna útfarar Aðalsteins Magnússonar
verður Fóðurvörudeild vor lokuð frá kl. 12.15-15.00
mánudaginn 7. maí 1990.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Útför móöur okkar,
HALLDÓRU J. ANDRÉSDÓTTUR,
frá Lokinhömrum,
er lést aö Hjúkrunarheimilinu Seli 26. apríl, fer fram frá Akur-
eyrarkirkju þriöjudaginn 8. maí kl. 13.30.
Sigrún Ragnarsdóttir,
Lilja Ragnarsdóttir.
Faöir okkar, stúpfaöir, tengdafaöir og afi,
AÐALSTEINN MAGNÚSSON,
Sólvöllum, Akureyri,
sem lést 1. þ.m. veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 7. maí kl. 13.30.
Ragnheiður Aðalsteinsdóttir,
Helga Aðalsteinsdóttir,
Magnús Jón Aðalsteinsson,
Bjarni Aðalsteinsson,
Páll Magnússon,
Álfheiður Magnúsdóttir,
Sveinn Magnússon,
Sigrún Magnúsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
Sóun á gjöfum jarðar
Dagur jarðar er mér efst í huga þegar
þetta er ritað sl. miðvikudag. Ég hef
nefnilega dregist svolítið afturúr að
undanförnu við að halda upp á hátíðis-
daga og aðra daga, þannig að 1. maí var
Dagur jarðar hjá mér, langt á eftir öðrum
sem þá héldu 1. maí hátíðlegan. Með
haustinu fer ég líklega ein í 1. maí kröfu-
göngu og krefst meira kaups fyrir minni
vinnu.
Þegar forseti íslands heimsótti Húsa-
vík sl. laugardag spurði hún börnin fyrst
af öllu frétta af fuglasöng í þessu héraði.
Undanfarna daga hafði ég reynt að hafa
augu og eyru opin, því mig var farið að
lengja eftir lóunni, þó bletturinn sem
blasir við úr elhússglugganum, þar sem
ég er vön að sjá fyrstu lóur vorsins, sé
enn þakinn þykkum skafli. En það þýðir
lítið að sitja inni í húsi og bíða eftir að
farfuglarnir láti sjá sig. Ég rifjaði það upp
að síðan ég náði fullri lengd, hef ég yfir-
leitt alltaf verið úti að hengja upp eða
taka niður þvott þegar ég hef heyrt í
fyrsta hrossagauknum á vorin, en ég hef
suma forna siði í heiðri og .finnst máli
skipta úr hvaða átt hneggið heyrist. 1.
maí dreif ég mig út og gekk að sorpeyð-
ingarstöðinni, til að geta spjallað ein við
fuglana, fuglaskoðunarvegurinn minn að
vitanum var nefnilega enn ófær, nema
fólki á gönguskíðum. Eins og venjulega
á þessum árstíma reyndi ég að búa til
kríur úr hettumávunum, en það tekst
væntanlega ekki fyrr en á föstudaginn.
Æðarfugl og margur annar fugl lét ? sér
heyra þarna út á bjarginu og á bakaleið-
inni gerðist það allt í einu; aftan við mig
til hægri söng lóa þrisvar sinnum um
dýrðina og svo komu þær þrjár fljúgandi,
hækkuðu sig og báru við bjartan himin
og Kinnarfjöllin. Þá kom sumarið loks-
ins til fulls og skyndilega kom heiil flokk-
ur af lóum frá hægri og sameinaðist litla
hópnum mínum og nú létu þær aldeilis í
sér heyra.
Þegar snjórinn fer kemur ýmiss konar
rusl í Ijós og hugurinn hvarflar að meng-
un og ofnotkun umbúða, þannig að
gengið er á gæði jarðar. Það eru þó
margir farnir að hugsa sig um, en marg-
falt fleiri þarf til svo fjöldinn geti tekið
höndum saman og unnið markvisst að
því að bæta ástandið í þessum málum.
Ég vissi ekki hvort ég átti að hlægja eða
gráta nú um daginn, er mér barst í hend-
ur hið ágætasta blað erlendis frá. í rit-
stjórnargrein er fjallað um sóum á gjöf-
um jarðar og sagt að nú skuli tekið á
þeim málum og blaðið framvegis prent-
að á endurunninn pappír, enda fari grár
pappír betur með augu lesandans en
hvítur. Gott mál, allt saman. En utan um
blaðið var efnismikið umslag, fóðrað
með margföldu plasti og loftbólur í,
strimill með sterku limi til lokunar um-
slagsins, og þrír límmiðar framaná.
Umslagið var litlu efnisminna en blaðið
sjálft. - Vinstri hendin hafði greinilega
ekki frétt af markmiðum þeirrar hægri.
Ingibjörg Magnúsdóttir.
vísnoþáftur
Hér birtist upphaf rímu er
Snæbjörn Jónsson kvað fyrir
miðja öldina okkar. Hann
hafði langar dvalir á Bret-
landi og orti mikið.
Hlýði í bili horskir menn
sem hafa nægan tíma
og ferskeytlunni unna enn,
upp er hafin ríma.
Glöddu alla áður Ijóð
og ómar sögukvæða,
við þau gleymdi vökul þjóð
vöntun margra gæða.
Ýmsu að vísu um er breytt
í okkar landi víða,
en ferskeytt Ijóð er alltaf eitt
eldri og nýrri tíða.
Geymi lengi göfug þjóð
gullið Ijóða dýra,
þennan okkar erfðasjóð
ekkert megni að rýra.
Öldruð sómakona sagði mér
næstu vísurnar. Hafði lært
þær á barnsaldri og mundi
ekki höfundana.
Hamingjan býr í hjarta manns.
Höpp eru ytri gæði,
en dyggðin ein má huga hans
hvíla og gefa næði.
Auðnuslingur einn þá hlær,
annar grætur sáran,
þriðji hringafoldu fær,
fjórða stinga dauðans klær.
Næsta vísa var ort í vinahópi
Bárðar Sigurðssonar. Hann
hafði farið til Vesturheims:
Ég er sestur öls við skál,
orðinn hresstur bara.
Sjaldan brestur Bragamál
hjá Bárði vesturfara.
Þessi veðurfars vísa mun ort
áður en Veðurstofan varð til:
Veltast í honum veður stinn
- veiga mælti skorðan
kominn er þefur í koppinn
minn,
kemur hann senn á norðan.
Magister Ingólfur Davíðsson
sendi þættinum vísur. Hann
segir: í tilefni komu páfans,
rifjaðist upp fyrir mér gömul
minning frá K.höfn:
Á páskum kom ég í kirkjur
tvær,
kynbornar systur eru þær.
Lýtur sií yngri Lúthers dóm,
lofar hin eldri páfann í Róm.
Til beggja systra ber ég traust,
blendinn í trúnni efalaust.
Held við báðar hollan frið,
að Helga magra ættarsið.
Ingólfi verður hugsað norður
á hörðu vori, sem oftar:
Vetrarklæði vorið ber,
víða gráir tindar.
Seint á fætur sumar fer,
svalir gnauða vindar.
Erlingur Friðjónsson stýrði
Kaupfélagi verkamanna á
Akureyri um skeið. Eitt sinn
leit hann út um glugga og sá
roskna konu ganga hjá. Þá
kvað hann:
Aldrei giftist Imba greyið.
enginn vill hana.
Margur hefur þynnra þegið,
það má gylla ’ana.
Vísan barst víða. En nokkru
síðar kom önnur vísa á loft
ófeðruð:
Aldrei giftist Elli greyið,
enga sponsar hann.
Margar hafa þynnra þegið,
það má bronsa hann.
Á búnaðarmálafundi:
Metorðastiginn er meinlega
háll,
margan á rasinn hahn setur.
Gróflega bítast þeir „Gvendur
og Páll“,
ég get ekki sett þá á vetur.
Á skógræktarfundi:
Æskulýðinn ég helst kaus,
okkar trú að boða.
En margan skalla og hæruhaus
hér má sjá og skoða.
Á öldungsárum:
Þó að ég sé gamall og grár,
geymi á kollinum lítið hár,
leita ég samt í Ijós og yl,
löngum þess nýt að vera til.
Þá koma tvær vísur eftir
Kristján Ólason á Húsavík:
Morgungolan mild og hlý
mjúkum fingrum sínum
flettir bláum blöðum í
blómagarði mínum.
Vorsins glaða vaxtarþrá
vcrmdi yndislega,
en í haustsins svip ég sá
söknuð minn og trega.