Dagur - 08.05.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 08.05.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, þriðjudagur 8. maí 1990 85. tölublað LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sfmi 23599^ Eitt lag enn sló í gegn í Zagreb: Króksarar í sigurvímu Króksarar voru afar stoltir af sínum manni Herði G. Olafs- syni eftir að lag hans Eitt lag enn, hafnaði í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva á laugardags- kvöld. Fólk þyrptist út á götur og söng við raust Eitt lag enn og fleiri skagfírska sveita- söngva. Stemmningin náði svo hámarki á Hótel Mælifelli um kvöldið. Fóðurstöðin Melrakki: Lenging á greiðslustöðvun Fóðurstöðin Melrakki á Sauð- árkróki hefur fengið lengingu á greiðslustöðvun. Lengingin er til tveggja mánaða eða til júní-i loka. Fóðurstöðin framleiðir nú loðdýrafóður fyrir bæði Skagafjörð og Eyjafjarðar- svæðið eftir að fóðurstöðtn á Dalvík lokaði. Fóðurmagnið til þessara tveggja svæða er svipað. Lenging greiðslustöðvunarinn- ar kemur til af því að stjórnvöld hafa ekki enn gripið til aðgerða til hjálpar loðdýrabændum. Ætl- unin er að skuldbreytingar til handa þeim bændum sem verst eru staddir nái fram að ganga áður en greiðslustöðvunin rennur út. Ekki hefur staða Melrakka batnað eftir að fóðurstöðinni á Dalvík var lokað. Illa gengur að fá greiðslur fyrir það fóður sem selt er á Eyjafjarðarsvæðið. Útlitið er ekki bjart hjá Mel- rakka. Að sögn Árna Guðmunds- sonar stjórnarformanns Mel- rakka blasir ekkert við nema stöðvun fóðurstöðvarinnar ef stjórnvöld standa ekki við gefin loforð um að koma loðdýrabænd- um til aðstoðar. kg Skíðastaðir: Metaðsókn á liðnuin vetri Aðsókn að Skíðastöðum í Hlíðarfjalli síðasta vetur er sú mesta frá upphafí. Síðasti dagurinn í Fjallinu var á sunnudaginn. ívar Sigmundsson, for- stöðumaður Skíðastaða, er mjög ánægður með útkomu vetrarins. „Ég álít að veturinn hafi komið vel út, þetta er áreiðanlega fjölmennasta ver- tíð sem við höfum fengið. Reksturinn hefur gengið vel og margt fólk notað aðstöð- una,“ segir ívar. Að sögn ívars hefur tekjuá- ætlun fyrir Skíðastaði farið 35 prósent framyfir það sem ætl- að var, og hlýtur slíkt að vera mjög jákvætt fyrir reksturinn. Ný lyfta var tekin í notkun í vetur við Hólabraut, og má rekja aukninguna að hluta til þess. Eldri lyftan var togbraut, og erfiðari í notkun. Ovenju- mikill snjór var í Fjallinu í vetur. EHB Par var Eitt lag enn spilað ótt og títt við ótakmarkaðan fögnuð viðstaddra. Að sögn Guðmundar Tómas- sonar hótelstjóra á Hótel Mæli- felli á Sauðárkróki var geysileg stemmning á laugardagskvöld að keppni lokinni. „Húsið var troðfullt. Stemmn- ingin var mikil og Króksarar sam- taka í að samgleðjast Herði yfir glæsilegu gengi íslenska lagsins í Söngvakeppninni,1' sagði Guð- mundur. „Þetta var alveg rosalega gaman. í raun og veru vorum við í vinningssæti. Pað liggur við að megi segja það að hafi allir fallið í skuggann fyrir Grétari og Siggu,“ sagði Hörður G. Ólafsson, höfundur Eins lags enn, í síma- viðtali frá London í gær, en hann er væntanlegur heim á morgun. Að sögn Harðar er búið að selja rétt á útgáfu lagsins í flest- öllum Evrópulöndum og þekkt sænsk söngkona syngur það inn- an tíðar inn á hljómplötu. Hljómsveitin Stjórnin hefur að sögn Harðar vakið mikla athygli og líklegt er að væntanlegri plötu hennar verði dreift á vegum Warner Bros í Evrópu. „Það er vissulega gaman fyrir mig sem lagahöfund að koma lag- inu svona langt og þetta hvetur mig að halda áfram að semja,“ sagði Hörður. kg/óþh Sólarsamba - ekki óalgeng sjón á Norðurlandi þessa daga. Mynd: KL EyjaQörður: Séra Hannes Öm á ráðstefim íAfríku Séra Hannes Örn Blandon, sóknarprestur í Eyjafirði, hélt um helgina til Lesotho í Afríku þar sem hann situr ráðstefnu um samstarf íslensku kirkjunn- ar og kirknanna í löndunum kringum S-Afríku. Þessari ráð- stefnu er ætlað að ákveða hvernig samstarfí kirknanna í þessum löndum og kirknanna á Norðurlöndum verður háttað. Upphaf þessa ntáls er fyrir þremur árum þegar hittust utan- ríkisráðherrar Norðurlanda og þessara landa til að ræða mögu- leg samskipti. Þar var ákveðið að kirkjuleiðtogar landanna hittust, sem og varð hálfu öðru ári síðar. Séra Bernharð Guðmundsson á skrifstofu Biskups íslands segir mögulegt að á þessum fundi nú verði ákveðið að söfnuðir á Norðurlöndum eignist vinasöfn- uði í þessum Afríkulöndum, líkt og vinabæjatengslum milli landa er nú háttað. Þannig gæti orðið um gagnkvæmar heimsóknir að ræða í framtíðinni þar sem fólki gefist tækifæri á að kynnast kirkjulegu starfi í öðrum löndum. JÓH Fjármálaráðuneytið hafnar beiðni FN um lager fyrir tollfrjálsan varning: Lýsir hins vegar áhuga á viðræðum um fríhöfti á Akureyrarflugvelli Fjármálaráöuneytið hefur með bréfí hafnað umsókn Flug- félags Norðurlands um að setja upp lager fyrir tollfrjálsan varning, vín og tóbak, á Akur- eyrarflugvelli, sem unnt væri að opna í tengslum við milli- landaflug til eða frá Akureyri. Hins vegar lýsir ráðuneytið sig reiðubúið til að taka upp við- ræður við aðila sem málið snertir um rekstur fríhafnar í flugstöðinni á Akureyri yfír sumarið. Flugfélag Norðurlands sendi á síðasta ári umsókn til fjármála- ráðuneytisins um að setja upp lager í flugstöðinni á Akureyri fyrir tollfrjálst vín og tóbak, sem unnt yrði að opna við komu eða brottför flugvéla til eða frá útlöndum. Hugmynd FN-manna var að hafa þennan lager kyrfi- lega læstan þegar ekki um að ræða millilandaflug til Akureyrar og hann yrði opnaður undir eftir- liti tollvarða og annarra hlutað- eigandi embættismanna. Sigurð- ur Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri FN, segir afgreiðslu fjár- málaráðuneytisins valda von- brigðum. „Við gerðum fjármála- Skemmtun HÍMA dregur dilk á eftir sér: Meint brot á áfengislöggjöf kærð til rannsóknarlögreglu - bjór seldur til 16 ára unglinga Rannsóknarlögreglunni a Akureyri hefur borist kæra vegna gruns um ólöglega áfengissölu í hófí sem Hægri menn í Menntaskólanum á Akureyri, HÍMA, héldu í húsakynnum Sjálfstæðis- flokksins í Kaupangi. Kæran byggist m.a. á því að áfengi hafí verið selt unglingum undir lögaldri. Kærandi er Hlynur Hallsson, varafulltrúi í Æskulýðsráði Akureyrar. í samtali við Dag sagði hann að sér þætti málið forkastanlegt og full ástæða væri til að fylgja því eftir, en hann taldi að það hefði lognast út af ef einhver hefði ekki tekið af skarið og lagt fram kæru. Aðspurður kvaðst Hlynur hafa ákveðið að kæra atburðinn í Ijósi reynslu sinnar hjá Æskulýðsráði. Þar hefðu áfengismál oft verið til umræðu og þá gjarnan í tengslum við drykkju unglinga í Dynheim- um. „Æskulýðsráð vill auðvitað berjast gegn drykkjuskap ungl- inga og mér finnst mjög alvarlegt þegar þeir geta farið í hús úti í bæ og keypt sér bjór. Þetta var ekki lokað samkvæmi, eins og látið var í skína, enda rækilega auglýst í Menntaskólanum. Ég get kallað til mörg vitni um það sem þarna fór fram,“ sagði Hlynur. Meðal vitna sem Hlynur hefur sér til fulltingis er 16 ára gamall piltur sem keypti sér bjór í umræddu samkvæmi hjá HIMA. Hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri fékkst það staðfest að kæra vegna meintra brota á áfengislöggjöf hefði borist sl. föstudag en á þessu stigi reyndist ekki unnt að fá nánari upplýsing- ar um málið. SS ráðuneytinu grein fyrir því hversu oft við fljúgum til útlanda og einnig það að við værum í verri samkeppnisaðstöðu við flugfélögin í Reykjavík, sem geta án lítils kostnaðar lent í Keflavík og boðið sínum farþegum upp á þessa þjónustu,“ sagði Sigurður. Orðrétt segir í bréfi fjármála- ráðuneytisins til FN: „Eftir nána skoðun beiðninnar og umsögn Ríkistollstjóraembættisins telur |ráðuneytið að skilyrði tollalaga til veitingar umbeðinnar heimild- ar séu ekki fyrir hendi." Ennfremur segir í bréfinu: „Ráðuneytið vill hins vegar taka frain að það er tilbúið til við- ræðna við þá aðila sem mál þetta geta varðað um rekstur toll- frjálsrar verslunar ríkisins á Akureyrarflugvelli.“ Að sögn Marðar Árnasonar, upplýsingafulltrúa fjármálaráðu- neytisins, er með þessu verið að gefa til kynna vilja ráðuneytisins til viðræðna um starfrækslu frí- hafnar á Akureyrarflugvelli yfir sumarmánuðina. „Að okkar mati er ótímabært að opna hér formlega fríhöfn, því þrátt fyrir allt er umferð héðan lítil. Við fljúgum héðan oft, en með fáa farþega í hvert skipti. Fríhöfn með starfsfólki og öllu því sem til þarf myndi að mínu mati skila bullandi tapi,“ sagði Sigurður. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.