Dagur - 08.05.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 8. maí 1990
Knattspyrnudómarar:
Tvær breytingar
á 15 maima
hópniun
- sem dæmir leiki
1. og 2. deildar
Um helgina voru gerðar tvær breyting-
ar á 15-manna hópnum sem dæma mun
leiki 1. og 2. deildar íslandsmótsins í
knattspyrnu í sumar. Þeir Friðgeir
Hallgrímsson, KR og Friðjón Eðvarðs-
son, Fylki, fara út úr hópnum en í
þeirra stað koma þeir Ólafur Ragnars-
son, Umf. Hveragerðis og Ölfuss og
Ari Þórðarson, Augnabliki í Kópavogi.
Fimmtán manna hópur svokallaðra A-
dómara er því þannig skipaður: Ari Þórð-
arson, Augnabliki; Bragi V. Bergmann,
Umf. Árroðanum; Egill Már Markússon,
Gróttu; Eyjólfur Ólafsson, Víkingi; Gísli
Guðmundsson, Val; Guðmundur Haralds-
son, KR; Guðmundur Stefán Maríasson,
Leikni; Gylfi Orrason, Fram; Ólafur
Lárusson, KR; Ólafur Ragnarsson, Umf.
Hveragerðis og Ölfuss; Ólafur Sveinsson,
Fram; Óli P. Ölsen, Prótti; Sveinn Sveins-
son, Fram; Sæmundur Víglundsson, ÍA og
Þorvarður Björnsson, Þrótti.
Á árlegri ráðstefnu knattspyrnudómara,
sem haldin var í Reykjavík um helgina
voru dómarar þolprófaðir og látnir taka
skriflegt próf úr knattspymulögunum, en
slík próf verða þeir dómarar að standast
sem dæma leiki í efri deildum íslandsmóts-
ins. Á ráðstefnunni var ennfremur rætt um
ýmis atriði er varða dómgæsluna í sumar
og túlkun knattspyrnuiaganna samræmd.
Á ráðstefnunni kom m.a. fram að í sumar
verður því fylgt fastar eftir en nokkru sinni
fyrr að sjúkrabörur verði til taks við leik-
völlinn meðan á leik stendur.
Knattspyrnudeild Þórs:
PoDamót
öldunga
6. og 7. júlí
„Pollamót öldunga,“ sem knattspyrnu-
deild Þórs stendur fyrir, verður haldið á
Akureyri dagana 6. og 7. júlí nk. Mót
þetta var haldið í fyrsta sinn í fyrra og
þótti heppnast gríðarlega vel. Menn
verða að vera 30 ára eða eldri og vera
félagsbundnir til að hafa þátttökurétt í
inótinu. Öllum liðuin er heimil þátttaka
í mótinu en þó þykir nauðsynlegt að
takmarka ijöldann við 24 lið.
Mótið hefst föstudaginn 6. júlí kl. 12.00
og verður leikið til kl. 20.30 um kvöldið.
Kl. 21.00 verður hafin sala á léttum veit-
ingum á vægu verði í félagshcimili Þórs og
kvöldvaka og varðeldur hefst á sama stað
kl. 22.00.
Á laugardaginn hefst knattspyrnan kl.
10.30 og verður leikið allan daginn eða allt
þar til úrslitaleikurinn hefst kl. 16.45. Kl.
18.00 gefst lcikmönnum tækifæri á að
fylgjast með úrslitaleiknum um 3. sætið á
HM á Ítalíu á risatjaidi í Sjallanum og kl.
20.00 hefst þar svokallaður Gala Dinner.
Þar verða flutt ávörp og gamanmál en síð-
an verða krýndir bcsti markvörðurinn,
varnarmaðurinn, sóknarmaðurinn,
„persónuleiki“ mótsins og loks vérða sig-
urvegararnir krýndir áöur en hafist verður
handa við dansinn sem stiginn verðúr fram
eftir nóttu.
Staðfestingar á þátttöku þurfa að bcrast
til Benedikts Guðmundssonar, Stapasíðu
17 A, 603 Akureyri, ásamt 10 þúsund
króna staðfestingargjaldi fyrir 1. júlí.
Knattspyrna:
KA-menn í öðru
sæti í Eyjum
KA-menn höfnuðu í 2. sæti á
Esso-mótinu í knattspyrnu sem
haidið var í Vestmannaeyjum
um helgina. Liðið tapaði 1:2 í
úrslitaleik fyrir heimamönn-
um. Önnur lið í mótinu voru
Breiðablik og Skagamenn.
KA-menn kepptu við Breiða-
blik í fyrsta leik og lauk honum
með jafntefli, 1:1. Leikurinn var
fremur jafn framan af en Breiða-
blik náði forystunni í fyrri hálf-
leik og Kjartan Einarsson jafnaði
metin fyrir KA-menn með marki
úr vítaspyrnu. KA-menn höfðu
yfirhöndina í síðari hálfleik en
náðu ekki að bæta við mörkum.
Næsti leikur var gegn ÍA og
lauk honum með stórsigri KA,
4:0. Jafnræði var með liðunum í
fyrri hálfleik og staðan í hléi var
0:0. í síðari hálfleik höfðu KA-
menn mikla. yfirburði enda fengu
varamenn Skagamanna að spreyta
sig. Kjartan Einarsson skoraði 2
mörk fyrir KA, Heimir Guðjóns-
son 1 og Árni Hermannsson 1.
Leikur KA og ÍBV var fremur
jafn allan tímann. Vestmanna-
eyingar náðu forystunni í síðari
hálfleik en jöfnuðu sjálfir fyrir
hlé með sjálfsmarki. Þeir bættu
síðan við einu marki í síðari hálf-
leik en KA-menn náðu ekki að
svara fyrir sig.
Úrslit í öðrum leikjum á mót-
inu urðu þannig að ÚBK og ÍA
gerðu jaftefli, 0:0, ÍBV sigraði
IA 4:0 og ÍBV og UBK skildu
jöfn, 1:1.
Kjartan Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir KA í Vestmannaeyjum. Mynd: kl
Fossavatnsgangan:
Akureyringar unnu þrjá flokka
Fossavatnsgangan fór fram á
ísafírði á laugardaginn. Gang-
an var sú síðasta í röðinni í
Islandsgöngunni svokölluðu.
Akureyringar fengu þrenn
gullverðlaun í göngunni,
Haukur Eiríksson sigraði í 22
km göngu 17-34 ára karla,
Sigurður Aðalsteinsson í flokki
35-49 ára karla á sömu vega-
lengd og Ragna Finnsdóttir í
flokki kvenna 17-34 ára, einnig
á sömu vegalend.
Þátttakendur í göngunni voru
alls 56 talsins og voru þeir allir frá
ísafirði og Akureyri. Gengnar
voru þrjár vegalengdir í nokkrum
flokkum, 22 km, 10 km og 7 km.
Hægviðri var á meðan á göng-
unni stóð, þokuloft en hlýtt.
í lok göngunnar voru kaffiveit-
ingar í Skíðheimum og var þar
dregið úr rásnúmerum fjöldi
happdrættisvinninga sem gefnir
voru af Flugleiðum, Sporthlöð-
unni, Vélsmiðjunni Þór og
Straum. Tryggingamiðstöðin gaf
verðlaunin í mótinu.
Helstu úrslitin í göngunni urðu
þessi: Karlar 17-34 ára, 22 km 1. Haukur Eiríksson, A 66.51
2. Einar Yngvason, í 69.38
3. Árni Antonsson, A 70.15
4. Óskar Jakobsson, í 70.17
5. Þröstur Jóhannesson, í 73.36
Konur 17-34 ára, 22 km 1. Ragna Finnsdóttir, A
Karlar 35-49 ára, 22 km
1. Sigurður Aðalsteinsson, A 70.12
2. Ingþór Bjarnason, A 72.51
3. Sigurður Gunnarsson, í 73.45
4. Kristján R. Guðmundss., I 74.35
5. Óskar Kárason, í 74.48
Karlar 50 ára og eldri, 22 km
1. Elías Sveinsson, í 77.59
2. Gunnar Pétursson, í 84.31
3. Rúnar Sigmundsson, A 84.41
4. Stígur Stígsson, í 92.32
5. Sigurður Jónsson, I 92.39
16 ára og yngri gestir, 22 km
1. Gísli Einar Árnason, í 75.17
2. Árni Freyr Elíasson, í 75.28
3. Kári Jóhannesson, A 79.57
4. Hlynur Guðmundsson, í 92.17
5. Arnar Pálsson, í 92.27
Konur, 10 km
1. Guðbjörg Sigurðardóttir, í 41.50
Karlar, 10 km
1. Hermann Hákonarson, í 42.05
2. Pétur Albert Sigurðsson, í 42.20
3. Guðmundur Ólason, í 56.40
Konur, 7 km
1. Auður Ebenesardóttir, í 23.26
2. Jóna Björg Guðmundsd., í 25.25
3. Guðrún Kristjánsdóttir, í 31.53
4. Arndís Gunnlaugsdóttir, í 32.02
5. Linda Kristjónsdóttir, í 35.40
Karlar, 7 km
1. Jón Kristinn Hafsteinsson, I 23.34
2. Ebeneser Þórarinsson, í 23.57
3. Elías Oddsson, í 26.02
4. Pétur Bjarnason, í 26.53
5. Eiríkur Gíslason, í 28.19
Snóker:
Viðar vann annað
mótíð af þremur
- og Akureyrarmeistaratitillinn er í sjónmáli
Viðar Viðarsson sigraði nokk-
uð örugglega á öðru Akureyr-
armóti meistaraflokks í snóker
sem fram fór á knattborðsstof-
unni Gilinu fyrir rúmri viku.
Viðar sigraði einnig á fyrsta
mótinu og virðist fátt geta
hindrað að hann verði Akur-
eyrarmeistari. Zophonías
Arnason varð í öðru sæti en
hann sigraði Helga Sigurðsson,
Aðalfundur handknattleiksdeildar Pórs:
Kristinn Sigurharðarson
kjörinn formaður
Aðalfundur handknattleiks-
deildar Þórs var haldinn mánu-
daginn 30. apríl si. Kristinn
Sigurharðarson var kjörinn
formaður deildarinnar en
Oddur Halldórsson hafði ósk-
að eftir lausn frá því embætti.
Hann situr þó áfram í stjórn-
inni sem og flestir sem voru í
henni áður.
Aðrir í stjórn handknattleiks-
deildar voru kjörnir Smári Garð-
arsson, Hörður Sigurharðarson,
Erna Friðriksdóttir og Kristjana
Benediktsdóttir en þau sátu öll í
gömlu stjórninni. Að auki kom
inn í hana Dröfn Þórarinsdóttir
en hún og formáðurinn eru einu
nýju stjórnarmeðlimirnir.
Á fundinum kom fram að fyrri
stjórn vann gott stari’ í peninga-
málum deildarinnar og tókst að
koma þeim í viðunandi horf.
Fyrsta verkefni hinnar nýju
stjórnar verður væntanlega að
ráða nýjan þjálfara og er búist
við því að það verði gert á næst-
sem varð í 3. sæti, í úrslitaleik.
Staðan í stigakeppninni er þá
þannig að Viðar er í efsta sæti
með 160 stig, Helgi Sigurðsson er
í 2. sæti með 130 stig, Ófeigur
Marinósson í því 3. með 110 stig
og Sigursteinn Vestmann er 4.
með 85 stig.
Um næstu helgi fer fram síð-
asta Akureyrarmót 1. flokks.
Mótið fer fram í Gilinu og hefst
kl. 10.00 á laugardaginn.
| Viðar Viðarsson hefur haft mikla yfirburði á Akureyrarmótunum í snóker.