Dagur - 08.05.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 08.05.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 8. maí 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG 'GUNNARSDÓTTIR. LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Atvinnumálm efst á baugi á Akureyri Bæjar- og sveitarstjórnakosningar eru á næsta leiti og ef að líkum lætur verður spennandi að fylgjast með úrslitum þeirra. Á Akureyri hefur kosningabaráttan farið hægt af stað og pólitísk umræða verið í lágmarki, þótt einungis 18 dagar séu fram að kosningum. Þetta hlýtur að fara að breytast næstu daga en þegar er ljóst að kosn- ingabaráttan verður stutt. Hvort hún verður átakamikil mun tíminn leiða í ljós. Atvinnumálin verða mál málanna í bæjar- stjórnarkosningunum á Akureyri að þessu sinni. Atvinnuleysi í bænum hefur verið meira undan- farna mánuði en nokkru sinni fyrr og fátt bendir til þess að úr rætist á næstunni. Núverandi bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hefur sætt harðri gagnrýni fyrir aðgerðarleysi á sviði atvinnumála á kjörtímabil- inu, þrátt fyrir fögur fyrirheit um hið gagnstæða í síðustu bæjarstjórnarkosningum; fyrirheit sem vafalaust voru lykillinn að góðri útkomu þessara flokka þá. Mörgum finnst sem kraftar núverandi meiri- hluta Bæjarstjórnar Akureyrar hafi um of farið í að ræða málin og skilgreina vandann á sama tíma og eiginlegar framkvæmdir hafi verið látn- ar sitja á hakanum. Með öðrum orðum hafi bæjaryfirvöld á Akureyri skort nauðsynlegt frumkvæði í atvinnumálunum á kjörtímabilinu. Þessi gagnrýni á við rök að styðjast og sannast sagna hafa bæjaryfirvöld fátt aðhafst til að snúa vörn í sókn í atvinnulífi Akureyrar á kjörtímabil- inu. Vissulega hafa erfið ytri skilyrði í þjóðar- búskapnum haft sín áhrif á atvinnulíf þar eins og annars staðar. Almenn rekstrarskilyrði í landinu skýra þó afleita stöðu atvinnulífs á Akureyri einungis að hluta. Jakob Björnsson, sem skipar 3. sæti á fram- boðslista Framsóknarflokksins við bæjarstjórn- arkosningarnar á Akureyri nú, kemst svo að orði í grein sem birtist í blaðinu „Framsókn, Akur- eyri“ fyrir skemmstu: „Á þessum erfiðleikatím- um í atvinnumálum, ræða menn um hvert hlut- verk sveitarfélagsins eigi að vera í atvinnuupp- byggingu og hversu langt sé hægt að ganga á þeim vettvangi. Krafa bæjarbúa hlýtur að vera sú að meirihlutinn gefi tóninn og sýni að hann sé tilbúinn til átaka við vandann. Það er langt frá því að núverandi meirihluti hafi blásið bæjar- búum bjartsýni í brjóst í atvinnumálunum, eða sannað að að hann sé á annað borð fallinn til að fást við vandamálin og atvinnuleysið." Þetta eru því miður orð að sönnu. BB. Teikning Guðmundar Ármanns, myndlistarinanns, af Grófargilinu eins og það gæti litið út þegar það væri orðið miðstöð menningar og lista á Akureyri. Merniingarbærimi Akureyri „Skóla- og menningarbærinn Akureyri.“ Þesi orð eru oft við- höfð um höfuðstað Norðurlands, Akureyri. En eru þessi orö rétt? Að mínu áliti er svarið bæði já og nei. Já, vissulega er Akureyri skólabær cn er hann menningar- bær? Ja, það er hann ekki, ekki í þeim skilningi sem ég legg í orðið menningarbær. Þar vantar tals- vert upp á. Öll þekkjum við skólana sem hafa verið hornsteinar bæjarins um lengri eða skemmri tíma, skóla sem hafa menntað okkur og börnin okkar. Já. Akureyri er skólabær, Við höfurn hér há- skóla, menntaskóla, verkmennta- skóla, myndlistarskóla og tónlist- arskóla. En hvar er Akureyri á vegi stödd sem menningarbær? Hvar er listasafn Akureyrar? Hvar er sérhæfður sýningarsalur fyrir stærri myndlistarsýningar? Hvar er sérhæfður salur til tón- listarflutnings? Ef Akureyri á að teljast menningarbær verða þess- ir hlutir að vera til staðar. í viðbyggingu við Amtsbóka- safnið er gert ráð fyrir fjölnota sal, sem á að leysa vanda tónlist- ar- og myndlistarmanna. En hve- nær verður hann tilbúinn? Verð- ur það þegar við, sem störfum að myndlist og tónlist á Akureyri ,í dag, verðum komin á grafar- bakkann? Hvenær verður svo Jónas Viðar Sveinsson. reist veglegt listasafn hér á Akur- eyri? Astæðan fyrir þessari hugleið- ingu minni um stöðu menningar- mála hér í bæ er grein sem birtist í blaðinu Norðurlandi í maímán- uði síðastliðnum. Þar setur Guð- mundur Ármann myndlistarmað- ur fram mjög svo góða hugmvnd í texta og teikningu um lausn á menningarvandamálum Akur- eyrar: Framlengjum göngugöt- una upp Gilið og gerum gamla Grófargilið að allsherjar lista- og menningarmiðstöð. „Glæðum gömlu verksmiðju- húsin lífi“, er innihald þessarar hugmyndar, ásamt því að leysa menningarvandamál Akureyrar til frambúðar. í þessuni húsum niá koma fyrir vinnustofum lista- manna, Listasafni Akureyrar, sýningasal, tónlistarsal, galleríi, litlum verslunum sem selja vand- aða listmuni úr íslenskri ull, birki, silfri, gulli, gleri og leir. Þa’r gætu haft aðstöðu félags- samtök sem tengjast menningar- málum, eins og Menningarsam- tök Norðlendinga, Nýlistafélag- ið, Ólund og bókaútgáfa sem sér- hæfði sig í útgáfu verka myndlist- armanna og rithöfuna. Einnig væri hægt að hugsa sér lítið kaffi- hús í fallegu umhverfi þessarar menningargötu Akureyringa. Við sjáum nú þegar vísi aö þessum breytingum efst í Gróf- argilinu, þar sem Myndlistarskól- inn hefur hreiðrað um sig í mjög svo glæsilegu húsi, sem áður var efnaverksmiðja. Glæsilegar vinnustofur listamanna í bakhúsi efst í Gilinu eru einnig vísir að þessuni breytingum. Þetta er sem sagt frábær hug- mynd og góð lausn á svo mörgum vandamálum Akureyrar á sviði menningarmála. Akureyringar! Tökum höndum saman og kom- um þessari hugmynd í fram- kvæmd. Geruni Akureyri að menningarbæ sem við getum ver- ið stolt af. Jónas Viðar Sveinsson. Höfundur er niyndlistarmaöur á Akur- eyri. Stóriðja við Faxaflóa hefur aukna byggðaröskun í lor með sér - segir fliréfi frá landshlutasamtökum sveitarfélaga á Vestíjörðum, Norðurlandi og Austurlandi til ríkisstjórnarinnar Kíkisstjórn íslands Stjórnarráðinu Reykjavík „Samstarfshópur landshfutasam- taka sveitarfélaga á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi vill, eftir fund með alþingismönnum þessara kjördæma, beina eftirfar- andi atriðum til ríkisstjórnarinn- ar: Úttekt á vegum Byggðastofn- unar sýnir að með óbreyttri bú- setuþróun mun á næstu áratugum verða geigvænleg búsetutilfærsla frá landsbyggðinni til höfuðborg- arsvæðisins. Á sama tíma er til umræðu staðarval nýs álvers á Islandi, sem mun hafa gífurleg margfeld- isáhrif í nágrannabyggðum sínum auk þess að hafa áhrif á hagvöxt, þjónustu og vinnumarkað í fram- tíðinni. Hin mikla .búseturöskun sem fylgir uppbyggingu stóriðju og stórvirkjana á Suður- og Suð- vesturlandi getur orðið eitt alvar- legasta áfallið í búsetuþróun á Islandi síðustu áratugina. Jarðgöng á milli byggðarlaga á norðanverðum Vestfjörðum tengja þjónustu- og atvinnu- svæði, þannig að fleiri greinar þjónustu og framleiðslu nýtast á stækkuðum heimamarkaði. Um leið verður tryggt að eitt þýðing- armesta framleiðslubyggðarlag landsins blómgist og leggi frani aukinn skerf til þjóðarbúsins. Stórvirkjun í Fljótsdal í sam- ræmi við ákvörðun Alþingis um virkjunarröð er undirstaða margskonar uppbyggingar og framþróunar á Áusturlandi. Staðsetning stóriðju við Eyjafjörð eða Reyðarfjörð er gott tækifæri til að jafna búsetu í landinu í samræmi við þjóðar- hag. Margfeldisáhrif stóriðju á landsbyggðinni ná einnig til höfuðborgarsvæðisins. Stóriðja viö Faxaflóa hefur hins vegar ein- göngu margfeldisáhrif á höfuð- borgarsvæðinu en aukna byggða- röskun á landsbyggðinni í för með sér. Sú þróun kemur höfuð- borgarsvæðinu í koll um síðir. Það er ekkert seni réttlætir uppbyggingu stóriðju á íslandi, þrátt fyrir að iðjuverið leiði til aukins hagvaxtar, ef öðrum meg- inhagsmunum þjóðarbúsins er jafnhliða stefnt í hættu.“ Reykjavík 23. apríl 1990. F.h. samstarfshóps landshluta- samtaka sveitarfélaga á Vest- fjörðum, Norðurlandi og Austur- landi. Kristinn Jónsson, varaformaður Fjórðungssambands Vcstfirðinga Björn Sigurbjörnsson, formaður Fjórðungssambands Norðlendinga Einar Már Sigurðarson, formaður Sambands sveitarfélaga í Austurlandskj.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.