Dagur - 08.05.1990, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 8. maí 1990 - DAGUR - 11
tónlist
Þar sem garðurinn er hæstur
Sunnudaginn 6. maí hélt Kór
Akureyrarkirkju í samvinnu við
Samkór Stöðvarfjarðar og Breið-
dalsvíkur mikla tónleika í Akur-
eyrarkirkju.
Tónleikarnir hófust á því, að
Björn Steinar Sólbergsson, org-
anisti Akureyrarkirkju, lék þrjú
orgelverk eftir César Franck, en'
á þessu ári eru liðin eitt hundrað
ár frá því að hann lést.
Fyrsta verkið var Piéce heroiq-
ue. Þetta er rismikið verk, sem
gerir miklar kröfur til ákveðinnar
túlkunnar og festu. Það þarfnast
líka nokkurs hraða í flutningi tii
þess að andi þess komi vel til
skila.
Björn Steinar lék verkið af
öryggi og fágun og náði víða fram
uppljómum og þrótti. Líklega
hefði þó mátt flytja það litlu einu
hraðar og á nokkrum stöðum
hefði bjartari registrering lyft
verkinu enn frekar.
Næst lék Björn Steinar Prél-
ude, fugue et variations. Þetta er
undurfagurt verk - ekki síst prel-
údían. Yfir henni er dreyminn og
svífandi blær, sem Björn Steinar
náði afburða vel með fínlegu
„rúbató“ jafnframt því sem hann
laðaði lipurlega fram þann hógláta
rytma, sem liggur í verkinu og
smeygir sér ljúflega en þó ákveð-
ið inn í vitund heyrandans.
Síðasta orgelverkið var Choral
í a-mol. í því skiptast á leikur og
yfirvegun, en er líður að lokum
lyftist verkið í tilbeiðslu sem lýk-
ur með innilegri lofgjörð.
Þetta verk flutti Björn Steinar
með glæsibrag og seiddi fram
hughrif þess með kostgæfinni
notkun þess magnaða hljóðfæris,
sem orgel Akureyrarkirkju er.
Zoltán Kodály samdi Missa
Brevis á stríðsárunum síðari.
Verkið er samið yfir hinn hefð-
bundna, latneska messutexta, en
ber ákveðin merki þeirra hörm-
unga, sem þá gengu yfir heim-
inn.
Verkið er magnað tilkall, bæn
til Drottins allsherjar, að hörm-
ungunum linni. Þetta kemur víða
fram, en gleggst í messulokun-
um, þar sem orðin Da pacem,
eða Gef oss frið, eru endurtekin
- Tónleikar í Akureyrarkirkju
aftur og aftur líkt og í bænarang-
ist.
Missa Brevis er flókið verk.
Raddirnar samanslungnar, inn-
komur margar og á ýmsum stöð-
um fyrir hinar aðskiljanlegu
raddir og kröfur um þýðleik
styrk, ákveðni, tónhæð og túlkun
miklar. Það er því mikið í ráðist
að leggja til atlögu við verk sem
þetta. Til þess þarf hugdirfð og
áræði, þol og þrek hvers einasta
þátttakanda.
Hinn sameinaði kór taldi um
sjötfu manns. Frammistaða hans
kom verulega og ánægjulega á
óvart. Sópraninn sveif í hæðir af
sem.næst útrúlegu öryggi og með
góðum tóni, milliraddir voru
þéttar og öruggar og bassinn var
allvel breiður og styrkur. Ef
eitthvað ætti að finna að kórnum
almennt, er það helst, að karla-
raddir voru helst til fáskipaðar,
einkurn bassinn, en hann hvarf
sem næst alveg á nokkrum stöð-
um þar sem hann var í mjög lágri
legu.
Innkomur voru sem næst ætíð
lýtalausar og hið sama má segja
um afslátt. Einungis í örfá skipti
mátti heyra hið óþægilega hviss,
þegar „ess“ falla ekki alveg
saman. Þá var vald kórsins á jafnt
sterkum sem veikum söng í góðu
lagi. Loks var túlkun natnisleg,
svo að sá andi, sem í verkinu
felst, skilaði sér vel.
Einsöngvarar í Missa Brevis
Vinningstölur laugardaginn
5. maí ’90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 0 5.555.967.-
2. 3 192.327.-
3. 4af 5 143 6.960.-
4. 3af 5 4.323 537.-
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
9.449.679.-
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
voru sópransöngkonurnar Mar-
grét Bóasdóttir, Dagný Péturs-
dóttir og Kristín Alfreðsdóttir,
Gunnfríður Hreiðarsdóttir, alt,
Guðlaugur Viktorsson, tenór, og
Benedikt Sigurðarson, bassi. Öll
skiluðu þau sínum hlut með
prýði.
Kórstjóri var Ferenc Utassy,
stjórnandi Samkórs Stöðvar-
fjarðar og Breiðdalsvíkur. Hann
stjórnaði af öryggi og festu og
blaðlaust, sem er afrek út af fyrir
sig, þegar um svo langt og mikið
tónverk er að ræða sem Missa
Brevis.
Orgelleikari var Björn Steinar
Sólbergsson. Leikur hans féll að
söng kórsins sem hanski að hönd
þrátt fyrir það, að öll lengd
kirkjuskipsins væri á milli.
Með þessum tónleikum má
segja, að Kór Akureyrarkirkju
og Samkór Stöðvarfjarðar og
Breiðdalsvíkur hafi ekki ráðist á
garðinn, þar sem hann er lægstur,
heldur þar sem hann er hvað
hæstur. í fyrsta lagi yfirstigu þeir
þann vanda, sem liggur í einni
saman fjarlægðinni á milli kór-
anna og í öðru lagi hafa þeir stað-
ið glímuna við hið vandasama
verkefni sitt með glæsibrag. Því
sannarlega voru tónleikarnir
mikil stund fyrir unnendur góðr-
ar tónlistar í vönduðum flutningi.
Og ekki síður voru þeir mikil
stund fyrir það, að þeir voru
frumflutnir.gur Missa Brevis eftir
Kodály á íslandi.
Því miður verða tónleikarnir
ekki endurteknir á Akureyri.
Hins vegar ætti það að vera til-
hlökkunarefni Egilstaðabúum og
öðrum Austfirðingum, að næsta
sunnudag, 13. maí, verða þeir
haldnir í Egilsstaðakirkju. Þeim,
sem þetta skrifar, er það harms-
efni að geta ekki líka sótt þá þar.
Haukur Ágústsson.
STARFSMANNAFÉLAG RÍKISSTOFNANA
Framkvæmdarstjóri
Starfsmannafélag ríkisstofnana auglýsir laust til
umsóknar starf framkvæmdarstjóra.
Starfið er laust nú þegar. Hér er um að ræða
krefjandi starf en um leið áhugavert fyrir félagslega
vana manneskju.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öll-
um umsóknum svarað. Skriflegar umsóknir sem til-
greina menntun, reynslu og starfsferil skal senda fyr-
ir 21. maí n.k. til:
S.F.R. Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.
Tónlistarskóli Reykdæla auglýsir:
Skólastjóra vantar
við Tónlistarskóla Reykdæla, Laugum, Suður -
Þingeyjarsýslu.
Viðkomandi þarf einnig að geta kennt tónmennt við
grunnskóla staðarins.
Stöðunni fylgir ódýr 110 fm. nýleg íbúð.
Barnagæsla á staðnum.
Umsóknarfrestur er til 25. maí n.k.
Upplýsingar veita, Ragnar L. Þorgrímsson í síma
96-43104 og Eva Jónsdóttir í síma 96-43201.
Veðurathugunarménn
á Hveravöllum
Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo einstak-
linga, hjón eða einhleypinga, til veðurathugana á
Hveravöllum á Kili.
Starfsmennirnir verða ráðnir til ársdvalar, sem vænt-
anlega hefst í lok júlímánaðar 1990.
Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og reglu-
samir, og nauðsynlegt er, að a.m.k. annar þeirra
kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið skal fram, að
starfið krefst góðrar athyglisgáfu, nákvæmni og
samviskusemi. Laun eru samkvæmt launakerfi rík-
isins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar,
menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi
eru, skulu hafa borist Veðurstofunni fyrir 20. maí
n.k.
Allar upplýsingar eru gefnar í tækni- og veður-
athuganadeild Veðurstofunnar, Bústaðavegi 9,
150 Reykjavík, sími 600600.
Slys gera ekki ^
■ $C r U JT m ÖKUM EINS OG MEI
boð a undan ser!u
Frítt!!
Fyrir byrjendur vikuna 7.-14. maí
Þarftu að létta þig? Styrkja þig? Þyngja þig?
Eða bara komast í góðan félagsskap?
Vaxtarræktin á Akureyri er ein fremsta
líkamsræktarstöð á íslandi í dag.
Komið og skoðið eða verið með
Nánari upplýsingar í síma
21061 kl. 09.00-13.00
og 25266 kl. 16.30-21.30.
* . Vaxtarræktin
íþróttahöll