Dagur - 09.05.1990, Qupperneq 1
73. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 9. maí 1990
86. töiublað
y\Il± fyn'r
HAFNAflSTRÆTI 92 60? AKUREYRI SiMI 96 76708 BOX 397
Verkun á Ítalíuskreið:
„Gengur ekki
í dag“
Eins og horfurnar eru í dag í
fiskverkuninni eru litlar lýkur
á að útgerðarmenn og fiskverk-
endur verki fisk fyrir Ítalíu-
markað á næstu mánuðum.
„Að verka í skreið fyrir Ítalíu-
markað gengur ekki í dag,“ sagði
Valdimar Kjartansson, útgerðar-
maður og fiskverkandi á Hauga-
nesi við Eyjafjörð.
Fiskverkendur eiga töluverðar
birgðir og að sögn Valdimars
liggur hann með 'A af fyrraárs-
framleiðslu. Víða er þessu farið á
sama veg og jafnvel eru birgðir
meiri hjá sumum.
Skreiðarkaupmenn frá Ítalíu
skoðuðu eyfirska skreið í gær, en
Valdimar sagðist ekki búast við
að í kjölfar þeirrar heimsóknar
myndi færast kippur í sölu skreið-
ar til Ítalíu.
„Af sölu verður ekki fyrr en
með haustinu, en þá kaupa ítalir
alltaf visst magn. Breyttar reglur
Landsbanka íslands vegna
afurðalána hamla einnig verulega
gegn skreiðarverkuninni fyrir
Italíumarkaðinn.
Hér verka menn í salt. Það er
hagkvæmast. Salan er góð og sá
fiskur sem er fullgerður selst
jafnóðum,“ sagði Valdimar
útvegsbóndi. ój
Vor í lofti.
Mynd;.KL
Fasteignamarkaðurinn á Akureyri:
Lífleg viðskipti og
fremur hátt verðlag
- húsbréfakerfið virðist lofa góðu
Eftir hefðbundinn vetrardvala
er fasteignamarkaðurinn á
Akureyri að vakna til lífsins og
eru viðskipti með húseignir
blómleg um þessar mundir.
Eftirspurn er mikil eftir íbúð-
um og verðlag hefur stigið.
Flóðgáttir húsbréfakerfis opn-
ast fyrir almenning 15. maí
næstkomandi en forgangshóp-
ar hafa þegar nýtt sér þetta
nýja kerfi.
Björn Kristjánsson, sölumaður
hjá Fasteignatorginu, sagðist
vera ánægður með fasteigna-
markaðinn á Akureyri þessa dag-
ana. Hann segir að eignir liafi
hrúgast inn með vorinu og við-
skiptin séu orðin lífleg, en mark-
aðurinn er ávallt í lægð yfir
vetrarmánuðina.
„Ég er alls ekki óánægður með
viðbrögðin síðustu vikurnar. Það
hefur vantað eignir á söluskrá í
allan vetur en þær hafa streymt
inn núna. Eftirspurn hefur veriö
meiri en framboð og þess vegna
hefur verðið stigið,“ sagði Björn.
Hann sagði að nú vantaði helst
Framtíð Álafoss hf. til umræðu í Bæjarstjórn Akurevrar:
Hugmyndii: um stóraukna
Ijárfestingu Alafoss á Akureyri
Hörð
fundi
gagnrýni kom fram á
Bæjarstjórnar Akureyr-
ar í gær á þá hugmynd að flytja
hluta aðalskrifstofu Álafoss hf.
úr bænum. Bæjarfulltrúarnir
Björn Jósef Arnviðarson og
Sigríður Stefánsdóttir töldu að
fyrr eða síðar kæmi að því aö
öll starfsemi fyrirtækisins færi
frá Akureyri, næði þetta fram
að ganga. Úlfhildur Rögn-
valdsdóttir og Þórarinn E.
Sveinsson bentu hins vegar á
að engin merki væru um að öll
starfsemi Álafoss færi úr
bænum, þvert á móti standi
fyrir dyrum vélvæðing á Gler-
áreyrum fyrir tugi milljóna
króna, og nýlega hafj verið
ráðið í 20 ný störf hjá Álafossi
hf.
Björn Jósef Arnviðarson hóf
umræðuna í tilefni af samþykkt
bæjarráðs um að skuldbreyta 40
milljóna króna skuld Álafoss hf.
við Akureyrarbæ til 6 ára. Kvað
hann það undarlegt að daginn
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri:
Skortur á hjúkrunarfræðingum
gæti hamlað starfsemi deída
Á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri ríkti töluverð bjart-
sýni í vetur um að skortur á
hjúkrunarfræðingum yrði ekki
tiltakanlegur í sumar, en að
sögn Sonju Sveinsdóttur,
hjúkrunarframkvæmdastjóra,
hafa þessar vonir ekki ræst.
Færri hjúkrunarfræðingar
koma frá Háskóla íslands en
reiknað hafði verið með og þá
sagði Sonja að nokkrir hjúkr-
unarfræðingar hefðu hætt
störfum vegna þess að eigin-
menn þeirra misstu atvinnu
sína á Akureyri og fjölskyld-
urnar hefðu því flutt úr
bænum.
Fjórðungssjúkrahúsið hefur að
undanförnu auglýst eftir hjúkr-
unarfræðingum í fastar stöður og
afleysingastöður á barnadeild,
handlækningadeild, gjörgæslu-
deild, skurð- og svæfingadeild,
lyfjadeild og geðdeild. Astandið
mun vera dálítið misjafnt eftir
deildum en skortur á hjúkrunar-
fræðingum er svipaður og á sama
tíma síðustu ár.
Að sögn Sonju gefur það auga
leið að þegar deildir eru undir-
mannaðar yfir vetrarmánuðina
þá getur ástandið ekki annað en
versnað yfir sumartímann þegar
starfsmenn fara í sumarfrí. Sumir
hjúkrunarfræðingar eru með
mikla starfsreynslu og eiga rétt á
allt að sex vikna sumarleyfi.
Skortur á hjúkrunarfræðingum er
því skiljanlega mestur á þessum
árstíma. Einnig hafa hjúkrunar-
fræðingar sem starfað hafa lengi
farið í námsleyfi og ársfrí.
„Ljósi punkturinn hjá okkur
núna er sá að þeir hjúkrunarnem-
ar sem lokið hafa þremur árum í
Háskólanum á Akureyri koma
inn sem lykilhjálp í sumar.
Einnig fáum við nokkra nýút-
skrifaða hjúkrunarfræðinga að
sunnan en þeir koma ekki' inn
fyrr en 9. júlí og þurfa þá ákveð-
inn aðlögunartíma," sagði Sonja.
Aðspurð, sagði Sonja að þrátt
fyrir skort á hjúkrunarfræðingum
yrði bráðaþjónusta alltaf til stað-
ar á deildunum, ánnað hefði
aldrei kömið til gréina. Hins veg-
ar yrði að koma í ljós hve mikið
hj úkrunarfræðingaskorturinn
myndi hamla starfsemi deildanna
fyrir utan bráðaþjónustuna. „Það
hefur oft syrt í álinn hjá okkur en
síðan hefur þetta bjargast furð-
anlega á síðustu stundu,“ sagði
Sonja. SS
eftir að bæjarráð hafi samþykkt
þetta sjái menn yfirlýsingar for-
stjóra Álafoss um að vilja flytja
hluta aðalskrifstofu á brott. Taldi
Björn Jósef að fyrr eða síðar færi
öll skrifstofan, starfsfólkið hefði
m.a. verið spurt að því nýlega
hvort það vildi flytja til Reykja-
víkur. Orðrómur væri um að
söludeildin ætti einnig að flytja
flótlega. Hann sagði að með
sörnu rökum og forstjóri Álafoss
notaði um að ekki finndist fólk í
stjórnunarstörf á Akureyri,
mætti segja að tilgangslaust væri
að ræða um álver við Eyjafjörð,
því þangað fengist ekki sér-
menntað fólk í vinnu við fjár-
málastjórnun o.s.frv.
Þórarinn E. Sveinsson sagði að
meirihluti bæjarstjórnar hefði
tæpast kynnt sér málefni ullariðn-
aðar á kjörtímabilinu. „Álafoss
hefur barist í bökkum, og skiljan-
legt að erfiðleikum hafi verið
bundið að ráða fólk til starfa hjá
fyrirtæki sem hefur verið í óvissu.
Én dylgjur Björns Jósefs og fleiri
um flutning allrar starfseminnar
eiga ekki við rök að styðjast, og í
því sambandi get ég upplýst að
ætlunin er að kaupa vélbúnað
fyrir tugi milljóna króna og setja
upp hjá Álafossi á Akureyri,
enda er stefnt að því að sérhæfð
ullarvinnsla verði hér í bæ, svo
framarlega sem ullariðnaður
heldur áfram í landinu."
Ekki náðist samband við for-
stjóra Álafoss vegna þessa máls
eftir að fundi bæjarstjórnar lauk í
gær. EHB
hæðir og einbýli á skrá, sérstak-
lega á Brekkunni.
Þeir sem fengu lánsloforð frá
Húsnæðisstofnun fyrir 1. mars
1989 komust inn í húsbréfakerfið
og segir Björn að töluvert hafi
verið selt af eignum í þessu kerfi.
Hann segir jafnframt að svo virð-
ist sem fólk sé þokkalega ánægt
með húsbréfakerfið og að það
lofi góðu.
Eftir 15. maí nk. getur hver og
einn gengið inn í húsbréfakerfið í
viðskiptum með eldri fasteignir,
en að sögn Björns verður kcrfið
að öllum líkindum ekki opnað
fyrir viðskipti með nýjar eignir
fyrr en 15. nóvember. SS
Grenivík:
Kappnóg að gera
Mikil vinna hefur verið undan-
farið í frystihúsi Kaldbaks hf. á
Grenivík. Unnið hefur verið á
laugardögum frá því í mars.
Þorsteinn Pétursson, fram-
kvæmdastjóri. segir að afli hafi
veriö tregur á togaraslóðum síð-
ustu vikur, en afli smærri báta oft
verið þokkalegur. Vinnudagur-
inn í frystihúsinu er níu klukku-
stundir, og unnið alla laugar-
daga.
„Við fáum fisk úr Frosta, Sjöfn
og trillubátum. Afli hefur aðeins
glæðst en hefur verið lélegur hjá
togurunum undanfarnar vikur.
Frystihúsið er ekki stórt, þannig
að við þurfum ekki svo mikið,“
segir Þorsteinn Pétursson. EHB
Skafti SK-3:
Hvalur í trollið
Grálúðuveiðin hefur gengið
heldur treglega hjá skagfirsku
togurunum. Skagfirðingur og
Hegranes fengu þó góðan
alla og fylltu sig á fjórum dög-
uin um páskana. Síðan hafa
veiðar gengið hægt og hafís á
grálúðumiðunum fyrir vestan
gerir sjómönnum lífið leitt.
Skafti SK-3 varð að hörfa und-
an ís á vestfjarðarmiðunum um
helgina. Að þessum túr loknum
verður Skafti tekinn í slipp á
Akureyri. Verður hann botn-
skrapaður og málaður, búist er-
við að skröpun taki þrjá daga.
Skagfirsku togararnir hafa
„fiskað" nokkuð af hákörlum
undanfarið. Um fimm hákarlar
hafa fengist í einum túr. Sjómenn
selja hákarlinn til verkunar og
er líklegt að hann verði á borðum
á þorrablótum á næsta ári.
Skipverjar á Skafta urðu fyrir
ónotalegri lífsreynslu í síðasta
túr. Þótt ótrúlegt megi virðast
fengu þeir hval í trollið. Sá var
dauður og dragúldinn og ólyktin
svo megn að trollið lyktaði í lang-
an tíma á eftir og mögum köstum
seinna. Skipverjum á Skafta bar
saman um að meiri ódrátt hefðu
þeir aldrei fengið. kg