Dagur - 09.05.1990, Side 3

Dagur - 09.05.1990, Side 3
 Miðvikudagur 9. maí 1990 - DAGUR - 3 Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga: Rekstrarhagnaður 11 milljóiiir 14 milljónir eftir afskriftir Hagnaður hjá Kaupfélagi Þingeyinga í fyrra var 11 inilljónir en tapið 1988 var 69 milljónir. Aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga var haldinn í samkomu- sal Barnaskólans á Húsavík, laugardaginn 5. maí sl. og hófst hann klukkan 10 árdegis. A fundinn mættu 103 fulltrúar úr 9 félagsdeildum. Félags- menn voru 1.962 í árslok 1989. Fram kom á fundinum að heildarvelta félagsins var 1.450 milljónir króna og hafði hún aukist um 19,8%. Rekstrar- gjöld án fjármagnsliða voru 1.365 milljónir króna og höfðu aukist um 15,5%, en þar af var launakosnaður 205 milljónir króna, eða 5,6% hærri en á fyrra ári. Rekstarhagnaður ársins var tæpar 11 milljónir króna, eftir að búið var að færa niður og afskrifa útistand- andi kröfur og hlutafé að fjár- hæð rúmlega 14 milljónir króna. Til samanburðar var tap á árinu 1988 upp á 69 millj- ónir. Samanlagt eigið fé Kaup- félags Þingeyinga og Mjólkur- samlags KÞ var 159 milljónir króna í árslok 1989. Fjármuna- myndun frá rekstri var rúm- lega 44 milljónir króna, en var neikvæð um tæpar 47 milljónir króna árið áður. í skýrslu stjórnarformanns, Egils Olgeirssonar, kom fram að megin verkefni stjórnar félagsins á síðasta ári hafi verið að fylgja eftir þeim aðgerðum sem sam- þykktar voru á framhaldsaðal- fundi 11. júní 1989. Fyrir ári síðan hefðu menn talað um að fram- Þann 11. inaí nk. eru 60 ár lið- in frá stofnun Skógræktar- félags Eyfirðinga. Félagið, sem er elsta skógrækt- arfélag á íslandi, minnist þessara tímamóta með sérstökum hátíða- fundi, sem haldinn verður laugar- daginn 12. mai og hefst hann að loknum aðalfundi félagsins, kl. 16.00 í Svartfugli, Alþýðuhúsinu á Akureyri. í lok aðalfundarins verða tilkynnt úrslit í samkeppni um myndverk, sem efnt var til meðal grunnskólanemenda í undan væri lífróður til að bjarga kaupfélaginu. Róttækum aðgerð- um hefði verið hrundið af stað sem fólust fyrst og fremst í sam- þjöppun verslunardeilda, lækkun sameiginlegs skrifstofu- og stjórnunarkostnaðar, eflingu þeirra þátta sem skiluðu arði, skuldbreytingum, aðhaldi í fjár- festingu og sölu eigna. Með þess- um aðgerðum hefði tekist að snúa rekstri félagsins til betri vegar. „Þessi árangur er ánægju-' legur, sem vert er að þakka öllum sem að hafa unnið, ekki síst dugnaði starfsfólks og samstöðu og velvild félagsmanna. Þá er brýnt að undirstrika að þetta er aðeins fyrsti áfangi til betri tíðar, enn er staða félagsins veik og því aðhald, aðgát og raunsæi á öllum sviðum nauðsynlegt,“ sagði Egill. í skýrslu kaupfélagsstjóra, Hreiðars Karlssonar, kom fram að hagur félagsins batnaði veru- lega á árinu 1989 borið saman við fyrra ár, bæði vegna aðgerða Eyjafirði og verður jafnframt opnuð sýning í Dynheimum á úrvali verka þeirra sem bárust í samkeppnina. Sýningin verður opin frá 12.5. til 17.5. I tengslum við afmæli félagsins verður uppeldisstöðin í Kjarna opin almenningi sunnudaginn 13. maí frá kl. 14 til 17 og starfsemin kynnt. Auk þess verður saga félagsins rakin í stórum dráttum í blaðagrein og viðtölum við for- ystumenn félagsins. (Fréttatilkynning). stjórnenda og starfsmanna svo og bærilegri ytri skilyrða. Taldi hann að rekja mætti árangurinn bæði til aðgerða sem ákveðnar voru á árinu 1988, auk þeirra aögerða sem gripið var til á árinu 1989. í umræðum á fundinum kom fram ánægja með þann árangur sem náðst hefur í rekstri félagsins á síðastliðnu ári, en varað var við of mikilli bjartsýni og hvatt var til varfærni. Á fundinum var samþykkt úrsögn félagsins úr Tryggingar- sjóði innlánsdeilda. Er þetta gert þar sem Innlánsdeild Kt> hefur undanfarið eitt og hálft ár veriö tryggð með ábyrgð Samvinnu- banka íslands hf. cn með samein- ingu hans við Landsbanka íslands, hefur sá síðarnefndi tek- ið á sig þessa ábyrgð. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Böðvar Jónsson, Gaut- löndum og Egill Gústafsson, Rauðafelli. Egill gaf ekki kost á sér til endurkjörs. í stað hans var kjörinn Skarphéðinn Sigurðsson, Úlfsbæ, en Böðvar var endur- kjörinn. Hlöðver Þ. Hlöðversson, Björg- um, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs sem endurskoðandi félags- ins, en hann hefur verið kjörinn endurskoðandi frá 1956, eða síð- astliðin 34 ár. I hans stað var kjörinn Egill Gústafsson, Rauða- felli. I stjórn félagsins sitja: Egill Olgeirsson, formaður, Húsavík, Ari Tcitsson, Hrísum, Baldvin Baldursson, Rangá, Brynjar Sig- tryggsson, Húsavík, Böðvar Jónsson, Gautlöndum, Helga Valborg Pétursdóttir, Austurhlíð og Skarphéðinn Sigurðsson, Úlfsbæ. Kaupfélagsstjóri er Hreiðar Karlsson. Skógræktarfélag Eyfirðinga: Mikið um dýrðir um helgina Minningarsjóður Þorgerðar S. Eiríksdóttur Umsóknir um styrk úr sjóðnum þurfa að berast Tón- listarskólanum á Akureyri fyrir 16. maí n.k. Rétt á styrkveitingu eiga þeir er lokið hafa námi við Tónlistarskólann á Akureyri og hyggja á, eða eru í framhaldsnámi í tónlist. Utvegsmenn Norðurlandi Útvegsmannafélag Norðurlands heldur fund mánudaginn 14. maí n.k. að Hótel KEA kl. 14.00. Fundarefni: 1. Ný samþykkt lög um stjórnun fiskveiða. 2. Afkomuskýrsla bátaflotans. 3. Önnur mál. Kristján Ragnarsson formaður L.Í.Ú. og Sveinn Hjörtur Hjartarson koma á fundinn. Stjórnin. JS/LAmLAJDZJR hefst miðvikud. 9. maí að Hafnar- stræti 88 (áður Fatalagerinn) Opið verður frá kl. 13-18. Glæsilegur sumarfatnaður frá fyrra ári og vandaður heilsársfatnaður á stór- lækkuðu verði. Gríptu tækifærið Gerðu góð kaup! Aðalskipula^ Ólafsíjarðar: Boltinn hjá Olafsfírðingum Skipulag ríkisins starfrækir skrifstofu á Akureyri eins og flestum er kunnugt. í vetur sem leið yar unnið að aðal- skipulagi Olafsfjarðar og Dag- ur hafði samband við Benedikt Björnsson og spurði hvað væri að frétta af þessu verkefni. „Hvað varðar aðalskipulag Ólafsfjarðar þá er boltinn hjá Ólafsfirðingum. Öll vinna við þetta verkefni er frá þó svo að Íiún hafi dregist vegna veðurfars og annars. Lokaskýrsla og jafn- framt uppdráttur er í höndum Ólafsfirðinga, en þeir eiga eftir að skila inn athugasemdum. Viss atriði eru umdeild, smáatriði verða stór, þegar kjósa á til bæjarstjórna. Trúlega verður öll ákvarðanataka geymd fram yfir kjördag þar til að ný bæjarstjórn tekur við,“ sagði Björn. ój Sæplast hf. á Dalvík: Austursvæðm könnuð í Gautaborg Dagana 25.-28. apríl var sjáv- arútvegssýning haldin í Gauta- borg í Svíþjóð. Þrjú fyrirtæki tóku þátt í sýningu þessari frá Islandi, þar á meðal Sæplast h.f. á Dalvík. Að sögn Kristjáns Aðalsteins- sonar, sölustjóra Sæplasts h.f., var sýning þessi smá í sniðum miðað við sýningarnar í Kaup- mannahöfn og Reykjavík. „Við fórum eingöngu til að kanna austursvæðin þ.e. Svíþjóð og Finnland, en mikið af finnsk- um sjó- og útgerðarmönnum sóttu sýninguna," sagði Kristján. ój (TRIO) . skemmtun 18.og19.mai Helgi Pé Óli Þórðar Ágúst Atla Gunni Þórðar Magnús Einars Aðeins þessi tvö kvöld Mida- og boröa- panianir í S* 96-22770

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.