Dagur


Dagur - 09.05.1990, Qupperneq 4

Dagur - 09.05.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 9. maí 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RlTSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Þjónustugjöld banka og sparisjóða Svo sem skýrt var frá í fréttum kannaði Verðlags- stofnun í síðasta mánuði þjónustugjöld banka og sparisjóða vegna algengra innlendra viðskipta. Þessar stofnanir innheimta þjónustugjöld af við- skiptavinum sínum vegna útlána, innheimtu, vanskila, ávísanareikninga og fleira og er oft á tíðum um verulegar upphæðir að ræða. Niður- staða könnunarinnar er ótvíræð: Þótt þjónustu- gjöldin séu mishá eftir stofnunum, hafa þau í öll- um tilfellum hækkað mun meira frá miðju ári 1988 en almennt verðlag í landinu. Þessi niðurstaða kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Flestir hafa kynnst því af eigin raun hve dýrt það hefur reynst að taka fjármagn að láni hér á landi á undanförnum árum. Það voru ekki einungis vextirnir sem ruku upp úr öllu valdi heldur fylgdu ýmis „aukagjöld" á eftir. Að undanförnu hafa vextir síðan lækkað að nýju en þjónustugjöldin ekki. Forráðamenn ýmissa pen- ingastofnana hafa þvert á móti barmað sér ákaf- lega í fjölmiðlum að undanförnu yfir of lágum þjónustugjöldum og boðað að hugsanlega þurfi að hækka þau umtalsvert innan skamms. Það er kunnara en frá þurfi að segja að munur- inn á innláns- og útlánsvöxtum banka og spari- sjóða hér á landi er allt of mikill og í hæsta máta óeðlilegur. Hefur svo verið um langt árabil. Þeg- ar við bætist að staðíest hefur verið að þjónustu- gjöld þessara ágætu stofnana hafa hækkað meira en verðbólga síðustu tveggja ára gefur tilefni til, er ljóst að eitthvað þarf að gera. Enn einu sinni hefur það sannast að hin svo- kallaða frjálsa samkeppni þarf ekki endilega að vera neytendum til hagsbóta. í könnuninni kem- ur t.d. fram að gjöld vegna innheimtu hafa í mörgum tilvikum hækkað um 50-180% á sama tíma og lánskjaravísitala hækkaði um 40%. Þar kemur einnig fram að þegar þóknun banka og sparisjóða vegna skuldabréfa til skemmri tíma en fimm ára var háð ákvörðun Seðlabanka ís- lands, var gjaldið 0,8% af lánsupphæðinni. Þetta gjald er nú í mörgum tilvikum 1,8% af upphæð- inni og hefur því meira en tvöfaldast frá því síðla árs 1986. Þetta þýðir að lántakandi sem greiddi 8 þúsund krónur í þóknunargjald til viðskipta- banka síns af milljón króna skuldabréfaláni í október 1986 þyrfti að greiða 18 þúsund krónur í þóknun fyrir sama lán í dag! Er að furða þótt óheyrilegur fjármagnskostnaður sé um það bil að sliga flesta lántakendur þessa lands? Það fer vart milli mála að aukinnar hagræðing- ar er þörf í bankakerfinu. Þótt nokkuð hafi miðað í rétta átt að undanfötnu, má betur ef duga skal. BB. Gömlu húsin á Akureyri Fyrir nokkru skrifaöi einn af blaðamönnum Dags hugleiðingu sem hann nefndi „Á ferð um gömlu hverfin". í greininni var vikið að því, hvort ekki væri þörf á meira frumkvæði af hálfu bæjaryfirvalda, bæði hvað varðar heildarstefnu í þessum málum og stuðning við það fólk sem vill cndurbæta og halda við gömlum húsum. Par sem þó nokkuð hefur verið unnið að þessum málum á vegum Akureyrarbæjar undanfarin ár, vil ég meðal annars vekja athygli á eftirtöldum atriðum. Fyrir nokkrum árum var geng- ið frá deiliskipulagi fyrir innbæ- inn, þar sem m.a. er gengið út frá að yfirbragð þess bæjarhluta verði, að mestu leyti, varðveitt í óbreyttri mynd. Sanililiða var tekið saman yfirlit yfir varð- veislugildi húsa á þessu svæði. Ingólfur Arinannsson Hliðstæða vinnu er nú vcrið aö framkvæma við deiliskipulag fyr- ir Oddeyri. Þar er einnig unnið samhliöa að yfirliti yfir þau hús eða svæði sem hafi varðveislu- gildi. Þessi skipulagsvinna er for- senda þess, að eigendur húsa á þessum svæðum geti unnið mark- visst að viðhaldi og fegrun húsa sinna, þar sem þá ætti að liggja fyrir hvort viðkomandi húsurn er ætlað að standa áfram í óbreyttri mynd eða ekki. Húsfriðunarsjóður Akureyrar hefur verið starfræktur um árabil og lengi vel var fé úr honum eink- um varið til endurbyggingar á elsta húsi bæjarins, Laxdalshúsi. Fyrir tveimur árum var Bygg- ingalánasjóður Akureyrar sam- einaður Húsfriöunarsjóði, til aö gera hann öflugri, þannig að hann gæti tekist á við fleiri verk- efni. Á sl. ári var í fyrsta sinn auglýst eftir umsóknum um lán og styrki úr þessum sjóði, auk þcss sem þá voru veittar viður- kenningar til einstaklinga og fé- lagasamtaka, sem sýnt hafa frum- kvæöi og fordæmi í þessum mál- um. Nú á vordögum verður síðan næst úthlutað úr Húsfriðunar- sjóðnum. Á vegum Húsfriðunarsjóðsins hefur einnig verið staðið fyrir námskeiðum um viðhald gamalla húsa. Þó að upptalingin hér að ofan sýni að nokkuö hefur verið hugað að þessum málum á undanförn- um árum, þá er ljóst að framund- an er mikið starf við endurbætur og viðhald, bæði á vegum bæjar- félagsins og þeirra einstaklinga sem búa í þessum hverfum. Verkefnin eru næg, en vorjandi tekst með samsfilltu átaki íbúa og cigenda húsnæöis í þessum hverf- um og bæjaryfirvalda að halda áfrani þeirri uppbyggingu, sem lögð hafa verið drög að. Ingólfur Árinannsson. Hafnarstræti 86: Gott dæmi um gamalt hús sem tekið hefur stakkaskiptum ineð auknu viðhaldi og endurbótum. Mynd: kl Höfundur er mcnningarfulltrúi Akurcyr- arbæjar. Hólmfríður Guðmundsdóttir: Bmisknniinning „Blika sem brennheitt stái björgin og djúpin köld. Bjart var um Austurái oftar en þetta kvöld. Blástur frá bláum hval blandast við fuglaklið. Blævakið bylgjuhjal boðar mér drottins frið. “ Þcssar fallegu Ijóðlínur eru úr kvæðinu „Sigling inn Eyjafjörð", eftir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi. Þetta kvæði vekur alltaf hjá mér mínar yndislegustu minningar frá þeim tíma, er ég sem barn og unglingur ólst upp við Eyjafjörð, nánar tiltekið á Árskógsströnd, sem er vestan megin fjaröarins skammt innan við Dalvík. Flestar mínar bestu minningar frá þessum tíma eru bundnar sjónum, þegar við afi minn sem ég ólst upp hjá, vorum á hand- færi. Þetta var kærkomin tilbreyt- ing frá hinu venjulega daglega amstri. Það var stórkostlegt að róa út á spegilsléttan sjóinn í kvöldsólinni, fjörðurinn umluk- inn tignarlegum fjallgörðuni beggja vegna, með Múlann og Gjögrana eins og verði við mynni fjarðarins, og Hríseyna fyrir miðju. Ekki hef ég víst alltaf verið með hugann við fiskiríið, því stundum hrökk ég við þegar afi sagði byrstur, ætlarðu ekki að draga fiskinn, stelpa. Þá hafði bitið á hjá mér, en annað hvort var ég svo heilluð af útsýninu, sem alltaf var breytilegt eftir því hvar við vorum stödd, eða ég var að virða fyrir mér sel sem horfði á mig þessum fallegu augum sem margir líkja við mannsaugu, og hugsa, skyldi það vera satt að sel- ir séu menn í álögum. Stundum komu hrefnuvöður inn fjörðinn, það var fögur sjón að sjá þessi svörtu rennilegu dýr kljúfa sólgylltan hafflötinn með allskonar tilburðum. Mér fannst þetta eins og unglingar í leik. Ég bað afa.að fara nær þeim, en hann var nú ekki á því gamli maðurinn, sjálfsagt ekki treyst fleytunni okkar of nálægt þessum þróttmiklu dýrum. Það var gott að alast upp við þetta samspil fábrotins en heil- brigs mannlífs við náttúru til lands og sjávar. Þeim hughrifum sem ég varð fyrir á þessum löngu liðnu sumarkvöldum sem barn, náttúrufegurðinni, hreinleikan- um og þessari ólýsanlegu kyrrð sem ekkert rauf nema fuglakvak eða öldugjálfur, hef ég aldrei gleymt. Ég hef víða farið síðan þetta gerðist. I mörgum löndum er stórbrot- in náttúrufegurð, fjölbreytt dýra- líf og ótal margt sem gleður aug- aö. En hvergi hef ég séð þetta kristaltæra loft og liti, sem landið okkar hefur upp á að bjóða, og ég tel eitt af okkar mestu auð- lindum, ef rétt er á haldið. Það er stundum eins og við kunnutn ckki að meta það seni cr næst okkur, fyrr en við höfum samanburð við annað, og horfuni á heimaslóðina úr fjarska. Ég hef líka séð sorglegar afleiðingar þess, er reykháfar stóriðjuveranna spú eitri út í and- rúmsloftið nótt og dag, og allt líf á stórum fögrum landssvæðum bæði á láði og legi er í bráðri hættu af völdum mengunar. Það er ósk mín og von, að hvorki æskustöðvum mínum við Eyjafjörð, né öðrum byggðum íslands, bíði þau örlög. Vonandi bcra ráðamenn þjóð- ar okkar gæfu til að fara með gát ef til stóriðju kemur hér á landi, og draga lærdóm af mistökum annarra þjóða. En við verðum að vera á verði, því það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í hann. Hólmfríður Guðmundsdóttir, ITC Irpu, Reykjavík.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.