Dagur - 09.05.1990, Síða 12

Dagur - 09.05.1990, Síða 12
í Akureyri, miðvikudagur 9. maí 1990 Kodak Express Gædaframkollun ★ Tryggðu f ilmunni þinni fbesta ^PediGmyndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Aðalfundur LA: „Erum ekki á heljarþröm“ Á aðalfundi Leikfélags Akur- eyrar sl. mánudag kom fram að fjárhagsstaða félagsins er ekki góð um þessar mundir og skuldabyrðin þung. Að sögn Sigurðar Hróarssonar, leikhús- stjóra, virtust tölur um stöðu LA koma sumum á óvart en á hinn bóginn eru menn bjart- sýnir í kjölfar þess hve Fátækt fólk fær góða aðsókn. Hitt er þó ljóst að fjárhagsgrundvöll félagsins þarf að treysta. Sigurður sagði að nefnd skipuð fulltrúum frá Leikfélaginu, Akureyrarbæ og ríkinu væri nú að vinna að endurskoðun á þrí- hliða samningi þessara aðila sem féll úr gildi um síðustu áramót. Hann vonaðist til að sú vinna myndi skila viðunandi árangri. „Við erum samt ekki á heljar- þröm. Þetta gengur mjög vel núna, enda er búið að sýna Fátækt fólk 14 sinnum og um helgina verða þrjár sýningar. Þar af er uppselt á eina og nálægt því að verða fullt á aðra. Við erum full bjartsýni, en eftir næsta fund nefndarinnar mun rekstrargrund- völlur Leikfélagsins vonandi verða skýrari,“ sagði Sigurður. Sunna Borg var endurkjörin formaður Leikfélags Akureyrar. Anna G. Torfadóttir var kjörin varaformaður, en Jón Arnþórs- son gaf ekki kost á sér. Þráinn Karlsson var kjörinn ritari. A aðalfundinum gengu sautján nýir félagar í Leikfélag Akureyr- ar, sem er hlutfallslega mikil aukning þar sem félagsmenn voru í kringum 70 talsins fyrir þennan fund. Sigurður sagði þetta mjög ánægjulegt, en það nýmæli var tekið upp að þeir sem gerast félagsmenn í LA fá tvo frímiða á hvert verkefni hjá félaginu. SS A myndinni eru Jón Ingi Guðmundsson mjólkurfræðingur, Örn Vigfússon framleiðslustjóri og Kristín Halldórs- dóttir lærlingur. Mynd: im Húsavík: Baulubros í mjólkursajnlaginu - 40 tonn af jógúrt framleidd á mánuði Fyrstu Baulujógúrtinni sem framleidd er hjá Mjólkursamlagi KÞ á Húsavík var pakkað í dósir sl. mánu- dag. Örn Vigfússon, framleiðslustjóri, sagðist vera mjög ánægður með aðstöðuna fyrir framleiöslulín- una í húsnæði santlagsins. Áætlað er að framleiðslan nemi um 40 tonnum af jógúrt á mánuði. Mun stór- um tengivagni frá Aðalgeiri Sigurgeirssyni verða ekið til Reykjavíkur vikulega meö framleiðsluna. Þrír starfsmenn vinna að framleiðslunni, auk þess sem flutningar á vörunni skapa einnig atvinnu. Að sögn Hlífars Karlssonar samlagsstjóra vænta kaupfélagsmenn mikils af samvinnunni við Baulu. Hugntyndir eru um að sölukerfi Baulu sjái um dreifingu á unnum kjötvörum á markað á Reykjavíkursvæðinu, og ef til vill einnig fiskafurðum í neytendaumbúðum. IM Þórarinn E. Sveinsson: Tillaga í ábnálinu Þórarinn E. Svcinsson flutti í gær tillögu í Bæjarstjórn Akureyrar vegna staösetningar álvers. Tillögunni var vísað til bæjarráös. Tillaga Þórarins er á þá leið að bæjarstjórnin opni umfjöllun um álver við Eyjafjörð með myndun þverpólitísks, faglegs hóps, sem afli sér umboðs sveitarfélaganna 16 við fjörðinn til umræðna og stöðumats. Nauðsynlegt sé að gera undirbúningsstarfið faglegra á þeim skamma tíma sem til stefnu er í álversmálinu. Starfshópurinn myndi starfa með Iðnþróunarfélagi Eyjafjarð- ar, og ættu að vera sérfræðingar innan hans á sviði verkfræði, hag- fræði, lögfræði og landbúnaðar- mála. Miklar umrÉeður urðu um til- löguna. Á fundinum var m.a. upplýst að fljótlega verður hald- inn kynningarfundur með íbúum Arnarneshrepps, og í dag verður fundað í Héraðsnefnd Eyjafjarð- ar, sem hefur unnið að málinu í samvinnu við þrjá stærstu þétt- býlisstaðina við fjörðinn. Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, fagnaði ályktun- um frá fundi samtaka sveitarfé- laga á Norðurlandi, Vestfjörðum og Austfjörðum með alþingis- mönnum í sfðasta mánuði. EHB Fyrstu laxarnir undir hnífmn hjá Miklalaxi: Parísarbúar hrifnir af laxi úr Fljótum „Við ætlum að slátra tvisvar enn í þessum mánuöi en eftir mánaðamótin vonast ég til að hægt verði að slátra í hverri viku, allt árið um kring,“ sagði Reynir Pálsson, framkvæmda- stjóri fiskeldisstöövarinnar Miklalax í Fljótum en í síðustu viku var fyrsta slátrun á laxi hjá fyrirtækinu. Fyrsta sendingin frá Miklalaxi fór á uppboðsmarkað í París í Frakklandi og segist Reynir mjög ánægður með það verð sem fékkst fyrir fiskinn. Laxinum var Sigluflörður: Sjóstangveiðimenn frá Sviss líta á aðstæður „Ég var að fá það staðfest að í I hópur sumar kemur til Siglufjarðar kanna frá Sviss til þess að hér aðstæður til sjó- Húnavatnssýslur: Miklar vcgabætur í sumar Vegagerð Ríkisins hefur boðið út vegagerðarframkvæmdir á nokkrum vegaköflum í Húna- vatnssýslum. Vegakaflarnir eru á Svínvetningabraut, Vatnsnesi og Skaga. Á Svín- vetningabraut er boðin út upp- bygging á veginum frá Norður- landsvegi að Hnjúkahlíð, 1,6 km, Gert er ráð fyrir að klæðn- ing verði lögð á þennan kafla næsta sumar. Á Vatnsnesi eru vegakaflarnir þrír. Vegakaflinn um Tjarnará sem er 560 m. á lengd. Aðkoman að brúnni o. mjög slæm og verð- ur hún lagfærð. Nýbygging um Ósa, austan á Vatsnesi. Þar verð- ur vegurinn færður á kafla og lag- færður. Frá Þórsá að Ósum verður veg- urinn styrktur og er það 6 km. kafli. Vegurinn um Laxá í Nesjum á Skaga verður lagfærður. Á þeim kafla verður unnið að ræsagerð og öðru viðhaldi. Útboð í vegaframkvæmdir þessar verða opnuð 21. þessa mánaðar og framkvæmdum á að Ijúka í sumar. Hjá Vegagerð ríkisins eru í vinnslu kort sem sýnir þær fram- kvæmdir sem áformaðar eru á vegum í kjördæminu í sumar. Kortið birtist í blaðinu þegar það kemur úr vinnslu. kg' stangaveiði,“ sagði Björn Valdimarsson, umsjónarmað- ur átaksverkefnis í atvinnumál- um á Siglufirði. „Ég hef unnið að þessu máli frá því unt áramót og þetta er í samráði við veiðiklúbba í Sviss og Austurríki. Málið er nú komið á það stig að forstöðumenn þess- ara klúbba koma hingað í sumar og gera úttekt á svæðinu. Ef þeim líst vel á staðinn, Iiggur fyrir að hann fer inn á dagskrá þessara erlendu aðila. Þetta gæti orðið töluverð búbót fyrir svæðið," sagði Björn. Að öllum líkindum koma hinar erlendu veiðiklær í beinu flugi Saga-Reisen til Akureyrar og er von á þeim um mánaðamótin júlí-ágúst. Siglufjörður þykir henta vel til sjóstangaveiði og þar í bænum eru margir góðir veiðimenn. Á sl. ári var þar haldið stórt sjóstanga- veiðimót, sem þóttist takast vel. óþh pakkað á Hofsósi, síðan ekið á bílum til Keflavíkur þaðan sem flogið var með fiskinn beint til Parísar. Reynir segir að Frakk- landsmarkaður sé að því leyti til hagstæður að ekki þurfi að gera að fiskinum fyrir markaðinn. „Mér sýnist að þegar hjólin verði farin að snúast á fullu þá slátrum við um 60 tonnum á mán- uði. í þessari fyrstu slátrun var um að ræða fisk í stærðarflokk- unum 1-2 kíló og 2-3 kíló en við viljum fá hann stærri fyrir slátrun enda er verulega hærra verð í stærðarflokknum 3-4 kíló. Við verðum því nokkuð rólegir fram yfir mánaðamótin," sagði Reyn- ir. Eftirspurnin eftir laxi er mikil á öllum mörkuðum en Reynir seg- ist gera ráð fyrir að í framtíðinni fari um helmingur framleiðslunn- ar á Frakklandsmarkað og helm- ingur á Bandaríkjamarkað. Reynt verði einnig að komast inn á Japansmarkað enda fæst þar besta verðið fyrir stærsta fiskinn. Verð á laxi á erlendum mörkuðum hefur stigið verulega á síðustu mánuðum. Reynir segir að enginn hafi búist við þessari verðhækkun nú, hennar hafi menn ekki vænst fyrr en á næsta ári. „Mér kemur á óvart hve snemma þessi verðhækkun kem- ur en þessar þjóðir sem selja lax eru að reyna að koma sér saman um að reyna að halda framboði og eftirspurn í jafnvægi. Takist það getur verðið haldist hátt áfram,“ segir Reynir. JÓH Grásleppuvertíðin: Léleg vertíð og færri sjómenn stunda veiðar - birgðir að íslenskir smábátasjómenn gera út á grásleppu nú þetta vor sem fyrr, en veiðin hefur verið léleg. Að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssam- bands smábátaeigenda, hefur grásleppuveiði landsmanna vérið með minna móti. Veiðin hófst 20. mars á svæðinu frá Skagatá að Hvftingum, en veiði fyrir Vesturlandi er vart byrjuð enn. „Já, þetta er lélegt og færri sjómenn stunda veiðarnar í ár. mestu seldar Erfitt er um sölu hrogna og verð- ið ekki gott. Sjómenn hafa farið eftir fyrirmælum okkar í Lands- sambandinu og hefja ekki veiðar fyrr en sala hrogna er trygg,“ sagði Örn. Aðspurður um gamlar birgðir og hvaða veiðisvæði reyndust best, sagði Örn: „Gamlar birgðir í landinu eru litlar, þetta er að mestu farið og selt og veiðin er hvað skást frá Siglufirði og Rauf- arhöfn í ár.“ ój

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.