Dagur - 11.05.1990, Side 3
f
-i
fréftir
Föstudagur 11. maí 1990 - DAGUR - 3
mmmm
Sportveiði:
Dorgveiðifélag íslands
stofnað um helgina
í húsnæði Sportveiðiblaðsins,
Hverfisgötu 76 í Reykjavík.
Björn bjóst við að nokkrir
dorgveiðimenn frá Noröurlandi
leggi leið sína á stofnfundinn en
fyrir þá sem áhuga hafi á að láta
skrá sig í félagið sé það mögulegt
hjá honum í síma 96-27563.
JÓH
Fjórðungssjúkrahúsið:
Yfirlæknir
bæklunar-
deildar
í ársleyfi
Halldór Baldursson, yfirlæknir
á bæklunardeild Fjóróungs-
sjúkrahússins á Akureyri, e.r í
ársleyfi. Júlíus Gestsson, starf-
andi sérfræðingur á FSA, leys-
ir liann af.
Að sögn Halldórs Jónssonar,
framkvæmdastjóra FSA, fór
Halldór Baldursson í ársleyfi í
byrjun mársmánaðar. Hann hef-
ur fengið hlutastarf við Land-
spítalann og einnig opnað lækn-
ingastofu í Reykjavík. Slysadeild
FSA var undir stjórn Halldórs.
EHB
Dorgveiðifélag Islands verður
stofnað í Reykjavík á morgun.
Að sögn Björns Sigurðssonar
dorgveiðimanns á Akureyri
verða engin inntökuskilyrði í
þetta félag önnur en þau að
hafa áhuga á dorgveiði.
Áhugi á dorgveiði hefur verið
vaxandi í vetur, a.m.k. sýnir það
þátttaka í þeim almennings-
keppnum sem haldnar hafa
verið. Björn segir að ætlunin sé
að Dorgveiðiféíag íslends sendi
hér eftir mann á heimsmeistara-
keppni í dorgveiði og jafnframt
reyni þessi landssamtök að end-
urvekja landskeppni í dorgveiði
hér á landi. Einnig að stuðla að
því að dorgveiði verði leyfð gegn
vægu gjaldi víðs vegar um land.
Stofnfundurinn verður haldinn
Umhverfismáladeild
Akureyrarbæjar:
Málið snýst
um gróður,
ræktun og
gott sumar
„Gróður, ræktun og gott
sumar, um það snýst allt hjá
okkur,“ sagði Eiríkur Bóas-
son hjá Umhverfismáladeild
Akureyrarbæjar.
. Mikil ásókn er að garðlönd-
urn í bæjarlandi Akureyrar og
378 garðholur eru til útleigu
þetta árið. Gjald fyrir 100 fer-
metra lands er kr.1200,- og
hefur hækkað milli ára um kr.
200,-.
Tvö hundruð Akureyringar
hafa sótt um garðholu og ætla
að pota útsæðinu niður í von
um góða uppskeru í haust.
Hjá Umhverfismáladeild
vinna 30 manns að föstum
störfum í sumar, en auk þeirra
25 flokksstjórar við skólagarð-
ana tvo, þar sem 200 börn
verða að ræktunarstörfum. í
vinnuskólanum verða 400-450
unglingar og með þeim vinna
hátt í 20 flokksstjórar.
„Þetta er stór hópur og von-
andi verður sumarið sólríkt og
gróðursælt og þá verða allir
ánægðir," sagði Eiríkur Bóas-
son að lokum. ój
Sigluprður:
„Ég er eldd bjartsýnn“
- segir ísak Ólafsson, bæjarstjóri
Af og til fréttum við af slæmu
atvinnuástandi á Siglufirði,
þessum fornfræga bæ síldar-
áranna.
Er Dagur hafði samband við
Hafþór Rósmundsson hjá
Verkalýðsfélaginu Vöku á
Siglufirði og spurði hann um
atvinnuntál staðarins, sagði
Hafþór.
„Ástand atvinnumála verka-
fólks á Siglufirði er ekki meira
en svo þokkalegt. Á atvinnu-
leysisskrá fyrir þremur vikum
voru 52. Eitthvað hefur þeim
fækkað nú, því trillukarlar og
vörubifreiðastjórar eru óðum
að komast til vinnu. Ófærð
vegna snjóa og vond veður hafa
hamlað þessum mönnum frá að
stunda sína vinnu allt fram á
þennan dag.“
Um atvinnuhorfur skóla-
fólks, þá þegar skólar hætta,
sagði Hafþór: „Um vinnu fyrir
skólafólkið vitum við lítið enn.
Hún verður örugglega lítil. Ég
hef heyrt að frystihúsið verði
starfrækt i sumar. Fað er breyt-
ing frá því sem verið hefur og
skapar örugglega vinnu fyrir
skólafólkiö."
Er samband var haft við bæj-
arstjórann ísak Ólafsson og
hann spurður um verklcgar
framkvæmdir á vegum bæjarfé-
lagsins, sagöi ísak: „Fram-
kvæmdir verða litlar. Viö vinn-
um við nýja kirkjugarðinn og
við gangstéttagerö."
Hvað um sumarvinnu skóla-
fólks? „Ég cr ekki bjartsýnn,"
sagði ísak bæjarstjóri að lokum.
ój
Nám í uppeldisgreinum fyrir list- og verkmenntakennara:
Hefst á Akureyri í janúar ’91
Námi í uppeldisgreinum fyrir
list- og verkmenntakennara á
framhaidsskölastigi veröur
komið á í janúar 1991 hér á
Akureyri. Þetta er réttinda-
nám fyrir leiðbeinendur, en
svo eru þeir kallaöir er stunda
kennslu en hafa ekki fullgild
réttindi kennara.
Að sögn Trausta Þorsteins-
sonar, fræðslustjóra Norðurlands
eystra, er þetta nám mikið hags-
munamál þeirra mörgu hand-
verks- og iðnaðarmanna sem að
kennslu vinna á framhaldsskóla-
stigi.
„Nú þegar hafa 15-16 leiðbein-
endur gert vart við sig vegna
áhuga til frekara náms og kennsl-
an fer fram við Verkmenntaskól-
ann á Akureyri með fjarkennslu-
Að sögu fræðslustjóra fer kennslan fram í VMA
sniði. Nám þetta verður á allan
hátt hið sama og Kennaraháskóli
íslanda býður uppá á haustdög-
um 1990 í Reykjavík," sagöi
Trausti Þorsteinsson, fræðslu-
stjóri. ój
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg:
Athugasemdum heilbrigðisyfirvalda fullnægt
I þeirri miklu umræðu, sem
orðið hefur um fangelsismál og
aðbúnað fanga, hefur komið
fram að Hegningarhúsið við
Skólavörðustíg er ekki nothæft
til vistunar fanga. Stjórnvöld
settu skilyrði um lagfæringar á
Hegningarhúsinu, þannig að
hægt væri að nota húsið, en
jafnframt gáfu þeir út viljayfir-
lýsingu um að loka beri húsinu
eins fljótt hægt væri.
í samtali Dags við forstöðu-
mann húsins, Guðmund Gísla-
son, kom fram, að öllum athuga-
semdum heilbrigðisyfirvalda
hefði verið fullnægt hvað lagfær-
ingar snerti og búið væri að
hanna loftræstikerfi fyrir húsið og
enn væri rætt um að leggja Hegn-
ingarhúsið niður.
„Málið er hjá réttum yfirvöld-
um til umfjöllunar,“ sagði Guð-
mundur Gíslason, forstöðumað-
ur Hegningarhússins við Skóla-
vörðustíg. ój
Óli P. Guðbjartsson, dómsmálaráðherra:
Tjaldað til einnar nætur
Eins og fram kemur í ummæl-
um Guðmundar Gíslasonar,
forstöðumanns Hegningar-
húsins við Skólavörðustíg,
hafa lagfæringar átt sér stað í
Ilegningarhúsinu, cn hvað
hefur ráðherra dúmsmála Óli
Þ. Guðbjartsson um máliö að
segja?
H Hegningarhúsinu við
Skólavörðustíg hafa farið fram
lagfæringar eftir úttekt þá sem
heilbrigðisyfirvöld gerðu á hús-
inu, en mér er ljóst samt sem
áður, að hér er aðeins tjaldað til
eitinar nætur. Áhugi ntinn og
margra embættismanna ríkisins
er að koma nýju fangelsi inn á
fjárlög. Þetta er stórmál. Ósk
mín er sú að þetta takist í
embættistíð minni sem ráð-
hcrra.
Fangelsismál
verður að skoða
þjóðarinnar
í heild og
breyta og lagfæra. Nokkuð hef-
ur áunnist, meðal annars fjár-
veiting að upphæð tólf milljónir
króna til gæsluvarðhaldsfanga.
Mcð opinni umræðu um
fangelsismál hefur skapast mik-
ill velvilji ráðamanna og von
mín og vissa er, að við náunt
settu takinarki í fangelsismálum
þjóðarinnar,” sagði Óli Þ. Guð-
bjartsson, dómsmálaráðherra.
ój
Möldursf.
BÍIASAIA
við Hvannavellí.
Símar 24119 og 24170.
Toyota Landcruser II árg. '87,
ekinn 60 þús. Verð 1.400.000.-
MMC Lancer 4x4 árg. '87, ekinn 44 þús. Verð 850.000.-
|
!wý]hHK!3L' ’
Daihatsu Rocky árg. '87, ekinn 75 þús. Verð 1.250.000.-
MMC Lancer GLX árg. '86, ekinn
35 þús. Verð 570.000,-
MMC Pajero bensín árg. '85,
ekinn 58 þús. Verð 960.000.-
MMC Galant 2000 GLS árg. '87,
ekinn 35 þús. Verð 820.000,-
MMC Colt 1500 GLX A/T, ekinn
43 þús. Verð 580.000,-
★
Greiðslukjör
við allra hæfi
rÍIJSAUWH
Stföldursf.
BÍXASAIA
við Hvannavelli.
Símar 24119 og 24170.