Dagur


Dagur - 11.05.1990, Qupperneq 4

Dagur - 11.05.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Föstudagur 11. maí 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÚSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Erfiðleikar Sambandsins og skipulagsbreytingar Stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga kem- ur saman til fundar í dag til að fjalla um afkomu Sambandsins á liðnu ári. Þrátt fyrir veigamiklar aðhaldsaðgerðir á síðasta ári er ljóst að Sam- bandið býr enn við gífurlegan taprekstur, en tap- ið á síðasta ári er af stærðargráðunni 650-700 milljónir króna. Auk þess þarf Sambandið að af- skrifa meira af útistandandi skuldum en ráð var fyrir gert og þá hefur það einnig þurft að afskrifa hlutafé í nokkrum fyrirtækjum vegna gjaldþrota þeirra eða viðvarandi tapreksturs. Það gæti því látið nærri að Samband íslenskra samvinnufé- laga hafi tapað um það bil einum milljarði króna á síðasta ári. Árið 1988 var einnig mjög erfitt ár fyrir Samband íslenskra samvinnufélaga. Það ár nam tapreksturinn 1156 milljónum króna og eig- ið fé Sambandsins rýrnaði um rúman milljarð, en hefði þurft að hækka um einn og hálfan til þess að halda í við verðlagsþróunina það ár. Á sama tíma, þ.e. á árinu 1988, töpuðu kaupfélögin í landinu rúmum milljarði króna en þau hafa smám saman verið að rétta við síðan og sýna flest umtalsverðan rekstrarbata á síðasta ári. Samband íslenskra samvinnufélaga er jafnan talið stærst íslenskra fyrirtækja, þótt það sé í eðli sínu ólíkt flestum öðrum fyrirtækjum landsins vegna samvinnurekstrarformsins. En þótt Sam- bandið sé öflugt þolir það ekki þennan gífurlega taprekstur, hvað þá þegar sagan endurtekur sig ár eftir ár. Ekkert fyrirtæki þolir slíkt til lang- frama. Sambandinu blæðir og yfirstjórn þess hef- ur ekki tekist að finna ráð til að stöðva blæðing- una, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir á síðustu árum. Ef fram heldur sem horfir dreguiLjafnt og þétt úr mætti samvinnuhreyfingarinnar til að taka virk- an þátt í framfarasókn þjóðarinnar. Smám saman dregur úr mætti þessarar mikilvirku fjöldahreyf- ingar til að stuðla að atvinnulegri og félagslegri uppbyggingu á öllum sviðum þjóðlífsins, svo sem hún hefur gert um ríflega hundrað ára skeið og allt fram á þennan dag. Rekstrarerfiðleikar Sambandsins eru komnir á það alvarlegt stig að samvinnumönnum verður að takast að snúa taflinu við á næstu mánuðum, eigi ekki illa að fara. Þeir verða að grípa til mjög róttækra aðgerða til að binda enda á viðvarandi taprekstur. Þær aðgerðir hljóta að felast í breyttu rekstrarformi að einhverju leyti, þar sem ýmsar deildir Sambandsins yrðu gerðar að.sjálfstæðum hlutafélögum. Samvinnumenn verða að horfast í augu við það að skipulag Sambandsins og fyrir- tækja þess er ekki í fullkomnum takti við sam- tímann. Þeir verða að horfast í augu við það að kosti hlutafélagaformsins þarf og verður að nýta samvinnuhreyfingunni til hagsbóta. Þó þarf að fara fram með fyllstu gát. Skipulagsbreytingarn- ar mega ekki verða til þess að raska undirstöð- um hreyfingarinnar eða eðli hennar sem sam- vinnuhreyfingar. BB. hvað er að gerast Tónlistarskólinn á Akureyri: Þrennir nemendatónleikar Nú um helgina verða þrennir nemendatónleikar á vegurn Tón- listarskólans á Akureyri. Hinir fyrstu verða kl. 10.00 á sunnudagsmorgun í Lóni við Hrísalund. í>ar koma fram nemendur á píanó og fiðlu sem lært hafa eftir svokallaðri „Suz- uki“ aðferð. Jafnframt eru þessir tónleikar liður í fjáröflun for- eldrafélags Suzukideilar Tónlist- arskólans og verður kaffi og með- læti innifalið í aðgangseyri sem er kr. 300. Sama dag verða tvennir tón- leikar í íþróttaskemmunni, tón- leikar yngri nemenda kl. 14.00 og eldri nemenda kl. 17.00. Þar koma fram einleikarar á píanó, fiðlu, selló, gítar og ýmis blást- urshljóðfæri og flytja fjölbreytta og vandaða efnisskrá. Seinna í vikunni er svo boðið upp á áframhaldandi tónleika- veislu í Skemmunni. Þriðjudag- inn 15. maí eru vortónleikar slag- verksdeildar Tónlistarskólans, sem er í örum vexti, miðvikudag- inn 16. maí eru tónleikar A-, B-, C- og D-blásarasveita, fimmtu- daginn 17. maí eru tónleikar strengjasveita I og II og Sinfóníu- hljómsveitar Tónlistarskólans og að lokum eru tónleikar Big- bands tónlistarskólans föstudag- inn 18. maí. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Tónlistarskólanum verður slit- ið laugardaginn 19. maí í Akur- eyrarkirkju kl. 17.00. Tónlistarskóli Eyjafjarðar: Skólaslit á Grenivík á morgun nemandanum rúm 50 ár. I skólann, auk Atla Guðlaugsson- í vetur störfuðu 9 kennarar við ar, skólastjóra. Húsavík: Silla sýnir í Safiiahúsinu Tónlistarskóli Eyjafjarðar er nú að ljúka öðru starfsári sínu. Lýk- ur því með hefðbundnu tónleika- haldi og endapunkturinn er skólaslit með tónlistarívafi á Grenivík á morgun, laugardag- inn 12. maí kl. 17. í vetur hafa 235 nemendur stundað nám við Tónlistarskóla Eyjafjarðar, en það er hátt í 10% íbúa á starfssvæði hans, sem starfar í 10 sveitarfélögum við Eyjafjörð. Hljóðfæraval er mjög fjöl- breytt og eru nemendur skólans á ýmsum stigum í hljóðfæraleik og söng, allt upp í 7. stig. Þá er aldursmunur á yngsta og elsta Stuðningshópur fyrir aðstand- endur aldraðra heldur síðasta fund vetrarins í dag, föstudag, klukkan 17.00. Fundurinn verður haldinn á fjórðu hæð heilsugæslú- Páll Einarsson, jarðeðlisfræðing- ur við Raunvísindastofnun Há- skóla íslands, flytur fyrirlestur laugardaginn 12. maí klukkan 14.00 í húsnæði Háskólans á Bílasýning verður haldin á Akur- eyri hjá Skálafelli um helgina. Skálafell er með söluumboð fyrir Jöfur hf. Sýndur verður Skoda Favorit, framhjóladrifinn 5 manna fjölskyldubíll, með fallegt Sigurlaug Jóhannesdóttir, Silla, opnar sýningu í Safnahúsinu á Húsavík í dag kl. 18-21. Á sýn- ingunni eru 10 skúlptúrar, unnir stöðvarinnar. Á fundinn kemur Magnús Ólafsson, sjúkraþjálfari, og ræðir um hreyfingu fyrir aldr- aða og hreyfiörvun. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir. Akureyri við Þingvallastræti, stofu 24. Fyrirlesturinn nefnist „Eldgos og eldgosaspár." Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. útlit og frábæra aksturseigin- leika. Favorit er sparneytinn og á góðu verði Sýningin er opin á laugardag og sunnudag frá kl. 13.00 til 17.00. úr grjóti og hrosshári, hrosshári og plexigleri. Frá 12.-14. maí verður sýningin opin kl. 14-20. Silla starfar sem myndmennta- kennari við Grunnskólann á Dalvík. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og lauk þaðan vefnaðar- kennaraprófi 1967. Einnig nam hún við Instituto Allende Mexico 1972. Silla hefur haldið einkasýning- ar í Reykjavík , á ísafirði, í Dan- mörku og Finnlandi og auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún hefur hlotið viðurkenningar og verk eftir hana eru í opinberri eigu hjá Listasafni íslands, Húsa- víkurbæ og Sambandi íslenskra samvinnufélaga. IM Akureyri: StoMmdur kvikmynda- áhugamanna Formlegur stofnfundur Félags áhugamanna á Akureyri um kvikmyndir og kvikmyndagerð verður haldinn á morgun, laugar- daginn 12. maí kl. 14 í Möðru- vallakjallara, raungreinahúsi Menntaskólans á Akureyri. Allir kvikmyndaáhugamenn eru hvattir til að mæta. Skákfélag Akureyrar: Tíu mínútna mót Skákfélag Akureyrar heldur 10 mínútna mót í kvöld, föstudags- kvöld, og hefst það kl. 20.00. Teflt er í félagsheimilinu við Þingvallastræti. Á laugardaginn kl. 13.30 verða barna- og ungl- ingaæfingar í félagsheimilinu. Æfingunum fer nú fækkandi, en þeim lýkur síðar í þessum mán- uði. Skákunnendur eru hvattir til að taka þátt í 10 mínútna mótinu og yngri kynslóðin er velkomin á skákæfingarnar á laugardag. Akureyri: Stuðningshópur aðstand- enda aldraðra Háskólinn á Akureyri: Fyrirlestur um eldgos Skálafell: Sýnir Skoda Favorit

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.