Dagur - 11.05.1990, Síða 7
Föstudagur 11. maí 1990 - DAGUR - 7
Á að bjarga Búðar-
gili og Grófargili?
Af einhverjum ástæðum þykir
mannskepnunni það eftirsóknar-
vert að halda í arfleifð sína, að
minnsta kosti einhverja hluta
hennar. Við Akureyringar erum
engir eftirbátar annarra í þessum
efnum. Stoltir leiðum við útlend-
inga og aðra gesti inn Fjöruna,
sýnum þeim gömlu húsin, fylgj-
um þeim um hýbýli Nonna og inn
í Minjasafn, bendum upp í
brekkuna og segjum frá kartöflu-
áhuga forfeðra okkar. Af tölu-
verðri alvöru, sem jaðrar við
heilbrigt mont, hömpum við
minningu Matthíasar Jochums-
sonar og Davíðs Stefánssonar.
Enginn getur borið okkur á
brýn áhugaleysi um fortíðina - en
samt erum við einkennilega
kærulaus þegar kemur að varð-
veislu gamalla og gróinna
örnefna í bænum. Öll höfum við
tekið eftir því að Akureyri er
sannkallaður giljabær. Upp af
Gróðrarstöðinni leynist Nausta-
gil falið undir laufkrónum mikilla
trjáa. Fyrir ofan Minjasafnið
oíckar, sunnan Nonnahúss, er
Skammagil og lætur lítið yfir sér.
Norðar er Búðargil (ekki Búða-
gil), sem margir kalla Lækjargil.
Niður Búðargilið rann Búðarlæk-
urinn og myndaði með framburði
sínum Akureyri. Töluvert norð-
ar, fyrir utan Bakkahöllina,
stendur Flvammur sem í mínu
ungdæmi var kallaður Sýsló. Hús
þetta var byggt laust fyrir alda-
mótin síðustu af Páli Briem sýslu-
manni. Nú á efri hluta 20. aldar
hafa skátarnir hreiðrað þarna um
sig. Hvamms-nafnið er frá þeim
komið. Gilið upp af, sem er
hvorki lítið né ómerkilegt, hef ég
aldrei heyrt kallað neinu sérstöku
nafni í daglegu tali manna, nema
ef vera skyldi Sýslumannsgil.
Steindór Steindórsson, sem er
allra manna fróðastur um örnefni
í Akureyrarlandi, nefnir gilið
Djúpulaut. Forvitnilegt væri að
Jón Hjaltason.
vita hvort gamlir Akureyringar
nota þetta heiti eða muna eftir að
það hafi verið notað. Djúpalaut
er hljómfagurt nafn og svo sann-
arlega ástæða til að halda því á
lofti. Nokkru utar, fyrir norðan
Menntaskólaveginn og ofan
Sjónarhæð, er Barðsgil.
Það giljanna á Akureyri, sem
lætur mest yfir sér í dag, er vafa-
laust Grófargil uppaf Torfunefi,
fyrir norðan kirkjuna. Og það
verður að segjast eins og er að
við Akureyringar höfum átt í
. mesta basli við að nefna það réttu
nafni. Einu sinni var það kallað
Laugaskarð og hefur líklega átt
að skírskota til sundlaugarinnar.
Síðar, þegar KEA byrjaði að
skyggja á gruggugan sundlaug-
arpyttinn, fóru menn að tala urn
Kaupfélagsgil. í dag fæ ég ekki
betur séð en að Kaupvangsgil
(dregið af Kaupvangsstræti) ætli
endanlega að drepa Grófargils-
nafnið.
Nyrst giljanna er svokallað
Skátagil sem gengur niður í
mibæinn sunnan við útibú ís-
landsbanka (þar sem Útvegs-
bankinn var áður) og skrifstofur
sýslumanns. Mér er sagt að
ástæða nafngiftarinnar sé sú að
skátarnir, undir forystu Jóns
Norðfjörð, reyndu sumarið 1937
að breyta gilinu í fallegan gróður-
reit. Með skóflur að vopni réðust
þeir í að útrýma þúfum og hlaða
stalla. En hugmyndin fékk að
sögn lítinn hljómgrunn meðal
íbúanna í kring og féll því um
koll. Gaman þætti mér að vita
hvað bæjarbúar kölluðu þetta gil
fyrir 1937.
Ný sýnist mér að við Akureyr-
ingar verðum að gera það upp við
okkur hvort við viljum halda í
tvö merkustu giljanöfnin, Búð-
argil og Grófargil, eða láta þau
fyrir önnur nýrri. .Sjálfur er ég
ekki í nokkrum vafa um að það
væri stór missir ef Búðargil og
Grófargil breyttust í Kaup-
vangsgil og Lækjargil. Gömlu
örnefnin eru hluti af sögu bæjar-
ins rétt eins og húsin í Fjörunni.
En hvað ér til ráða? Um það hef
ég brotið heilann í tíma og ótíma
en án árangurs. Svo var það hér
um daginn að Lárus á bókasafn-
inu hjó áreynslulítið á þennan
Gordíonshnút þegar hann sagði:
„Skírum göturnar upp og látum
Lækjargötu heita Búðargil og
Kaupvangsstræti Grófargil."
Petta er einföld og snjöll lausn
sem ég held að sé alls ekki of
seint að hrinda í framkvæmd. Ég
hlýt að skora á bæjaryfirvöld að
taka þetta til alvarlegrar íhugun-
ar og minni aftur á að hér er um
að ræða sögulega arfleifð sem við
erum í þann veginn að umbreyta
í steingerving sem aðeins fáeinir
sérvitringar munu halda upp á í
framtíðinni. jón Hjaltason.
Höfundur er sagnfræöingur og vinnur aö
ritun á sögu Akureyrar.
Framsókn er framtíðin
Senn líður að sveitarstjórnar-
kosningum og er því ekki óeðli-
legt að kjósendur fari að hugsa
um hvað frambjóðendur hafa
helst fram að færa bænum okkar
til framdráttar. Margt hefur verið
get en alltaf er þó ýmislegt sem
má til betri vegar horfa.
Fyrst er að nefna atvinnumál-
in, þau mál sem varða alla er hér
vilja búa. Við þurfum að skapa
hér fleiri atvinnutækifæri. Þar vil
ég leggja áherslu á aukna hlut-
deild okkar í sjávarafla og upp-
byggingu iðnaðar, bæði sem lýtur
að úrvinnslu þess hráefnis sem
við höfum, þar á ég við sjávarút-
vegsvara og landbúnaðarvara
sem hafa verið undirstaða at-
vinnulífs í bænum. Eins þurfum
við að vera vakandi fyrir hverjum
þeim nýjuin hugmyndum sem
fram kunna að koma um stofnun
fyrirtækja sem skapa atvinnu, og
vera tilbúin að búa þeim gott
umhverfi og alla þá bestu þjón-
ustu svo þau megi dafna.
Við eigum að nota fram-
kvæmdalánasjóð bæjarins til að
aðstoða við jrær hugmyndir sem
sýnt er fram á að eigi framtíð fyr-
ir sér, t.d. með lánum, hlutafjár-
kaupum eða lánsábyrgðum.
Athuga þarf hvort ekki megi gera
sjóðinn öflugri en hann er nú.
Atvinna af þjónustu við ferða-
menn hefur farið mjög vaxandi
hér á landi undanfarin ár og þurf-
um við að vera vakandi fyrir því
að fá sem mest af þeirri vinnu,
ekki síst þar sem margar vinsæl-
ustu náttúruperlur landsins eru í
nágrenni Húsavíkur.
Umhverfið næst okkur þurfum
við að hafa hreint og aðlaðandi
fyrir ferðafólk og aðra.
Við þurfum að ýta vel á stjórn-
völd um gerð millilandaflugvallar
i Aðaldal, því ef sú framkvæmd
yrði þar rnyndi það skapa mikla
atvinnu og greiða fyrir útflutningi
á ferskum matvælum á erlenda
markaði.
Nú er unnið að framkvæmdum
við Norðurgarðinn en þar með er
framkvæmdum við Húsavíkur-
höfn ekki lokið, því áfram þarf
að vinna að úrbótum við höfnina
og á hafnarsvæðinu, þar þarf
meðal annars að finna lóð fyrir
byggingu bátaskýlis fyrir björg-
unarsveitarbátana og þá starf-
semi sem þeim er tengd. Því það
hlýtur að vera öryggismál sjó-
rnanna, og kappsmál okkar allra
að þeir séu í góðu lagi og ávallt til
taks ef á þarf að halda.
í skólamálum er verið að
semja við ríkið um viðbyggingu
við barnaskólann. Það þarf að
fylgja þeim málum vel eftir svo
staðið verði 'við þær skuldbind-
ingar sem gerðar hafa verið.
Halda þarf áfram að efla fram-
haldsskólann og kemur jafnvel til
greina að fjölga brautum á verk-
námssviði í samvinnu við þau
iðnfyrirtæki sem fyrir eru í
bænum.
Varðandi íþróttamál tel ég að
við stöndum nokkuð vel að vígi
með nýja íþróttahúsið og nokkuð
góða velli sem samt þarf ávallt að
sjá svo um að alltaf sé eðlilegt við-
hald á þes_sum mannvirkjum sem
búið er að byggja upp. Helsta
verkefni á þessu sviði tel ég vera
að bæta skíðamannvirki í fjall-
inu, því þá aðstöðu nýta sér mjög
margir á veturna.
í æskulýðsmálum er brýnast að
finna gott húsnæði fyrir unga
fólkið, þar sem það getur komið
saman og eytt frístundum sínum í
góðu og heilbrigðu umhverfi.
í þessari grein hef ég minnst á
nokkur mál sem næsta bæjar-
stjórn þarf að takast á við, þó
mörgu sé sleppt, einnig koma
ávallt upp ný mál sem leysa þarf
á hverjum tíma.
Framsóknarflokkurinn býður
fram við þessar kosningar lista
sem er bæði skipaður mönnum
með mikla og góða reynslu í
bæjarstjórnarmálum og einnig
ungu fólki sern er fullt áhuga til
að takast á við hver þau málefni
sem upp kunna að koma. Þess
vegna er B-listinn góður kostur
fyrir alla jafnt unga sem aldna.
X-B.
Sveinbjörn Lund.
Greinarhöfundiir skipar þriðja sæti Iram-
huöslista Framsóknarflokksins við bæjar-
stjórnarkosningarnar á Húsavík.
spurning vikunnar
Kemst þú í sérstaka
vorstemmningu?
Sigfús Hansen:
Gera það ekki allir? Já, maður
verður léttari í lund þegar vorið
er komið. Manni finnst léttast
yfir þessu öllu þegar sauðburð-
urinn byrjar og fuglarnir fara að
koma.
Steinunn Sigurðurdóttir:
Já, maður gerir það náttúrlega.
Maður verður kátari þegar veðr-
ið batnar og byrjar að taka til
hendinni í garðinum.
Jóhanna Guðmann:
í vorstemmningu? Já, það geri
ég. Maður verður á allan hátt
léttari, vinnur jafnvel meira og
vakir meira. Dagurinn verður
lengri á þessum árstíma.
Guðmundur Óskarsson:
Ég veit það ekki. Maður er í
prófum sem eru að verða búin
þannig að maður verður léttari í
skapi að því loknu. Vorið er eig-
inlega ekki komið fyrr en maður
er laus úr skólanum.
Kristín Steindórsdóttir:
Já, ég myndi halda það að
maður komist í sérstaka
stemmningu þegar snjóa tekur.
Mér finnst ég vaka meira og
vinna meira, verða á allan hátt
léttari þegar þessi tími kemur.